Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991
Afmæliskveðja:
Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson hæstaréttarlög-
maður og málflytjandi í meira en
hálfa öld er áttræður í dag. a þeim
aldri eru flestir jafnaldrar hans fyr-
ir iöngu sestir í helgan stein. En
ekki Baldvin Jónsson. Hann ann sér
ekki hvfldar og er enn á kafi í lög-
fræðistörfum og málflutningi frá
morgni til kvölds. Hann var reyndar
nýlega að stækka vð sig húsnæðið
á lögmannsstofunni og fjölga
starfsmönnum. Segist reyndar aldr-
ei hafa fengist við jafn stór mál.
Ætli þetta lýsi ekki manninum bet-
ur en mörg orð?
Fyrstu kynni mín af Baldvini
Jónssyni tókust á árunum 1981-82,
þegar ég ritstýrði Alþýðublaðinu.
Árið 1982 voru hundrað ár liðin frá
fæðingu ástsælasta leiðtoga Al-
þýðuflokksins, Jóns Baldvinssonar,
forseta Alþýðusambandsins og föð-
ur Baldvins. Við vildum báðir halda
á loft merki hins fallna foringja og
minnasþ hans með virðulegum
hættf. Ég var farinn að viða að
mér föngum í bók um Jón Baldvins-
son. Pólitíkin gaf hins vegar engin
grið til þess að lúka því verki í
næði. Niðurstaðan varð bókarkafli
í ritinu: Þeir settu svip á öldina, sem
Iðunn gaf út 1982. Kannski ein-
hvern tíma gefíst næði til að gera
viðfangsefninu ítarlegri skil.
Samstarf mitt við Baldvin Jóns-
son vegna þessa verkefnis var náið.
Dr. Karl Kortsson.
Fékk gull-
doktorsbréf
DR. Karl Kortsson, fyrrver-
andi héraðsdýralæknir í
Rangárvallaumdæmi, fékk
nýlega afhent gull-doktors-
bréf (Goldene promotion) í
tilefni af 50 ára doktorsaf-
mælis hans.
Rektor Dýralæknaháskólans
í Hannover í Þýskalandi af-
henti dr. Karli gull-doktorsbréf-
ið, en hann tók doktorspróf í
dýralækningum þegar hann var
24 ára gamall.
Tveimur árum síðar var ég tekinn
við formennsku í flokki Jóns Bald-
vinssonar. Sem slíkur hef ég oft
leitað ráða hjá Baldvini Jónssyni
og úrlausnar ýmissa verkefna, svo
sem gert hafa forverar mínir flestir
ef ekki allir þar á undan.
Meginþræðirnir í lífsvef Baldvins
eru margir. Engan þarf að undra
þótt sannfæring hans fyrir gildi
jafnaðarstefnunnar standi djúpum
rótum. Eitthvað hefur sú lífsreynsla
skilið eftir með syni Jóns Baldvins-
sonar að taka út þroska sinn á
heimili hans, þégar sviptivindar
sundurþykkjunnar hafa nauðað þar
hvað naprast við dyr alþýðuhreyf-
ingarinnar.
Baldvin er lögfræðingur af lífi
og sál og hefur stundað lögfræði-
störf og málflutning í meira en
hálfa öld. Hann lauk lögfræðiprófi
frá Háskóla íslands 1937; hlaut
réttindi héraðsdómslögmanns árið
1940 og hæstaréttarlögmanns árið
1954. Skyldi hann ekki vera elsti
starfandi lögfræðingurinn á Islandi
í dag?
Þótt Baldvin hafi ekki kosið að
skipa sér í fremstu sveit pólitískra
baráttumanna jafnaðarmanna hef-
ur hann unnið flokknum og hreyf-
ingunni allt sem hann mátti, hve-
nær sem eftir hefur verið leitað.
