Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 48
Álviðræður í London: Verulegur -árangur í mínni málum -segir Birgir ísleif- ur Gunnarsson FUNDIR viðræðunefndar Lands- virkjunar og Atlantsál-hópsins stóðu yfir í Lundúnum allan dag- inn í gær og verður fundað áfram í dag. Verulegur árangur náðist í ýmsum smærri málum sem ekki hafði áður náðst samkomulag um. Birgir ísleifur Gunnarsson, sem sæti á í viðræðunefndinni, sagði að þegar þessir aðilar funduðu síðast í jjlBandaríkjunum hefði verið gerður listi yfir allmörg atriði sem átti eftir að ræða frekar og unnið hefði verið í þeim málum á þessum fundi. Eink- um eru það tvö stór mál sem íjallað er um á fundunum núna, annars vegar tryggingamál og hins vegar endurskoðunarákvæði. Einnig voru ýmis smærri mál sem ekki hafði náðst samkomulag um tekin upp á milli funda og sagði Birgir að þeim málum myndi fækka verulega eftir þessa fundi. Nýtt óháð verðbréfa- fyrirtæki Morgunblaðið/Öigurgeir Jónasson Síld í byriun vetrarvertíðar Vestmannaeyjum. 47 ** SÍLD er uppistaða aflans sem borist hefur á land í Eyjum frá áramótum og er það óvenjulegt í upphafi vetrarvertíðar. Um 600 tonnum af síld hefur verið landað í Vestmannaeyjum það sem af er árinu, en fimm Eyjabátar stunda síldveiðarnar. Fjórir þeirra leggja upp í Eyjum en einn landar á Austfjarðahöfnum. í fæðingu NÝJU verðbréfafyrirtæki verður hleypt af stokkunum í næstu viku. Aðalhvatamaður að stofnun fyrir- tækisins er Edda Helgason sem starfað hefur lengi erlendis á ->þessu sviði, m.a. hjá Citibank í London og fjármálafyrirtækinu Sleipner. Fyrirtækið verður til húsa að Engjateigi 9 og er það þessa dagana í samningum við banka um bankafyrirgreiðslu. Gert er ráð fyrir að hlutafé í nýja fyrirtækinu verði alls um 100 milljónir, en þegar hafa um 18 fyrirtæki og einstaklingar skrifað sig fyrir alls um 70 milljónum króna. Verðbréfafyrirtækið á að vera al- gjörlega sjálfstætt og veita hlutlausa ráðgjöf, og starfa eingöngu á fyrir- tækja- og stofnanamarkaði, að því er Edda Helgason segir í viðtaíi í blaðinu í dag, þar sem hún lýsir einn- viðskilnaði sínum við Sleipner í London, deilum og málarekstri vegna þess fyrirtækis. Sjá viðskiptablað B3 Steingrímur Hermannsson um framboð í Reykjavík: Hreyfi mig ekki nema um það náist sátt í mínu kjördæmi Teljum þetta fráleita hugmynd, segir formaður kjör- dæmissambands framsóknarmanna á Reykjanesi STJÓRN fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur skorað á Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að taka fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar. Finnur Ing- ólfsson skrifaði stjórn fulltrúaráðsins bréf þar sem hann óskaði eftir þessu. Finnur ætlar þá að færa sig niður í annað sætið. Hann segir þetta gert í þeim tilgangi að ná sáttum meðal framsóknarmanna í höfuðborginni. Steingrímur Hermannsson segist á þessari stundu ekki liafa í hyggju að færa sig úr Reykjaneskjördæmi, en muni þó íhuga þessa áskorun. „Fyrir mér er ekkert mikilvægara en að tryggja einhug og samstöðu meðal framsóknarmanna í Reykja- vík og að þeim flokkadráttum linni, sem hafa verið hér, ekki aðeins nú heldur í gegnum árin. Og það er aðeins einn maður sem getur tryggt slíka einingu og það er Steingrímur Kyrrahafsþorskur flutt- ur óunninn til landsins EITT tonn af Kyrrahafsþorski kom til landsins á mánudag frá Bretlandi. Það er Bjartmar Pétursson hjá Skerseyri í Hafnarfirði sem keypti fiskinn og er þetta trúlega í fyrsta sinn sem óunninn þorskur úr Kyrrahafinu er fluttur til