Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991 Ljósvaka- gildran Hljómplötur Andrés Magnússon Gagnrýnandi hefur aldrei skilið hvers vegna Gildran hefur ekki „meikað það“ á öldum ljósvakans. Og reyndar botna hljómsveitarmeð- limir hennar ekki í því sjálfir. Þaðan er nafn nýjustu plötu Gildrunnar, Ljósvakaleysingjarnir, fengið. Gildran á sér tryggan aðdáenda- hóp og miðað við aðsókn að tónleik- um þeirra þarf hljómsveitin ekki að kvarta. Gildran hefur ekki hikað við að leika hressilegt rokk og ról fram að þessu, og bregst ekki nú frekar en endranær. Samt sem áður hefur melódían alltaf ráðið ferðinni og er í heiðurssæti hér. Það er beinlínis þakkarvert hvað Gildran hefur þraukað þrátt fyrir afskiptaleysi ýmissa útvarpsstöðva. Hljómsveitin lætur dægurflugna- höfðingja ekki stjóma sér og fyrir vikið er meiri breidd í íslensku poppi en ella. Án slíkra hljómsveita kæmi ekkert út þessi jól nema Rokkling- arnir og Sléttuvarúlfarnir. Gildran er skipuð þeim Birgi Haraldssyni, söngvara og gítarleik- ara, Karli Tómassyni, trumbuleik- ara, og Þórhalli Ámasyni, bassa- leikara. Sér til fulltingis hafa þeir gítarleikarann Guðlaug Falk. Birgir hefur gríðarlega kraft- mikla og sérstæða rödd, sem hann beitir óspart. Mér finnst Karl reynd- ar ekki njóta sín jafnvel á plötunni og gerist á tónleikum, hann virðist halda aftur af sér og lætur nægja að vera á þungum skriði. Þórhallur er sérkapítuli, en að mínu viti er hann einn smekklegasti bassaleik- ari landsins. Hann sýnir margvísleg tilþrif á bassann, en fellir þau svo að lögunum að engin misfella verð- ur á. Það getur hver sem er þjösn- ast á bassanum pg leikið hraðar mnur, en þetta er vandi. Guðlaugur Falk er Gildrunni góð- ur liðsauki. Hann er mjög lunkinn gítarleikari og gefur hljómsveitinni mjög góða fyllingu, sem hana hefur stundum skort. Flestir taka vafa- laust eftir gítarsólóum hans, sem vissulega eru meiriháttar (taka mið af ekki minni foringjum en Eddie Van Halen og Stevie Vai), en mér finnst undirleikurinn jafnvel enn meiri snilld. í lagi eins og Stundum gæðir hann það nýju lífi með „undir- spiis-riffi“. Ljósvakasnúðar hafa enga afsök- un fyrir því að leika þessa plötu Gildrunnar ekki. Á henni er sandur af góðum lögum, sem vel falla að útvarpi. Sem dæmi má nefna Mfn eina von, Stundum, Andvökunætur og blúsinn Játning. Vilji menn frek- ar hugljúfar ballöður eru þama lög eins og Það sem var og Tregi, sem er alveg stórfallegt. Satt best að segja er hið eina sem finna má að Ljósvakaleysingjunum að þar er ekki að finna yfirburða- lagsmíð á borð við Mærina, sem kom út á Hugarfóstri. Þó má segja að Tregi sé af svipuðu kalíberi. Á þessari plötu er það hins vegar hressilegt rokk, sem er í aðalhlut- verki, svo um það er ekki að fást. Þá ber að geta sérlega vel hannaðs umslags, sem er með því betra um þessi jól. Þessi plata fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.