Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 15 Skógræktarbókin eftir Sigurð Greipsson Nú fyrir jólin var gefin út Skóg- ræktarbókin á vegum Skógrækt- arfélags íslands, ritstýrð af Hauki Ragnarssyni. Bókinni er skipt í 26 kafla rit- aða af 10 höfundum, plöntuvist- fræði og vegagerð. Nokkuð af þessu efni hefur þó verið birt áður í ársriti Skógræktarfélags íslands. Fyrstu 3 kaflar bókarinnar fjalla um vistfræði, frumu- og plöntulífeðlisfræði. Þessir kaflar skarast nokkuð af efni og koma fram óþarfa endurtekningar. Næstu_ 3 kaflar (skógræktarskil- yrði á íslandi, gróðurlendi og jarð- vegur, og jarðvegsskilyrði) fjalla um ræktunarskilyrði á íslandi og virðist fátt því til fyrirstöðu að hefja stórfellda skógrækt. Baldur Þorsteinsson ritar síðan næstu tvo kafla um uppruna þeirra tijátegunda sem reynt hefur verið að rækta á íslandi. Kemur þar vel fram að viðamikil tilraunastarf- semi er nauðsynleg tii að velja tijátegundir sem henta íslenskum aðstæðum. Snorri Sigurðsson ritar kafla um íslenska birkið sem er eina trjátegundin sem náð hefur að mynda náttúrulega skóga á Is- landi. Þar kemur fram hversu mik- il eyðing hefur orðið á birkiskóg- unum síðan land byggðist en óneit- anlega gefa þær skógarleifar sem eftir eru nokkuð góð fyrirheit. Næstu 10 kaflar fjalla á breið- um grundvelli um skógrækt allt frá fræsöfnun til viðarnytja. Einar Gunnarsson og Ágúst Árnason skrifa næstu tvo kafla um vega- gerð og girðingar í skóglendi. Haukur Ragnarsson skrifar næst um Skóghagfræði og kemur þar fram að skógrækt er langtíma ijárfesting. Næstu 3 kaflar tengjast síðan skóghagfræðinni. Þar kemur fram að óbeinan hag má hafa af skóg- rækt, t.d. aukið skjól við hús og ræktunarskilyrði batna þar sem skjólbelti eru. Helgi Hallgrímsson skrifar síðasta kafla bókarinnar um ber og sveppi. Fjöldi góðra ljósmynda prýða bókina og er myndaskrá höfð aftast. Engin heimildaskrá né skrá um ítarefni er í bókinni sem gerir það að verkum að erfitt er að meta vísindalegt gildi þess efnis sem fjallað er um. Alloft er fjallað um niðurstöður tilrauna, en þar sem heimilda er ekki getið er ómögu- legt að kynna sér þær nánar. I grein Hauks Ragnarssonar um tijáskaða er þó vísað í nokkar greinar sem birst hafa í ársriti Skógræktarfélags íslands. Á bls. 195 er vísað í heimildaskrá sem hvergi finnst í bókinni. Sumstaðar er ekki ljóst hvort um mistúlkun eða þekkingarleysi er að ræða t.d. á bls. 11 kemur fram hjá Hauki Ragnrarssyni að svepparót umlyki fínustu rótar- angana og auki vatns- og næring- arupptöku þeirra. Svepparætur umlykja ekki aðeins rætur heldur vaxa inn í ysta frumulag þeirra og auka aðallega upptöku fosfór, einnig framleiða svepparætur vaxtarefni (hormón) sem koma tijám að notum. Ekki er einhlítt hvort svepparætur valda skaða eða komi að gagni. Svepparætur geta dregið úr vexti ungra plantna en koma aðallega að notum við fræ- myndun. Engin hugtakaskrá er í bókinni og er það miður þar sem mikið er af torskildum fræðiorðum. Einnig er mér ekki ljóst hvaða munur er á hugtökunum: stofn, afbrigði og kvæmi sem notuð eru um alla bókina (sjá bls. 45, 52, 123, 127, 131 og víðar). Sums staðar er enska fræðiheitið gefið innan sviga aftan við hið íslenska fræðiorð en það er ekki haft sem regla. Myndir sem fylgja hveijum kafla eru ekki númeraðar sem gei'ir tilvísanir í þær fremur erfið- ar. í fyrsta kafla bókarinnar (Tré og skógar) er vísað í myndir (sjá bls. 12) sem ekki finnast í þessum kafla né í bókinni. Einnig er á bls. 13 vísað í mynd „Birki íjölgar sér einnig með rótarsprotum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd“ en þessi mynd finnst hvorki í þess- um kafla né í bókinni. Flestir kaflar í bókinni eru vel -skrifaðir en ritstjórn er í ólestri sem veldur því að óþarfa endur- tekningar verða sem gerir lestur bókarinnar frekar langdreginn. Höfundur stundar doktorsnám í líffræðií Englandi. Verzlunarskóli r' Islands Öldungadeild Innritun á vorönn öldungadeildar Verzlunar- skóla íslands fer fram á skrifstofu skólans dagana 7.-10. janúar kl. 08.30-18.00. Eftirtaldar námsgreinar eru í boði á vorönn: Bókfærsla Bókmenntir Danska Enska Farseðlaútgáfa Franska Ragræn landafræði íslenska Landafræði og saga íslands Líffræði Mannkynssaga Reksturshagfræði Ritun Ritvinnsla Stofnun og rekstur fyrirtækja Stærðfræði Tölvubókhald Tölvufræði Vélritun Þjóðhagfræði Þýska Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safna saman og láta mynda: Próf af bókhaldsbraut Próf af ferðamálabraut Próf af skrifstofubraut Verslunarpróf Stúdentspróf Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.