Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 Um biblíurannsókn- ir að gefnu tilefni eftirJón Sveinbjörnsson Bókaútgáfa ein hér í bæ sem nefn- ist Vísdómsútgáfan gaf nýlega út bók er nefnist Fríðarboðskapur Jesú Krísts eftir lærísveininn Jóhannes. í formála sem ritaður er árið 1937 stendur að hér sé um að ræða „hin hreinu, upprunalegu orð Jesú, þýdd beint úr hinni arameísku tungu töluð af Jesú og hans elskaða iærisveini Jóhannesi, sem var sá eini af læri- sveinum Jesú sem ritaði með fullko- minni nákvæmni fræðsluna sem Meistari hans gaf í eigin persónu“. Hinir fomu arameísku frumtextar eru sagðir frá fyrstu öld eftir Krist og að gamla slavneska útgáfan sé bókstafleg þýðing hins fyrmefnda. Bent er á að væntanleg sé fræðileg útgáfa með skýringum en hennar er ekki frekar getið þótt liðin séu rúm 53 ár frá því formálinn var rit- aður! Neðanmáls er þess getið að bókin sé gefin út á ensku undir nafn- inu The Gospel of Essenes. Af aug- lýsingu sem birst hefur í dagblöðum um bókina mætti ætla að hér sé um handritafund að ræða-sem kollvarpi heimildargildi Nýja testamentisins og undirstöðu allrar kristinnar kirkju og sé það því hagsmunamál fyrir guðfræðinga og kirkju að stinga þessum „hreinu“ og „uppmnalegu,‘ orðum undir stól. Handritafundir Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um bókina sjálfa eða þýðingu henn- ar þar eð engar upplýsingar liggja fyrir um að frumtexti hennar hafi verið gefínn út eða rannsakaður vísindalega. Að svo miklu leyti sem hægt er að ráða af íslensku þýðing- unni sýnist mér allt benda til þess að hér sé alls ekki um 1. aldar texta að ræða. Ég tel mig hins vegar knú- inn að mótmæla staðhæfingum sem koma fram í formálanum þar sem reynt er að kasta rýrð á þá fræði- menn sem rannsaka biblíutexta. Fullyrðingamar sem þar koma fram eru rangar og í raun ekki svara verðar þar eð ekki er gerð nein til- raun til að rökstyðja þær. Óneitan- lega sætir það nokkurri furðu að svo merkilegir textar að sögn útgefenda skuli óþekkt'ir meðal fræðimanna og það þótt þeir hafi verið til í þýðingu í meir en hálfa öld. Víst væri það merkilegt ef til væru arameískir textar frá 1. öld sem Jóhannes læri- sveinn Jesú hefði ritað eftir honum, en mér vitanlega eru þeir ekki til. Auðvitað geta alltaf fundist ný hand- rit eins og dæmin sanna en að guð- fræðingar reyni að fela þau er frá- leitt og ærumeiðandi ekki síst þegar tekið er tillit til viðbragða þeirra við merkum handritafundum á síðustu áratugum. Má bæði nefna Qumran- handritin sem mikið hefur verið rætt og ritað um og ekki síst hand- ritin sem fundust á Egyptalandi 1945 og kennd eru við Nag Hammadi. Þar eru handrifc, sem geyma orð og ræður Jesú og hafa þau verið rannsökuð víða um heim af færustu fræðimönnum og gefin út í vísindalegum útgáfum. Árið 1977 kom út aðgengileg ensk þýðing á þessum handritum með formálum eftir kunna fræðimenn sem unnið hafa að útgáfu þeirra. Þessi bók hefur verið notuð sem hliðsjónarrit í guðfræðideild Háskóla íslands og hægt hefur verið að kaupa hana í Bóksölu stúdenta (James M. Robin- son (ritstj.) The Nag Hammadi Li- brary. Harper & Row 1977; 2. útg. endurbætt 1989. Sjá einnig: Q- Thomas Reader. Sonoma, Polebridge Press 1990). Ýmsir hafa byggt nýst- árlegar kenningar á þessum textum og eru menn ekki alltaf sammála um túlkun þeirra. Engu að síður ætti rannsóknarsaga handritanna frá Nag Hammadi í Egyptalandi að varpa nokkru ljósi á það hvemig