Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991
Tónleikar helgaðir Mozart
Mozarts einkenndust af þessum
fjárskorti og beiðnum til vina um
lán, sem flestir vissu að yrðu aldr-
ei borguð. Þrátt fyrir þessi vand-
ræði héldu meistaraverkin áfram
að streyma frá honum allt til
hinstu st'undar.
Mozart lést 5. desember 1791
af völdum bráðrar nýrnabólgu.
Hann var jarðaður í venjulegum
grafreit í Vín, en lík hans flutt
þaðan eftir að íjölskylda hans
hafði svikist um að greiða tilheyr-
andi gjöld. í dag veit enginn hvar
lík hans liggur.
Efnisskrá kvöldsins
Verkin sem flutt verða á tón-
leikunum eru bæði samin á ham-
ingjuríku tímabili í lífi Mozarts,
c-moll messan árin 1782-1783 og
sinfónían nr. 36 árið 1783. Moz-
art var þá nýkvæntur og hafði
nóg að gera við að koma fram
og semja tónlist eftir beiðnum.
Messan í c-moll er samin fyrir 4
einsöngvara, kór og hljómsveit og
er af mörgum talin ein merkasta
tónsmíð Mozarts trúarlegs eðlis.
Mozart samdi messuna til að upp-
fylla heit sem hann hafði gefið
fyrir brúðkaup þeirra Constanze
og skrifaði sópranhlutann fyrir
hana. Messan, sem aldrei var full-
kláruð, var frumflutt 25. október
1783.
í lok október 1783 var Mozart
á heimleið frá Salzburg, þar sem
hann hafði heimsótt föður sinn.'
Hann dvaldi nokkra daga í Linz
hjá Thun greifa, pinum af aðdá-
endum Mozarts. í bréfi til föður
slns, dagsettu 31. október, 1783
skrifaði hann: „Á þriðjudaginn,
4. nóvember, á ég að stjórna
hljómsveit hérna og þar sem ég
er ekki með eina einustu sinfóníu
með mér, er ég að skrifa nýja í
miklum flýti, sem verður að vera
fullgerð þá.“ Þessi sinfónía sem
Mozart samdi á nokkrum dögum
er sinfónía nr. 36, kennd við Linz.
Þetta er ein besta sinfónía Moz-
arts og er samin undir meiri.áhrif-
um frá Haydn en flest önnur full-
orðinsverk Mozarts, en Haydn var
það tónskáld, ásamt Hándel og
J.S. Bach, sem höfðu hvað mest
áhrif á Mozart á fullorðinsárum
hans.
.Úlrik Ólason, stjórnandi söng-
sveitarinnar Fílharmóníu, stund-
aði tónlistarnám á Akranesi, í
Reykjavík og Regensburg í
Vestur-Þýskalandi. Aðalnáms-
greinar voru orgelleikur, kór- og
hljómsveitarstjórn með sérstaka
áherslu á kirkjulegar tónbók-
menntir. Úlrik starfaði á Húsavík
um árabil að loknu námi en er
nú organisti við Kristskirkju í
Landakoti og kennir orgelleik við
Tónskóla þjóðkirkjunnar. Hann
hefur stjómað söngsveitinni
Fílharmóníu í tvö ár.
Tónskáldið
Þó Mozart hafi ekki lifað nema
I tæp 36 ár liggur eftir hann gífur-
legt magn af tónlist af öllum gerð-
um. Hann fæddist í Salzburg árið
1756, yngstur 7 systkina, en hann
og systir hans María Anna voru
þau einu sem komust á legg.
Snemma kom í ljós hvílíkir hæfi-
leikar bjuggu í drengnum og var
Mozart farinn að semja tónlist og
Sólrún Bragadóttir
halda tónleika 5 ára. Mozart var
meira og minna á tónleikaferðum
öll unglingsárin og í samtals 14
af þeim 36 árum sém hann lifði
var hann að heiman.
Mozart var stöðugt að reyna
að fá fasta stöðu sem væri vel
borguð en varð lítið ágengt. Hann
fékk þó lítilsmetna stöðu við hirð
erkibiskupsins í Salzburg en líkaði
vistin þar illa og árið 1781 gafst
hann endanlega upp á Salzburg
og flutti til Vínar. Við það að losna
frá Salzburg er eins og allar flóð-
gáttir hafí opnast og samdi hann
hvert snilldarverkið á eftir öðru
þau 10 ár sem hann bjó í Vín.