landsins til vinnslu. hann og við byijum í fyrramálið,“ sagði Bjartmar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði að það kæmi.sér vel að'geta gripið í svona afla til að fylla upp í dauða daga sem koma stundum hér. „Hvað á íslensk fisk- vinnsla, sem ekki er með útgerð, að gera? Þegar engan fisk er að „Þessi fiskur flæðir nú inn á Evrópumarkaðinn og það eru heilu skipsfarmarnir til sölu. Verðið er samkeppnisfært miðað við það sem gerist hér heima. Þetta er þokka- legur 'fiskur. Hann er af línubátum sem hausa og frysta um borð. Ég gæti trúað að meðalþyngdin sé um fimm kíló. Fiskurinn er hausaður þannig að við verðum að flaka Verkstjóri hjá Skerseyri með fimm kílóa Kyrrahafsþorsk. fá er gott að geta gripið í þennan Kyrrahafsþorsk," sagði Bjartmar. Hermannsson,“ sagði Finnur Ing- ólfsson. Hann vann fyrsta sætið í Reykjavík af Guðmundi G. Þórarins- syni alþingismanni í prófkjöri fyrr í vetur, og Guðmundur hefur síðan undirbúið sérframboð. Steingrímur Hermannsson sagði við Morgunblaðið, að hann hefði margsinnis neitað því að taka sæti á listanum í Reykjavík. „Ég er í öðru kjördæmi og starfa þar. Sem formaður flokksins hlýt ég þó að líta á áskorun frá Reykvíkingum í þessu sambandi, en á þessari stundu er svar mitt það sama og það hefur áður verið, og ég hreyfi mig ekki nema um það náist sátt í mínu kjör- dæmi,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist eiga von á að geta gefið endanlegt svar um næstu helgi. Þegar hefur verið gengið frá því að Steingrímur Hermannsson skipi efsta sæti á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjanesi fyrir næstu kosn- ingar. „Við teljum þessar hugmynd- ir alveg fráleitar og trúurh því ekki fyrr en við tökum á því að þetta sé veruleiki," sagði Ágúst B. Karlsson, formaður kjördæmissambands framsóknarmanna á Reykjanesi, þegar Morgunblaðið innti hann álits á hugmyndum um framboð flokks- formannsins í Reykjavík. „Að sjálf- sögðu verður formaðurinn að hlusta á alla en við á Reykjanesi erum búin að kjósa í þijú efstu sæti list- ans á kjördæmisþingi þar sem Steingrímur Hermannsson fékk frá- bæra kosningu í efsta sæti listans. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að þetta fari á annan veg. Við erum að ganga endanlega frá listanum og búið er að boða til fulltrúaráðs- fundar á laugardaginn sem á að samþykkja listann endanlega.“ ■ Guðmundur G. Þórarinsson, al- þingismaður, sagði að þessi fram- vinda málsins breytti aðallega fyrir- ætlunum sínum um BB-lista. Hann stefndi hins vegar áfram að sér- framboði. „Það hljóta allir að sjá að það er annað að bjóða fram BB-lista á móti Steingrími Her- mannssyni en Finni Ingólfssyni," sagði Guðmundur G. Þórarinsson. „BB-listinn var miðaður við að framsóknarmenn í Reykjavík voru mjög óánægðir með útkomuna í prófkjörinu og listann eins og hann leit út. Þessi ósk uppstillingarnefnd- ar og stjórnar fulltrúaráðsins að fá Steingrím til Reykjavíkur sýnir og staðfestir það að menn eru óánægð- ir með niðurstöður prófkjörsins og álíta listann alltof veikan. Steingrímur Hermannsson er vafa- laust öruggur inn í fyrsta sætinu í Reykjavík. Þetta er sterkasti mót- leikur sem liggur á borðinu hjá upp- stillingarnefndinni. Ég átti ekki von á því að Steingrímur myndi slá til. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á mínar fyrirætlanir um sérframboð. Ef hins vegar Steingrímur fer í annað sætið þá verð ég að hugsa mig mjög vel um,“ sagði Guðmund- ur G. Þórarinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.