Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
11
A annað þúsund komur
skráðar í Kvennaathvarfið
eftir Nönnu
Christiansen
Þessa dagana eru liðin átta ár £rá
stofnun Kvennaathvarfsins. Veruleg
reynsla er því komin á starfsemina
og teljum við, sem að rekstrinum
stöndum, augljóst að ekki er síður
þörf fyrir þessa þjónustu hér á landi
en í nágrannalöndum okkar. .
Til dagsins í dag (15. desember)
hafa samtals 1.199 komur kvenna
verið skráðar í athvarfið. Sumar
kvennanna koma oftar en einu sinni,
en á hverju ári er meirihluti skráðra
kvenna að leita aðstoðar í fyrsta
sinn. Með skráðum komum er átt
við allt frá klukkustundar viðtali upp
í nokkurra mánaða dvöl, en meðal
dvalartími kvenna er u.þ.b. 10 dag-
ar. Á sama tíma eru 880 komur
barna skráðar. Konurnar og börnin
koma af öllu landinu.
Kvennaathvarfið er opið öllum
konum sem búa við ofbeldi -
og það þarf ekki að sjást á þeim
Helsta hlutverk Kvennaathvarfs-
ins hefur verið að starfa sem neyðar-
athvarf fyrir konur sem verða að
flýja heimili sín vegna ofbeldis eigin-
manns éða sambýlismanns. Einnig
tekur Kvennaathvarfið á móti kon-
um, sem hefur verið nauðgað, og
veitir þeim stuðning. Konur utan af
landi geta sótt um ferðastyrk fyrir
sig og böm sín.
Það er ekki hlutverk Kvennaat-
hvarfsins að skilgreina hvort og
hvenær kona á erindi þangað, það
gera konumar sjálfar og þær ákveða
einnig hvenær þær fara þaðan aft-
ur. Kona þarf ekki að sanna að hún
hafi verið beitt ofbeldi með líkamsá-
verkum, eina krafan sem gerð er til
hennar í Kvennaathvarfinu er að hún
fari eftir húsreglum. Öðru hveiju
höfum við þurft að vísa konum ann-
að, einkum ef um er að ræða sjúkl-
inga, en Kvennaathvarfið hefur ekki
möguleika á að veita hjúkmn. Kon-
um er aldrei vísað frá vegna pláss-
leysis.
Kona sem leitar sér stuðnings
byijar yfirleitt á að hafa símasam-
band við athvarfíð og í samráði við
vaktkonu tekur hún ákvörðun um
hvort og hvenær hún kemur. Konur
og börn em aldrei skráðar inn undir
nafni og Kvennaathvarfið gefur ut-
anaðkomandi aðilum ekki upplýsing-
ar um dvalargesti nema í neyðartil-
fellum og þá með vitund viðkomandi
konu.
Hvað gerist í
Kvennaathvarfinu?
Kennaathvarfið er rekið eins og
hvert annað heimili og konurnar
skipta með sér verkum í samráði við
vaktkonurnar. Dvalarkonurnar
ákveða sjálfar hvemig þær nýta sér
dvölina í athvarfínu, oft er þeim
mest um vert að komast í öruggt
skjól og að geta hvílst, einnig getur
verið gefandi að kynnast öðrum kon-
um með svipaða reynslu. í athvarf-
inu geta konur einnig fengið viðtöl
við sálfræðing, tekið þátt í sjálfs-
styrkingarhópi og aflað sér hagnýtra
upplýsinga um lagalega stöðu sína
með viðtölum við kvennaráðgjöfína
o.fl. Vaktkonur em dvalarkonum til
stuðnings allan sólarhringinn en þær
búa yfir reynslu og þekkingu sem
safnast hefur saman í átta ára starfi.
Heimilisofbeldi hefur
nær undantekningarlaust
áhrif á börnin
Jafnan eru einhver börn í Kvenna-
athvarfmu Og er ágætlega að þeim
búið. Leikaðstaða er bæði úti og inni.
í athvarfinu er barnastarfskona,
sem er mæðrum, sem þess óska, til
halds og trausts hvað varðar börnin
og málefni þeirra. Reynslan hefur
sýnt að langflest þeirra barna sem
búa við ofbeldi á heimilum sínum
verða fyrir áhrifum af því, jafnvel
þó þau verði aldrei vitni að ofbeldis-
verkum og séu sjálf ekki beinir þo-
lendur.
Þurfi bömin á kennslu eða náms-
aðstoð að halda geta þau fengið
hana í athvarfinu, en oft geta börn-
in haldið áfram að sækja skóla sína
og leikskóla úr athvarfinu.
Símtöl á þessu ári
eru orðin rúmlega 1.600
Komufjöldi kvenna og barna hefur
Macintosh fyrir byrjendur
Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á
© _ 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá.
<%>
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár f forystu
Nanna Christiansen
verið svipaður frá ári til árs, helsta
aukning starfseminnar er fólgin í
stöðugri fjölgun símhringinga, en á
síðasta ári eru skráð símtöl um 800,
á móti u.þ.b. 1.600 það sem af er
þessu ári. Auk símtala sem fjalla
um andlegt eða líkamlegt ofbeldi á
konum, flokkast 62 símtöl á þessu
ári undir frásagnir um nauðganir
(nýlegar og gamlar), 15 kynferðis-
lega áreitni, 41 um erlendar konur,
60 um siij'aspell og 18 um ofbeldi
gegn börnum, auk þess er mikið um
að fólk hringi til að afla sér upplýs-
inga.
Brýnt er að Samtök um
kvennaathvarf geti sinnt
fræðslu- og kynningarmálum
Samtök um kvennaathvarf gers
sér vonir um að Kvennaathvarfið sé
nú komið í gegnum fyrstu tilvistar-
kreppuna. Starfsemi þess hefur
mætt auknum skilningi yfirvalda,
auk þess sem velvilji almennings
hefur verið ómetanlegur, einkum á
fjárhagslega erfiðum tímabilum.
Fjárhagur Samtaka um kvennaat-
hvarf hefur ekki gefið mikið svigrúm
til þess fræðslu- og kynningarstarfs
sem fyrst á við þau verkefni, annars
vegar til að uppfræða almenning um
það félagslega vandamál sem heimil-
isofbeldi er og hins vegar til að ná
til þeirra kvenna sem þarfnast upp-
lýsinga og stuðnings.
Höfundur erfræðslu-og
kynningarfulltrúi Samtaka um
kvennaathvarf.
Skrifstofutækni
Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
vinnumarkaðinn er komið. Til dcemis:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
V erslunarreikningur
Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
Pólskur kristall,
munnblásirin og handskorin.
Gæðavara á mjög hagstæðu verði.
Flöskur og glös. Hægt að fá áletrun á flöskumar.
Takmarkaðar birgðir.
Ný parketolía frá
Þýskalandi komin,
100% náttúruleg.
Leggjum skrautgólf.
i 16 mm
natur
á aðeins kr:
2.134
pr. fm.
ÚSöLUSTðlR:
Silfurbúðin. Krinalunni
Fannar. Lækjartorai
Parkethúsið, Suðurlandsbraut 4a SUÐURLANDSBRAUT4A, SÍMI685758
"":7.................-^---7^—
Jólasendingin
loksins komin!
GEGNHEILT
INSÚLU
STAFAPARKET
Pólsk gæðavara,
prófuð af
Rannsóknastofnun
byggingaiðnaðarins.