Morgunblaðið - 06.02.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.02.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 39 FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ Dýrafjörður: Útihúsá Ketilseyri eyðilögðust Þingeyri. TJÓN í óveðrinu um helgina varð töluvert í Þingeyrarhreppi. Mesta tjónið varð á bænum Ketilseyri innarlega í Dýrafirði, þar sem aökoman var eins og eftir loftárás. Það má segja að þorpsbúar hafi sloppið með skrekkinn, því að í mörgum tilfellum gátu björgunar- sveitarmenn með snarræði komið í .veg fyrir tjón. Þó fuku járnplötur af þaki hraðfrystihússins, en það mun hafa verið mesta tjónið í þorp- inu sjálfu. Jónas Ólafsson sveitar- stjóri og formaður almannavarna- nefndar Þingeyrarhrepps telur að lítið fok í þorpinu sjálfu megi þakka miklu hreinsunarátaki, sem gert var í sumar. Klæðning á veginum milli Þing- eyrar og Hvamms flettist af á löng- um kafla. Mesta tjónið í þessum hamförum varð að Ketilseyri. Þar fauk 600 hesta þurrheyshlaða, og er hún gjörsamlega ónýt. Þakið fauk af henni í heilu lagi á haf út, og steypt- ur veggur fauk inn. í hlöðunni voru um það bil 350 hestburðir af heyi og tókst hópi vaskra manna að bjarga mestu af því aðfaranótt mánudags. Fjórðungur af þaki vot- heyshlöðu fór líka með sperrum og öllu saman. Lenti það á fjárhúsþak- inu og skemmdi það töluvert mikið. Auk alls þessa fauk vélaskemma (240 fm hús) af grunninum að hluta og má teljast ónýt. Af bæjarhlaðinu fauk fólksbíll. . Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ingibergur Einarsson, starfsmaður Vestmannaeyjaflugvallar, heldur á klæðningu sem flettist af flugvellinum, en nokkur hundruð fermetr- ar sviftust af í óveðrinu. Slæmt veður í Eyjum í gær: Fólki ráðlagt að senda böm ekki með Herjólfi Herjólfur á sjötta tíma til Eyja Vestmannaeyjum. VONSKUVEÐUR var enn í Vest- mannaeyjum í gærmorgun, en þegar líða tók á daginn slotaði veðrinu heldur og var þá haidið áfram við lagfæringar á því sem skemmdist í fárviðrinu á sunnu- dag. Suðaustan 11-12 vindstig voru á Stórhöfða og seinkaði Heijólfur brottför frá Eyjum um tvo tíma, en skipið hafði þá ekki farið síðan - á laugardag. Jón Eyjólfsson, skip- stjóri, ságði að innsiglingin í Þor- lákshöfn hefði verið verulega slæm. „Það braut út eftir öllu og ég held að óhætt sé að segja að menn hafi þarna verið á ystu nöf, enda er þarna vart skipgengt í svona veðri,“ sagði Jón. Yfirmenn skipsins ráðlögðu fólki að fara ekki með börn sín með skip- inu til Eyja þar sem búast mætti við erfiðri ferð á móti veðrinu. Herj- ólfur kom til Eyja á áttunda tíman- um í gærkvöldi og hafði þá verið á leiðinni frá klukkan tvö en að öllu jöfnu er skipið þrjá og hálfan tíma á leiðinni.. , . Grímur Á síritanum sem skráir vind- hraðann á Stórhöfða má sjá mestu vindhraðamælingu sem gerð hefur verið á íslandi. Mælir- ipn, sem sýnir mest 120 Iinúta, sló í botn aftur og aftur. Sjónvarvottar segja hann hafa skrúfast upp í loftið yfir tæplega eins metra háa girðingu og flogið 30 metra. Bíllinn er gjörónýtur. - Gunnar Eiríkur Oddskarð: Flutn- ingabíll fauk útaf Neskaupstað. STÓR vöruflutningabíll frá Viggó hf. fauk útaf veginum í Blóðbrekkum á Oddskarði í gær- morgun. Fór hann heila veltu og stöðvaðist á hjólunum. Okumað- urinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur. Mjög mikil hálka var á Odd- skarði auk hvassviðrisins. Bíllinn er mikið skemmdur. Hann var dreg- inn upp í