Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
7. tbl. 79. árg.
FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Árangurslaus fundur utanríkisráðherra íraks og Bandaríkjanna um Persaflóadeiluna:
Engin teikn sögð á loftí um að
Irakar muni virða samþykktir SÞ
Irakar ítreka hótanir um að ráðast á Israel
- Bush Bandaríkjaforseti segist hafa orðið
fyrir vonbrigðum en kveðst enn ekki hafa
gefið upp von um friðsamlega lausn
Genf. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Washington. Reuter.
FUNDI þeirra James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og
Tareqs Aziz, starfsbróður hans frá írak, lauk í Genf í gær án nokkurs
árangurs eftir rúmlega sex klukkustunda langar viðræður. Baker sagði
á blaðamannafundi sem boðað var til að viðræðunum loknum að ekk-
ert hefði komið fram sem benti til þess að írakar væru reiðubúnir til
að kalla innrásarlið sitt heim frá Kúveit í samræmi við ályktanir Sam-
einuðu þjóðanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að
algjör stífni hefði einkennt afstöðu íraka og nefndi til marks um það
að íraski utanríkisráðherrann hefði neitað að taka_við bréfi hans til
Saddams Hussein, forseta íraks. Saddam lýsti því yfir í gærkvöldi að
hermenn Bandaríkjanna við Persaflóa kæmu til með „að synda í eigin
blóði“ blossuðu upp átök í þessum heimshluta og Aziz ítrekaði á fundi
með blaðamönnum að írakar myndu ráðast á Israel yrði þess freistað
að koma liðsafla þeirra frá Kúveit með vopnavaldi.
Þeir Baker og Aziz ræddust við í
rúmar sex klukkustundir og varð
fundur þeirra mun lengri en almennt
hafði verið ætlað. írakar höfðu hótað
að ganga út eftir fimm mínútur ef
Baker endurtæki aðeins kröfur um
skilyrðislausa heimkvaðningu inn-
rásarliðsins frá Kúveit. Þeir gerðu
það ekki og vonir um cinhveija lausn
kviknuðu er ráðherrarnir ákváðu að
hittast aftur eftir klukkustundar há-
degisverðarhlé. Baker notaði þá
tímann og ræddi við Bush forseta í
Washington en Aziz gerði Saddam
forseta aldrei grein fyrir gangi við-
ræðnanna.
Á blaðamannfundinum hóf Baker
mál sitt með því að segja að ekkert
hefði komið fram á fundinum sem
benti til þess að írakar væru tilbúnir
til að sýna nokkurn sveigjanleika í
Persaflóadeilunni og kvaðst harma
það. Hann sagði að leiðin að friðsam-
legri lausn væri þó enn opin og sagð-
ist vona að leiðtogi Iraka sæi að sér.
Aziz nefndi Kúveit aldrei á nafn á
fréttamannafundi sínum. Hann talaði
hins vegar um nauðsyn þess að fund-
in yrði heildarlausn á- deilumálum í
Mið-Austurlöndum. Þar hefði ófriður
ríkt lengi og teldu Irakar sér vera
ógnað.
Báðir ráðherrarnir sögðust hafa
haft tækifæri til að gera grein fyrir
afstöðu ríkisstjórna sinna á fundin-
um. Aziz neitaði hins vegar að taka
við bréfi frá George Bush Banda-
ríkjaforseta til Saddams þar sem
tónninn í bréfinu hefði verið „dóna-
legur og ekki við hæfi í slíkum orð-
sendingum þjóðarleiðtoga í millum."
Að sögn þandarískra -embættis-
manna gerði Bush í bréfinu Saddam
forseta tæpitungulaust grein fyrir
áfleiðingum þess ef íraski herinn
yrði enn í Kúveit eftir 15. janúar.
Baker sagði ekki koma til greina að
fjalla um önnur deilumál í Mið-Aust-
urlöndum samtímis því sem rætt
væri um leiðir til að leysa Persaflóa-
deiluna með friðsamlegum hætti.
Slíkt myndi gefa til kynna að hrotta-
skapur og virðingarleysi fyrir al-
þjóðalögum skilaði tilætluðum ár-
angri.
Baker sagði að boðskapur sinn á
fundinum hefði verið skýr. írakar
yrðu að fara eftir 12 s'amþykktum
Sameinuðu þjóðanna því ella yrðu
þeir hraktir frá Kúveit með hervaldi.
Hann sagði að Saddam Hussein hefði
þegar misreiknað sig hrapallega í
þessari deilu og vanmetið samstöðu
ríkja heims og kvaðst Baker vona
að það'gerðist ekki enn á ný. Aziz
sagði hins vegar að það væri mis-
skilningur Vesturlandabúa að Irakar
gerðu sér ekki fulla grein fyrir afleið-
ingum aðgerða sinna.
Olíuverð tók strax að hækka er
fyrir lá að fundurinn hefði engum
árangri skilað og aðeins fáeinum
mínútum eftir að Baker hafði rætt
við blaðamenn seldist fatið á 30 doll-
ara en fyrr um daginn hafði verðið
verið rúmir 23 dollarar.
George Bush Bandaríkjaforseti
sagði í gærkvöldi að algjör ósveigjan-
leiki hefði einkennt framgöngu Iraka
á fundinum og ekkert hefði komið
fram sem benti til þess að Saddam
léti skynsemina ráða í deilunni. Sadd-
am forseti yrði nú að velja á milli
stríðs og friðar. Forsetinn sagðist
hafa orðið fyrir vonbrigðum en hann
hygðist ekki gefast upp. Enn væri
tækifæri til að koma í veg fyrir blóð-
bað og sagðist forsetinn enn ekki
hafa gefið upp alla von um að tak-
ast mætti að leiða Persaflóadeiluna
til lykta með friðsamlegum hætti.
