Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991
35
Morgunblaðið/Arnór
Svipmynd úr Firðinum. Jón Hersir Elíasson og Guðrún Jóhannesdótt-
ir spila gegn Karli Hermannssyni og Hlálmtý Baldurssyni.
SKÓÚTSALA
hefst í dag kl. 12.00
HCGO Skóverslun Þórðar,
Laugavegi 41, Kirkjustræti 8,
sími 13570 sími 14181
__________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Hörkukeppni er um Akueyrarmeist-
aratitilinn í sveitakeppni, en keppninni
lýkur nk. þriðjudag. Fjórar sveitir eiga
möguleika á titlinum en röð efstu
sveita er þessi þegar lokið er 20 um-
ferðum af 22.
Dagur 282
Grettir Frímannsson 373
Jakob Kristinsson 371
Hermann Tómasson 366
Jónas Róbertsson 324
ÆvarÁrmannsson 324
Síðustu tvær umferðirnar verða
spilaðar í Hamri, félagsheinjili Þórs,
15. janúar kl. 19.30.
Reykjavíkurmótið í
sveitakeppni
Reykjkavíkurmótið í sveitakeppni
stendur nú yfir og þegar 6 umferðum var lokið var staða efstu sveita þessi:
Tryggingamiðstöðin hf. 134
S. Ármann Magnússon 130
Steingrímur G. Pétursson 112
Landsbréf 110
Samvinnuferðir 110
VÍB 108
Hreinn Hreinsson 90
Sverrir Kristinsson 90
Valur Sigurðsson 89
Hótel Esja 84
Hreyfill - Bæjarleiðir
Spiluð var 6. umferð í aðalsveita-
keppni mánudaginn 7. janúar eftir
jólaleyfi. Staða efstu sveita er þessi:
SveitCyrusarHjartarsonar 117
Sveit Ólafs Jakobssonar 114
SveitTómasarSigurðssonar 110
SveitRúnarsGuðmundssonar 101
SveitBemhardsLinn 97
7. umferð verður spiluð mánudag-
inn 14. janúar í Hreyfilshúsinu.
Honda1'91
Civic
3ja dyra
16 ventia
Verð fró 799 þúsund.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
0HONDA
VATNAGÖRÐUM 24, RVl'K., SÍMI 689900
Fimmtudaginn 10. janúar 1991 hefst sala á nýjum flokki verbtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs. Útgáfan er byggð á heimild í lögum um breytingu á
lánsfjárlögum fyrir árið 1990, sbr. 6. gr. fjárlaga fyrir árið 1991, og lögum um
lánsfjáröflun ríkissjóðs innanlands, nr. 79 frá 28. desember 1983. Um er að
ræða eftirfarandi flokk spariskírteina:
Flokkur Lánstími Gjalddagi Vextir á ári Útboðsfjárhæö
1991 1. fl. D 5 ár 1. feb. 1996 6.0% Innan ramma framangreindra laga
Kjör þessa flokks eru í meginatriöum þessi:
a) Nafnvextir eru 6,0% á ári og reiknast frá og með 10. janúar 1991.
Grunnvísitala er lánskjaravísitala janúarmánaðar 1991, þ.e. 2969.
b) Lánstími skírteinanna er 5 ár, þ.e. til 1. febrúar 1996, en að þeim tíma
liðnum getur eigandi fengið andvirði þeirra útborgað hvenær sem er og fylgir
því enginn kostnaður.
c) Spariskírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000,
100.000 og 1.000.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það
eigendum þeirra kleift ab selja þau fyrir gjalddaga meb milligöngu abila ab
Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viöskiptavaki fyrir spariskírteini
ríkissjóðs sem eru skráð á þinginu.
Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt kemur ekki til
skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá fólki utan
atvinnurekstrar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri
starfsemi manna, er heimilt að draga þær aftur ab fullu frá eignum.
Spariskírteinin skulu skráð á nafn og eru þau framtalsskyld.
Spariskírteini ríkissjóös eru til sölu í Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1,
Þjónustumibstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í bönkum og sparisjóðum um
land allt og hjá helstu verðbréfamiðlurum.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS