Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 47
47 I I I I I I I f f á 4 4 i 4 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDÁGÚR 10. JANÚAR 1991 HANDKNATTLEIKUR „Alltof mikið um mistök“ - sagði Þorbergur landsliðsþjálfari Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, var mjög óánægð- ur með leik sinna manna. „Það var allt of mikið um mistök og við feng- um á okkur klaufamörk fyrir bragð- ið. Þetta voru tæknileg mistök, og þau skiptu máli, þegar upp var stað- ið. Málið snýst um þetta og menn verða að taka sig á. Það er alltaf erfítt í fyrsta leik í móti og kannski báru sumir of mikla virðingu fyrir mótheijunum, en leikmenn verða að skilja að þetta er mikilvægasta mót vetrarins í undirbúningnum fyrir B-keppnina, sem er eftir lið- lega eitt ár og því verða þeir að gera hlutina rétt. Þeir ætluðu, en náðu ekki að framkvæma. Hins vegar eru Júgóslavar með hörkulið, sem kom berlega í ljós á Friðarleikunum, þegar staðan var 25:25 að venjulegum leiktíma lokn- um gegn Sovétmönnum í úrslita- leik. Það er með ólíkindum, hvað þeir eru sterkir, en hvað okkur varð- ar, þá er mótið ekki búið — langt því frá.“ Geir Sveinsson „Það er í sjálfu sér ágætt. að gera 23 mörk, en að fá á sig 26 er of mikið. Varnarleikurin gekk ekki nógu vel upp. Það hefur verið hringl í þessu á miðjunni. Við Patrekur höfum náð vel saman, 'en ég hef ekki leikið með Júlíusi í langan tíma °g samvinnan gekk ekki upp. Við leyfðum þeim að komast upp á miðjunni og að auki erum við ekki vanir að ganga 10 metra út. Spurn- ingin er hvort við hefðum ekki að breyta yfir í 3-2-1 vörn. Slök vörn kom'niður á markvörsl- unni og svo lékum við lélegan sókn- arleik og fengum því á okkur mörk ódýr mörk, sem gerðu útslagið.“ Júlíus Jónasson „Ég byijaði illa og náði mér ekki á strik — komst aldrei inn í leikinn. Ég er búinn að vera lengi frá liðinu og var kraftlaus að auki, en veit ekki hvers vegna. Við lékum ekki eins kerfisbundið í seinni hálfleik á meðan allt gekk upp hjá Júgóslövum. En þeir eru með sterkt lið og við getum gert betur — þetta var ekki raunhæft.“ Guðmundur Hrafnkelsson „Ég fann mig ekki fyrr en undir lokin og vörnin var lengi að taka við sér. Ég á að taka þessi lang- skot, en ég hef enga skýringu á öllum þessum mistökum.“ Sigurður Bjarnason „Ég var slakur og spilaði illa, en ég held áð ökklameiðslin hafí ekki breytt neinu. Ég var allt of ragur, gat verið mun nær vörninni, sér- staklega í fyrri hálfleik. En senni- lega var ég bara hræddur við Júgó- slavana." Kristján Arason „Þegar staðan var 17:13 fengum við tækifæri til að jafna metin og áttum möguleika á því, en þá greip öi-vænting um sig og leikurinn varð óagaður. Svíar leika 6-0 vörn, eins og allir vita, og þeir eiga alltaf í mestu erfiðleikum með Júgóslava. Við erum hins vegar að æfa 6-0 vörnina og á meðan við erum að ná tökum á henni gerum við mis- tök. Það er í lagi svo framarlega sem við náum valdi á henni í tíma, en þá getum við líka farið aftur í 3-2-1, þegar það á við. En Júgóslavar eru mjög sterkir og Puc er leikmaður á heimsmæli- kvarða, sem við ráðum ekki við að svo stöddu.