guðfræðingar bregðast við nýjum heimildum sem jafnvel gætu raskað eldri kenningum um uppruna kristin- dómsins. Þó að guðfræðingar séu ekki ætíð sammála um túlkun ein- stakra rita fer því mjög fjarri að' þeir reyni að stinga heimildum und- ir stól og láti annarleg sjónarmið hafa áhrif á rannsóknir sínar. Heimildir um ævi Jesú í Nýja testamentinu eru fjórar frásagnir af Jesú, boðskap hans og athöfnum. Nokkra athygli vekur að þessar frásagnir eru ekki allar sam- hljóða. Mynd Jóhannesárguðspjalls af Jesú er til dæmis nokkuð frá- brugðin Jesúmynd Markúsarguð- spjalls. Samstofnaguðspjöllin, þ.e.a.s. Matteusar-, Markúsar- og Lúkasarguðspjall eru bæði lík og ólík. Matteusar- og Lúkasarguð- spjall geyma að mestu leyti Markús- arguðspjall og fylgja nokkum veginn söguþræði þess en geyma jafnframt sameiginlegt efni sem nefnt hefur verið Ræðuheimild eða Q (af þýska orðinu Quelle), upptök (lind) og sam- anstendur fyrst og fremst af orðs- kviðum, dæmisögum og ræðum sem raðað er saman eftir vissum reglum. Fjallræðan tilheyrir t.d. þessum flokki. Heimildir um Jesú er einnig að fínna utan guðspjallanna. Helgirita- safn Nýja testamentisins er talið fullmótað í kringum 400 e. Kr. Ýms rit vom þá til sem ekki voru tekin með í helgiritasafnið enda þótt sum hver gætu talist jafngömul þeim rit- um sem tekin voru með. Ritin voru valin fyrst og fremst eftir notkun þeirra í fornkirkjunni en rannsóknir fara fram á tilurð helgiritasafnsins. Guðspjöll, postulasögur og bréf sem ekki voru tekin með í helgiritasafnið og ekki hafa glatast hafa verið gef- in út og þýdd. Má t.d. nefnj New Testament Apocrypha í útgáfu Hennecke-Schneemelchers í tveimur bindum og Extracanonical Sayings of Jesus í útgáfu Williams Stroker (Scholars Press 1989). Auk þess má fínna tilvitnanir í orð Jesú hjá kirkjufeðrurh, í íslömskum ritum og víðar. Nýjar heimildir Bókasafnið frá Nag Hammadi sem fannst árið 1945 hefur að von- um vakið mikla athygli. Þarna er m.a. að fínna Tómasarguðspjall sem inniheldur 114 orðræður Jesú, bæði spakmæli, dæmisögur, orðskviði og spásagnir. Það er á koptísku en ta- lið ritað upphaflega á grísku. Um fímmtíu áfum fyrr fundust 3 hand- ritabrot úr því á grísku í Oxyr- hynchus á Egyptalandi (POxy 1, 654 og 655) sem eru frá því um 200. Ýmsir fræðimenn telja ritið vera frá síðari hluta 1. aldar og minnir að formi á Ræðuheimildina í Matteus- ar- og Lúkasarguðspjalli. Nokkrar orðræður Jesú í Tómasarguðspjalli voru áður óþekktar en aðrar eru líkar orðræðum Jesú í guðspjöllum Nýja testamentisins. Einnig má nefna Guðspjall sannleikans sem minnir einna helst á Jóhannesarguðspjall. Það er talið vera frá 2. öld. Einnig er þar ritið Samræður Frelsarans. Það inniheldur samræðu’r Jesú og þriggja lærisveina hans, Júdasar, Matteusar og Miriam. Það er talið frá síðari hluta 2. aldar. Leynirit Jakobs (Apocryphon Iacobi) er koptísk þýðing á grísku frumriti þar 'sem Jesús er á tali Víð Pétur og Jakob lærisveina sína. Þetta handrit er talið frá 2. öld. Og fleiri rit mætti nefna. Jón Sveinbjörnsson „Víst væri það merkiiegt ef til væru arameískir textar frá 1. öld sem Jó- hannes lærisveinn Jesú hefði ritað eftir honum, en mér vitanlega eru þeir ekki til. Auðvitað geta alltaf fundist ný handrit eins og dæmin sanna en að guðfræðingar reyni að fela þau er fráleitt og ærumeiðandi ekki síst þegar tekið er tillit til við- bragða þeirra við merk- um handritafundum á síðustu áratugum.