Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 Sterk prédik- un á aðventu Um j óladagatal sj ónvarpsins „ A baðkari til Betlehem44 eftir Ragnheiði Sverrisdóttur Ríkissjónvarpið sýndi á aðvent- unni jóladagatalið Á baðkari til Betlehem eftir Sigurð G. Valgeirs- son og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Það voru stuttir þættir sem voru sýndir tvisvar á dag og ætlaðir börnum sem hluti af undirbúningi jólanna. Þessir þættir voru góðir fyrir margra’ hluta sakir. Öll gerð þeirra virtist vera vönduð alveg frá upphafi og er það til fyrirmyndar þegar um barnaefni er að ræða. Hér var ekki um neitt fljótfærnis sturtubað að ræða, heldur skemmti- lega unnið efni út frá ríku hug- myndaflugi og reynt að koma boð- skap á frámfæri á margvíslegan hátt. Boðskapur þáttanna var ekki matreiddur á einfaldan hátt heldur leyfði hann fleiri en eina túlkun. Þannig gátu bæði börn og fullorðn- ir fengið mikið út úr þvi að horfa á þættina því þeir voru á „háu plani“ um leið og þeir voru einfald- ir. Leikmyndirnar voru vandaðar og sýnast manni að ekkert væri til sparað. Einna sterkustu virtist mér leikmyndin í heimkynnum illfyglis- ins, hjá honum Klemma. Sjónvarpið er sterkur miðill og hefur oft mikil áhrif á heimilislíf landsmanna og það er álit mitt og margra sem ég hef rætt við að þessir þættir hafi haft bætandi áhrif á heimilislífið. Það var ekki verið að æsa upp í börnunum og öðrum áhorfendum lífsgæðakapphlaup eft- ir innantómum verðmætum heldur miklu fremur verið að styrkja hin sönnu gildi sem ættu að vera okkur mun hugleiknari á aðventunni en raun ber vitni. Ein sterkasta minn- ingin er tengd þættinum þegar börnin komu í sjúkratjaldið til Har- ún sem hafði kynnst ógnum stríðsins. Börnin voru alveg forviða þegar Harún sagðist ekki fá neitt dót í jólagjöf og að hann langaði ekki heldur í það. Hann þurfti á öðru að halda sem skipti máli til að halda lífi og limum, nefnilega friði. Þessu tóku áhorfendur eftir þó ungir væru að árum. Andstæðu Harún hafði áður verið lýst og var hún gott dæmi um hvemig mikil Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Vesturgðtu 16 - Sim® 14680-13210 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! „Hér var ekki um neitt fljótfærnis sturtubað að ræða, heldur skemmti- lega unnið efni út frá ríku hugmyndaflugi og reynt að koma boðskap á framfæri á marg- víslegan hátt.“ velmegun getur spillt okkur. Hér var verið að vinna með gildismat og slíka umijöllun vantar okkur bæði fyrir börn og fullorðna. í þætt- inum um Barbie var einnig unnið með gildismat og grín gert að neyt- endum „merkjavarnings". Þar tókst hins vegar ekki betur til en svo að sumum heimilum sögðu litlu döm- urnar „Mig langar í Barbie-hús í jólagjöf". En ekki er séð við öllu. Það var gott að fá íslenskt efni og það var mjög skemmtilegt þegar innlendir brandarar eins og vatna- mælingamaðurinn Oliver Tvist bar á góma. Stundum fannst mér útúr- snúningarnir hins vegar leiðinlegir en því hafa börn verið mér ósam- mála. Að vera konfektmeistari er með því betra að þeirra mati og ég tala nú ekki um lærissneiðarnar. Stína var framan af þáttunum heldur fullkomin á móti Hafliða sem var dálítið seinheppinn. En þau breyttust bæði í rás þáttanna og var það ágætt. Stína var ekki eins fullkomin og hún hélt sjálf og Haf- liði var ekki eins nískur og við héld- um því það var hann sem gaf Har- ún skóna sína. Leikendurnir Sigrún Waage og Kjartan Bjargmundsson voru sannfærandi sem börn og skil- uðu hlutverkum sínum vel. Hin sak- lausu augu Hafliða.sem samt voru að plata komu sterkt 'ut. Þá brá Inga Hildur Haraldsdóttir sér í hin ýmsu gervi og tókst henni vel áð aðlaga sig að hinum ólíkum hlut- verkum, allt frá engli til illfyglis. Klemmi, sem var alltaf að. tæla og plata börnin, verður að lokum alveg máttvana í illsku sinni vegna gæsku krakkanna, Stínu og Haf- liða. Hér er komið ágætt dæmi fyr- ir alla uppalendur til að minna börn á að reyna að mæta illu með góðu og vænta góðs árangurs. Að sjálf- sögðu er þetta um leið áminning til uppaldendanna sjálfra í lífsbar- áttu þeirra. En gervi Klemma var skemmtilegt og hljóð hans enn betri og ekki laust við að þau heyrðust of oft við piparkökubaksturinn, þó