Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGÚR 10. JANÚAR 1991
ÚRSLIT
HMísundi Haldið í Perth í Ástralíu. Sjöundi dagur. 100 m skriðsund karla:
Tommy Werner (Svíþjóð) 49,63
49,82
..'...50,04
Anders Holmertz (Svíþjóð) Stephan Caron (Frakklandi) Peter Sitt (Þýskalandi) 50,22 50,26 50,58 51,10
200 m baksund karla: ..1:59,52
Stefano Battistelli (Ítalíu) ..1:59,98
Vladímír Selkov (Sovétr.) ..2:00,33
..2:00,95
Tamas Deutsch (Ungveijal.) Kevin Draxinger (Kanada) ..2:01,25 ..2:01,49
..2:01,98
Jeff Rouse (Bandar.) ..2:02,25
4*100 m skriðsund kvenna: ..3:43,26
(Nicole Raislett, Julie Cooper, Hedgepeth, Jeiyiy Thompson) Whitney ..3:44.37
(Simone Osygus, Kerstin Kielgass, Karin Seick, Manuela Stellmach) Holland 3:45.05
(Marianne Muis, Inge De Bruijn, Muis, Karin Brienesse) , Mildred ...3:48,24
Danmörk ...3:48,33
...3:49,22
...3:50,97
Bretland ...3:52,24
400 m skriðsund kvenna:
Janet Evans (Bandar.)...........4:08,63
Hayley Lewis (Ástralíu)..........4:09,40
Suzu Chiba (Japan).............4:11,44
Irene Dalby (Noregi).............4:12,32
Manuela Melchiorri (Ítalíu)....4:13,27
Stephanie Ortwig (Þýskalandi)..4:15,23
Grit Mueller (Þýskalandi)......4:15,25
Sandra Cam (Belgiu)............4:16,67
100 m baksund kvenna:
Krisztina Egerszegi (Ungvetjal.).1:01,78
Tunde Szabo (Ungveijal.).........1:01,98
Janie Wagstaff (Bandar.)........1:02,17
Svenja Schlicht (Þýskalandi)...1:02,81
Jodi Wilson (Bandar.j...........1:02,92
Nicole Livingstone (Ástralíu)..1:03,19
Sylvia Poll (Tékkósl.).........1:03,23
Dagmar Hase (Þýskalandi).......1:03,24
Dýfingar karla af þriggja m palli (stig):
Kent Ferguson (Bandar.).........650,25
Tan Liangde (Kína)..............643,95
Albin Killat (Þýskalandi).......619,77
Li Deliang(Kína)............ :.614,73
Mark Bradshaw (Bandar.).'.......610,14
Körfuknattleikur
NBA-DEILDIN
Þriðjudagur:
Atlanta Hawks—San Antonio..:....109: 98
LA Clippers—Indiana Pacers......122:107
Miami Heat—Sacramento Kings..... 95: 83
BostonCeltics—NewYorkKnicks...l01: 87
Detroit Pistons—Charlotte......101: 98
Chicago Bulls—New Jersey Nets...111:102
Portland Trail Blazers—Houston..123: 97
MilwaukeeBucks—Washington...... 99: 96
Utah Jazz—Cleveland Cavaliers...110: 88
Seattle Supersonics—LA Lakers... 96: 88
Golden State Warriors—Denver....147:125
SUND/HM
Bandaríkja-
menn sterkastir
Unnu fjögur af sex gullverðlaunum á
sjöunda degi heimsmeistaramótsins
jg andaríkjamenn höfðu mikla
yfirburði á sjöunda degi HM í
sundi sem fram fer í Perth í Ástr-
alíu. Matt Biondi sigraði í 100 m
skriðsundi, Janet Evans í 400 metra
skriðsundi kvenna og bandaríska
sveitin vann 4*100 m skriðsund
kvenna. Kent Ferguson nældi svo
í fjórðu gullverðlaun dagsins með
sigri í dýfingum af þriggja metra
palli.
Janet Evans hafði tapað tvisvar
fyrir áströlsku stúlkunni Hayley
Lewis á mótinu en hafði betur í
þriðju tilraun. Hún sigraði í 400
metra skriðsundi eftir mikla keppni
við Lewis. „Þetta gekk framar von-
um og það er mikill léttir að hafa
sigrað. Ég hlakka til að fá frí á
morgun enda þreytt eftir síðustu
daga,“ sagði Evans.
