Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 28
28
MÖRGUfcÍBLÁÐlÐ FÍMMTUDÁGUR’ 10.' JÁNÚÁR 1991
Enn rafmagnslaust
á nokkrum stöðum í Eyjafirði:
Víða fábrotin elda-
mennska síðustu daga
- segir Skírnir Jónsson í Skarði
„ÉG HELD það sé hvergi beinlínis nauð, en þetta er ansi hvim-
leitt og víða hefur eldamennskan verið fábrotin síðustu daga,“
sagði Skírnir Jónsson bóndi á Skarði í Grýtubakkahreppi. Enn
voru bæir rafmagnslausir á nokkrum stöðum í Eyjafirði í gær,
en viðgerðarflokkar voru að störfum og þess vænst að úr færi
að rætast.
Rafmagnslaust var í ytri hluta
Fnjóskadals og ysti og innsti bæirn-
ir í Grýtubakkahreppi voru án raf-
magns. Þá voru heimtaugar að
bæjum í Eyjafjarðarsveit í einhveij-
um mæli bilaðar og einnig var raf-
magnslaust í Arnarneshreppi. Á
Arnarfelli í gamla Saurbæjarhreppi
var komið fyrir dísilstöð þannig að
bæir þar voru ekki rafmagnslausir.
Skírnir bóndi á Skarði sagði að
þar á bæ væri til heimarafstöð, um
10 kw, þannig að hægt var að sinna
mjöltum án vandræða og einnig var
ljós í bænum. „Það eru svo sem
ekki vandræði hjá okkur, en þetta
er býsna kostnaðarsamt, þetta raf-
magn er dýrt, ætli við förum ekki
með á milli 40 og 50 lítra af olíu
á sólarhring," sagði Skírnir.
Skarð tilheyrir Grýtubakka-
hreppi, en er á svokallaðri Hálsl-
ínu, sem lögð er um Hálshrepp í
Fnjóskadal. Hluti dalsins var enn
rafmagnslaus í gær frá því á
fimmtudagskvöld í síðustu viku, en
unnið var að viðgerðum. Skírnir
sagði að ástandið væri misjafnt,
einhverjir bændur hefðu heimaraf-
stöðvar, en aðrir nytu einungis
birtu og yls frá kertaljósi. „Við
erum að vona að viðgerð Ijúki í
dag, en manni skilst að um tölu-
verða bilun sé að ræða,“ sagði
Skírnir.
Rafveita Akureyrar:
Gjaldskrá hækkuð
og töxtum breytt
TAXTAR Rafveilu Akureyrar
taka breytingum frá og með 15.
janúar næstkomandi, en bæjar-
stjórn samþykkti þær á fundi sín-
um í fyrradag. Um er að ræða
5% hækkun á gjaldskránni til
samræmis við nýja gjaldskrá sem
gildi tók hjá Landsvirkjun 1. jan-
úar og einnig til að mæta kostn-
aðarhækkunum Rafveitunnar á
árinu. Gert er ráð fyrir að tekjur
veitunnar verði svipaðar á þessu
. ári og því síðasta.
Sigurður J. Sigurðsson formaður
bæjarráðs sagði að auk 5% meðal-
talshækkunar á taxta veitunnar
hefðu einnig verið gerðar breyting-
ar á gjaídskránni frá því sem áður
var. Svokallaðir A-taxtar sem ná
til atvinnustarfsemi og heimila og
voru áður tveir eru nú felldir saman
í einn. Þá er iðnaðartöxtum breytt
verulega frá því sem var og þeir
opnaðir,. þannig að fleiri notendur
geta nýtt sér þá. Boðið verður upp
á sumar- og vetrargjaldskrá í þeim
flokki.
„Við gerúm ráð fyrir því að raf-
veitan hafi sambærilegar tekjur á
þessu ári og hún hafði á því síðasta
eftir þesáar breytingar," sagði Sig-
urður.