“ Baráttuleysi GEIR Sveinsson lék einn besta landsleik sinn í gærkvöldi og Kristján Arason sýndi gamla takta, en framtak þeirra félaga og samvinna var nánast það eina sem gekk upp hjá íslenska lands- liðinu í handknattleik, þegar það tapaði 26:23 gegn Júgóslövum ífyrsta leik Spánarmótsins, sem hófst i Alcabendas i gær- kvöldi. Markvarslan var nær engin fyrr en undir lokin, þegar allt var um seinan, vörnin var að sama skapi hikandi og ótrúlegustu mistök sáust í sókninni. Júgóslavar léku hins vegar agað, en sterkt lið þeirra gaf eftir síðustu mínúturnar. Geir Sveinsson átti stórleik í gærkvöldi. Var með 100% skotnýtingu, fiskaði eitt víti og stóð sig vel í vörninni. Heimsliðið vann lið Norðurlanda HEIMSLIÐIÐ í handknattleik, með Alfreð Gíslason innanborðs, bar sigurorð af úrvalsliði Norðurlanda, sem Guðmundur Guð- mundsson, lék með, í Osló í gærkvöldi, 30:27. Um var að ræða vígsluleik nýrrar og glæsilegrar íþróttahallar, Oslo Spectrum, í miðborginni. Húsið tekur um 8.000 áhorfendur og voru þeir 7.800 í gærkvöldi. Frá Ertingi Jóhannssyni í Noregi Alfreð spilaði meira og minna allan leikinn og var leikstjórn- andi um tíma í fyrri hálfleik. Þá gerði hann eina mark sitt í leiknum. Síðasta mark hálf- leiksins, 14:13. Hann átti nokkrar góðar línusendingar sem gáfu mörk. Al- freð var greinilega einn aðal maður- inn í stjörnum prýddu heimsliðiði. Fyrstu 12-13 mín. síðari hálfleiks sat Alfreð á bekknum í sókninni, en lék mikið í vörn. Síðasta stundar- fjórðunginn lék hann svo aftur í sókninni en skoraði ekki. Síðustu mínúturnar var hann svo í hægra horninu, og fannst það ekki sérlega spennandi! Júgóslavneska. stór- skyttan Vujovic var markahæstur í heimsliðinu, gerði 7 mörk. Danski hornamaðurinn Lars Lundby var markahæstur hjá Norð- urlandaúrvalinu, gerði 6 mörk. Lið- .ið var að mestu skipað heimsmeist- urum Svía, en auk þeirra voru þrír Norðmenn, Daninn og Guðmundur Guðmundsson í liðinu. Guðmundur lék 6-7 mínútur í hvorum hálfleik og var ánægður með það. „Þetta var mjög gaman, meiriháttar uppiif- un að spila hér. Stemmningin var mikil og skemmtilegt að spila í þess- ari stóru höll,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Hann gerði eitt mark mark í leiknum; skoraði glæsilega eftir hraðaupphlaup. Leikurinn var í járnum mest allan tímann, munurinn aldrei mikill en heimsliðið hafði ávallt frumkvæðið. Norðmaðurinn Rune Erland og sænski línumaðurinn Per Carlen voru bestir í Norðurlandaúrvalinu. „Það var mikill heiður að spila þessa tvo leiki mfeð heimsliðinu og mjög gaman að spila með þessum strákum," sagði Alfreð Gíslason. „Það er góður andi4 hópnum, en menn tóku hlutina alvarlega og reyndu að leika vel jafnframt því að hafa gaman af þessu.“ Á eftir karlaleiknum mættust síðan heimslið kvenna og Norður- landaúrvalið. Heimsliðið vann 22:19. Þess má geta að fímm leik- menn norska liðsins Byásen voru með Norðurlandaúrvalinu, en ís- landsmeistarar Fram mæta einmitt þessu firnasterka norska liði í Evr- ópukeppninni ytra um helgina. KORFUKNATTLEIKUR Stórleikur í kvöld Alfreð Gíslason. ÚRSLIT ísland - Júgóslavía 23:26 Iþróttamiðstöðin f Alcobendas á Spáni, Spánarmótið í handknattleik, miðvikudag- inn 9. janúar 1990. Gangur leiksins: 0:2, 1:2, 4:5, 4:7, 6:9, 9:10, 11:11, 12:12, 13:12, 13:13, 13:17, 