Matt Biondi, sem vann til sjö
verðlauna í Madrid 1986, sigraði
nokkuð örugglega í 100 metra
skriðsundi. Hann náði góðri forystu
í fyrri ferðinni en gaf heldur eftir
í þeirri síðari. Sigurinn var þó ör-
uggur á 49,18 en Tommy Werner
varð annar. „Ég hefði viljað fá betri
tíma og í fyrri umferðinni fannst
mér ég eiga möguleika á meti. En
þetta var góður og mikilvægur sig-
ur,“ sagði Biondi.
Ungversku stúlkurnar höfðu
nokkra yfirburði í 100 metra bak-
sundi. Krisztina Egerszegi sigraði
á 1:01,78 mín. en Tund Szabo varð
önnur.
Martin Lopez-Zubero vann fyrstú
gullverðlaun Spánveija í 200 metra
baksundi. Hann hafði betur en ítal-
inn Stefano Battistelli á spennandi
endaspretti og kom í mark á 1:59,52
rhín.
Janet Evans hafði betur í baráttunni við Hayley Lewis í þriðju tilraun og
sigraði í 400 metra skriðsundi.
Opið bréf til stjómar Körfu-
knattleikssambands íslands
Miðvikudaginn 2. janúar 1991
barst Körfuknattleiksráði Keflavík-
ur (KKRK) skeyti frá Pétri H. Sig:
urðssyni framkvæmdastjóra KKI
þar sem KKRK var tilkynnt að fyr-
irhuguðum leik UMFG og ÍBK í
úrvalsdeild sem fara átti fram
þriðjudaginn 8. janúar hafi verið
frestað til fimmtudagsins 10. jan-
úar. Sama dag hringdum við for-
ráðamenn KKRK í Pétur og óskuð-
um skýringar á þessari frestun.
Tjáði Pétur okkur að ástæðan væri
sú að Bandaríkjamaðurinn í liði
UMFG, Dan Krebbs, hefði meiðst
|i
f
t
í
I
FIRMAKEPPNI
VÍKINGS
Árleg firmakeppni Víkings, í knattspyrnu innan-
húss verður haldin 19. og 20. janúar í Réttar-
holtsskóla. Þátttökugjald er 6 þúsund krónur og
tilkynnist þátttaka í síma 83245 eða 37450 fyrir
17. janúar.
Glæsileg verðlaun.
Knattspyrnudeild Víkings.
í fjáröflunarleik fyrir KKÍ, á Sauð-
árkróki og væri KKI með frestun
þesari að koma til móts við óskir
UMFG og launa þeim greiðann fyr-
ir að lána þeim Krebbs í umræddan
leik. Þessi skýring Péturs þykir
okkur í stjórn KKRK í meira lagi
undárleg og vafasöm, enda hefur
aldrei áður til þess komið að leik
væri frestað vegna meiðsla leik-
manns. Fyrstu viðbrögð okkar voru
þau að leita til lögfróðra manna tii
skoðunar á því hver réttur okkar
væri í þessu máli og um lögmæti
ákvörðunar framkvæmdastjóra og
formanns KKÍ. Var það skoðun
þeirra að hér væri um mjög vafa-
sama ákvörðun að ræða sem ekki
ætti sér hliðstæðu í íþróttum hér á
landi. Ekki er að finna neina stoð
fyrir þessari ákvörðun í reglugerð
KKÍ um störf mótanefndar. Er það
skoðun okkar í KKRK að hér sé
verið að gefa fordæmi, sem sé í
alla staði mjög hættulegt. Til um-
hugsunar fyrir stjórn KKI bendum
við á, sem dæmi, að fyrirhugaður
er stjörnuleikur á vegum KKI í febr-
úar, þar sem þátt munu taka erlend-
ir leikmenn liða í úrvalsdeild. Ef svo
óheppilega vildi til að einhver þess-
ara erlendu leikmanna yrði fyrir
meiðslum, er þá stjórn KKÍ reiðubú-
in til þess að fresta næstu leikjum
viðkomandi liðs? Hætt er við að ef
þetta á að verða regla fyrir fram-
tíðina, að dregist geti fram á sumar
að ljúka leik í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik.