ekki væri bakað úr gulli. Englar eru verur sem flestir hafa beðið um að gæta sín í kvöldbænum sínum. Englar eru því lifandi raun- veruleiki fyrir mörgum. Það var því afar skemmtilegt að fá Dagbjörtu inn í þessa þætti. Hún staðfesti hugmyndir um að englar séu til en var um leið raunveruleg. Atburðarrás þáttanna byggðist á því að börnin ætluðu að koma gjöf- unum til Jesúbamsins en þær höfðu þau gefið áður en komið var til Betlehem. Þættirnir voru ævintýrin sem þau lentu í á leiðinni og bað- karið var farkostur þeirra. Gjafirnar og ýmislegt af eigum barnanna hafa þeir sem betur þarfnast þeirra fengið og Jesúbarnið fékk aðeins nokkrar smákökur. Þetta minnir okkur á orð Jesú í Matteusarguð- spjalli 25,40: „Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörðuð ein- um minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Það var ágætt að bókin Á bað- kari til Betlehem skuli einnig hafa komið út og því þar var að finna hæfilegan kvöldlestur við rúm- stokkinn á hveiju kvöldi alla að- ventuna. Þættirnir festust þá enn í tilefni Her- maiiiissögri Ragnheiður Sverrisdóttir frekar í minni og hægt að rifja upp góða skemmtun. Börn eru mjög fegin að fá efni endurtekið eða sömu söguna lesna aftur og aftur. Hér hefur boðskapur Krists verið túlkaður á afargóðan hátt að mínu mati og þess vegna vil ég kalla þessa þætti sterkustu prédikun að- ventunnar og vil.þakka höfundum, öðrum aðstandendum þáttanna og sjónvarpinu fyrir gerð góðra þátta sem vafalaust þola endursýningu en geta einnig verið hvatning til að gera vel næsta ár þegar nýtt jóladagatal verður framleitt. Höfundur er djákni. Hún starfar sem framkvæmdastjóriÆSKR (Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykja víkurprófastsdæmi). eftir Guttorm Sigurbjörnsson Fyrir jólin kom út fyrri hluti sögu Hermanns Jónassonar, forsætisráð- herra, samantekin og skráð af Ind- riða G. Þorsteinssyni, ritstjóra og rithöfundi. Eins og vænta mátti frá hendi Indriða þá er bókin vel skrif- uð og læsilegt heimildarrit, bæði um sögupersónuna og þann samtíma, sem hún fjallar um. -En ætlun mín er nú ekki sú, að fara að ritdæma þessa bók, um það hafa aðrir mér hæfari ijallað. Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna er sú, að í umfjöllun ijölmiðla um bókina hefur komið upp umræða um það hvort Her- mann Jónasson, þrátt fyrir niður- stöðu dómsrannsóknar, hafi skotið margnefnda kollu úti í Örfirisey. Það verður nú að segjast að þetta gamla kollumál ætlar að verða lífseigt ekki síður en Þorgeirsboli. í einni blaðagrein var vitnað til þess, að Arnór Siguijónsson frá Laugum hafi getið þess í minning- argrein um Hermann, að hann hafi sagt sér í prívat samtali að hann hafi skotið kolluna. í þessari tilvitn- un finnst mér nú orðaval Hermanns nokkuð frá því að vera trúverðugt, þó ætla ég ekki að rengja Arnór á Laugum, þann merka skólamann, enda erfitt að eiga orðastað við hann í bili. Hinsvegar langar mig til að segja frá því hvað ég heyrði Hermann Jónasson segja um þetta atvik þegar hann var að spurður. Fyrir Alþingiskosningarnar 1956, þ.e. Hræðslubandalagskosn- ingarnar, þá vann ég fyrir Fram- sóknarflokkinn við skipulagningu funda út um land og mætti á flest- um þeirra. Dr. Kristinn Guðmunds- son var utanríkisráðherra í þeirri ríkisstjórn, sem þá var við völd. Kristinn var ættaður úr Barða- strandarsýslu og höfðu ýmsir frammámenn Framsóknarflokksins í sýslunni áhuga á að fá hann í framboð. Það varð því að ráði að dr. Kristinn mætti á fundi, sem flokkurinn boðaði til í Bjarkarlundi og héldi þar ræðu um utanríkismál en Hermann Jónasson ræddi stjórn- málaviðhorfið almennt. Þegar fundarmenn voru farnir ÉGNÝTIÖLL TÆKIFÆRIN í LÍFINU - ÉG MENNTA MIG - ÉG STUNDA LÍKAMSRÆKT - ÉG FERÐAST 0G SPIIA í HAPPDRÆTTI HÁSKÓIANS í Happdrætti Háskóla íslands er hærra vinningshlutfall en í nokkru öðru happdrætti í heimi: 70% veltunnar eru greidd út í vinninga. Hæstu mögulegir vinningar í hverjum mánuði eru 18 milljónir og í desember er hæsti vinningur 45 milljónir. Allir vinningar eru að sjálfsögðu skattfrjálsir. HAPPDRÆTTI HASKÖLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings > ii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.