Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 17

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 17 MEÐAL ANNARRA ORÐA VINSLIT? eftir Njörð P. Njarðvík Þeir atburðir hafa nú gerst í sjónvarpsmálum okkar Islend- inga, að maður trúir varla augum sínum né eyrum. Fyrst brýtur Stöð 2 reglugerð um þýðingar- skyldu með því að endurvarpa fréttasíbylju CNN, svo breytir menntamálaráðherra reglugerð- inni til að leggja blessun sína yfir brotið, og loks rennir ríkissjón- varpið sér í sama kjölfar með samskonar fréttasíbylju frá Sky. Þessi tíðindi verða til þess að óhjá- kvæmilegt er að íhuga á ný stöðu og tilgang sjónvarps á Islandi, og þá ekki síst þeirrar stofnunar sem sjálf kallar sig besta vin þjóðar- innar. Við íslendingar erum agalítil þjóð og sinnulaus um lög og regl- ur. Við erum sem betur fer ekki mjög ofbeldishneigð til glæpa- verka. En við setjum oft skynsam- leg lög og reglur án þess að ætl- ast sé til þess að eftir þeim sé farið. Við höfum t.d. sett lög um reykingar sem eru þverbrotin hvar sem maður kemur, nema kannski á sjúkrahúsum upp á síðkastið. A mínum vinnustað eru húsreglur festar upp á veggi þar sem reykingar eru bannaðar, en það fer enginn eftir þeim og enginn virðist ætlast til þess. Hvers vegna skyldu menn þá taka önnur lög alvarlega úr því að lög um heilsú- vernd manna eru einskis virt? Bijótið reglur og þeim verður breytt! Stöð 2 hefur lengi komist upp með að brjóta þá reglu að ekki megi íjúfa dagskrárliði með aug- lýsingum, og nú hefur þeim þótt sjálfsagt að bijóta einnig reglur um þýðingarskyldu. Enda virtist því næstum tekið fagnandi. Menntamálaráðherra brást við skjótt og breytti reglugerðinni lögbrjótunum í vil. Það var bæði vanhugsað og með öllu þarflaust. Vanhugsað vegna þess m.a. að reglugerðarbrot eru hæpin for- senda þess að breyta reglugerð, svo að ekki sé fastar kveðið að orði. Bijótið reglur, og þeim verð- ur breytt. Er það kannski hinn nýi boðskapur? Auk þess virðist ráðherra ekki hafa verið ljóst að málið snertir ekki aðeins stöðu íslenskrar tungu í íslenskum íjöl- miðlum, heldur einnig reglur um fréttaflutning. Og þarflaus var þessi ráðstöfun ráðherrans vegna þess að svo vill nefnilega tii að hver sem þess óskar, getur náð gervihnattasjónvarpi. Hann þarf einungis að verða sér úti um þau tæki sem til þess þarf. Rétt eins og sá sem vill hlusta á erlendar útvarpsstöðvar. Það kostar að vísu dálítið. En frelsið er fyrir hendi. Á því á hins vegar að vera regin munur, hvort maður hlustar á íslenska sjónvarpsstöð eða er- lenda. Það er ekki hlutverk íslenskra ljósvakamiðla að gerast endurvarpsstöð erlendrar dag- skrár. Ætli mönnum brygði ekki í brún ef Ríkisútvarpið færi að endurvarpa reglulega útvarps- fréttum frá BBC World Service? Og eru það þó vandaðar fréttir, andstætt því sem hægt er að segja um fréttaflutning CNN og Sky. Hlutur Ríkisútvarpsins Þótt hlutur Stöðvar 2 og menntamálaráðherra sé slæmur í þessu máli, þá er hlutur Ríkisút- varpsins þó sýnu verri. Það er engu líkara en Ríkisúivarpið sæ- kist eftir slæmum fyrirmyndum, elti lágkúru keppinauta sinna_ á röndum. Það er sárt að sjá. Ég veit ekki hvernig Stöð 2 lítur á hlutverk sitt eða tilgang. En hvort tveggja er skilgreínt í lögum og reglugerð um Ríkisútvarpið. Þar er m.a. ákvæði um að styðja og efla íslenska tungu og þar er Iíka ákvæði um óhlutdrægni. Ríkisút- varpið er að hluta til rekið af al- mannafé. Hver sá sem á útvarps- eða sjónvarpstæki greiðir afnota- gjald til Ríkisútvarpsins. Það finnst mér rétt og eðlilegt og rétt- lætist af nauðsyn þess að þjóðin eigi fjölmiðil sem sé fyrirmynd um meðferð tungunnar og um vandaðan, óhlutdrægan frétta- flutning. Þá ábyrgð verða forráða- menn Ríkisútvarpsins að gera sér ljósa. Ella er fallin forsendan fyr- ir almennum afnotagjöldum. Og það verða forráðamenn Ríkisút- varpsins að játa að stofnunin brást báðum þessum hlutverkum, þegar hún fór að endurvarpa fréttas- íbyljunni frá Sky. Ekki styrkir það tunguna, svo mikið er víst. Og þar að auki flytja CNN og Sky óvandaðar og hlutdrægar fréttir, og stundum reyndar engar fréttir heldur blátt áfram kjaftæði, ef nota má svo hranalegt orðbragð. Þessar stöðvar lofsyngja hernað þjóða sinna, eru í