Af þeim sökum hafa hlaðist á hann
trúnaðarstörf svo að tómstundir
hafa löngum verið stijálar og stop-
ular. Engu að síður hefur honum
tekist að nýta þær stijálu stundir
til að sinna áhugamálum, en þá
einnig með þeim hætti að hann
hefur gefið meira en hann hefur
þegið. Frá blautu barnsbeini hefur
hann verið mikill áhugamaður um
flug. Hann lauk ungur prófi sem
einkaflugmaður, átti og rak um
skeið flugvélar með öðrum flug-
^ áhugamönnum. Það ieiddi svo til
"þess að í áratug (1957-67) var hann
forseti Flugmálafélags íslands og
sinnti því af elju og atorku. Þegar
því áhugamáli sleppti fékk land-
græðslulöngun hans útrás, þegar
hann komst yfir væna spildu jii'
Laxnesslandi í Mosfellsdal, byggði
sér þar sumarbústað og hóf skóg-
rækt af ákafa frumbýlingsins.
Það er ekki við hæfi -að skrifa
neina langloku um mann sem enn
er í fullu fjöri. Það bíður seinni tíma.
En sem dæmi um þau trúnaðar-
störf, sem hlaðist hafa á Baldvin í
tímans rás sakar ekki að stikla á
því stærsta. Hann var fulltrúi í fjár-
hagsráði á árunum 1949-53; starf-
aði í ríkisskattanefnd í 22 ár, á
árunum 1950-72; hann var formað-
ur Sjúkrasamlags Reykjavíkur um
nokkurt skeið frá árinu 1958. Hann
sat í stjórn Sogsvirkjunar 1958-65
og síðan í stjórn Landsvirkjunar í
22 ár, á árunum 1965-87. Hann
var í flugráði í áratug á árunum
1948-58. Meðal þeirra fjölmörgu
nefndarstarfa sem hann hefur unn-
ið má nefna sameiningu flugfélag-
anna snemma á áttunda áratugn-
um. Þetta er allnokkuð, fyrir utan
dagleg störf við lögfræðiráðgjöf og
málflutning. Þótt hvergi nærri sé
allt upptalið sýnir þetta að hann
hefur notið trausts samstarfsmanna
til vandasamra verka.
Þá eru ótalin öll þau störf sem
Baldvin Jónsson hefur unnið í þágu
Alþýðuflokksins og verður seint til
hága haldið öllum. Hann hefur set-
ið í flokksstjórn og framkvæmda-
stjórn Alþýðuflokksins allt frá árinu
1948 og verið formaður fram-
kvæmdastjórnar um skeið. Hann
hefur verið í stjórn Alþýðuflokksfé-
lagsins í Reykjavík og í fulltrúaráði
Alþýðuflokksfélaganna á þriðja
áratug. Lengi vel gegndi hann því
lítt eftirsötta en vandasama starfi
að vera gjaldkeri Alþýðuflokksins
og hafa reiður á fjármálum hans.
Og ekki kann ég tölu á þeim kosn-
ingum, þar sem Baldvin hefur verið
hvort tveggja í kjörnefndum og
kosningastjórnum; varla að hann
hafi tölu á því sjálfur. En frá árinu
1978 og til dagsins í dag hefur
hann átt sæti í landskjörstjórn.
Næstu kosningar munu því ekki
fara fram hjá honum. Þeir eru trú-
lega ekki margir félagar í Alþýðu-
flokknum, sem setið hafa öll þing
flokksins frá árinu 1948 og til þessa
dags. Allt segir þetta langa sögu.
