Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 Minning: Laufey Tryggva- dóttir prófastsfrú Fædd 16. desember 1900 Dáin 30. desember 1990 Layfey tengdamóðir mín var fædd á Seyðisfirði 16. desember árið 1900. Foreldrar hennar voru Tryggvi Guðmundsson kaupmaður þar, síðar gjaldkeri hjá Afengis- verslun ríkisins í Reykjavík og fyrri kona hans, Jónína Jónsdóttir frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði af hinni vel þekktu og merku Þórarins- staðaætt. Föðurætt Laufeyjar er úr Ámessýslu og kölluð Jötuætt. Hefir vakið athygli mína, hversu margir prestar og listamenn eru komnir af henni. Til fróðleiks fyrir afkomendur Laufeyjar langar mig til að minnast á þessa: Prestar: sr. Magnús Helgason, sr. Ásmundur Guðmundsson bisk- up, sr. Sigurgeir Sigurðsson biskup og sr. Ólafur Skúlason biskup. Af listamönnum má t.d. nefna: Nínu Tryggvadóttur, systur Laufeyjar, Einar Jónsson, Ásgrím Jónsson, Mugg, Kristínu Jónsdóttur og Jó- hann Briem. í þessu sambandi lang- ar mig einnig að nefna náinn frænda og einstakan vin tengda- móður minnar, Hörð Bjarnason húsasmeistara ríkisins. Laufey var önnur í röðinni af átta systkinum, sem fædd voru á tímabilinu 1899 til 1917. Alsystkini hennar voru: Valdís, Jóhanna, Þor- steinn og Þórir. Þau eru öll látin. Með seinni konu sinni, Gunndóru Benjamínsdóttur frá Lækjardal í Oxarfirði eignaðist Tryggvi 3 börn, þau Ólaf úrsmíðameistara, Nínu listmálara, sem nú er látin, og Viggó lögfræðing. Ólafur og Viggó eru því einir á lífl af þessum stóra systkinahópi. Skömmu eftir að Tryggvi kvæntist seinni konu sinni flutti hann til Reykjavíkur og hóf störf sem gjaldkeri hjá Áfengis- verslun ríkisins. Eftir að fjölskylda Tryggva fluttist tii Reykjavíkur fór Laufey til náms í Kvennaskólann í Reykjavík og dvaldi að loknu námi þar árlangt í Kaupmannahöfn við hússtjómarnám og störf. 23. júní 1923 giftust tengdafor- eldrar mínir, sr. Þorsteinn Johann- esson og Laufey, og voru tengd þeim tryggðarböndum í rúmlega 67 ár. Farsælla og fegurra hjóna- band get ég ekki hugsað mér. Þau eignuðust fímm böm, hvert öðru gjörvulegra, sem öll eru gift og eiga heilbrigða og velgefna afkomendur. Allir afkomendur þeirra hjóna, sem eru alls 59, em á lífí. Laufey og Þorsteinn ólu líka upp tvær fóstur- dætur, sem ávallt hafa skipað sama sess í fjölskyldunni og þeirra eigin börn. Ég sá tengdamóður mína í fyrsta sinn í Vatnsfírði í júní 1946. Engum gat dulist, að hún var óvenju glæsi- leg kona með aðalsmark í fasi. Erindi mitt til Vatnsfjarðar var all- brýnt. Ég var kominn til að kvæn- ast Þuríði, dóttur prófastshjónanna. Það var fagurt í Vatnsfírði þessa vordaga. Ilmur úr jörð blandinn andvara frá sjó, lóa bíaði, spói vall og æðar vöppuðu með unga sína í fjörunni kurteislegar og dálítið há- tíðlegar. Tengdamóðir mín eins og allir aðrir á þessu fagra heimili tók mér opnum örmum. Mér leið strax vel og fann að hér ríkti háttvísi og kærleikur og að ég var hjartanlega - velkominn. Ég hafði nokkmm sinnum áður séð tengdaföður minn sr. Þorstein. Jóhannes faðir hans og faðir minn voru aldavinir og ég fylgdi Jóhann- esi föður sr. Þorsteins bæjarleið hinsta sinni, sem hann kom heim í Efri-Hóla. Ég fékk að launum krón- ur og pabbi elskulegt bréf með góðum fyrirbænum til fylgdar- mannsins litla. Ekki mun þeim vin- unum þá hafa hugkvæmst að sonur' annars og sonardóttir hins ættu eftir að ganga í hjónaband. En veg- ir guðs eru órannsakanlegir. Þessir vordagar