reynd hreinar áróðursstöðvar. Ég var staddur í Bandaríkjunum þegar þau réðust inn í Panama og hofði þá á CNN. Þá hurfu allar aðrar fréttir að heita mátti og í staðinn upphófst þvílíkur lofsöngur, að það setti að manni klígju. Þess vegna er CNN ekki fréttastöð í sama skiln- ingi og t.d. aðrar bandarískar stöðvar eins og ABC, CBS og NBC. Það er nefnilega ekki raun- verulegur fréttaflutningur að vera á einum stað með beina útsend- ingu. Atburði þarf að rneta og túlka. Hitt leiðir til óundirbúins snakks til uppfyllingar, sem stundum getur blátt áfram verið villandi og afvegaleiðandi í áróðri. Dæmi um það er allt tal um tækn- ina í hinu nýja stríði, útlistun á tæknibrögðum einstakra vopna. Stríð snýst ekki um tækni og hefur aldrei gert. Stríð snýst ein- ungis um yfirráð með ofbeldi og manndrápum sem bitna á sak- lausu fólki. Stríð er ekki tölvuleik- ur, heldur mannlegur harmleikur sem ber mannlega skynsemi ofur- liði. Við þetta bætist sú augljósa staðreynd að við eigum ekki að horfa á heiminn frá Atlanta eða London. Okkar staður er hér. Við það á fréttaflutningur okkar að miðast. Menningarsókn Menntamálaráðherra sagði í Kastljósi sjónvarpsins að ekki væri hægt að setja regnhlíf yfir ísland. Um það hefur enginn beð- ið. Mönnum á að vera fijálst að velja sér erlent sjónvarpsefni frá gervihnöttum. Hann hefur hins vegar stuðlað að því að þetta er- lenda gervihnattasjónvarp fyllir dagskrár íslenskra sjónvarps- stöðva. Það gætu reynst hættuleg mistök. Menntamálaráðherra sagði einnig að við ættum að hætta að vera í vörn. Við ættum að snúa vörn í sókn. Þessu ber að fagna svo langt sem það nær. Ég held bara að við séum mörg orðin þreytt á þessum orðum stjórnmálamanna, af því að við sjáum ekki að hugúr fylgi máli, eða réttar sagt,’ að orðum fylgi aðgerðir. Stjórnmálamenn verða að skilja að þótt íslensk tunga sé samsett úr orðum, þá bjarga þeir ekki íslenskri tungu með orðum. í sjónvarpsmálum hlýtur að blasa við að tilgangur íslensks sjónvarps er íslensk sjónvarpsdag- skrá, að miklum hluta að minnsta kosti. Því væri óskandi að hin hrapallegu mistök yrðu til þess að menn sæju nauðsyn þess að efla íslenska dagskrárgerð í sjón- varpi. Til þess þarf ekki orð, held- ur fé. Það fé er til, ef menn vilja. Að hluta til er það spurning um sérstakar fjárveitingar úr ríkis- sjóði, sem væru fyllilega réttlæt- anlegar vegna þess að Ríkisút- varpið hefur verið svipt lögbundn- um tekjum. Að hluta til er um innanhússvandamál að ræða, þ.e.a.s. hvernig því fé er skipt sem Ríkisútvarpið hefur til umráða. Um eitt ættu allir að geta verið sammála: Það er alltof litlu fé varið til íslenskrar dagskrárgerð- ar. Þess vegna vona ég að menntamálaráðherra annars veg- ar og forráðamenn Ríkisútvarps- ins hins vegar bæti fyrir mistök sín með því að tvöfalda að minnsta kosti fjárveitingu til íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpinu, fjölbreyttrar íslenskrar dagskrár- gerðar á sviði lista, fræðslu, skemmtunar og afþreyingar. Þótt það kunni að kosta 300—400 milljónir á ári, þá er því fé ekki illa varið. Því að nú er nauðsyn. Nú býður þjóðarsómi. Nú reynir á vináttu þeirrar stofnunar sem segist vera besti vinur þjóðarinn- ar. Iiöfundur er rithöfundur og dósentí íslenskum bókmenntum við Háskóln íslands. FARKLÚBBURINN AUGLÝSIR 5 DAGA FERÐ TIL AMSTERDAM BROTTFÖR 15. FEBRÚAR Pantanir skulu gerðar hjá eftirtöldum söluskrifstofum Félags íslenskra ferðaskrifstofa: Ferðaskrifstofa Akureyrar; Ferðabær; Ferðaskrifstofa Reykjavíkur; Ferðaskrifstofa stúdenta; Ferðaval; Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar; Saga; Samvinnuferðir-Landsýn; Úrval-Útsýn; Söluskrifstofur Flugleiða, Islenskar fjallaferðir; Land og Saga; Ratvís; Alís; Atlantik; Veröld-Polaris; Ferðamiðstöð Austurlands; Flugferðir-Sólarflug. GILDIR AÐEINS FYRIR HANDAHAFA FARKORTS OG GULLKORTS VISA—ÍSLANDS VERÐ KR.28.9 Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á hótel Pulitzer ★★★★ , akstur til og frá flugvelli, skoðunarferð, íslensk fararstjórn. Verð á mann í tvíbýli kr. 28.900.- Verð á mann í einbýli kr. 37.600,- rsfl farkortI FIF EINFALDLEGA BETRA GREIÐLSUKORT FARKORT ER SPARKORT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.