Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
4
Jf
3
NEYTENDAMAL
Hjartagallar hjá börn-
um slökkviliðsmanna
Börn slökkviliðsmanna eru
talin líklegri til að fæðast með
hjartagalla en börn feðra úr
öðrum starfsstéttum. Orsökin
er talin vera sú, að feður
þeirra eru óvarðir fyrir eitur-
efnum sem losna úr læðingi
við eldsvoða.
Kanadískar rannsóknir sem
unnar voru við Háskólann í Brit-
ish Columbia leiddu til þessarar
niðurstöðu, segir í tímaritinu
„Science News,“ sem kom út í
júni á síðasta ári. Vísindamenn-
irnir, sem eru erfðafræðingur,
farsóttafræðingur og sérfræð-
ingur í heilsufræði og ho.Uustu-
háttum í iðnaði, gerðu könnun á
22.000 börnum, sem skráð höfðu
verið með fæðingargalla og
fæðst höfðu á árunum 1952 til
1973 í British Columbia. Þeir
komust að því að börnum
slökkviliðsmanna var 3-6 sinnum
hættara við hjartagalla en eðli-
legt gat talist. Vísindamennirnir
unnu úr upplýsingum frá heil-
brigðiseftirliti fylkisins. Þeir
flokkuðu gallana 5 33 undir-
flokka og krosstengdu við störf
feðranna.
Könnun þessi leiddi í ljós að
aðeins var um ein tengsl að ræða
Jólahangikjötið í ár
«4fc
Ég var „heppin“ með hangi-
kjötið í ár. Kjötið var frá Goða,
saltað á hefðbundinn hátt (ekki
sprautusaltað), birkireykt og
óvenju ljúffengt. Viðmælendum
bar saman um að hangikjötið í
ár hafi verið óvenju gott. Flestir
viðmælendur voru einnig ánægð-
ir með hamborgarhryggina.
Það er alltaf ánægjulegt að
geta sagt frá góðum árangri í
innlendri matvælafram-
leiðslu. Matvæli þessi
sýna og sanna að hér
ér hægt áð framleiða
úrvals matvörur.
M. Þorv.
sem tengdist starfi föðurins og
var það á milli slökkviliðsmanna
og hjartagalla. Gallarnir voru
tvenns konar: annar er op á milli
neðri hólfa hjartans (ventricular
septal defect) og hinn er óeðli-
legt op sem myndast á milli efri
hólfana í hjartanu (atrial septal
defect).
Skýring kanadísku vísinda-
mannanna er sú, að slökkviliðs-
menn eru berskjaldaðir fyrir fjöl-
mörgum efnum við eldsvoða. í
logandi byggingum geta mynd-
ast eitruð efni eins og kolm-
onoxíð, nituroxíð, Ijölhringa
lífræn efni og rokgjörn lífræn
efni og brennisteinssambönd.
Slökkviliðsmenn koma einnig í
návígi við útblástur slökkviliðs-
bíla og efni sem notuð eru við
að hefta elda. Einnig koma þeir
í snertingu við hættuleg efni við
hreinsun efna eftir umhverfis-
slys.
Slökkviliðsmenn taka til sín
efni á tvennan hátt; með innönd-
un efnanna og með snertingu eða
með því að draga að sér efnas-
ambönd sem komast í fatnaðinn,
í gegnum húðina. Aftur á móti
er ekki ljóst hvernig eiturefni
valda fæðingargalla hjá börnum.
Nokkrir möguleikar eru sagðir
geta komið til greina: Einn er
sá að eiturefni geti skemmt sæð-
ið eða það geti borist með sæðis-
vökva í egg móður. Annar mögu-
leiki er að móðir geti dregið til
sín skaðleg efnasambönd við
þvott á fatnaði eiginmannsins.
Vísindamennirnir álíta þessa
uppgötvun mjög mikilvæga. Þeir
telja nauðsynlegt að gerðar verði
frekari rannsóknir og vilja kanna
betur áhrif föðurs á fæðingar-
galla barns.
í greininni segir, að ekki sé
ástæða fyrir slökkviliðsmenn í
starfi að hafa áhyggjur af hættu
vegna _ ófæddra afkomenda
sinna. Á árunum fyrir 1973 hafi
fólk haft minni áhyggjur af efn-
asamböndum og verið varnar-
lausar gagnvart þeim en nú
tíðkast. Fram að þeim tíma voru
ekki notaðar varnir eins og önd-
unargrímur á sama hátt og nú
til dags og þar af leiðandi sé
hætta á eitrun minni nú en áð-
ur, segir í lok greinarinnar.
Efni þessarar greinar er um-
hugsunarefni. í henni er vakin
athygli á þætti sem lítið hefur
verið hér til umræðu, en það eru
áhrif hinna margvíslegu efna,
sem margir feður vinna með við
störf sín, á heilbrigði barna
þeirra.
M. Þorv.
Hár rækt-
að utan
hársvarðar
Góðar fréttir fyr-
ir sköllótta
Skalli hefur löngum verið
mönnum til angurs, og hefur
ómældu fjármagni verið eytt
vegna hárleysis á hvirflinum.
Áhyggjur manna munu brátt
heyra fortíðinni til, er haft eftir
vísindamönnum við háskólann í
Cambridge, en þeir hafa stundað
áhugaverðar rannsóknir á þessu
sviði. Þeim hefur tekist að rækta
hár utan hársvarðar. Frétt þessa
efnis birtist í New York Times
27. október síðastliðinn. Vísinda-
mennirnir gerðu tilraunir með hár
sem fengið var úr afgangshúð-
flipum eftir fegrunarskurðað-
gerðir. Þeir sneiddu tvö lög af
efsta lagi húðarinnar, fjarlægðu
hársekkina með smágerðum
töngum og komu fyrir í tilrau-
naglösum með tilbúnu blóði. Þar
óx hárið á sama hátt og venjulegt
hár eða um 14 millimetra á dag.
Rannsóknir þessar þykja lofa
góðu og er talið líklegt að árang-
ursrík meðhöndlun við skalla
verði í boði innan 10 ára.
M. Þorv.
Honda f91
Civic
Sedan
16 ventla
Verð 1.075 þús. sjálfsk.,
miðað við staðgreiðslu
GRÉIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
[0
VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900
Hyundai Super 16TE,
tölva með 20 mb disk.
Kr: 79,902/-
Star LC-20 prentari.
Kr: 26,800/-
Ráð fjárhagsbókludd.
Kr: 72,957/-
SamráiðfRitari.skrár og ttífhtr)
Kr: 8,130/-
Samtals Kr: 187,789/-
JANURATILBOÐ 1991
Kr: 139.900/-
Hyundai 286E,Með 40mb disk
og einlita skjá
Kr: 109,900/-
Star LC-20 prentari
Kr: 26,800/-
Ráð fíárhagsbókhald
Kr: 72,957/-
Ráð viðskipta lager- og ,
sölukerfi Kr: 202,064/-
Samráð(Ritari,skrár. og töflur)
Kr: 8,130/-
Samtals Kr: 419,851/-
JANUARTILBOÐ 1991
Kr: 269.900/-