Morgunblaðið - 06.02.1991, Blaðsíða 7
MORGl .X’ULADID. .MJPVlKUPACilUt 6. tt’HKÚAK 1i>91
Snæfellingar huga
að fiskmarkaði
HELGI Ólafsson varð neðstur á
skákmótinu í Wijk aan Zee, sem
lauk um helgina. Helgi fékk 3
vinninga úr 13 skákum en sigur-
vegarinn, enski stórmeistarinn
John Nunn, fékk 8,5 vinninga.
Helgi byrjaði vel á mótinu og
fékk 2 vinninga úr fyrstu þremur
skákunum. En síðan tapaði hann
sex skákum í röð og náði aðeins
tveimur jafnteflum til viðbótar.
Helgi tapaði 37: skákstigum á mót-
inu.
John Nunn vann mótið eins og
áður sagði, og landi hans, Michael
Adams, varð í 2. sæti með 8 vinn-
inga. í 3-5. sæti urðu Sovétmenn-
irnir Alexander Tsjernin og Alex-
ander Khalifman og Curt Hansen
frá Danmörku, allir með 8 vinninga.
Fannstlátinn
Lík Hauks Matthíassonar, 73
ára manns, sem saknað hafði
verið í Reykjavík frá 4. janúar
síðastliðinn, fannst á víðavangi í
Reykjavík á sunnudagsmorgun.
Grindavík.
S VEIT ARST J ÓRN AMENN af
Snæfellsnesi voru nýverið í
Grindavík og heimsóttu Fisk-
markað Suðurnesja þar og fylgd-
ust með uppboði í Keflavík.
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í
Stykkishólmi sagði í samtali við
Morgunblaðið að héraðsnefnd Snæ-
fellinga ætti frumkvæði að ferðinni.
„Það voru fulltrúar af Snæfells-
nesi, bæjarstjórar, útgerðarmenn
og fiskverkendur sem voru með í
ferðinni og tilgangurinn var að
kynna okkur rekstur á Fiskmarkaði
Suðurnesja og kanna hvort hægt
verði fyrir okkur að koma slíkum
markaði á á Snæfellsnesi. Við viss-
um að vel gengi á Suðurnesjum og
aðstæður eru líkar okkar.
Það er mikill fiskur fluttur héðan
á markaði í Reykjavík og í Hafnar-
firði og við viljum sporna við fótum
og gera fyrirtækjum á Nesinu
mögulegt að kaupa fisk áður en
hann er fluttur héðan,“ sagði
Sturla.
Sturla sagði að það biði héraðs-
nefndar að taka frekari ákvörðun
í þessum efnum. „Okkur leist vel á
það sem við sáum í Grindavík og á
uppboðinu og þetta fyrirkomulag
*
Obreytt
bensínverð
ENGIN breyting varð á verði á
95 oktana bensíni í gær. Esso
býður enn lægsta verðið, eða
57,80 kr. lítrann, hjá Olís kostaði
lítrinn 57,90 kr. og hjá Skeljungi
kostaði lítrinn 58 kr.
92 oktana bensín kostaði 54,40
kr. lítrinn hjá öllum olíufélögunum
og 98 oktana bensín 60,70 kr. 95
oktana bensín var ekki fáanlegt á
öllum bensínsölum olíufélaganna.
Skákmótið
í Wijk aan Zee:
Helgi varð í
neðsta sæti
VILTU LÆKKA
SKATTANA ÞÍNA?
getur hentað vel hjá okkur,“ sagði
Sturla að lokum. „ -
FO
Sveitarstjórnamenn af Snæfellsnesi í húsakynnum Fiskmarkaðarins.
Morgunblaðið/Frímann Ölafsson
Bein skattalækkun, traustir innláns-
reikningar og góð ávöxtun gera
sparisjóðina að eftirsóknarverðum
kosti.
Bæklingurinn Lægri skattar og aukið
sparifé, liggur frammi í öllum spari-
sjóðum og þar má finna upplýsingar
sem nýtast vel og auka raungildi
sparifjárins.
Komdu í sparisjóðina, fáðu þér bækling
og þau eyðublöð sem þú þarft til að
fylla út skattframtalið.
SPARISIÓDIRNIR
- fyrir þig og þína
IIÝTT SÍMANÚtvÆR
auglýsingadeilda^
«B*lH