Hlýri settur í sónar, rannsóknamennirnir fylgjast spenntir með tækinu f.v.: f.v.: Ölafur Halldórsson
framkvæmdastjóri, Sigmar Hjartarson, Arnar Jónsson, Árni Magnússon, Guðmundur Sigbjörnsson
og Óskar Isfeld ráðunautur.
Fiskeldi Eyjafjarðar á Hjalteyri:
Hlýri kyngreindur með ómsjá
UM 200 hlýrar í kerum Fiskeldis Eyjafjarðar á Hjalteyri voru í
gær og fyrradag settir í ómsjá, eða sónar, og var tilgangurinn
fyrst og fremst sá að kyngreina fiskinn og sjá hversu langt kyn-
þroski hans er kominn. Tækið er í eigu Búnaðarfélags Islands
og voru þeir Óskar Isfeld Sigurðsson ráðunautur í fiskeldi og
Sigmar Hjartarson nemi í fiskilífeðlisfræði við háskólann í Berg-
en ásamt starfsmönnum Fiskeldis Eyjafjarðar að kyngreina hlýr-
ann í gær.
Ólafur Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjaljarð-
ar sagði að rannsóknir af þessu
tagi hefðu í einhveiju mæli verið
gerðar í Noregi og hefur Sigmar
Hjartarson einmitt starfað að slík-
um rannsóknum þar í landi. Hann
vinnur nú við rannsóknir á hlýra
þar ytra og mun nýta sér niður-
stöður mælinga á hlýra Fiskeldis
Eyjafjarðar í þeim rannsóknum.
Sigmar hefur kennt starfsmönn-
um félagins að nota tækið og
sagði Ólafur að þeim litist vel á.
Sigmar hefur einnig tekið blóð-
sýni úr hlýranum og mun bera
þau saman við norska hlýrann.
„Við höfum verið að fara í
gegnum allan okkar fisk, kyn-
greina hann og merkja, en þetta
eru samtals rúmlega tvö hundruð
hlýrar sem við eigum,“ sagði Ólaf-
ur, en félagið á auk þess um 500
hlýraseiði. „Eftir þessa rannsókn
getum við flokkað fiskinn eftir
kyni og kynþroska. Við vitum
núna hvað eru hrygnur og hvað
hængar og við vitum líka eftir
þessa rannsókn hversu langt kyn-
þroskinn er kominn. Þetta hefur
verið mjög gaman, sérstaklega
af því við erum að rannsaka nýjan
ómerktan fisk,“ sagði Ólafur.
Hann sagðist hafa áhuga á að fá
Óskar ísfeld aftur norður með
ómsjártækið í sumar til að fylgj-
ast með breytingum á kynþrosk-
anum, en þess er vænst að hlýrinn
hrygni í haust.
Auk þess sem allur hlýri var
settur í ómsjána fengu nokkrar
af smálúðunum einnig sömu með-
ferð.
Bæjarstjórn Akureyrar:
SamningTir um byg'gingri íþrótta-
húss á félagssvæði KA samþykktur
BÆJARSTJÓRN Akureyrar spyrnufélag Akureyrar vegna
samþykkti á fundi sínum í fyrra- byggingar íþróttahúss á félags-
dag rammasamning við Knatt- svæði KA, en húsið mun einnig
Grímsey:
.Lífsnauðsyn að geta selt fisk-
inn þar sem hæst verð er greitt
- segir Óli H. Ólason útgerðarmaður en sjómenn eru
óánægðir með breytta áætlun Eyjafjarðarferjunnar
FULLTRÚI frystihúss KEA í Hrísey fundar ejnhvern næstu daga
með sjómönnum í Grímsey um fiskverð. Óli H. Ólason útgerðarmað-
ur í Grímsey segir að það sé lífsnauðsyn fyrir Grímseyinga að fá
sem hæst fiskverð nú þegar búið sé að skerða kvóta þeirra veru-
lega. Hann sagði sjómenn í Grímsey óánægða með breytta ferðaáætl-
un Eyjafjarðarferjunnar Sæfara, en í kjölfar breytinganna siglir
V feijan nú ekki beint frá eyjunni til Dalvíkur, en bar hafa sjómenn
fengið greitt mun hærra fiskverð en kaupfélagið greiðir.