í Vatnsfirði verða mér ógleymanlegir. Það var unun að kynnast þeirri háttprýði og nær- gætni, sem einkenndi allt samlíf tengdaforeldra minna bæði hvort við annað, böm sín, fósturdætur og aðra heimilismenn. Allt sem tengdamóðir mín gerði bar vott um virðingu fyrir því starfí, sem hún gekk að hveiju sinni. Hvert borðhald var til dæmis með ein- hveijum sérstökum virðingar- og hefðarbrag. Fallega var lagt á borð- ið, matnum raðað á diskana með svo mikilli smekkvísi og snyrti- mennsku, allt í þvílíkri reglu, að unun var að sjá. Öll framkoma hennar bar vott um eðlislæga kurt- eisi og hún var svo lastvör, að ég heyrði hana aldrei hallmæla nokkr- um rrtanni, enda ávann hún sér ást, virðingu og traust allra, sem kynntust henni. Eftir 26 ára dvöl í Vatnsfírði, þ.e. frá 1929 til 1955, fluttu tengdaforeldrar mínir til Reykjavíkur og stofnuðu heimili á Bugðulæk 18. Þar var að sjálfsögðu sami heimilisbragur, rausn og risna, hljómlist og söngur eins og í Vatns- fírði. Þar var fastur samkomustaður ættingja og vina og öllum tekið . opnum örmum. Þar er nú skarð fyrir skildi, þegar húsfreyjan góða er horfín þaðan. Sár er söknuður allrar fjölskyldunnar við fráfall hennar, sárastur þó fyrir eiginmann hennar, sem haft hefír hana sér við hlið í 67 ár og er nú sjálfur á 93. aldursári. Eftir að tengdamóðir mín varð alvarlega sjúk hjúkraði tengdafaðir minn henni af þvílíkri nærfærni og ástríki að ólýsanlegt er. Veikinda- tímabil hennar var enn prófsteinn á þann kærleikshug, sem þau hjón báru hvort til annars og ég hygg, að þótt þessi tími hafi verið þeim báðum erfíður hafi hann í raun verið þeim samfelldur hamingju- dagur. Og „aldrei deyr þótt allt um þrotni,/endurminning þess, sem var“. Við, sem áttum hana að, þökkum .. henni hveija stund. Hvíli hún í guðs friði. Barði Friðriksson Með þessum örfáu kveðjuorðum langar okkur, fjölskylduna á Há- teigsvegi 11, Reykjavík, til að kveðja Laufeyju í hinsta sinn. Laufey Tryggvadóttir var frænka konu minnar af Iðuætt, Árnessýslu. Einnig var elsti bróðir minn tengda- sonur hennar. Við öll þekktum hana af einstök- um höfðingsskap. Það var oft mannmargt á heimili þeirra prest- hjóna í Vatnsfirði við Isafjarðar- djúp. í meirihluta var ungt fólk og börn, sem nutu góðs af nmnneskju- legu uppeldi hennar. Stundum voru tugir manna á heimilinu. Það vega- nesti, sem hún gaf öllum, var fýrst og fremst virðing fyrir lífínu. Hún var gift þeim mikla kirkju- höfðingja séra Þorsteini Jóhannes- syni, prófasti í Vatnsfírði, þeim öndvegismanni og öðlingi, sem var virtur og elskaður á Vestfjörðum. Við minnumst þess sérstaklega að hann skírði tvo drengi okkar til kristni, á heimili sínu á Bugðulæk 18, Reykjavík. Það kom okkur mjög á óvart (og þó) að það voru haldnar stórveislur í bæði skiptin á heimili þeirra. Synir þeirra, Tryggvi læknir og Haukur tannlæknir, léku á píanó við söng viðstaddra, það var dýr- legt. Við vitum að aðrir munu minn- ast hennar og rekja ættir hennar. Nú þegar séra Þorsteinn, háaldrað- ur höfðingi, fylgir sínum lífsföru- naut síðasta spölinn, þá er öll okkar samkennd hjá honum. Börn þeirra, bamabörn og barna- barnaböm sem er stór hópur svo og allt vensla- og tengdafólk mun minnast einstæðrar konu, við segj- um hiklaust stórmennis, sem lagði gott til alls, sem lifír. Hún náði því að verða níræð, og gott betur. Hún vann kærleiksverk sín í hljóðleik, það var hennar lífsstíll. Höfðing- legri og samhentari hjón höfum við aldrei