Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 Forráðamenn Fornbílaklúbbsins vilja hafa gömlu númerin á gömlu bílunum. F ornbílaklúbburinn; Vilja númer í sam- ræmi við bílana FORNBÍLAKLÚBBUR íslands fer þess formlega á leit við dóms- málaráðuneytið á næstunni að fá að smiða númeraplötur á bíla félagsmanna. Klúbburinn á mót, sem notuð voru við gerð númera- plata frá 1950-1989 og formaður klúbbsins, Kristinn Snæland, segir að féiagsmenn vilji fá að smíða plötur, sem séu í samræmi við aldur bilanna. Kristinn segir, að Fornbíla- klúbburinn hafi keypt tæki Steðja hf., sem smíðaði númeraplötur áður en númerabreytingin gekk í garð. „Við vildum varðveita núm- eramótin og nýta þau jafnframt fyrir félagsmenn," segir hann. „Við viljum gjaman fá að smíða númeraplötur, bæði til að end- umýja plötur á bílum félags- manna, ef með þarf og einnig smíða plötur á fombíla, sem hafa verið afskráðir en em nú tilbúnir til skráningar að nýju. Ef menn koma með fjörutíu ára gamlan bíl til skráningar þá skemmir það útlit bílsins ef nýju númeraplöt- urnar em settar á hann. Til sam- anburðar mætti nefna, að héldi Þjóðminjasafnið sýningu á göml- um munum, sem varðveist hafa úr verslun, væri hjákátlegt að sjá á þeim verðmiða frá Hagkaup.“ Kristinn sagði að númeramót Steðja hf. hefðu verið notuð frá 1950. „Fyrstu bílarnir hér á landi vom með heimasmíðaðar númera- plötur, svartar með hvítum stöf- um. Slíkar plötur vildum við einn- ig gjarnan fá að smíða á elstu bílana okkar, enda getum við séð af myndum hvernig þær vom. A stríðsárunum voru plöturnar „emaléraðar" og við vildum gjam- an fá að hafa slíkar plötur á þeim bílum sem við á. Við höfum kynnt hugmyndir okkar í dómsmála- ráðuneytinu og fengið ágætar undirtektir, en formsatriði em ekki frágengin. Þá má geta þess, að við eram einnig reiðubúnir til að framleiða númer fyrir almenn- ing, samkvæmt beiðnum-frá Bif- reiðaskoðun íslands. Þá hef ég fýrst og fremst í huga að við gerðum nýjar plötur samkvæmt gamla kerfínu, ef plötur skemm- ast, til dæmis í árekstri," sagði Kristinn Snæland, formaður Fombílaklúbbs Islands. Bæjarsljórn Kópavogs: Lýst trausti á ráð- gjafanefnd og Smára- hvammssamninga BÆJARSTJÓRN Kópavogs samþykkti á fundi þann 8. janúar síðastliðinn ályktun um samskipti Kópavogsbæjar og Frjáls fram- taks hf. vegna Smárahvammslands. Ályktunin var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum og er þar lýst trausti á þriggja manna ráðgjafanefnd bæjarráðs, sem falið var að yfirfara samn- inga við Frjálst framtak og ræða við fyrirtækið. Jafnframt er þess vænst að ágreiningur innan bæjarsljórnar verði ekki til að trufla framkvæmdir í Smárahvammslandi. í ályktun bæjarstjórnar er lýst fullu trausti á ráðgjafa bæjarráðs, sem skiluðu greinargerð 21. nóv- ember síðastliðinn þar sem fram kemur það álit að til þess tíma hafi báðir aðilar staðið við gerða samninga og ekki séu efni til frek- ari skoðunar á þeim. „Bæjarstjórn Kópavogs lýsir fullu trausti á ráð- gjöfum bæjarráðs og tekur undir það sjónarmið þeirra að hagsmun- ir Kópavogs í þessu máli séu best tryggðir með hraðri og öflugri uppbyggingu íbúða- og athafna- svæða í löndum Smárahvamms,“ segir í