Óli H. Ólason útgerðarmaður
sagði að fyrir jól hefði hann selt
um 100 tonn af ufsa á Dalvík og
fengið greitt 15 krónum hærra verð
fyrir kílóið en hefði hann selt það
kaupfélaginu þar sem greitt er
landssambandsverð. Fyrir línufisk
sagði hann að kaupfélagið hefði
greitt að meðaltali 44 krónur, en á
sama tíma hefði meðalverðið verið
81 króna. „Það er lífsnauðsyn fyrir
okkur að fá sem hæst verð fyrir
fiskinn, það er búið að skerða kvót-
ann svo mikið að við getum ekki
annað en reynt að koma honum í
sem hæst.verð og sem stendur er
hagstæðast að selja á fiskmarkaðn-
um á Dalvík,“ sagði Óli.
Óli gerir út Bjargeyju EA-79 og
sagði hann að kvótinn hefði verið
hátt í 200 tonn á síðasta ári, en
lækkar niður í um 115 tonn á þessu
ári. „Menn hljóta að sjá að ef við
ætlum að lifa hér áfram verðum við
að reyna að selja hráefnið þeim sem
best borgar, en það er okkur gert
ókleift með þessari nýju ferðaáætl-
un Sæfara. Við höfum sent fiskinn
með feijunni til Dalvíkur, en um
áramót hætti hún að sigla beint frá
okkur og þangað. Við verðum með
einhveijum ráðum að fá því breytt,"
sagði Óli H. Ólason.
nýtast nemendum Lundarskóla.
íþróttahúsið verður 2.200 fer-
metrar að stærð og áætlaður
kostnaður við byggingu þess er
um 140 milljónir króna.
Akureyrarbær greiðir sam-
kvæmt samningi 75% af áætluðum
kostnaði við byggingu íþróttahúss-
ins, eða um 105 milljónir, oggreið-
ast þær á fimm árum. Sigurður J.
Sigurðsson formaður bæjarráðs
sagði á fundi bæjarstjórnar að viss-
ulega drægi þetta verkefni til sín
mikla fjármuni og myndi það
eflaust hafa einhver áhrif á aðra
þætti. „Menn slítaekki 100 milljón-
ir upp úr vasanum án þess það
komi einhvers staðar við,“ sagði
hann.
Kolbrún Þormóðsdóttir, Fram-
sóknarflokki, lét bóka athugasemd-
ir sínar við þetta mál á fundinum,
en hún taldi m.a. skynsamlegra að
Ijúka við íþróttahöllina og sundlaug
við Glerárskóla áður en farið væri
út í aðrar stórframkvæmdir. Hún
benti einnig á að ekkert íþróttahús
væri við Oddeyrarskóla og mikil
fólkstjölgun væri norðan Glerár,
þannig að þar væri skortur á
íþróttaaðstöðu og einnig væru
starfandi fjöldi íþrótta- og æsku-
lýðsfélaga í bænum sem rétt ættu
á stuðningi af hálfu bæjarins.
Iþróttamaður
Þórs valinn
KJÖR íþróttamanns Þórs árið
1990 verður kunngjört í hófi í
Hamri, félagsheimili Þórs, annað
kvöld, föstudagskvöldið 11. jan-
úar kl. 20.
Þá verður einnig í hófinu kunn-
gjört hvaða Þórsarar hafa verið
valdir bestu leikmenn einstakra
deilda innan félagsins, þ.e. í knatt-
spyrnu, handknattleik, körfuknatt-
leik og á skíðum.
íþróttamanni Þórs er veittur veg-
legur farandbikar og eignarbikar
að auki og íþróttamenn einstakra
deilda hljóta eignarbikar. Átta
íþróttamenn hafa hlotið tilnefningu
í kjörinu, sem nú fer fram eftir 15
ára hlé.
Boðið verður upp á kaffi og bakk-
elsi og geta allir Þórsarar sem þess
óska fylgst með kjörinu.
(Fréttatilkynning)