Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991 Innflutningur á ostlíki: Ætti að leiða til verð- lækkunar á pizzum INNFLUTNINGUR á ostlíki til pizzugerðar ætti að leiða til verð- lækkunar hjá þeim aðilum sem koma til með að nota það, en sam- kvæmt upplýsingum eigenda nokkurra pizzustaða hafa þeir ekki tekið ákvörðun um notkun ostlíkisins. Það verður þó ekki notað hjá Pizza Hut, sem bundið er af alþjóðlegu gæðaeftirliti sem bann- ar notkun þess. Árni Jónsson, eigandi Pizzahúss- ins við Grensásveg, sagði að sér litist ágætlega á innflutning ostlík- isins vegna þeirrar samkeppni sem það veitti Osta- og smjörsölunni. Hann sagði að þar sem ostlíkið væri töluvert ódýrara en sá ostur sem notaður er ætti það að verða Sex sækja um sýslumannsemb- ætti í Dölum: Friðjón Þórð- arson meðal umsækjenda? SEX umsóknir hafa borist um stöðu sýslumanns í Dalasýslu en Pétur Þorsteinsson lætur af því embætti vegna aldurs 15. þessa mánaðar. Fjórir umsækjenda óska nafnleyndar en hinir eru Georg Kr. Lárusson, settur borgardómari, og Guðmundur Björnsson, fulltrúi sýslumanns í Barðastrandarsýslu. Friðjón Þórðarson, alþingismaður og fyrrum dómsmálaráðherra, hef- ur verið orðaður við þetta emb- ætti og vildi hann hvorki játa því né neita að hann væri meðal umsækjenda þegar Morgunblað- ið innti hann eftir því. „Það er ekki búið að birta neitt um umsækjendur ennþá,“ sagði Friðjón, sem eins og kunnugt er hefur ekki gefið kost á sér til end- urkjörs í komandi alþingiskosning- um. Aðspurður hvort rétt væri að hann væri einn þeirra fjögurra sem óskað hefðu nafnleyndar, vildi Friðjón Þórðarson hvorki játa því né neita. „Það verða bara að vera getsakir,“ sagði hann. „Ég get ekki sagt af eða á um það.“ Friðjón var sýslumaður Dala- sýslu á árunum 1955 til 1965 síðan í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu til 1975. viðskiptavinum til góðs. „Gæðin eru hins vegar ekki þau sömu, og því getum við ekki notað þetta á okkar pizzur, að minnsta kosti ekki ein- göngu. Við höfum hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvort við blönd- um þessu eitthvað saman við ost- inn, en gæðin detta niður við það og við erum stífir á því að hafa þau sem best,“ sagði hann. Steindór Ólafsson, eigandi Pizza Hut, sagði að sér litist vel á að inn- flutningur á ostlíki hefði verið leyfð- ur og það ætti að leiða til verðlækk- unar, en það yrði þó ekki notað hjá Pizza Hut. „Þetta er alþjóðlegt fyr- irtæki, og við erum bundnir af gæðaeftirliti þess, en samkvæmt því er algjörlega tekið fyrir að við notum nokkrar eftirlíkingar. Út af verðinu vildi ég þó gjarnan fá að nota ódýrari ost, en við komum til með að notaéingöngu 100% Mozza- rella ost frá Homafírði, sem reynst hefur mjög vel.“ Afgreitt af lager Sanitas á Akureyri í gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Akureyri: Lokað á Sanitas verksmiðjuna SANITAS verksmiðjan á Akur- eyri, þar sem Víking brugg hf., dótturfyrirtæki Sanitas, er einnig til húsa, var innsigluð á þriðjudag vegna vangoldins virðisaukaskatts. Eina starfsemin í verksmiðj- unni í gær var afgreiðsla á gos- drykkjum af lager og auk þess hefur starfsmönnum í bruggverk- smiðjunni verið leyft að fara inn í hana tvisvar á sólarhring til