Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991 Persaflóadeilan: Jórdanir loka helstu flótta- leiðinni frá Irak og Kúveit Amman, Kaíró, Nikosíu. Reuter. NVÖLD í Jórdaníu ákváðu í gær að banna útlendingum að fara yfir landamæri landsins frá Irak og Kúveit og lokuðu þannig helstu flóttaleiðinni fyrir meira en tvær millj'ónir manna aðeins sex dögum áður en strið kynni að brjótast út við Persaflóa. Fólk í Mið-Austurl- öndum bjó sig undir það versta og tugþúsundir manna reyndu að flýja hættusvæðið. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að þjóðir heims þyrftu að koma hersveitum Saddams Husseins Iraks- forseta úr Kúveit áður en Irakar gætu framleitt kjarnorkuvopn. Háttsettir embættismenn í Jórd- aníu sögðu að fleiri flóttamönnum yrði ekki hleypt inn í landið fyrr en ríkisstjórnir þeirra eða alþjóða- stofnanir veittu sérstaka aðstoð við að koma þeim heim. Jórdanir hafa þurft að ala önn fyrir milljón manna, þar af 850.000 frá þriðja heiminum, sem flúið hafa Kúveit og Irak. Þeir segja þetta hafa kost- að þá 55 milljónir dala (rúmlega þtjá milljarða ÍSK) en efnahagur þeirra hefur einnig versnað mjög vegna viðskiptabannsins á íraka, sem þeir áttu mikil viðskipti við fyrir innrásina í Kúveit. Jórdanir .segja að þrátt fyrir loforð um að skaðinn yrði bættur hafi þeir aðeins fengið um tólf milljónir dala. Þeir telja að allt að tvær milljónir manna til viðbótar reyni að flýja frá írak og Kúveit ef stríð brýst út. Búist hafði verið við að 50.000 Egyptar flýðu írak og Kúveit til Jórdaníu á næstu dögum. Baráttan um flugsæti harðnaði enn á hættu- svæðunum í gær eftir að fj'órtán flugfélög höfðu aflýst flugi til þeirra. Stjómvöld á Kýpur búa sig undir mikinn flóttamannastraum til eyjunnar. íbúar Bagdad hömstruðu matvæli og reyndu að kaupa notað- ar bifreiðar til að geta farið á örugg- ari staði í norðurhluta íraks. John Major, forsætisráðherra Bretlands, kom í gær til Kaíró, sem er síðasti áfangastaðurinn á ferð hans um Mið-Austurlönd. Hann kvaðst ánægður með árangur við- ræðna sinna við leiðtoga arabaríkj- anna, sem hann sagði staðráðna í að hvika hvergi frá þeirri kröfu að írakar kölluðu hersveitir sínar í írak heim, ella yrðu þeir beittir hervaldi. Alþjóðaorkumálastofnunin (IFA) í París skýrði frá því í gær að aðild- arríki Efnahags- og framfarastofn- unarinnar (OPEC) hefðu safnað meira en þriggja mánaða birgðum af olíu vegna stríðshættunnar við Persaflóa. Birgðirnar væru meiri en nokkru sinni frá árinu 1982. Olíuframleiðslan í heiminum væri jafn mikil nú og fyrir átta mánuð- um. Fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og íraks: Þeir skilja ekki að stríðið hófst 2. ágúst - sögðu Kúveitar í Genf er þeir fylgdust með mótmælum friðarsinna Genf. Frá Önnu Bjarnndóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. HVÍTIR friðarfánar blöktu á einstaka stað í nágrenni við Intercontinental-hótelið í Genf í gær þar sem utanríkisráð- herrar Iraks og Bandaríkjanna funduðu um Persaflóadeiluna. Mótmælaaðgerðir voru bannað- ar í nágrenni við hótelið og lögregla fjarlægði nokkra frið- arsinna með valdi skömmu áður en fundur ráðherranna hófst. En lögreglan lét friðsamleg mótmæli viðgangast skammt frá fundarstaðnum. Hópur ungs fólks hélt á kertum og biysum og hvatti til friðsam- legrar lausnar á deiiunni. Fámennur hópur Kúveita stóð skammt frá friðarsinnunum og dreifðu þeir yfirlýsingu um óaf- sakanlega innrás íraka í Kúveit. Tvær stúlkur sem voru í fríi í Sviss þegar heimaland þeirra var hertekið og hafa ekki getað snúið aftur sögðu að ' kúveiskt spak- mæli, „sá sem hefur hönd í köldu vatni skilur ekki þann sem hefur hönd í eldi“, ætti vel við friðar- sinnana. „Þeir gera sér ekki grein fyrir að stríðið hófst 2. ágúst,“ sagði önnur þeirra en þann dag hélt innrásarlið Saddams íraks- forseta inn í Kúveit. Þær sögðu báðar hryllingssög- ur af afdrifum Kúveita eftir innr- ásina. Önnur hafði misst ömmu sína en hún lést þegar hún reyndi fársjúk að flýja land og hin átti tvo ættingja sem létust vegna Reuter Kúveitar