ályktuninni. Þá segir | ennfremur: „Bæjar- stjórn ber fullt traust til Fijáls framtaks hf. og annarra viðsemj- enda sinna um uppbyggingu Smárahvamms og væntir þess að ágreiningur' innan bæjarstjórnar um einstök atriði samninganna og tilurð þeirra, verði ekki til að trufla framkvæmd sameiginlegra áforma um öfluga uppbyggingu landsins." í fréttatilkynningu frá bæjar- skrifstofum Kópavogs segir að ályktunin sé samþykkt „vegna umræðna um samskipti Kópavogs og Fijáls framtaks hf. vegna Smárahvammslands svo og sbr. tillögu um opinbera rannsókn er lögð var fram í bæjarstjórn og er undirstaða ofangreindrar ályktun- ar.“ í viðtali við Morgunblaðið, sem birtist 28. desember síðastliðinn, gagnrýndi Gunnar Birgisson form- aður bæjarráðs Kópavogs samn- ingagerðina við Fijálst framtak hf. Ekki náðist í Gunnar vegna þessarar ályktunar, þar sem hann er ókominn til landsins úr jólaleyfi. Þorlákshöfn: Smári h/f gjaldþrota SMÁRI h/f í Þorlákshöfn, sem rekið hefur seiða- og matfiska- eldisstöð í Þorlákshöfn, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Heildarskuldir fyrirtækisins eru áætlaðar 3-400 milljónir króna, að sögn Ásgeirs Björns- sonar hdl bústjóra þrotabúsins, og bókfært verð eigna nálægt 200 milljónum króna, en mark- aðsverð þeirra er óvíst. I stöð- inni eru á annað hundrað tonn af fiski og verður starfsemi haldið áfram á ábyrgð þrota- búsins meðan uhnið er að því að koma fiskinum í verð. Að sögn bústjórans eru Lands- banki íslands og Framkvæmda- sjóður langstærstir lánardrottna og nema skuldir við þessa tvo að- ila umtalsverðum hluta heildar- skulda. Opinber gjöld og laun eru í skilum. Athugasemd frá Pétri Bjömssyni Matbrauð hf.: Brauð og kökur selt á heild- söluverði MATBRAUÐ hf. opna brauða- og kökumarkað að Suðurlands- braut 32 í dag. Þar verður á boðstólum fjölbreytt úrval af brauðum og kökum sem selt verður á heildsöluverði, eða án smásöluálagningar. Auk þess verða á boðstólum mjólk og rnjólkurvörur, ostar og álegg ásamt öðru á hóflegu verði. Verslunin verður rekin með kjör- búðarsniði þannig að um sjálfsaf- greiðslu er að ræða. í sambandi við verslunina verður starfrækt kaffi- stofa sem hefur sæti fyrir um tutt- ugu viðskiptavini, þar sem selt verð- ur kaffi, kakó og fjölbreytt úrval af meðlæti á hóflegu verði. ‘ í fréttatilkynningu segir að ástæða þessa framtaks sé að bakar- ar hafi ekki farið varhluta af því að tapa viðskiptakröfum undanfarin ár auk þess að þurfa að lána vör- una í allt að tvo til þijá mánuði og þurfa að standa undir ijármagns- kostnaði. Því þyki aðstandendum þessa fyrirtækis ekki óraunhæft að við- skiptavinurinn njóti þessara kjara- bóta, en á móti kæmi að Matbrauð hf. fái vöm sína staðgreidda og hugsanlega - meiri umsetningu ásamt hagkvæmni í rekstri. Einnig myndi fyrirtækið losna við helgar- þjónustu sem kosti stórfé. Ekki verður um nein lánsvið- skipti að ræða, en hins vegar verð- ur hægt að nota greiðslukort. Opnunartími markaðarins er frá mánudegi til föstudags frá klukkan 9-18 og á laugardögum yfír vetrar- tímann frá klukkan 10-16. Fyrirtækin Borgarbakarí sf. og Smári-Bakari reka Matbrauð hf. og fer framleiðslan á brauðum og kök- um fram að Iðnbúð 8 