í annan stað .teljum við okkur
skylt að benda á að samkvæmt
reglugerð KKÍ þá skal vera starf-
andi mótanefnd KKÍ skipuð þreinur
mönnum. Þessi mótanefnd er ekki
til, en verkefnum mótanefndar hef-
ur framkvæmdastjóri KKÍ sinnt. í
reglugerðinni um mótanefnd segir,
að það sé í verkahring mótanefndar
að fresta leikjum. Samkvæmt því
ætti að vera ljost að það fellur ekki
undir verksvið formanns KKÍ að
taka slíkar ákvarðanir. Að framan-
sögðu má sjá að stjórn KKÍ hefur
ekki farið eftir gildandi reglugerð
um störf mótanefndar. Teljum við
í stjórn KKRK þetta sérlega ámæl-
isvert og stjórninni til vansa að fara
ekki eftir settum reglum, því telja
verður það . með æðstu skyldum
stjórnar KKÍ að starfa samkvæmt
þeim stafsreglum sem henni eru
settar af aðildarfélögum KKÍ. En
það ætlun okkar í KKRK að krefj-
MEÐ ALLT I ROÐ OG REGLU
með rj seven star dagbók
ÚTSÖLUSTAÐIR:
BÓKAHÚSIÐ, LAUGAVEGI178
GRÍMA, GARÐATORGI3, GARÐABÆ
ÍSAFOLD, AUSTURSTRÆTI10. RVK.
KIRKJUHÚSIÐ, KIRKJUHVOLI. RVK.
MÁL OG MENNING, LAUGAVEGI18, RVK.
MÁL OG MENNING, SÍÐUMÚLA 7-9, R7K.
NESBÓK, HAFNARGÖTU 36, KEFLAVÍK
KIRKJUFELL
HEILDVERSLUN
SÍMI 666566
ast þess á næsta ársþingi KKÍ, að
þessum málum verði komið í það
horf sem því ber að vera, ella verð-
ur að breyta reglugerðinni ef ekki
reynist unnt að starfa samkvæmt
henni. Það er ekki í valdi stjórnar
KKI að ákveða að hún þurfi ekki
að fylgja þeim starfsreglum sem
henni eru settar.
í viðtali við DV föstudaginn 4.
janúar sl.. fullyrðir framkvæmda-
stjóri KKÍ að þessi frestun komi
ekkert niður á Keflvíkingum. Þessu
mótmælum við alfarið, því stað-
reyndir málsins eru að vegna þess-
arar frestunar hefur undirbúnings-
tími ÍBK fyrir þrjá mjög erfiða og
mikilvæga leiki í úrvalsdeildinni
verið styttur úr 9 dögum niður í
7. Utkoma okkar í-þessum leikjum
getur skipt sköpum hvort það verð-
ur ÍBK eða UMFG sem fara í úr-
slitakeppnina í vor.
Að endingu viljum við taka fram
að það er útaf fyrir sig.ekki óeðli-
legt af hálfu UMFG að fara fram
á frestun leiksins, þetta er jú einn
af úrslitaleikjum B-riðils. Það eru
vinnubrögð og ákvörðunartaka
formanns og framkvæmdastjóra
KKI sem við getum engan veginn
sætt okkur við.
Keflavík 8. janúar 1991.
Stjórn Körfuknattleiks-
ráðs Keflavíkur.
Athugasemd
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi athugasemd.
„Vegna fréttar á íþróttasíðu
Morgunblaðsins föstudaginn 4. jan-
úar sl. um æfingaaðstöðu fyrir
íslenska íþróttahópa í Hannover vill
Úrval-Útsýn taka eftirfarandi fram:
Ferðamálaráð Hannover sendir
þrjá aðila til íslands í janúar til að
kynna íþróttaaðstöðu borgarinnar.
Sú kynning er sett upp í samvinnu
Hannover-borgar og íþróttadeildar
Úrvals-Útsýnar, og kemur hin ann-
ars ágæta ferðaskrifstofa Sam-
vinnuferðir-Landsýn þar hvergi
nærri.
Forráðamenn íþróttafélaga, sér-
. sambanda og aðrir áhugasamir eru
hvattir til að korna á Hannover-
kynninguna sem haldin verður í
húsakynnum Úrvals-Útsýnar
þriðjudaginn 22. jan. k!, ,t&00A