Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991-
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1.janúar1991 Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ’/z hjónalífeyrir Full tekjutrygging Mánaðargreiðslur 11.497 10.347 21.154
Heimilisuppbót 7.191
Sérstök heimilisuppbót Barnalífeyrirv/1 barns Meðlag v/1 barns Mæðralaun/feðralaun v/1 barns 4.946 7.042 7.042 4.412
Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri .... Ekkjubætur/ekkilsbæturémánaða Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða Fullurekkjulífeyrir 11.562 i 20.507 >14.406 10.802 11.497
Dánarbæturí8 ár(v/slysa) Fæðingarstyrkur 14.406 23.398
Vasapeningar vistmanna Vasapeningarv/sjúkratrygginga Fullirfæðingardagpeningar Sjúkradagpeningareinstaklings Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri . Slysadagpeningareinstaklings Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri .. 7.089 5.957 Daggreiðslur 981,00 490,70 133,15 620,80 133,15
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
9. janúar. -
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 135,00 112,00 119,03 9,823 1.169.266
Þorskur(ósL) 129,00 91,00 106,32 5,613 596.871
Þorskursmár 98,00 75,00 96,08 1,207 115.963
Þorskursmárósl. 86,00 75,00 82,97 1,253 103.963
Ýsa 130,00 126,00 128,68 3,066 394.518
Ýsa (ósl.) 122,00 92,00 108,38 3,467 375.737
Ýsa smá (ósl.) 69,00 69,00 69,00 0,271 18.699
Karfi 60,00 60,00 60,00 0,118 7.080
Ufsi 43,00 42,00 42,02 0,513 21.555
Ufsi ósl. 43,00 43,00 43,00 0,096 4.128
Steinbítur 80,00 80,00 80,00 0,187 14.960
Steinbíturósl. 80,00 70,00 78,94 1,052 83.040
Hlýri 80,00 80,00 80,00 0,027 2.160
Langa 83,00 83,00 83,00 0,084 6.972
Langaósl. 67,00 67,00 67,00 0,226 15.142
Lúða 625,00 435,00 524,07 0,140 73.370
Keila 50,00 50,00 50,00 0,236 11.800
Keilaósl. 53,00 53,00 53,00 1,693 89.729
Hrogn 425,00 425,00 425,00 0,034 14.450
Lifur 40,00 40,00 40,00 0,038 1.520
Samtals 107,08 ' 29,145 3.120.923
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 108,00 105,00 107,87 1,140 122.973
Þorskur ósl. 115,00 88,00 102,04 6,424 655.501
Ýsa 178,00 178,00 178,00 0,559 99.502
Ýsa ósl. 174,00 130,00 141,02 3,078 434.066
Lúða 420,00 400,00 407,14 0,014 5.700
Skarkoli 125,00 125,00 125,00 0,080 10.000
Keila 45,00 45,00 45,00 0,110 4.950
Lýsa 73,00 73,00 73,00 0,067 4.891
Blandað 130,00 130,00 130,00 0,020 2.600
Hrogn 460,00 25,00 292,42 0,130 38.015
Undirmál 89,00 69,00 82,42 0,389 32.063
Samtals 460,00 25,00 117,41 12,011 1.410.261
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur (ósl.) 130,00 100,00 114,78 29,507 3.386.898
Þorskur (sl.) 100,00 96,00 98,81 2,283 225.572
Ýsa (ósl.) 120,00 94,00 112,08 13,040 1.461.663
Ýsa (sl.) 1.20,00 99,00 117,74 0,320 37.677
Lýsa 17,00 17,00 17,00 0,020 340
Blandað 56,00 10,00 38,75 0,581 22.512
Undirm.fiskur 77,00 77,00 77,00 0,080 6.160
Ufsi 34,00 15,00 32,93 0,555 18.275
Skata 110,00 90,00 108,28 0,363 39.670
Lúða 555,00 380,00 468,64 0,095 44.755
Langa 65,00 37,00 67,99 0,543 31.490
Steinbítur 80,00 78,00 79,23 1,823 144.441
Skarkoli 83,00 83,00 83,00 0,017 1.411
Karfi 69,00 44,00 60,28 0,335 20.195
Keila 48,00 46,00 47,77 4,298 205.304
Hrogn 300,00 300,00 300,00 0,050 15.000
Gellur 320,00 320,00 320,00 0,025 8.000
Samtals 105,11 53,936 5.669.363
Selt var úr dagróðrabátum og Búrfelli, Albert Ólafs o.fl. ( dag verður meðal
annars selt úr dagróðrabátum og Ólafi Jónssyni 40 stk. lúður.
Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur,
30. okt. - 8. jan., dollarar hvert tonn
Póstgangan — nýjung hjá Útivist
RAÐGÖNGUR hafa unnið sér fastan sess í ferðaáætlun Útivistar
og' hafa verið með vinsælustu ferðum félagsins. Aðal raðganga Úti-
vistar 1991, Póstgangan, verður með nýju sniði og unnin í samvinnu
við Póst og síma og fleiri aðila. Gengnar verða leiðir sem Iandpóst-
arnir fóru seinni hluta síðustu aldar suður með sjó og síðan austur
í sveitir og til baka til Reykjavíkur. Póstur og sími mun opna póst-
hús sem verða á leið göngunnar og þar verða stimpluð frímerkt
göngukort sem þátttakendur fá í Iiverri ferð. í hverjum áfanga, en
áfangarnir verða farnir hálfsmánaðarlega, verða gefnir möguleikar
á lengri og skemmri dagsferð.
Fyrsti áfangi Póstgöngunnar
verður genginn sunnudaginn 13.
janúar og leggur árdegisgangan af
stað kl. 10.30 frá skrifstofu Utivist-
ar, Vesturgötu 4. (Skrifstofan mun
opna kl. 10.00 til þess að flýta fyr-
ir afhendingu göngukorta.) Þaðan
verður gengið um Miðbæinn með
viðkomu á Pósthúsinu en þar verða
göngukortin stimpluð. Frá Víkur-
garðinum (Fógetagarðinum) verður
fylgt gömlu leiðinni suður Skilding-
anesmela að Skildinganesi. Þaðan
verður gengið niður í Austuivör.
Þar fær göngufólk tækifæri til þess
að láta ferja sig yfir Skeijafjörð inn
á Seiluna að Skansinum með aðstoð
Björgunarsveitarinnar Ingólfs.
Þeim sem ekki láta feija sig verður
boðið í rútuferð suður á Bessastaða-
nes.
Frá Bessastöðum ligguf.svo leið-
in að Görðum og þaðan að Póst-
og símaminjasafninu í Hafnarfirði
þar sem göngunni lýkur eftir að
göngukortin hafa verið stimpluð. í
1 1 KtvSJI
Morgunblaöið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Gamla kaupfélagsbúðin sem nú er komin í einkaeign í fyrsta skipti.
Elsta húsið á Hvolsvelli
skiptir um eiganda
Hvolsvelli.
NÚ HEFUR elsta húsið á Hvols-
velli, ganila kaupfélagsbúðin,
verið selt og er nú komin í ein-
staklingseign í fyrsta skipti.
Árið 1930 , opnaði Kaupfélag
Hallgeirseyjar utibú í Hvolhreppi
og lét það sama ár byggja verslun-
arhúsið. í kringum þetta hús varð
síðan vísirinn að þeirri byggð.sem
nú er á Hvolsvelli. Verslað var í
húsinu fram til ársins 1957 en þá
byggði Kaupfélagið nýtt verslunar-
og skrifstofuhús. Húsið var í eigu
Kaupfélagsins til ársins 1985 þegar
Hvolhreppur eignaðist það. Nú hef-
ur hreppurinn selt húsið Bergi
Sæmundssyni en hann hefur búið
í húsinu undanfarna áratugi.