16:19, 16:22, 18:24, 20:25, 23:25, 23:26. ísland: Geir Sveinsson 7, Júlíus Jónasson 4/2, Kristján Arason 3, Konráð Olavson 3/2, Jakob Sigurðsson 2, Birgir Sigurðsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Valdimar Grímsson 1, Sigurður Bjarnason 1, Gunnar Gunnars- son, Patrekur Jóhannesson, Stefán Kristj- ánsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 11 (þar af 4, er boltinn fór aftur til mót- heija), Bergsveinn Bergsveinsson 2. Utan vallar: 2 minútur. Mörk Júgóslavíu: Puc 5, Adzoc 5, Prokic 3, Kliaic 3, Jovanovic 3, Butulija 8/1, Knezevic 2, Tomlianov 1, Banero 1. Varin skot: Durdic 5/1 (þar af eitt, er boltinn fór aftur til mótherja), Stojanovic 4 (þar af eitt, er boltinn fór aftur til mótheija). Útan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: Urn 1.000. Dómarar: Gallego og Lamas frárSpáni. ■ í gærkvöldi sigraði A-lið Spánar B-lið Spánar, 31:21. Svisslendingar léku ekki. í dag mæta íslendingar B-liði Spánar, og einnig leika A-lið Spánar og Sviss. Knattspyrna ENSKI DEILDARBIKARINN 3. umferð: Leeds—Barnsley...................4:0 Smith (sjálfsm.) 1, Chapman 6., McAllister 84., Strachan (vsp) 86. Wigan—Coventry...................0:1 — Gynn 11. Wimbledon—Aston Villa............1:0 Cork 119. (Eftir framlengingu). ÍTALSKA BIKARKEPPNIN Þriðja umferð, fyrri leikur: Inter Milanó—Tórínó..............2:1 Lother Mattháus 83., Giuseppe Bergomi 89. — Rafael Maitin Vazquez 3. Grindvíkingar taka á móti grönnum sínum úr Keflavík í kvöld kl. 20 í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik. Leikurinn hefur gífurlega þýðingu fyrir bæði liðin, sem beij- ast um sæti í úrslitakeppninni. Hann átti að fara fram á þriðjudag- inn en var frestað að ósk Grindvík- inga, sem báru fyrir sig meiðsli Dan Krebbs, en við litla hrifningu Keflvíkinga. Grindvíkingar eru með 20 stig eftir 14 leiki og Keflvíkingar 18 stig eftir 13 leiki. Bæði hafa því Slakur leikur fyrstu 18 mínút- urnar í seinni hálfleik gerði vonir íslendinga að engu. Þeir skor- uðu ekki fyrstu níu mínúturnar á meðan Júgóslavar Steinþór gerðu fjögur mörk Guðbjartsson og á næstu níu sknjarfrá mínútum gerðu Júgóslavar fímm mörk gegn þremur og sigurinn í höfn. Klaufaskapur Islendingar byijuðu illa og mikil orka fór í að jafna leikinn fyrir hlé. Þegar í óefni var komið fóru menn að reyna að jafna metin upp á eig- in spýtur, en það gekk ekki upp. Strákarnir misstu boltann klaufa- lega hvað eftir annað og áttu send- ingar beint á mótheija, sem þökk- uðu fyrir sig og og nýttu vel hrað- aupphlaupin. Islendingar hafa yfírleitt leikið 3-2-1 vörn gegn Júgóslövum, sem hefur reynst vel. 6-0 vövn hentar hins vegar mjög vel fyrir geysilega sterkar og öflugar skyttur Júgó- tapað fjórum leikjum og sigur í þessum leik er því dýrmætur. Þetta er þriðji innbyrðisleikur liðanna í vetur. Keflvíkingar sigruðu í þeim fyrsta í Grindvík, 73:91, en Grindvíkingar svöruðu með sigri í Keflavík 86:82. Verði liðin jöfn að stigum eru það úrslit í innbyrðis- leikjum sem gilda. Tveir leikir til viðbótar eru í kvöld. Haukar og Snæfell leika í Hafnarfirði kl. 20 og á sama tíma KR og ÍR í Laugardalshöllinni. slava, sem gerðu fjölda marka af níu til tíu metra færi. ^ Þrátt