að líta eftir brugginu. Magnús Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Viking brugg, átti von á því að málið leystist í gær en verksmiðjan var enn lokuð síðla í gærkvöldi. „Það er unnið hörðum höndum að því að leysa þessi mál og framtíð þessara fyrirtækja lítur vel út þegar þau hafa verið leyst,“ sagði Magnús. Um þtjátíu manns starfa hjá Sanitas og Vfking brugg á Akur- eyri. BM Vallá hf. og Steypustöðin hf.: Búist við áframhaldandi sam- drætti í byggingaframkvæmdum VÍGLUNDUR Þorsteinsson forstjóri BM Vallár hf. sagðist í samtali við Morgunblaðið áætla um 7% samdrátt í steypusölu á þessu ári mið- að við síðasta ár, en þá varð 10,8% samdráttur frá árinu áður. Hann sagði þetta byggjast á áætlun um minni byggingarframkvæmdir vegna loðnubrests og að framkvæmdir við álver á Keilisnesi hefjist ekki fyrr en seint á árinu. Halldór Jónsson forstjóri Steypustöðvarinnar tók í sama streng og kvað ekki gott útlit í byggingariðnaði, taldi að meiri samdráttur yrði en síðustu ár enda væri mikið óselt af húsnæði í landinu. Víglundur sagði samdráttinn ekki stafa af því að of mikið væri byggt. Hann sagði stóra hópa fólks bíða þess að fá aðgang að lánafyrir- greiðslu. Til þess ,þyrfti að lagfæra húsbréfakerfíð, hækka vexti á hús- bréfum til að minnka afföll af þeim og lengja lánstímann í 30 til 33 ár til að minnka greiðslubyrðina. „Kerf- ið er þannig í dag að þeir sem geta byggt eru láglaunafólk í félagslega kerfínu og hátekjufólk í húsbréfa- kerfinu. Eftir situr millitekjufólk sem hefur ekki nægar tekjur í hús- bréfakerfi og of háar tekjur fyrir félagslega kerfíð,“ sagði Víglundur. Halldór Jónsson sagði sér lítast illa á árið, svo virtist sem sölutregða og kreppa væri á íbúðamarkaði, mikið væri óselt af nýjum íbúðum. Búið væri að byggja meira en nóg af iðnaðar- og verslunarhúsnæði og sér virtist stefna í meiri samdrátt en síðustu ár. íslenskur snjóblásari vekur athygli erlendis SVO gæti farið að íslenskur snjóplógur verði notaður í írak á næstu árum. Björn J. Guðrpundsson frá Hólabraut í Reykjadal í Suður-Þingeyjasýslu fann upp og hannaði þennan snjóblásara og hefur meðal annars fengið fyrirspum um hann frá írak. Snjóblásarinn er í raun sáraein- leyfí árið 1987 og ári síðar fékk faldur. Sköfublað er fest framan á' vörubifreið og á palli hennar kom- ið fyrir loftblásara með mótor. Loft er síðan leitt frá blásaranum fram í sköfublaðið sem blæs snjón- um, sem blaðið hefur lyft frá vegin- um, í burtu. „Kosturinn við þennan blásara er að hann blæs snjónum langt frá veginum þannig að það koma eng- ir ruðningar. Venjulegar snjótenn- ur geta gert það sama ef hægt er að aka á mikilli ferð, en með þenn- an blásara þarf ekki að aka hratt,“ sagði uppfinningamaðurinn Björn í samtali við Morgunblaðið í gær. Björn hefur starfað við snjó- mokstur og fékk hugmyndina við þá vinnu. Hann sótti um einka- hann styrk frá Rannsóknaráði og Vegagerðinni til að búa til tilrauna- tæki. „Ég er nokkuð ánægður með útkomuna en það þarf að endur- bæta blásarann aðeins og til þess þarf peninga. Þá á ég ekki til og því hefur ekkert gerst síðan 1988.