Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 13
13 Guttormur Sigurbjörnsson „í þessu efni verður hver að trúa því, sem honum gott þykir, en rógurinn er eitt af því, sem enginn getur var- ist“. seint um kvöldið og við höfðum borðað saman á hótelinu, spurði dr. Kristinn okkur Hermann hvort við vildum ekki líta uppá herbergi til sín, en við gistum þama um nótt- ina. Við Hermann vildum fá okkur MORpUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 smá gönguferð upp í fjallið en sögð- umst líta inn áður en við færum að sofa. Þegar við svo komum inn til dr. Kristins stóð þar whiský- flaska á börðinu, sem Kristinn taldi að við yrðum að sjá um að hann þyrfti ekki að taka heim með sér. Um margt var skrafað þessa nætur- stund og Hermann óspar á sögur úr stjómmálabaráttu liðinna ára. Dr. Kristinn sat á rúminu, því ekki vora nema tveir stólar í herberginu. Kollumálið bar á góma og þegar Hermann hafði rætt það um stund þá hallaði dr. Kristinn sér fram og ég tók eftir þessum stríðnisglampa í augunum, sem einkenndi Kristin þegar svo bar undir: „Skaust þú kolluna, Hermann?" spurði utanrík- isráðherrann. Hermann varð alvar- legur þar sem hann sat með spennt- ar greipar og horfði framfyrir sig og svarið var þetta: „Trúir því nokk- ur heilvita maður að nokkur lög- reglustjóri í Reykjavík, hver sem hann er, láti sér detta í hug að skjóta alfriðaðan fugl svo að segja við nefið á fjölda Reykvíkinga?“ Um þetta mál varð ekki frekar rætt og dr. Kristinn vék umræðu- efninu að öðrum hlutum og mér fannst eins og hann skammaðist sín fyrir spurninguna. I þessu efni verður hver að trúa því, sem honum gott þykir, en róg- urinn er eitt af því, sem enginn getur varist, hann smýgur alls stað- ar, það vita engir betur en þeir, sem fást við stjórnmál. Höfundur er endurskoðandi. Útifundur gegn stríði ÁTAK gegn stríði efnir til almenns útifundar á Lækj- artorgi í dag, fimmtudaginn 10. janúar kl. 17.30. Kröfur fundarins verða: Ríkis- stjórn lýsi ótvírætt yfir andstöðu íslands við stríðsaðgerðir gegn nokkurri þjóð í Austurlöndum nær. Stjómvöld beiti sér á alþjóða vett- vangi fyrir friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar. Haldin verði sem fyrst alþjóðleg friðarráðstefna um Austurlönd nær, með þátttöku allra deiluaðila, í samræmi við ályktanr Sameinuðu þjóðanna. Um land allt er nú verið að safna undirskriftum til stuðnings þessum kröfum og hófst undirskriftasöfn- unin sl. helgi. Á fundinum verða forsætisráðherra, hr. Steingrími Hermannssyni, afhentar þær und- irskriftir sem borist hafa fyrir þann tíma. Að fundi loknum verður gengið að bandaríska sendiráðinu til að afhenda fulltrúum Bandaríkja- stjómar áskorun um að láta ekki vopnin tala. (Fréttatilkynning) _Dale . Carneaie þjálfun STJÓRNUNARNÁMSKEW Á námskeiðinu verður fjallað um m.a.: Stjórnunarskrefin og notkun þeirra. Hvatningu og hvernig viö getum byggt upp starfsábyrgð. Skoöanaskipti — Hvernig viö komum hugmyndum okkar til skila. Að byggja upp fólk — Tilgang starfsins. Valddreifingu sem tæki til aö ná æskilegum árangri. Skapandi hugmyndaflug og tímastjórnun. FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT Innritun og upplýsingar í síma 82411 O STJÓRNUNARSKÓLINN Konrað Adolphsson Emkaumboð tyrir Dale Carnegie namskeiðm'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.