“ Textarannsóknir Nú standa yfír fjölþjóða rannsókn- ir á Ræðuheimildinni í samstofna- guðspjöllunúm þar sem þessi nýju handrit eru rýnd og flokkuð. Dr. James M. Robinson sem staðið hefur fyrir útgáfum á textunum frá Nag Hammadi stjórnar þessum rann- sóknum og má til fróðleiks geta þess að íslenskur guðfræðingur Jón Ma. Ásgeirsson sem er við doktors- nám í nýjatestamentisfræðum í Bandaríkjunum tekur þátt í þessu verkefni og situr í stjórn vinnuhóps guðfræðinga og málfræðinga (The Q seminar) á vegum bandaríska biblíufræðafélagsins (Society of Biblical Literature). Einnig má nefna vinnuhóp sem tengist Westar Instit- ute í Sonoma í Kalifomíu í Banda- ríkjunum og nefnist Jesus seminar. Þar eru saman komnir færustu biblíufræðingar sem rannsaka þá texta sem til eru bæði innan og utan helgiritasafnsins. Flokkun heimilda í stórum dráttum má skipta heim- ildum um Jesú í eftirfarandi flokka: a) Heildstæðar frásagnir af Jesú, orðum hans og athöfnum. Til þessa flokks má telja guðspjöllin 4 sem eru í Nýja testamentinu. (Matteusar- guðspjall, Markúsarguðspjall, Lúk- asarguðspjall og Jóhannesarguð- spjali.) b) Orðræður og spakmæli sem raðað er saman án þess að um bein- an söguþráð sé að ræða. Til þessa flokks má m.a. telja hið svonefnda Tómasarguðspjall, Samræður Frels- arans og Leynirit Jakobs. Matteus og Lúkas virðast hafa stuðst við slíkt orðræðuguðspjall í frásagnaguð- spjöllum sínum. c) Svonefnd bemskuguðspjöll sem greina frá kraftaverkum Jesú á æsku- og uppvaxtarárum hans. Þar má t.d. nefna Bernskuguðspjall Tómasar og Bernskuguðspjall Jak- obs. d) Píslarguðspjöll sem greina frá dauða og upprisu Krists. Þar má nefna Pétursguðspjall sem fannst í Egyptalandi í lok 19. aldar og er ritað á grísku og Gjörðir Pílatusar (Acta Pilati) sem greina frá réttar- höldunum yfír Jesú, krossfestingu hans og dauða. e) Ýms handritabrot. Má t.d. nefna Ebjónítaguðspjallið, Egypta- guðspjallið og Leyniguðspjall Mark- úsar sem er til í bréfí Klemensar frá Alexandríu. Lokaorð Þótt sögulegar rannsóknir á guð- spjöllunum skipti miklu máli ekki síst til þess að hægt sé að nálgast hið félagslega umhverfi þar sem textarnir urðu til og kanna bók- menntalega byggingu og form þeirra þá er mönnum einnig ljóst að guð- spjöllin eru ekki kröníkur þar sem greint er nákvæmlega frá atburðun- um eins og þeir gerðust í raun og vem. Þau eiga ýmislegt sameiginlegt með skáldverkum og ljóðum þar sem höfundur reynir að fá lesendur til þess að skilja andleg sannindi. Það sem styður þetta era m.a. kennslubækur í ritlist frá tímum Nýja testamentisins og eldri tímum þar sém stúdentum eru beinlínis kenndar aðferðir til að setja fram efni og ná til lesenda og áheyrenda. Margt bendir til að ýmsir höfundar Nýjá testamentisins hafí gengið á slíka skóla í ritlist og getur það á sinn hátt hjálpað okkur til að til- einka okkur rit þeirra. Ýmislegt er ritað um þessar rann- sóknir á erlendum málum og bendi ég á ofannefndar bækur sem geyma auk þýðinga á ritunum sjálfum ýms- an fróðleik um þau. Auk þess skal bent á að hvert vormisseri er nám- skeið í guðfræðideild Háskóla ís- lands sem nefnist inngangsfræði og samtíðarsaga Nýja testamentisins og kennir séra Kristján Búason dós- ent það námskeið. Þeim sem ekki era skráðir í Háskólann er einnig heimill aðgangur. Höfundur er prófessor við guðfræðideild H&skóla íslands. Riiignlreið á stj órnarheimilinu eftir Birgi ísleif Gunnarsson Störf Alþingis síðustu dagana jyrir jól báru vott um