litið eða þekkt en Laufeyju og Þorstein í Vatnsfírði eins og gjarnt var að kalla þau. Við þökkum frú Laufeyju Tryggvadóttur órofa tryggð og vin- áttu á löngum ferli, og vottum hin- um. aldraða höfðingja, séra Þor- steini, samúð okkar allra, svo og öllu þeirra fólki. Mikilmenni er fall- ið til foldar, en hennar er guðsríki, það er öruggt. Finnbjörn og Guðrún Sólarlag Sólin ilmar af eldi allan guðslangan daginn. faðmar að sér hvert einasta blóm, andar logni yfír sæinn. En þegar kvöldið er komið, og kuldinn úr hafinu stígur, þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld og blóðug í logana hnígur. Nóttin flýgur og flýgur föl yfir himinbogann. Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld, eys því sem vatni yfír logann. Föl og grátin hún gengur, geislanna í blómunum leitar. Enginn í öllum þeim eilífa geim elskaði sólina heitar. (Jóhann Siguijónsson) Með þessu ljóði viljum við minn- ast Laufeyjar ömmu minnar og langömmu og þakka henni fyrir það sem hún var okkur. Megi góður Guð styrkja afa í sorginni. Laufey og Elías Okkur langar að minnast elsku- legrar ömmu okkar, sem nú er far- in á fund æðri máttarvalda. Amma Laufey var sérlega blíð- lynd. Jafnframt hafði hún mikið skap og góða greind, sem hafa eflaust komið sér vel við að stýra stóru heimili'T Vatnsfirði, þar sem húsmóðurstörfin voru enn um- fangsmeiri en störf kvenna í sveit- um í dag. Þótt amma talaði ekki um það, var vinnudagurinn langur, enda öll vinnuaðstaða mun^lakari en í nútímanum, t.d. ekki heitt vatn í krönum og hjálpartæki ekki eins fjölbreytt og nú er. Voru það margvísleg, störf. seui komu í hlut t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LILJA SCHNEIDER, lést í Hafnarbúðum 9. janúar. Sigrún Schneider, Lydia Jörgensen, Valgarð Jörgensen, Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Guðjón Sigurbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Föðurbróðir minn, JÓHANNESBOGASON frá Brúarfossi, verður jarðsunginn frá Akrakirkju á Mýrum laugardaginn 12. janú ar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSI kl. 10.30. Bogi Helgason. t Ástkaer móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA S. GUÐNADÓTTIR, elliheimilinu Grund, áður til heimilis í Völvufelli 22, lést þriðjudaginn 8. janúar 1991. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Einarsson, Björg Þórðardóttir, Ólafía S. Einarsdóttir, Smári Einarsson, Guðbjörg Hilmarsdóttir og barnabarnabörn. t Útför móður okkar og tengdamóður, VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður Grænuhlíð 3, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Björgvin R. Hjálmarsson, Guðný K. Eiríksdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, María Kristmundsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR ÞORVALDSSON, Safamýri 17, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fóstudaginn 11. janúar kl. 15.00. Ingibjörg Runólfsdóttir, Haraldur Ragnarsson, Svava Guðmundsdóttir, Sólveig Þóra Ragnarsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Guðný Ragnarsdóttir, Jón Steindórsson, Sólrún Ragnarsdóttir, Örn Gústafsson, barnabörn og barnabarnabörn. húsmóðurinnar. Má þar nefna fram- leiðslustörf í stórum stíl, bæði á matvælum og fatnaði, uppeldis- störf, en sjö börn voru alin upp í Vatnsfírði, hjúkrunarstörf og vinnu við búskapinn. Þetta allt leysti hún af hendi með ósérhlífni og myndar- brag. Og amma hafði ánægju af sveitarstörfum, hún minntist