Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚÁR 1991 Ast er... Ha Æk s. Jjf yJ/sv yy/i i)iM Lao 1-8 ... að ræðum númer hjálpa henni í vand- - og biðja um síma- hennar. TM Reg. U.S. Pat Ofl all rights reserved ° 1991 LosAngelesTimesSyndicate Ég er að selja öryggiskeðj- ur á hurðir svo óviðkom- andi vaði ekki inn, rétt eins og ég ... Með morgnnkaffinu Það eina sem þú sparar eru kraftarnir ... „I/Æiei í>ape:kki BAka akjðvelda'RA, er v/lg> BAKA LéruM H^NM HNOPÍ-/A FISKI ?" HÖGNI HKEKKVÍSI Nýir spámenn og gamlir Til Velvakanda. Nýir tímar boða nýja menn, eða e.t.v. eru það hinir nýju menn sem boða nýja tíma. Gömlu spámennirnir Móses, Abraham og Múhameð áttu lengi í harðri samkeppni við nútímalegri spámenn eins og Kopernikus, Gal- ileo og Newton. „Enginn stöðvar tímans djúpa nið.“ Þegar okkur því er sagt að við getum séð stjörnu (ljósið frá henni) sem er útbrunnin fyrir 6 milljörðum ára, og heyrt hvellinn (big bang) sem varð þegar alheimur varð til. fyrir e.t.v. 10 milljörðum ára, þá setur okkur hljóð. Nýir spámenn hafa kveðið sér hljóðs. Stjarneðlisfræðingar, aðrir eðlisfræðingar, jarðvísindamenn, náttúruvísindamenn og aðrir vísindamenn eru hinir nýju spámnn sem e.t.v. eiga eftir að leysa gömlu spámennina endanlega af hólmi. Við þurfum ekki langt aftur í tímann til að skilja hvaða þýðingu hin nýja heimsmynd hefur fyrir okkur. Öll þekking hefst á forvitni. Grikkir voru brautryðjendur nú- tímalegrar þekkingar og lífsvið- horfs. Heimspekin er eins og eins konar fálmari. Menn þreifa fyrir sér, kanna nýja stigu, og að feng- inni reynslu og þekkingu búa menn sér til ákveðin kerfi. Hugmynda- fræðin er ævaforn. „Ideologian“ er kennd við gríska heimspekinginn Platon sem var uppi 300 árum fyr- ir okkar tímatal. Platon stofnaði „akadcmíuna", gríska háskólann sem varð fyrir- rennari að okkar eigin mennta- stofnun. Hann kenndi þar heim- speki, rökfræði, fágurfræði, sið- fræði, guðfræði (teosofiu), stjórn- málafræði og aðrar þær fræði- greinar sem þá voru ofarlega á báugi. „Allt er í heiminum hverf- ult, og sífelldum breytingum undir- orpið, aðeins „ideurnar“, hugmynd- irnar, eru óbreytanlegar,“ sögðu Platon og Herakleitos. Platon hafði mikinn áhuga á hinu „idealíska" þjóðfélagi, en hug- myndir hans á því sviði myndu nánast vera kallaðar kommúnismi í dag. Fyrir honum var þetta þjóð- skipulag þó „utopi“, hið alfull- komna þjóðskipulag. „Idealið“ gegnumstreymdi brátt allt þjóðfélagið, allt átti að „idealis- era“ og hverjir voru líklegri til þess en Grikkir, mesta rfienningarþjóð- in? Hafa ber í huga að gömlu goðin Seifur, Demeter, Persefone, Helios, Hades og öll hin voru enn við bestu heilsu. Veistu það raunar að menn hafa viljað feðra gömlu grísku goðin, og hafa stórskáldin Homer og Hesi- dos einkum verið tilnefndir. (Fyrst skapa menn goðin, og svo skapa guðirnir mennina.) „Ideologian“ er lífsseig. Stjórn- málaflokkarnir byggja kenningar sínar á hugmyndafræði. Trúar- brögðin styðjast við hugmynda- fræði. Öll list, fagurfræði og sið- fræði byggja á hugmyndafræði, og svona má lengi telja. „Ideologian" getur hæglega leitt til ofstækis. Eins og hamarinn er nýtilegt verk- færi sem slíkt, þá má einnig nota hann til að keyra í hausinn á ná- grannanum. Penninn er friðsælt verkfæri, en hann getur þó orðið að sverði í höndum þess sem kann að stýra honum. Þannig má mis- nota allar góðar hugmyndir. Styijaldir og hverskyns blóðug átök hafa átt sér stað í heiminum í meira en 2000 ár út af „ideolog- iu“, einhveijum hugsjónum, og tröllríða raunar heiminum enn. Marxismi/lenínismi, nasismi, fas- ismi, anarkismi og ótal aðrir „ismar“, sem undanfarið hafa farið sem bál um allan heim, geispa þó (vonandi) brátt síðustu golunni. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan Platon setti fram hug- myndir sínar um „utopi“, hið „ide- alíska" þjóðskipulag. Margar snjallar og aðrar miður snjallar hugmyndir hafa skolast á haf út. Vonandi höfum við lært af reynslunni. Þjóðarrembingur og þjóðarofstæki tilheyra sögunni, þau hafa verið keypt of dýru verði í mannvígum og blóðsúthellingum. Miskunnarlausar hugsjónastyrj- aldir hafa verið háðar út af ein- hveijum „isma“ eða „ideologiu". Þeim fer fækkandi sem gapa við slíkum hugarburði ofstækisfullra manna. Hinir nýju spámenn, líffræðing- ar, lífeðlisfræðingar o.a. vísinda- menn og hugsjónamenn varða veg- inn fram á við. Ef við óbreyttir liðs- menn þekkjum okkar vitjunartíma, þá getum við haft áhrif á fram- vindu mála, einstaklingum og al- menningi til heilla. Richardt Ryel Kettir í óskilum Þessir tveir kettir hafa verið í óskilum í heimahúsi í nokkurn tíma. Eigendur þeirra eru vinsam- legast beðinir að hringja í síma 670836. Víkverji skrifar Kunningi Víkveija eyddi jólum og áramótum ásamt fjöl- skyldu í Lech í Austurríki og flaug þangað með SAS-þotu. Ferðin var ánægjuleg og skemmtileg, en þegar hann kom heiin á nýárinu og lenti á Keflavíkurflugvelli, vildi svo til að enginn fannst lykillinn að ranan- um, sem þotan lagðist að í Keflavík og urðu farþegar að bíða um borð í SAS-þotunni í 15 mínútur á með- an leitað var að manninum með lykilinn. Víkverji veltir fyrir sér, hvort slíkt gæti gerzt, þegar Flugleiða- þotur eiga í hlut. Flugleiðir eru aðilinn, sem sér um afgreiðslu ann- arra flugfélaga á Keflavíkurflug- velli og sá háttur hlýtur að leggja þær skyldur á herðar Flugleiða að þeir hafi til taks mann með lykil til þess að hleypa farþegum ann- arra flugfélaga inn í Leifsstöð. Það er óþolandi fyrir fólk að koma að lokuðum dyrum, þegar komið er frá útlöndum og þreyttir farþegar þrá að komast heim til sín. X X X Annar kunningi Víkveija, sem á tvo hunda, lagði þá spurningu fyrir Víkveija, hvers vegna Reykjavíkurborg mismunaði svo dýraeigendum í borginni, að sumir yrðu að greiða skatt af dýrunum en aðrir ekki. Samkvæmt siðgæðis- vitund viðkomandi ættu allir að vera jafnir fyrir lögunum. Staðreyndin er sú, að hundaeig- endur eiga að greiða 8.000 krónur fyrir hvern hund í skatt á ári. Hins vegar þurfa kattareigendur ekki að greiða krónu í skatt af köttum sínum. Að vísu geta hundar verið háværir og gelt og þannig raskað ró nágranna hundaeigenda, en hundakyn eru misjöfn og sum gelta sjaldan ef þá nokkurn tíma. Kettir gelta að vísu ekki, en þegar þeir breima, sem getur verið jafnvel vikulega, fer það ekki framhjá nein- um. Breim þeirra getur verið svo hávært, að þeir geta haldið vöku fyrir heilu hverfunum. Því ætti hið sama að ganga yfir hunda- og kattaeigendur í þessu efni. Þá þurfa hestaeigendur að greiða hóffjaðraskatt, sem renna á til gerð- ar reiðvega. Sá skattur er þó mikl- um mun lægri en hundaskatturinn, en hestaeigandi benti Víkveija á að skattgreiðsla af hrossi gæti ver- ið hærri en nemur hófijaðraskattin- um, því að hestur er skráður sem eign á skattskýrslu. XXX Nýlega vann Víkveiji lægsta vinning í Vöruhapprætti SIBS. Hann fór og sótti vinninginn sigri hrósandi. Afgreiðsla happ- drættisins skrifaði uppá miðann og afhenti vinningshafa hann til baka og sagði að miðinn gilti eins og ávísun í hvaða stórmarkaði sem væri. Hins vegar gæti happdrættið ekki greitt vinninginn út í pening- um, þar sem Happdrætti Háskóla Islands hefði einkaleyfí á peninga- , happrætti. Víkveiji fór nú í Hagkaup í Kringlunni til vikulegra innkaupa. J Þegar hann kom að kassanum, rétti hann fram vinningsmiðann og ætl- aði að greiða fyrir vöruna með hon- . um. Afgreiðslustúlkan fór að hlæja og sagðist ekki geta tekið við slíkum miða. Varð Víkveiji aðhlátursefni þeirra, sem næstir voru í biðröðinni við kassann og hann fór heldur nið- urlútur frá kassanum með happ- drættismiðann sinn og greiddi fyrir varninginn méð peningum. Við aðra tilraun nokkrum dögum síðar og raunar eftir að hafa kvartað við Vöruhapprættið, reyndi Víkveiji aftur að koma. happdrættismiðan- um í verð í sömu verzlun. Af- greiðslustúlkan á kassanum, vissi þá heldur ekki, hvort um gjaldgeng- an miða væri að ræða, en hún hafði samband við yfirmann sinn til þess að spyija, hvort verzlunin tæki við I honum sem greiðslu. Jákvætt svar barst og Víkverji gekk sigri hrós- andi út úr Hagkaupi. 1 Þetta sýnir, hve asnaleg þessi lög um einkaleyfi HHI eru. Nú er kom- ið lottó og alls konar peningahapp- drætti, þar sem menn fá greidda vinninga í reiðufé. En Vöruhapp- drætti SIBS má ekki greiða út vinn- inga í peningum. Það er eins gott að menn vinni þar ekki milljón - dálaglegt væri að þurfa að kaupa vörur fyrir milljón í Hagkaup!?^ .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.