mikla ringul- reið innah ríkisstjórnarinnar og meðal stuðningsflokka hennar. Flest mál eru í uppnámi, ekki er tekið á neinum vanda en öllu er sópað und- ir teppið og öðram ætlað að leysa hann síðar. Ráðherrarnir reyna að vísu að brosa framan í almenning gegnum ijölmiðlana og láta eins og allt sé í stakasta lagi, en við sem störfum í návígi á Alþingi sjáum í gegnum glitklæðin sem reynt er að vefa. Tökum nokkur dæmi. Marklaus fjárlög Síðustu dagana fyrir jól var tjasl- að saman fjárlögum sem allir vita að eru alls ekki marktæk. Þegar fjárlagahallinn stefndi í 7-8 millj- arða vora í skyndingu teknar geð- þóttaákvarðanir til að lækka hallann á pappírnum og koma honum niður í 4 milljarða. Stórir útgjaldaliðir vora teknir út og tekjuhliðin hækkuð á óraunhæfan hátt. Óraunsæi þess- ara fjárlaga mun hins vegar ekki koma í ljós fyrr en eftir kosningar. Tryggingargjald Skömmu fyrir þinghlé var lagt fram frumvarp um tryggingargjald. Þetta var stjórnarfrumvarp sem fel- ur í sér nýjan skatt er komi í stað launaskatts og ýmissa smærri launatengdra gjalda. Þessi nýi skattur á þó að gefa hærri tekjur í ríkissjóð. Ékki hafði frumvarpið leg- ið fyrir Alþingi nema í einn dag er ríkisstjórnarliðið var komið í hár saman. Framsóknarmenn sökuðu fjármálaráðherra um að hafa breytt frumvarpinu eftir að það hafði verið samþykkt í þingflokki þeirra. Á síðustu stundu tókst þó að ná sam- komulagi, enda fjármálaráðherra mikið í mun að ná þeirri skatta- hækkun sem framvarpið gerði ráð fyrir. Eins og gengið var frá málinu eru lögin þó meingölluð. Lánsfjárlögum frestað Sú venja hefur skapast í þinginu að afgreiða lánsfjárlög samhliða fjárlögum. I lánsfjárlögum eru af- greiddar heimildir til ríkissjóðs og ríkisstofnana um lántökur á vænt- anlegu fjárhagsári. Að þessu sinni tókst ekki að afgreiða lánsfjárlögin fyrir jólin. Ríkisstjórnin var með svo mörg mál í óvissu sem snerta þessi lög að hún taldi þann kost væntan að fresta lánsfjárlögum þar til þing kemur saman að nýju. Utandagskrárumræða um vaxtamálin Síðasta dag fyrir jólahlé fór fram Birgir ísleifur Gunnarsson „Þau sýna fyrst og fremst að við búum við glund- roðastjórn, sem þó reynir að breiða yfir allt með fagurgala í fjölmiðlum. Það kemur þó að skulda- dögum og það er þj óðin sem fær að borga skuld- ina — eftir kosningar.“ á Alþingi utandagskráramræða sem lýsti vel inn í það ástand sem ríkir á stjómarheimilinu. Tilefnið var vaxtahækkun Búnaðarbankans og óvenju harkaleg ummæli forsætis- ráðherra um þá ákvörðun og óvenju rætnar árásir á Framsóknarþing- manninn Guðna Ágústsson, form- ann bankaráðs Búnaðarbankans. Það er mjög sjaldgæft að flokks- formaður hafi slík ummæli um fé- laga sinn og samþingmann. Þor- steinn Pálsson hóf umræðuna en ýmsir tóku þátt í henni, þ. á m. Framsóknarþingmennirnir Guðni Ágústsson og Guðmundur G. Þórar- insson, svo og Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra. Er skemmst frá því að segja að sjónarmið forsætisráð- herra átti sér enga formælendur í þeirri umræðu sem afhjúpaði djúp- stæðan ágreining innan stjórnarliðs- ins. Mörg slík dæmi mætti auðvitað áfrarn nefna. Þau sýna fyrst og fremst að við búum við glundroða- stjórn, sem þó reynir að breiða yfir allt með fagurgala í fjölmiðlum. Það kemur þó að skuldadögum og það er þjóðin sem fær að borga skuldina — eftir kosningar. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjilfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.