Sjá fréttir á bls. 22.
Reuter
James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna (t.h.) og Tareq Aziz utanríkisráðherra íraks við upphaf
fundarins í Genf í gær. Ráðherrarnir tókust stuttlega í hendur eftir að ljósmyndarar höfðu hvatt þá til
þess þegar sendinefndirnar höfðu tekið sér sæti við samningaborðið.
De Cuellar íhugar fHðar-
umleitun á elleftu stundu
Frakkar hefja eigin tilraunir til að afstýra styijöld við Persaflóa
Sameinuðu þjóðunum. París. Lúxemborg. Genf.
JAVIER Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
íhugaði í gærkvöldi þann möguleika að reyna að freista þess að koma
í veg fyrir styrjöld við Persaflóa með því að takast á hendur ferð til
Bagdad fyrir 15. janúar til viðræðna við Saddam Ilusscin Iraksfor-
seta. Náinn samstarfsmaður de Cuellars sagði að ferð af þessu tagi
yrði fyrst og fremst farin af skyldurækni því litlar sem engar líkur
væru á að hægt yrði að afstýra átökum. „Byssurnar byrjuðu að gelta
um leið og hann færi frá Bagdad. Það er staða sem maður í erindum
friðar vill ekki komast í,“ sagði hann.
Stjórnarerindrekar töldu miklar
líkur á að de Cuellar færi til Bagdad
til að reyna knýja Saddam til að
kalla heri sína frá Kúveit fyrir 15.
janúar. Breskir embættismenn sögðu
að de Cuellar hefði lítið sem ekkert
Sovéskir hermenn taka sér stöðu í höfuðborg Litháens:
Talsmaður hersins neitar
að valdarán sé á döfinni
Vilnius, Moskvu, Helsinki, París. Reuter.
SOVÉSKIR hermenn tóku sér stöðu í gær víða um Vilnius, liöfuðborg
Litháens, og óttuðust leiðtögar lýðveldisins mjög að þeim yrði beitt til
að brjóta á bak aftur sjálfstæðisbaráttu Litháa. Seint i gærkvöldi var
þó tilkynnt að hermenn hefðu farið frá mikilvægum byggingum í borg-
inni og talsmaður Rauða hersins sagði að valdarán væri ekki á döfinni.
Tugþúsundir stuðningsmanna
sjálfstæðisbaráttunnar komu saman
á torgi við þinghúsið í borginni eftir
að litháíska útvarpið hafði hvatt fólk
til að vetja það gegn hugsanlegri
árás sovéska hersins. Andspænis
þeim á torginu voru um 8.000 and-
stæðingar sjálfstæðisbaráttunnar
sem hrópuðu vígorð gegn leiðtogum
þjóðernissinna.
Vytautas Landsbergis, forseti Lit-
háens, ávarpaði fólkið frá glugga á
þinghúsinu og hvatti það til að halda
ró sinni. Lögreglumenn stóðu í þrem-
ur röðum á milli fylkinganna og ekki
mun hafa komið til átaka. Mótmæla-
ganga andstæðinga sjálfstæðisbar-
áttunnar riðlaðist að lokum.
Bandaríkjamenn, sem hafa aldrei
viðurkennt innlimun Eystrasaltsríkj-
anna í Sovétríkin árið 1940, for-
dæmdu aðgerðirnar harðlega á
þriðjudag. Fréttastofan TASS fór
hörðum orðum um afstöðu Banda-
ríkjamanna í gær og sakaði þá um
íhlutun í innanríkismál Sovétmanna.
Sjá fréttir á bls. 22-23.
svigrúm til samninga við íraka þar
sem SÞ væru aðili að deiiunni við
þá með samþykktum Öryggisráðsins.
Francois Mitterrand Frakklands-
forseti útilokaði það ekki á blaða-
mannafundi í gær að hann færi í
eigin persónu til Bagdad fyrir 15.
janúar ef Saddain byði honum til
viðræðna og líkur væru taldar á að
ferð af því tagi gæti hugsanlega
borið þann árangur að stríði við
Persaflóa yrði afstýrt. Á þessu
augnabliki væri þó ekkert sem benti
til að ferð af því tagi yrði farin.
Þetta sagði hann meðan á fundi
Bakers og Aziz stóð en þegar lyktir
hans lágu fyrir tilkynnti Mitterrand
að Frakkar hefðu hafið eigin friðar-
umleitanir og myndu beita öllum
.þeim ráðum sem þeir hefðu til þess
að finna friðsamlega lausn Persaflóa-
deilunnar. Mitterrand sagði að loka-
frestur íraka til að fara frá Kúveit
yrði ekki framlengdur, en hann rynni
út að frönskum tíma klukkan 6 að
morgni miðvikudaginn 16. janúar,
klukkan 5 að íslenskum tíma en þá
er miðnætti í New York. „Klukkan
12 að kvöldi 15. janúar að banda-
rískum tíma hefst nýtt skeið í þess-
ari deilu. Þá verður hernaður lögleg-
ur,“ sagði Frakklandsforseti.
Auk friðartilrauna Frakka hefur
Evrópubandalagið boðist til að reyna
að finna friðsamlega lausn á Persa-
flóadeilunni og sagði Mitterrand að
Tareq Aziz hefði fallist á að hitta
fulltrúa bandalagsins í Algeirsborg í
Alsír.