Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
19
Forstjóri Deutsche Bank afhendir Gabrielu Friðriksdóttur verðlaun-
in. Á milli þeirra stendur Friðrik G. Friðriksson forstjóri Insúla.
Evrópusamkeppni
um verkefni á sviði
umhverfismála
eftir Sigurlín
Sveinbjarnardóttur
Nú er verið að undirbúa í um-
hverfisráðuneytinu þátttöku
íslenskra ungmenna á aldrinum
15-20 ára til að fara sem fulltrúar
íslands árið 1991 í árlega sam-
keppni Evrópuþjóða um verkefni
sem geta stuðlað að bættu um-
hverfi. Gefinn verður út kynning-
arbæklingur sem sendur verður í
skóla, bókasöfn og víðar. Þar fá
ungir hugvitsmenn allar upplýsing-
ar um hvernig þeir geta staðið að
verki og komið hugmyndum sínum
á framfæri.
í lok nóvember sl. fóru 3 ís-
lenskar stúlkur sem fulltrúar ís-
lands til Frankfurt í Þýskalandi
og tóku þátt í slíkri keppni. Þátt-
takendur voru frá 18 Evrópulönd-
um og var þetta í fyrsta skipti sem
Island sendi fulltrúa. Nú er um-
hverfisráðuneytið mjög ungt og
þetta verkefni’ kom fyrst til umfjöll-
unar þar í ágústmánuði sl.
Það var að frumkvæði Friðriks
G. Friðrikssonar, sem er forstjóri
Insúla innflutnings hf., en hefur
lengi verið búsettur í Þýskalandi
og starfað þar m.a. sem farar-
stjóri. Ráðherra sýndi þessu máli
strax mikinn áhuga og lét kanna
hvort ísland gæti tekið þátt í ár
þótt fyrirvarinn væri skammur.
Brugðist var skjótt við og það tókst
að senda 2 verkefni frá Islandi sem
3 stúlkur á aldrinum 17-19 ára
höfðu unnið. Þessi verkefni voru
metin hæf til keppni og fóru stúlk-
urnar utan, ásamt Friðriki G. Frið-
rikssyni, sem var fararstjóri þeirra
og hægri hönd við alla fram-
kvæmd. Stúlkurnar heita Gabríela
Friðriksdóttir sem fjallaði um um-
hverfismál í heiminum öllum og
Guðríður M. Kristjánsdóttir og
Þóra Jónsdóttir sem skrifuðu sam-
an um umhverfismál á íslandi.
Fulltrúa umhverfisráðuneytis var
boðað að koma og vera viðstaddur
verðlaunaafliendingu.
I boði voru góð peningaverðlaun
fyrir 6 bestu verkefnin. Einnig er
hægt að líta svo á að ferðin sjálf
sé eins konar verðlaun og var allur
aðbúnaður keppenda hinn besti.
Settir voru upp sýningarbásar og
alþjóðlegar dómnefndir dæmdu
verkefnin. Otrúlega margir fjöl-
miðlamenn fylgdust með þessari
samkepni. Allt þetta fór fram í
aðalbyggingu Deutsche Bank í
Frankfurt, 35 hæða glerhöll, og
þátttakendur og fararstjórar voru
þarna í boði bankans.
I stuttu máli má segja að verk-
efni lúnna þjóðanna hafi flest verið
á sviði rannsókna, enda lögð
áhersla á það og hafa margir unn-
p
111(1114)11IIII
„Varla er hægt að
hugsa sér betri hvatn-
ingu fyrir unga íslend-
inga að sinna umhverf-
ismálum en þá að fara
og hitta ungmenni frá
öðrum löndum og kynn-
ast þeirra sjónarmið-
um.“
ið að þessum verkefnum í langan
tíma. íslensku stúlkurnar höfðu
ekki haft tækifæri til þess og því
voru þeirra verkefni með nokkru
öðru sniði. Sjálfum þótti þeim það
kannski miður en þær stóðu sig
með mikilli prýði. Engum hafði
dottið í hug að þær fengju verð-
laun, en verkefnin frá íslandi vöktu
athygli m.a. fyrir sérstöðu. Fólk
var áhugasamt um það sem Þóra
og Guðríður höfðu að segja frá
íslandi og þeim sérstöku umhverf-
isvandamálum sem við höfum hér
á landi. Og Gabríela hlaut verð-
skuldaðan heiður fyrir það að túlka
sjónarmið sín í myndum. Lýsti hún.
efni verkefnis síns í 3 máluðum
myndum sem hún sýndi í sýningar-
bási sínum. Menn hrifust af því
að Gabríela lagði áherslu á listina,
andstætt flestum sem voru upp-
teknir af vísindum. Því voru mynd-
ir hennar keyptar á 500 þýsk mörk
til þess að nota þær í kynningar-
plaköt fyrir samkeppnina næsta ár.
• Eftir þessa ferð erum við reynsl-
unni ríkari og hugsum til þess að
standa vel að undirbúnihgi þessa
árs. Varla er hægt að hugsa sér
betri hvatningu fyrir unga íslend-
inga að sinna umhverfismálum en
þá að fara og hitta ungmenni frá
öðrum löndum og kynnast þeirra
sjónarmiðum. Allir á aldrinum
15-20 ára geta tekið þátt óháð því
hvar þeir búa á landinu, hvort þeir
eru í skóla eða á vinnumarkaðnum.
Umhverfisráðuneytið mun nú
kynna ítarlega þessa árlegu sam-
keppni ungra Evrópubúa.
Höfundur er upplýsing-a- og
frædslufulltrúi í
umhverfisráðuneytinu.
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamidill!