Morgunblaðið - 10.01.1991, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
Að byrgja brunninn
eftir Magnús Jónsson
Stundum hvarflar að mér sú
hugsun að margir stjórnmálamenn
á Islandi vilji stöðugt vera að leysa
vandamál, miklu fremur en að
reyna að sjá vandamálin fyrir og
reyna að koma í veg fyrir, að þau
komi upp. Kannski eru þetta eðlileg
vinnubrögð „framsækinna" pólitík-
usa sem sjá það sem meginmark-
mið með starfi sínu að nota fjár-
•^muni almennings til atkvæðakaupa
undir því yfirskini að leysa vanda
sem þeir hinir sömu hafa oftar en
ekki átt þátt í skapa. Átakanleg-
ustu dæmin um þetta eru landbún-
aðar- og byggðamál sem vaðmáls-
sinnar tveggja stærstu stjórnmála-
flokka landsins hafa síðustu þijá
áratugina verið önnum kafnir við
að leysa með þeim árangri að þorri
bænda í hefðbundnum landbúnaði
lepur dauðann úr skel og nánast
allur flutningur á fólki innanlands
er frá hinum dreifðu byggðum til
höfuðborgarsvæðisins.
Og nú stefna þessir sömu vanda-
málaleysendur hraðbyri að því að
y.kapa óviðráðanlegan vanda í sjáv-
arútvegi á íslandi þannig að fyrir-
greiðslan og skömmtunarbjargráð-
in tryggi þeim óendanleg verkefni
í framtíðinni. Þannig á að keyra
lífskjör á íslandi niður og auka
þann atgervisflótta frá landinu sem
þegar virðist vera hafinn.
Þótt þessir málaflokkar séu
líklega þeir stærstu sem nauðsyn-
legt verður að koma úr höndunum
á fyrrnefndri gerð stjórnmála-
manna ætla ég ekki að gera þau
^frekar að umræðuefni hér. En af
nógu öðru er að taka.
II
Árið 1979 var sem kunnugt er
tekin upp verðtrygging, sem var
nauðsynleg aðgerð, þótt við bærum
því miður ekki gæfu tii að útfæra
hana þannig, að hún yrði ekki að
þeirri ófreskju sem -hún er í augum
margra. Þá var lagður grunnur að
vanda sem enn sér ekki fyrir end-
ann á og stöðugt stækkar. Hér er
átt við húsnæðismálin, en öflun
íbúðarhúsnæðis er fyrir mjög marg-
ar fjölskyldur eitthvert stærsta
verkefni ævinnar. Segja má að
verðtryggingin sem slík hafi ekki
verið vandamálið heldur hitt, að
ekkert var hugsað né gert til að
reyna að koma í veg fyrir þann
vanda sem hlaut að koma upp við
svo gjörbreyttar aðstæður. Með
verðtryggingarlögunum, s.k. Olafs-
lögum, var að vísu gert ráð fyrir
að laun og lánskjör mundu nokkurn
veginn haldast í hendur og jafnvel
að kaupmáttur til langs tíma yrði
meiri en þá. En það fór öðruvísi.
Raunvextir hafa 10-faldast miðað
við það sem þá var talið „eðlilegt"
og árið 1983 var sameinuðust sér-
hagsmunagæsluflokkarnir Fram-
sókn og íhald í að fremja einhvern
stærsta félagslega glæp sem hér
hefur verið framinn í seinni tíð. Þá
voru vísvitandi lagðar í rúst nokkur
þúsund fjölskyldur og miklu fleiri
voru svo skemmdar að langan tíma
tekur að bæta þar um, ef það þá
tekst nokkurn tíma. Það er skoðun
mín að til þessarar aðgerðar megi
rekja að miklu leyti þá félagslegu
upplausn sem því miður er orðin
svo áberandi í þjóðfélagi okkar:
gjaldþrota fjölskyldur, sundruð
hjónabönd, vanrækt og jafnvel van-
nærð börn, glæpir, ofbeldi og eitur-
*yf;
I hálft fjórða ár hefur núverandi
félagsmálaráðherra róið lífróður í
tilraunum til að bjarga því sem
hægt er að bjarga úr þeirri félags-
legu aurskriðu sem framsóknar-
íhaldið hleypti af stað 1983. Og til
að bæta gráu ofan á svart samein-
aðist það hagsmunaaðilum bygg-
ingariðnaðarins 1986, þar sem lág-
launafólkinu voru tryggðar kjara-
bætur með því að halda útsölu á
nýjum bílum og gefa allri þjóðinni
kqst á vaxtaniðurgreiddum lán-
um!!!! Og enn vill stór hluti vað-
máls'- og hagsmunaaðalsins halda
í þetta kerfi.
Engu að síður hillir undir að hér
sé að komast á húsnæðiskerfi sem
hugsun er í og sem getur staðist
ti! lengdar. Vandinn er þó engan
veginn leystur og ekki hefur enn
verið horfst í augu við þá staðreynd
að séreign á húsnæði mun fara
■hraðminnkandi á næstu árum. Það
er ekki húsnæðiskerfinu sem nú er
að festa rætur að kenna heldur hitt
að fjölskýldutekjur stórs hluta þjóð-
arinnar standa ekki undir slíkri fjár-
festingu eða þá nægja aðeins fyrir
brýnustu nauðsynjum auk hús-
næðis. Sjálfstæðismenn guma
gjarnan af því að þeir hafi rekið
hér einhveija sjálfseignarstefnu í
húsnæðismálum, sem nú sé verið
að kippa fótunum undan.
Hvílíkt lýðskrum!! Það var verð-
bólga og neikvæðir vextir sem skap-
aði sjálfseignarstefnuna með því að
færa hundruð milljarða af sparnaði
heillar kynslóðar til þeirra sem
fengu lán. Það er hins vegar skoðun
undirritaðs að það sé þjóðhagslega
hagkvæmt og félagslega mjög mik-
ilvægt að fólki sé gert kleift að eign-
ast húsnæði án þess að það kosti
25 ára basl, ef það þá tekst. Félags-
legt húsnæði í eigu ríkis og sveitar-
félag á fullkomlega rétt á sér en
það samræmist ekki mínum skoð-
unum að æskilegt sé, að fullfrískt
fólk með vilja og fulla starfsgetu
verði að leita í þá lausn í vaxandi
mæli eins og nú horfir.
III
í skattareglum fyrirtækja er gert
ráð fyrir að tekjur sem notaðar eru
til fjárfestingar séu undanþegnar
tekjuskatti. Fyrirtæki má kaupa
bfl, tölvu, vélar og tæki hvers konar
eða fjármagna aðra uppbyggingu
þess með tekjum sem eru tekju-
skattslausar. Þannig er reynt að
leggja grunn að velgengni og
stækkun fyrirtækja með aðgerðum
í skattamálum. En hvað með fjöl-
skylduna og heimilið. Er fjárfesting
sem styrkir þennan hornstein þjóð-
félagsins ekki jafn mikilvæg og
velferð fyrirtækjanna. Vilji fyrir-
tæki hagræða, byggja upp eða
tæknivæðast fyrir 10 milljónir þarf
það að afla 10 milljóna tekna, en
ef fjölskylda þarf að fjárfesta í 10
milljón króna íbúð þarf hún að afla,
einungis til þess, tæplega 17 millj-
óna kr. tekna! (40% fara í skatta).
Húsnæðisbætur og va’xtaafsláttur
breytir þar engu um enda er það
aðeins hugsað til að mæta vaxta-
kostnaði að hluta.
IV
Flestir byija húsnæðisbaslið á
þrítugsaldri gjarnan að loknu námi.
Tekjur á tímaeiningu eru þá lágar
að jafnaði en þrekið mikið. Tekjur
ná gjarnan hámarki á fimmtugs-
aldrinum en þá eru börnin venjulega
Magnús Jónsson
„En hvað með fjölskyld-
una og heimilið? Er
fjárfesting sem styrkir
þennan hornstein þjóð-
félagsins ekki jafn mik-
ilvæg og velferð fyrir-
tækjanna?“
að fara úr hreiðrinu og framfærslu-
byrði að minnka. Þannig eru tekjur
og tekjuþörf oft fullkomlega úr
fasa. Þennan vanda „leysir“ fólk
með óhóflegum þrældómi sem bitn-
ar á fjölskyldulífi, börnum og stund-
um á heilsu þess fyrir aldur fram.
Og þessir húsnæðisþrælar komast
alloft af illri nauðsyn upp í nokkuð
háar tekjur. Það er kaldhæðnislegt
að núverandi fjármálaráðherra
skuli ekki detta betra ráð í hug til
að standa straum af sjóðasukki
landbúnaðar og sjávarútvegs og
kostriaði við pðlitísk gæluverkefni
framsóknarfurstanna en að leggja
sérstakan hátekjuskatt á þessa
þrælastétt. Snjall er hann Olafur
en enginn er hann maður jafnaðar!
V
Mikil togstreita einkennir þjóðfé-
lag okkar. Mest er hún á milli lands-
byggðarinnar annars vegar og höf-
uðborgarinnar hins vegar. Slökun á
henni verður ekki að gagni fyrr en
völd og Ijármunir sem fólki úti á
landi ber, verður fært frá skömmt-
unarstjórum fortíðarhyggjunnar á
Austui’velli til heimamanna sjálfra.
En næstmestu togstreituna er að
finna milli kynslóðanna, þ.e. milli
ungu kynslóðarinnar sem nú berst
um í okurvöxtunum og verðtrygg-
ingarfeninu og sekkur stöðugt
dýpra og þeirri miðaldra, sem sum-
ir kalla Dragúla-kynslóðina, og skil-
greina hana sem kynslóðina sem
stal sparifé foreldra sinna, sökkti
þjóðinni í erlent skuldafen og lætur
börnin borga sér skattfijálsa vexti
af þessum „vel fengnu" eignum.
Þannig fara lífskjör í landinu ekki
nema að hluta eftir tekjum heldur
aldri og aðstöðu.
Væri ekki ráð að reyna að
minnka þennan aðstöðumun og
slaka þannig á spennunni sem
þarna er að finna í stað þess að
auka hann eins og Ólafur R.
Grimsson leggur til.
VI
Á Islandi býr atorkusöm þjóð sem
fellur vel að vinna í skorpum eins
og tíðkast hefur í okkar veiði-
'mannasamfélagi frá því að við flúð-
um ofríki Noregskonungs fyrir
meira en 1000 árum. Vaðmáls-
hyggjan er að vísu hægt og bítandi
að sjúga úr okkur veiðimannablóðið
og sjálfsbjargarviðleitnina. Gegn
stíku pólitísku alnæmi þurfa allir
fijálslyndir jafnaðarmenn að beij-
ast. Eitt skref í þá átt er að reyna
að koma í veg fyrir að þau félags-
legu vandamál sem húsnæðismál
hafa skapað síðasta áratuginn haldi
áfram að hlaðast upp.
Það er sannfæring mín að með
því að veita eingilt skattfrelsi á allt
að 10 milljóna króna íjárfestingu í
íbúðarhúsnæði (5 milljónir á ein-
stakling) mætti koma í veg fyrir
mörg og kostnaðarsöm félagsleg
vandamál og raunar skapað börnum
þessa lands mun betri aðbúnað í
framtíðinni en nú er. Auðvitað kost-
ar þetta fé en það skilar sér áreiðan-
lega aftur, og meira en það.
Og þjóð sem hefur efni á því að
ausa árlega eins og 10 milljörðum
í framleiðslu á mat sem ekki er
hægt að torga, þjóð sem hefur efni
á því að veita skattfrelsi á tugi
milljarða fjármagnstekjur og þar
með skattfrelsi á þá best settu, og
þjóð sem hefur efni á að gefa eftir
hundruð milljóna skatttekjur út á
það eitt að kaupa hlutabréf í dag
og selja þau á morgun (ef gamlárs-
kvöld er á milli), ætti ekki að muna
um svona smámuni.
Ilöfundur er vedurfrædingvr.
Hundruð milljóna bíða þín hér
Þú færð miða hjá umboðsmönnum SÍBS: '*■
REYKJAVÍK OG NÁGRENNI:
AÐALUMBOÐ
Suðurgötu 10, sími 23130
VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26
sími13665
SJÓBÚÐIN
Grandagarði 7,sími 16814
HAPPAHÚSIÐ
Kringlunni, sími 689780
BENSÍNSALA HREYFILS
Fellsmúla 24, sími 685632
BÓKABÚÐIN HUGBORG
Grímsbæ, sími 686145
BÓKABÚÐ JÓNSAR EGGERTSSONAR
Hraunbæ 102, sími 83355
VERSLUNIN STRAUMNES
Vesturbergi 76, sími 72800
SfBS-DEILDIN REYKJALUNDI,
sími 666200
BÓKABÚÐIN ÁSFELL
Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 666620
Vilborg Sigurjónsdóttir
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS
Hafnarfirði, sími 50045
BÓKABÚÐIN GRÍMA
Garðatorgi 3,_Garðabæ,
sími 656020
SÍBS-DEILDIN VÍFILSSTÖÐUM
sími 602800
BORGARBÚÐIN
Hófgerði 30, Kópavogi, sími 4263
VÍDEÓMARKAÐURINN
Hamraborg 20A, Kópavogi,
sími 46777
SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS
Engihjalla 8, sími 44155
REYKJANES:
GRINDAVÍK:
Ása Lóa Einarsdóttir, Borgarhrauni 7,
sími 92-68080
SANDGERÐI:
Sigurður Bjarnason, Norðurtúni 4,
sími 92-37483
GARÐUR:
Jóhann Jónsson, Sunnubraut 9,
sími 92-27125
KEFLAVÍK:
Umboðsskrifstofa Helga Hólm,
Hafnargötu 79, sími 92-15660
VATNSLEYSUSTRÖND:
Þórdís Símonardóttir, Borg, sími 92-46630
Láttu það eftír þér að vera með
- þú átt það skilið.
- með mestu vinningslíkurnar
Drögum á þriðjudaginn
i
*
-4
HÉR&NÚ AUGLÝSINGASTOFA