Árið 1941 gekk Baldvin að eiga
fyrri konu sína, Guðrúnu, dóttur
hins fræga Gísla Jónssonar, sem
kenndur var við Bíldudal og lét
mikið að sér kveða í athafnalífi og
pólitík á árum áður. Þeim hjónum
varð þriggja barna auðið, þeirra
Jóns, Hlínar og Gísla og á Baldvin
frá þeim komin 10 barnabörn og 6
barnabarnabörn að gæla við í ell-
inni. Seinni kona Baldvins er Emilía
Samúelsdóttir, sú hláturmilda
kratarós. Emilía á einn son og sam-
eiginlega ólu þau Baldvin upp fóst-
urson og eru frá þeim komin 11
börn og barnabarnabörn. Það er því
nægur liðsafli að hjálpa til við skóg-
ræktina í Mosfellssveit, þegar lög-
maðurinn bregður sér í moldargall-
ann.
Á þessum tímamótum í lífi Bald-
vins Jónssonar flyt ég honum
heillaóskir og þakkir fyrir hönd
Alþýðuflokksins og okkar jafnaðar-
manna fyrir fórnfúst starf í þágu
góðs málstaðar í meira en hálfa
öld. En þetta eru engin kveðjuorð.
Við sjáumst í stríðinu, hvert á sínum
stað.
Gunnar Arnarson að störfum.
■ GUNNARI Arnarsyni hefur
verið veitt leyfisbréf nr. 2, útgefið
af heilbrigðis- og tryggingamála- (
ráðuneytinu, til að starfa sem
hnykkir/kírópraktor hér á landi.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund árið
1984 og stundaði síðan nám við
Háskóla íslands í einn vetur. Nám
í kírópraktík stundaði hann við
Anglo European College of
Chiropractic, Bournemouth, Eng-
landi frá 1985 til 1989. Að loknu
námi í Bournemouth stundaði
Gunnar 12 mánaða verknám á
kírópraktorstofu Tryggva Jónas-
sonar en starfar nú ásamt Katrínu
Sveinsdóttur í Borgartúni 18,
Reykjavík. Starfssvið kírópraktora
felst aðallega í greiningu og með-
ferð á kvillum í stoðkerfi líkamans .
svo sem háls-, herðar-, höfuð- og
mjóbaksverkja. (Frcttatilkynning)
■ LEIKFÉLAG Kópavogs hefur
ákveðið að hefja sýningar að nýju
á söngleiknum Skítt með það eftir
Valgeir Skagfjörð. í verkinu er
rakin saga sex ungmenna frá ferm-
ingu til tvítugs. Verkið er kryddað
líflegri tónlist en Valgeir samdi
sjálfur bæði lög og texta og sá um
útsetningar ásamt Pálma J. Sigur-
hjartarsyni, Hljómsveitin Is- <
landsvinir sér um tónlistarflufning
á sýningum. Sýningar eru í Félags-
heimili Kópavogs á fimmtudögum
og sunnudögum og hefjast þær kl.
20.00. Miðasala er opin frá kl. 18.00
sýningardaga. (Fréttatilkynning)
Vigtarmenn
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verða haldin á eftir-
farandi stöðum ef næg þátttaka fæst.
Námskeið nr. 13 dagana 14/1 og15/1 ÍVestmannaeyjum.
Námskeið nr. 14 dagana 30/1 og 31/1 á Akureyri.
Námskeið nr. 15 dagana 11/2 og 12/2 í Reykjavík.
Námskeið nr. 16 dagana 25/2 og 26/2 á Austfjörðum.
Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda í síma
91-681122.
Geymið auglýsinguna.
Löggildingarstofan.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins
Á
/■
A
Mánudaginn 14. janúar
hefst nýtt 6 vikna námskeið
í hressandi og uppbyggjandi
æfingum fyrir konur.
Innritun og upplýsingar
í síma 620091
kl. 10.00-14.00 daglega.
L
Guðbjörg Björgvins,
Íþróttamióstöóinni, Seltjarnarnesi
I
I
r
i
i
i
J
SISLEY
LOKAÐ í DAG
v/verðbreytinga
BENETTON - ÚTSALAN
HEFST í FYRRAMÁLIÐ KL. 10
BENETTON SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4 BENETTON KRINGLUNNI