Hann kvæntist Constanze We-
ber sumarið 1782 og allt virtist
leika í lyndi fyrstu árin. Mozart
hafði nóg að gera við að semja
og koma fram á tónleikum, óper-
um hans var vel tekið. En fljót-
lega fór að bera á viðvarandi pen-
ingavandræðum Mozart-hjón-
anna, sem virðast fremur tilkomin
af mikilli eyðslu en að tekjurnar
hafi verið litlar. Síðustu æviár
Sigrún Hjálmtýsdóttir
llöfundur er kynningarfulltrúi
Sinfóníuhljómsveitar íslands.
eftir Rafn Jónsson
I ár minnast menn þess að tvö
hundruð ár eru liðin frá andláti
Wolfgangs Amadeusar Mozarts.
Hljómsveitir víða um heim flytja
efnisskrár tileinkaðar honum og
Sinfóníuhljómsveit íslands lætur
ekki «itt eftir liggja í þeim efnum.
Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands á nýbyrjuðu ári
verða í Háskólabíói í dag, 10. jan-
úar, og hefjast klukkan 20. Þeir
verða svo endurteknir á sama stað
laugardaginn 12. janúar og hefj-
ast kl. 16.30. Þessir tónleikar eru
í gulri tónleikaröð og eru fyrri af
tvennum tónleikum sem helgaðir
eru Mozart á þessu starfsári.
Síðari tónleikarnir eru bónustón-
leikar fyrir áskrifendur í síðari
hluta aprflmánaðar. Á efnisskrá
tónleikanna nú verða tvö verk:
Sinfónía nr. 36 (Linz) og Messa
í c-múll.
Stjórnandinn og flytjendur
Auk hljómsveitarinnar taka
Orwain Arwel Hughes, hljóm-
sveitarstjóri
þátt í flutningnum hinir lands-
þekktu söngvarar Sólrún Braga-
dóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Gunnar Guðbjörnsson, Viðar
Gunnarsson og söngsveitin
Fíharmónía. Hljómsveitarstjóri er
velski hljómsveitarstjórinn Owain
Arwel Hughes en kórstjóri Úlrik
Ólason.
Owain Arwel Hughes hefur
starfað um árabil með hljómsveit-
um á Englandi. Hann stjórnaði
m.a. um tíma Fíharmóníuhljóm-
sveit Lundúna og hélt tónleika
með henni víða í Bretlandi og á
meginlandinu. Þá stjórnar hann
reglulega velsku BBC-útvarps-
hljómsveitinni, Konunglégu
fflharmóníuhljómsveitinni í Liver-
pool og skosku BBC-útvarps-
hljómsveitinni og fleiri sveitum.
Hughes hefur einnig stjórnað
hljómsveitum utan Englands og í
fyrra stjómaði hann m.a. hljóm-
sveitum á öllum Norðurlöndum.
Owain Arwel Hughes hefur orð
fyrir frábæra stjórn á stórum kór-
verkum.
Viðar Gunnarsson
Gunnar Guðbjörnsson
HRADLESTRARNÁMSKEIÐ
Næstu námskeið í Reykjavík
hefjast fimmtudaginn 31. janúar og miðvikudaginn 6. febrúar.
Námskeiðin eru kvöldnámskeið og taka 6 vikur.
Námskeiðin henta öllum, sem vilja auðvelda sér lestur góðra
bóka eða auka afköst í námi og vinnu með margföldun á lestr-
arhraða. Þátttakendur ná að jafnaði meir en þrefoldun á lestrar-
hraða á námskeiðunum.
Vegna þessa góða árangurs veitir Hraðlestrarskólinn nú ábyrgð
á árangri á námskeiðunum.
Einnig verða í vetur haldin námskeið úti á landi. Þeir sem
áhuga hafa, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við
Hraðlestrarskólann til að fá frekari upplýsingar.
Ath. að VR og fleiri verkalýðsfélög styrkja félaga sínatil þátt-
töku á námskeiðunum.
Skráning alla daga í síma 641091.
HRAÐLESTRARSKOLINN
10 ARA
HLJÓMBORÐSNÁMSKEIÐ
Innritun er hafin í hljómborðsnámskeið
Tónskála Eddu Borg.
Námskeiðin eru fyrir nemendur á öllum aldri,
byrjendur jafnt sem lengra komna.
Nánari upplýsingar og innritun
í síma 73452 alla virka daga
irá kl. 13.00-17.U0
VISA