ár- anna í Vatnsfirði með gleði. Amma var trúuð, og fannst okk- ur sem hún mæti þar meira inni- haldið en umbúðirnar, eins og í ýmsu öðru. Virðist okkur sem hún hafí starfað eftir þeim boðskap Krists að elska náungann og gera öðrum gott. Oft hjálpaði hún fólki þegar illa stóð á, en minntist aldrei á slíkt í okkar eyru, enda sóttist hún hvorki eftir hrósi né lofí. Alltaf var gaman að koma á Bugðulækinn, og sérlega var nota- legt að fá að gista hjá ömmu og afa, vel var að okkur hlúð. Svo var líka ánægjulegt að vera með afa og ömmu af þeim orsökum að þeirra samband var sérlega gott, og gagn- kvæm hlýja milli þeirra. Það er líka aðdáunarvert hversu vel afí hefur hugsað um ömmu síðustu árin, en með ómetanlegri hjálp Nínu dóttur þeirra, og hennar íjölskyldu hefur honum tekist að halda heimili þeirra gangandi, þrátt fýrir það að amma væri orðin ákaflega lasburða. Þótt amma hafí verið farin að bíða eftir að losna úr fjötrum líkam- ans, fínnum við sem eftir lifum nú til saknaðar. Elskuð eiginkona, móðir, amma og langamma er farin frá okkur. Við bamabörnin gleðj- umst þó 'yfír því að hún lifði svo lengi að börnin okkar fengu að kynnast henni. Þau munu geyma hana í minningunni, eins og við öll sem þekktum hana. Við samhryggj- umst afa, nú þegar leiðir þeirra hafa skilið um sinn. Laufey, Hildur og Guðjón í dag verður amma okkar, Lau- fey Tryggvadóttir, lögð til hinstu hvíldar, en hún lést 30. desember sl. Amma var glæsileg kona og miklum mannkostum búin. Hún fæddist austur á Seyðisfirði, dóttir hjónanna Jónínu Jónsdóttur og Tryggva Guðmundssonar kaup- manns þar. Fimm ára að aldri missti hún móður sína, en ólst upp hjá föður sínum og stjúpmóður Gunndóru Benjamínsdóttur. Á þessum tíma var Seyðisfjörður sannkallaður menningarbær. Tón- list, sönglist og leiklist voru í háveg- um höfð, verslun stóð þar með mikl- um blóma og erlend skipafélög héldu uppi föstum ferðum til Seyðis- fjarðar. Þar var á uppvaxtarárum ömmu reist fyrsta landsímastöð landsins, rafstöð byggð og fyrst hafín raflýsing heimila í kaupstað hér á landi. Það var bjart yfír þess- um æskuárum hennar, sem hún minntist oft þegar fyrri tíma bar á góma. Að lokinni almennri skólagöngu á Seyðisfirði hélt hún til náms í Kvennaskólanum í Reykjavík, og árið 1921 hélt hún til Kaupmanna- hafnar og sótti þar nám í hússtjórn- arfræðum. Þótt „heimsborgin" heillaði var hún sér meðvitandi að starfsvettvangur hennar og forlög væru heima á Fróni. Hún hélt þvi heim til íslands ári síðar með menntun og reynslu í farteskinu, sem reyndist happdijúg á langri og hamingjusamri lífsleið og settist að í Reykjavík. Þar kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum Þorsteini Johannessyni frá Ytra-Lóni á Langanesi, sem þá stundaði nám í guðfræði við Háskóla íslands og gengu þau í hjónaband 23. júní 1923. Fyrsta hjúskaparárið bjuggu þau í Reykjavík og þar fæddist þeim fýrsta barnið. Haustið 1924 fluttist fjölskyldan að Stað í Steingrímsfírði þar sem hinn nývígði prestur hafði hlotið sitt fyrsta brauð. Þá stóð yfir bygging íbúðarhúss á Stað, og bjó því fjöl- skyldan á Holmavík fyrsta misserið og þar fæddist annað barn þeirra. Á Stað bjuggu þau í fjögur ár og þar fæddist þriðja barnið. Okkur er ekki grunlaust að þessi ár hafi verið erfíð hinni ungu prestsfrú, þó hún minntist þeirra og sóknarbarn- anna jafnan með hlýju ogþakklæti. Vorið 1929 var afa veitt hið forna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.