í Garðabæ. í grein eða fréttaskýringu undir yfirskriftinni „Af innlendum vett- vangi“ rituð af Agnesi Bragadóttur sem birtist í Morgunblaðinu 8. jan- úar 1991 koma fram slíkar ásakan- ir á hendur þeim sem framleiða og selja sjófryst flök utan sölusamtak- anna, að ekki verður hjá því komist að mótmæla og biðja ungfrúna um frekari skýringar í hið minnsta. Þá er ég að tala um síðustu málsgrein pistilsins, sem er í heild einhver sá óvandaðasti sem ég hef lesið í íslensku blaði í langan tíma. Fyrirtækið ísberg Limited höf sölu á sjófrystum flökum út togar- anum Margréti EA haustið 1987. Ástæður þess að Samheiji hf., eig- andi skipsins, fól ísberg Ltd. að selja afurðir þess voru erfiðleikar í sölu, birgðasöfnun og almenn óánægja með þau vinnubrögð sem tíðkuðust hjá fyrri söluaðilá auk þess sem sölulaun eru einungis greidd söluaðila erlendis en ekki heima líka eins og gert er hjá sölu- sámtökunum. Sú skýring í um- ræddri grein, að menn hlaupi til þegar auðvelt er að selja óg almenn- ur skortur á fiski á markaði, og vilji seija sjálfir, á alltént ekki við í þessu tilviki. Því frá því að sjó- frysting á flökum hófst um borð í íslenskum skipum hefur markaðs- ástand ekki verið verra en haustið 1987. Þrátt fyrir það tókst ekki verr til en svo að Samheiji hf. fól ísberg Ltd. sölu á afurðum Akureyrinnar EA snemma árs 1988 og síðan bættust við Hjalteyrin EA og Odd- eyrin EA frá sömu útgerð. Auk þess sér ísberg Ltd. um sölu á af- urðum Snæfugls SU, Júlíusar Geir- mundssonar IS og Hópsness GK. Samanlögð framleiðsla þessara skipa á Bretlandsmarkað er álíka að magni og framleiðslu þeirra skipa sem selja afurðir sínar í gegn- um Islenskar sjávarafurðir hf. og mun meiri en SH-skipa. Skýring Agnesar á því að menn kjósi að selja utan sölusamtakanna er sú að „frystitogaramir fái yfir- vigt úti — sem sölusamtökin geti ekki keppt við hér — slík svik séu ekki möguleg“. Hér er eflaust átt við að pakkað sé með óeðlilegri yfirvigt, því framsetningin er svo ruglingsleg að ekki er auðvelt að átta sig á meiningunni. Þetta eru dylgjur af verstu teg- und og ósannar með öllu. Ég leyfí mér að krefjast frekari skýringa og sannana, sem ég veit að em ekki fyrir hendi hvað varðar þau skip sem við seljum fyrir. Að öðmm kosti dæmast orð þessi ómerk og höfundurinn ómerkingur. Um áramótin 1988-1989 gerði Rannsóknarstofnun fískiðnaðarins víðtæka athugun á vigtun um borð í 6 frystitogurum. Meðal þessara skipa var Akureyrin EA, þar sem yfirvigt reyndist 0,6% og frávik í vigtun minnst. Sú staðhæfíng að meirihluti frystitogara- séu utan sölusamtakanna er röng. í ársbyij- un 1990 vom 22 flakafrystitogarar í íslenska flotanum, þar af 16 sem seldu sínar afurðir í gegnum söiu- samtökin, 5 hjá ísberg Ltd. og 1 hjá Asiaco hf. Ég læt síðan hinum almenna les- anda Morgunblaðsins það eftir að dæma um, hvort þeir telji líklegt að fyrirtækin Samheiji hf., Skipa- klettur hf., Gunnvör hf. og Hópsnes hf. byggi sína afkomu á svindli. Af þeirri umræðu að dæma, sem virðist tröllríða fjölmiðlum um þess- ar mundir, vaknar einnig sú spurn- ing, hvort ennþá séu til heiðvirðir útgerðarmenn, en ekki bara tómir skúrkar. Það vaknar líka sú spurn- ing hvar