halda á lofti spjaldi í Genf í gær og krefjast þess að heimaland þeirra verði frelsað undan yfirráðum íraka. ófullnægjandi læknisþjónustu. Þær sögðu sögur af drengjum sem íraskir hermenn gáfu hundamat af því þeir „væru ekkert annað en dýr“. Annar þeirra var að lok- um skotinn fjórum skotum fyrir framan aldraða ömmu sína vegna þess að hún neitaði að greiða hermönnunum lausnargjald fyrir hann. Reuter Hermenn sovéska innanríkisráðuneytisins kanna bifreið skammt frá Tskhínvalí, höfuðstað héraðsins Suður-Ossetíu, í gær. Míkliaíl Gor- batsjov Sovétforseti hefur fært héraðið undir beina stjórn sína og skipað yfirvöldum í Georgíu að kalla lögregluSveitir sínar úr hérað- inu. Þing Kákasuslýðveldisins Georgíu: Varar Sovétfor- setann við stríði Moskvu. Reuter. ÞING Kákasuslýðveldisins Georgíu hafnaði í gær tilskipun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta um að lögreglusveitir lýðveldisins yrðu kallaðar frá umdeildu héraði þess, Suður-Ossetíu. Þingið varaði við því að stríð brytist út ef reynt yrði að framfylgja tilskipun Sovétfor- setans. Blaðamenn í lýðveldinu sögðu að yfirlýsing þingsins hefði verið sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. „Ef tilraun verður gerð til að hrekja lögregluna úr héraðinu mun þingið líta svo á að lýst hafi.verið yfir stríði á hendur lýðveldinu,“ sagði í yfirlýsingunni. Þingið sagði að tilskipun Gorb- atsjovs væri „gróf íhlutun í inn- anríkismálefni sjálfstæðs lýðveld- is“. Georgíumenn hafa neitað að undirrita samning þann sem Gorb- atsjov hefur lagt fram um samband Sovétstjórnarinnar og lýðvelda Sov- étríkjanna. Þingið hafði afnumið lög sem kváðu á um að Suður-Ossetía væri sjálfstjórnarhérað innan lýðveldis- ins. Yfirvöld í héraðinu lýstu þá yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis en Míkhaíl Gorbatsjov færði það undir beina stjóm sína. Fréttastofan TASS sagði að sov- éskir fallhlífahermenn hefðu verið sendir til höfuðstaðar Suður- Ossetíu, Tskhínvalí. Fjórir hafa beð- ið bana í átökum Georgíumanna og Suður-Ossetíumanna í héraðinu á undanförnum dögum. Sovétstjórnin sendir hermenn til að framfylgja herkvaðningum: Jeltsín segir valdbeit- ingn leiða til átaka Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, fordæmdi í gær þá ákvörðun sové- skra sljórnvalda að senda sveitir fallhlífahermanna til nokkurra lýð- velda Sovétríkjanna til að framfylgja því að íbúarnir virtu her- kvaðningar. Hann varaði við því að slíkar aðgerðir leiddu til harðra átaka. Sendiherrar Atlantshafsbandalagsins komu saman í Brussel í gær og sögðust hafa „mjög miklar áhyggjur" af aðgerðum Sovét- stjórnarinnar. „Þetta er bein árás og henni verð- ur svarað með beinni árás. Nú er nauðsynlegt að efna til viðræðna við hvert lýðveldi fyrir sig, kanna vandamálið til hlítar og leysa það,“ sagði Borís Jeltsín við blaðamenn í Moskvu. Edgar Savisaar, forsætisráð- herra Eistlands, sagði að aðgerðir Sovétstjórnarinnar miðuðu í raun að því að bijóta á bak aftur sjálf- stæðishreyfingar Eystrasaltsríkj- anna. Hann varaði við því að afleið- ingarnar yrðu alvarlegar. 54 af 93 þingmönnum, er taka þátt í ráð- stefnu um samvinnu við Eystrasalt sem fram fer í Helsinki, undirrituðu bréf til Míkhaíls Gorbatsjovs Sovét- forseta þar sem hvatt er til þess að hervaldi verði ekki beitt í Lithá- en, Eistlandi og Lettlandi. Sendiherrar NATO-ríkjanna sextán komu saman í Brussel og ræddu hvaða áhrif hugsanleg váld- beiting gegn sjálfstæðishreyfingun- um í lýðveldum Sovétríkjanna gætu haft á samskipti austurs og vest- urs. „Margir fundarmenn sögðust hafa mjög miklar áhyggjur af þró- uninni,“ sagði heimildarmaður í Brussel. Utanríkisráðherrar NATO vör- uðu sovésk stjórnvöld við því í des- ember að aðstoð vestrænna ríkja við Sovétmenn væri háð áframhald- andi umbótum og því að endi yrði bundinn á þjóðaólguna í landinu með friðsamlegum hætti. UTSALA - UTSALA - UTSALA Útsalan er byrjuö Stendur aðeins í 10 daga Opið daglega frá kl. 9-18, laugardag 10-16 Qhwtv. verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.