fyrir að 6-0 vömin hafí gengið ágætlega að undanförnu var hún götótt nema síðustu mínúturn- ar og munaði þar mest um Patrek Jóhannesson. Þá fór Guðmundur líka að verja, en það var of seint. Geirfrábær Geir Sveinsson átti stórleik. Hann var með 100% skotnýtingu, fískaði eitt víti og stóð sig vel í vöminni. Kristján Arason var einnig mjög góður í vörn og sókn, átti fjórar línusendingar, sem gáfu mörk og fískaði tvö víti. Aðrir voru almennt langt frá sínu «*., besta. Júlíus Jónason var ekki svip- ur hjá sjón og sama má segja um Sigurð Bjarnason. Júlíus missti boltann fimm sinnum til mótheija og Sigurður þrisvar, en þeir áttu samt sínar tvær línusendingamar hvor, sem gáfu mörk og Júlíus fiskaði eitt víti, en lét verja annað frá sér. 1.D. KVENNA Valur-Víkingur 22:22 » Valsheimili, miðvikudaginn 10. janúar 1991, Islandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna. Mörk Vals: Una Steinsdóttir 9/3, Arna Garðarsdóttir 4, Katrin Friðriksen 4, Guð- rún Kristjánsdóttir 3, Berglind Ómarsdóttir 1, Sigurbjörg Krístjánsdóttir 1. Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 6/3, Svava Sigurðardóttir 5, Inga Lára Þóris- dóttir 4, HeiðaErlingsdóttir 3, Andrea Atla- dóttir 2, Matthildur Hannesdóttir 2. Víkingar misstu flugið Víkingur mátti þakka fyrir annað stigið gegn Val eftir að hafa verið með unninn leik í höndunum þegar fímmtán mínútur voru eftir. mn Víkingsstúlkur byij- Flanna Katrín uðu leikinn vel og Fnðriksen náðu fljótlega nokk- skrifar urra marka forskoti. Staðan í leikhléi var 11:14 fyrir Víking. Framan af síðari hálfleiks héldu Víkingsstúlkur áfram að bæta við forskotið og þegar korter var eftir var staðan orðin 11:17 og allt leit út fyrir öruggan sigur Víkinga. Þá loks tók Valsliðið við sér og náði að jafna, 20:20, með mikilli baráttu. Valur komst síðan tvisvar einu marki yfir, en Víkingar jöfnuðu þegar stutt var til leiksloka og jafn- tefli því staðreynd. Una Steinsdóttir átti mjög góðan leik fyrir Val og lið- ið á raunar allt hrós skilið fyrir bar- áttuna undir lok leiksins. Víkingsliðið lék vel meiripart leiksins, en leikmenn réðu illa við pressu Vals. Grótta-Selfoss 25:144t íþróttahúsið á Seltjarnamesi, miðvikudag- inn 10. janúar 1991, íslandsmótið í hand- knattleik - 1. deild kvenna. Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 9/8, Sara Haraldsdóttir 5, Helga Sigmundsdótt- ir 3, Elísabet Þorgeirsdóttir 2, Björk Brynj- ólfsdóttir 2, Gunnhildur Ólafsdóttir 2, Sigríður Snorradóttire 1, Brynhildur Þor- geirsdóttir 1. Mörk Selfoss: Hulda Bjarnadóttir 5, Guð- rún Hergeirsdóttir 4, Inga Friða Tryggva- dóttir 2, Vigdís Ármannsdóttir 1, Guðfmna Tryggvadóttir 1, Auður Hermannsdóttir 1. Gott hjá Gróttu Staða Selfoss á botni 1. deildar er nú orðin slæm eftir stórt tap gegn Gróttu í gær. Grótta er hinsveg- ar á góðri leið með að forða sér af aðalhættusvæðinu á botninum. Jafn- ræði var með liðunum framan af í gær, en undir lok fyrri hálfleiks skildu leiðir. Staðan í leikhléi var 12:7 fyrir Gróttu. Grótta hélt áfram að auka biiið og vann stóran sigur. Laufey, Helga og Sara voru bestar í Gróttu, en Hulda Bjarnadóttir stóð upp úr í ” Selfossliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.