- SÓK
Alþýðubandalagið:
Ríkisstjórnin lýsi yfir and-
stöðu við innrás í Kúveit
Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins samþykkti sam-
hljóða svohljóðandi ályktun:
„Framkvæmdastjórn Alþýðu-
bandalagsins lýsir þungum áhyggj-
um vegna stríðsógnarinnar sem
búið er að magna við Persaflóa.
Fordæmanleg innrás Iraks í Kú-
veit verður ekki bætt með því að
hleypa af stað styijöld með ófyrir-
sjáanlegum hörmungum fyrir millj-
ónir mannsins bárna.
Framkvæmdastjórn AB bendir
sérstaklega á, að alþjóðleg ráð-
stefna um deilumálin fyrir botni
Miðjaðarhafs gæti verið lykill að
laus Persaflóadeilunnar og hvetur
ríkisstjórn landsins til að stuðla að
slíkri ráðstefnu og fylgja þannig
eftir samhljóða samþykkt Alþingis
frá maí 1989.
Framkvæmdastjórn AB ítrekar
að ísland má aldrei ljá máls á stríðs-
þátttöku eða stuðning við stríðsæs-
ing.
Framtíð mannkyns «r í veði.“
styttri ferðina verður lagt af stað
kl. 13.00 frá BSÍ-bensínsölu og
ekið að Bessastöðum þar sem sleg-
ist verður í för með fyrri hópnum.
Að göngu lokinni verður fólki ekið
til baka á brottfararstað.
Ekkert þátttökugjald verður í
þessum fyrsta áfanga póst-
göngunnar, Björgunarsveitin Ing-
ólfur og Vestfjarðaleið bjóða ókeyp-
is ferjun og akstur. Öllum er að
sjálfsögðu heimil þátttaka og hver
áfangi er sjálfstæð ferð. Þó verða
þeir verðlaunaðir sem flesta áfanga
hafa farið við lok göngunnar í des-
ember.
í Póstgöngunni verður rifjuð upp
saga og örnefni leiðarinnar um leið
og náttúrskoðunar og útivistar
verður notið í skemmtilegum fé-
lagsskap. Fróðir menn verða með í
för og ýmislegt verður sér til gam-
ans gert í göngunni.
Tilgangur Póstgöngunnar er að
fá sem flesta til að fara út að ganga.
íbúar sveitarfélaga, sem gengið^
verður um, eru sérstaklega hvattir
til að taka þátt í Póstgöngunni.
(Fréttatilkynning)
-------t-M--------
394 manns á
Grund og Asi
HEIMILISMENN á stofnunum
voru um áramótin á Grund 189
konur og 87 karlar, samtals 276,
og í Ási/Ásbyrgi voru 45 konur
og 73 karlar, samtals 118. Á heim-
ilunum voru samtals 394 manns
um áramótin.
Á Grund komu á árinu 1990 39
konur og 25 karlar, samtals 64.
Sautján konur fóru og 8 karlar, sam-
tals 25. Þijátíu og tvær konur létust
og 17 karlar, samtals 49 manns.
í Ás/Ásbyrgi komu 19-konur og
22 karlar, samtals 41. Tuttugu og
sex konur fóru og 23 karlar, sam-
tals 49. Ein kona lést í Ási/Ásbyrgi
á árinu 1990.
----------------
Alyktun
frá Friðar-
ömmum
Á .FUNDI hjá Friðarömmum 7.
janúar 1991, var gerð eftirfar-
andi ályktum og hún send forsæt-
isráðherra:
„Friðarömmur álíta það skyldu
allra þjóða og ríkja að leggja allt
af mörkum sem frekast er unnt til
friðsamlegrar lausnar í Persaflóa-
deilunnar.
Hvar í heiminum sem er og líí
og framtíð saklauss fólks er í hættu
vegna átaka valdhafa, er verið að
bijóta mannréttindi.
Slíkt athæfi ér algert siðleysi.
Friðarömmur taka af alhug und-
ir áskoranir til íslenskra stjórnvalda
um að þau geri allt sem í þeirra
valdi stendur til að þrýsta á um að
fundin verði friðsamleg lausn á
deilunni við Persaflóa."