hvatir þessara skrifa eiga uppruna sinn. Með þökk fyrir birtinguna. Aths. ritstj.: I fréttaskýringu þeirri, eftir Ag- nesi Bragadóttur, sem greinarhöf- undur vitnar til segir m.a.: „Ýmsir velta því fyrir sér, hver sé ástæða þess, að meirihluti frysti- togara. standi fyrir utan sölusam- tökin og skýringin, sem gefín er, er ekki fögur. Því er haldið fram, eins og áður hefur komið fram hér í Morgunblaðinu, að frystitogararn- ir fái yfirvigt úti - sem sölusamtök- in geti ekki keppt við hér — slík svik séu ekki möguleg. 10% yfírvigt sé nánast regia og þannig eigi sér stað stórkostlegt kvótasvindl. Þetta staðfesta útgerðarmenn og fisk- verkendur í samtölum við Morgun- blaðið, en vilja ekki tjá sig um málið. Segja aðeins, að hér sé um „geysilega viðkvæmt mál að ræða“. Raunar munu nýjar reglur um vigtun, sem tóku gildi um áramót- in, eiga að setja undir þennan leka, en staðhæft er, að þetta hafi hingað til vegið þungt í ákvörðun manna að standa utan við sölusamtök." Eins og sjá má af þessari tilvitn- un, er ekkert staðhæft um yfírvigt heldur er bent á, að þetta er ein af þeim skýringum, sem gefnar eru á því, að sumir frystitogarar em utan sölusamtakanna. Menn þurfa ekki að vera í miklum tengslum við sjávarútveginn á íslandi til þess að vita, að þessi skoðun er mjög út- breidd meðal manna í þessari at- vinnugrein. Hitt er svo .annað mál, að það hefur reynzt býsna erfitt að sanna þær staðhæfingar, sem uppi hafa verið um, að farið sé fram hjá kvóta- kerfinu með ýmsum hætti. Þær ásakanir hafa ekki einungis beinzt að frystitogurum. Sagt hefur verið, að við útflutning á ferskum fiski í gámum, væru gefnar upp rangar fisktegundir, að fisktegundum, sem lítið fæst fyrir, væri hent í sjóinn o.s.frv. Skiljanlegt er, að þeir, sem hafa allt á hreinu uni þvi illa að liggja undir slíku umtali. Þeim mun meiri ástæða er til að herða eftirlit með því, að fylgt sé settum reglum. Umsögn sú, sem hér er vitnað til og greinarhöfundur gerir at- hugasemdir við, er byggð á upplýs- ingum frá heimildarmönnum í sjáv- árútvegi, sem Morgunblaðið hefur reynslu af að má treysta og því ástæða til, áð um sé fjallað. Enda er ekkert feimnismál hvað veitt er á íslandsmiðum, svo mikilvægt sem það er, að þessi takmarkaða auðlind sé vernduð af hörku gegn ofveiði. Smári h/f var í eigu þriggja bræðra og fjölskyldna þeirra. Fyr- irtækið var upphaflega í útgerð en sneri sér árið 1986 að fískeldi. Útvegsbankahúsið: Kauprétt- urinn fram- lengdur um einn mánuð ÚTVEGSBANKAHÚSIÐ við Lækjartorg er enn í eigu íslands- banka. Kauprétturinn var nú um áramótin framlengdur til loka janúar. Upphaflega átti kauprétturinn að renna út um áramótin en hann var framlengdur um mánuð að ósk viðskiptaráðuneytisins. íslands- bankamenn segjast bíða eftir ákvörðun ríkisins varðandi húsið, sem á meðan stendur autt. Leiðrétting í FRÉTT um sorpeyðingargjald sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, kom fram að í Kópa- vogi væru fasteignagjöldin hæst á landinu. Það er ekki rétt. Gjöld- in í Kópavogi eru hins vegar hæst gjalda þeirra sveitarfélaga, sem aðild éiga að Böggunarstöð höfuðborgarsvæðisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.