“ í tímaritinu New Scandinavian Technology birtist nýlega grein um uppfínningu Björns og eftir það hafa fjórtán erlendir aðilar sýnt þessu áhuga. „Það hafa menn frá Svíþjóð, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og írak haft samband. Ætli næsta skref sé ekki að semja við einhveija erlenda aðila um að Ijúka við blásarann. Ég.held það sé eina leiðin. Blásarinn verður trúlega ekki dýr í framleiðslu eftir Snjóblásari Björns hefur vakið athygli erlendis. að búið er að koma honum í fram- leiðsluhæft form, en það er næsta skref. Til þess þarf peninga og það virðist vera eina leiðin að fá þá erlendis frá,“ sagði Bjöm. Halldór sagði það ótvírætt ráðast að verulegu leyti af álversfram- kvæmdum, hvemig reyndin .verður á árinu, byggingariðnaðurinn tæki vafalaust kipp ef þær framkvæmdir fara af stað. Hann sagði líka óvissu um húsnæðislánakerfi ráða miklu um íbúðabyggingar. „Lánakerfið er hrunið- án þess að nokkuð aðgengi- legt hafí komið í staðinn. Afföll af húsbréfum em gífurlega há og miklu meiri en menn áttu von á og greiðslubyrðin er há. Kerfíð virðist ekki hafa staðið undir væntingum manna.“ ' Kristján Guðjónsson skrifstofu- stjóri hjá steypuverksmiðjunni Ósi hf. sagðist búast við að markaðurinn færi að braggast á þessu ári, íslend- ingar væru að komast upp úr lægð undanfarinna ára. Hann kvaðst bú- ast við lítilsháttar aukningu eftir- spurnar eftir húsnæði, þó færi það að miklu leyti eftir álversfram- kvæmdum. Yrði ekki af álversfram- kvæmdum, þýddi það þó ekki sam- drátt, heldur óbreytt ástand frá fyrra ári. „Ef álverið fer af stað, þá má búast við einhverri þenslu," sagði hann. Kristján kvaðst gera ráð fyrir að húsbyggingar einstaklinga verði áfram á sömu nótum og verið hef- ur, en atvinnúhúsnæði yrði byggt meira af. „Það er að fara úr engu í eitthvað, það getur ekki farið nema upp,“ sagði hann. „Við emm ekki svartsýnir, það er greinilegt að það em batamerki í þjóðfélaginu. Spurningin er í hvað fólk lætur peningana," sagði Kristj- án. Holtahreppur: Verkstæði brann Hvolsvelli. ELDUR kom upp í verkstæði við bæinn Læk í Holtahreppi í gær og var byggingin að mestu brunn- in er slökkviliðið kom á staðinn. í verkstæðinu voru heyvinnutæki og dráttarvél sem eyðilögðust. Fór slökkvilið á staðinn bæði frá Hellu og Hvolsvelli með tankbíla þar sem ekki var hægt að komast í vatn sökum frosts. Eldurinn mun hafa komið upp er neisti frá logsuðutæki slapp í ein- angrun sem var í verkstæðinu. SÓK Eimskip: Þrjú skip á austan- verðu Miðjarðarhafi ÞRJÚ skip Eimskipafélags íslands eru nú við austanvert Miðjarðar- haf, eitt í Tyrklandi, annað í Lýbíu og hið þriðja í Túnis. Ferð skip- anna hefur verið viðburðalaus og ekkert þeirra er þar sem talið er ófriðarsvæði og krafist hærri tryggingariðgjalda eða áhættuþóknun- ar fyrir áhafnir, að sögn Garðars Jóhannssonar hjá Eimskipafélaginu. Tvö skipanna, írafoss, sem er í Guluk í Tyrklandi og Atlantic Frost, áður Goðafoss, sem er í Lýbíu, sigla undir fána Antigua en Selfoss, sem er í Túnis, siglir undir íslenskum fána og þar er öll áhöfnin íslensk. Á hinum tveimur em íslenskir skip- stjórar, stýrimenn og vélstjórar en undirmenn erlendir. Oll munu skip- in láta úr.höfn á næstu dögum, síðast írafogs á sunnudag, 0g siglá þá ýmist í átt til íslands eða ann- arra Norðurlanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.