gær og settur inn í hús í Neskaupstað. Ágúst Hrúturinn stóð af sér ósköpin Selfossi. Á BÆNUM Seljatungu í Gaul- verjabæjarhreppi stóð hrútur það af sér, bundinn við stoð, þeg- ar fjárhúsið splundraðist ofan af honum. Birgir bóndi í Seljatungu batt hrútinn á laugardagskvöldið við stoð í fjárhúsinu og heimilisfólkinu datt ekki annað í húg en hann væri steindauður eða lemstraður eftir ósköpin. En þegar Birgir komst að húsinu voru kindurnar úti á túni en hrúturinn stóð keikur við stoðina eins og ekkert hefði í skorist, óskaddaður með öllu. Sig. Jóns. Suðureyri: Tvö sumar- hús horfin Suðureyri. TVÖ 30 fermetra sumarhús Súg- firðingafélagsins sem staðsett voru í Selárdal í Súgandafirði voru gjörsamlega horfin af yfir- borði jarðar þegar veðrinu slotaði eftir suðaustanrokið á sunnudag- inn. Hávaða rok gerði hér í Súganda- firði eins og svo víða annars staðar á landinu og tjón varð töluvert eins og áður hefur fram komið. Það var hinsvegar ekki fyrr en á mánudeg- inum sem menn tóku eftir því að í Selárdal sem er norðanmegin í Súg- andafirðinum stóðu aðeins tveir sumarbústaðir í stað fjögurra. Tveir bústaðir í eigu Súgfirðingafélagsins í Reykjavík voru algerléga horfnir. Marka mátti fyrir grunni annars þeirra en eingöngu skolprör sem stóðu upp úr grasinu voru ummerki eftir hinn. Margur brottfluttur Súg- firðingur hefur átt glaðan dag í Selárdal síðan félagið lét reisa þessa bústaði þar. Sýnt er að eignartjónið er mikið fyrir félagið og munu margir sakna kyrrlátu sumardag- anna úr Selárdal. - Sturla Páll Húsavík: Ekkert lát á óveðrinu Húsavík. SÍÐUSTU veðrabrigðin sem yfir Húsavík fóru í gær voru síst minni en undanfarna daga og hvassast var um morguninn og fram yfir hádegi. Skaðar urðu ekki teljandi, þó féllu grindverk við hús, þakplötur Páll við fallið útihús. Morgunblaðið/Ragnhildur Sverrisdóttir Skagafjörður: Það var ekki glóra að vera einn hérna - segir Páll Marvinsson á Sand- felli sem varð fyrir miklu tjóni MESTU skemmdirnar í ofsaveðrinu í Skagafirði, urðu á Sandfelli í Unadal. Þar gjöreyðilagðist hesthús, hlaða skemmdist mikið og íbúðarhúsið er óíbúðarhæft. Vindurinn reif efri hluta annars gaflsins úr því og lék lausum hala um innbúið. Enginn var í húsinu. Páll Mai-vinsson býr á Sand- felli og er einyrki. Hann var á Hofsósi þegar ósköpin dundu yfir. „Það var ekki glóra í því að vera einn hér og þar að auki er ég veðurhræddur rnaður," sagði hann þegar hann fór með blaðamanni Morgunblaðsins að Sandfelli, til að skoða vegsum- merki. Nýtt einingarhús sem Páll bjó í, skemmdist mjög mik- ið. Vindurinn náði að rífa efri hluta annars gaflsins úr húsinu. Eftir að hann komst inn á Ioftið létu þakplötur undan, svo sást í himininn úr stofu Páls. „Svona er nú aðkoman,“ sagði Páll þegar hann opnaði útidyrn- ar. Állt var á tjá og tundri og gluggi í hinum gaflinum hafði sprungið út. Páll lyfti eldhúsborð- inu sem hafði kastast út í horn og þar undir leyndist kaffibrús- inn. Ekkert rafmagn var á húsinu og kaffisopinn varð því að bíða. Þegar hugað var að útihúsum kom í ljós að hesthús Páls var gjörónýtt, Það var nýlegt stál- grindarhús. „Vindurinn lyfti þak- inu og stálbitarnir sem eru steyptir í jörð, rifnuðu upp,“ sagði Páll. Hann bætti því við að hestar hans hefðu ekki verið í húsi, utan þijú trippi sem kom- ust út úr húsinu. Hlaða Páls var mikið skemmd og þar voru björgunarsveitar- menn í óða önn að negla upp í dyr og glugga. „Ég veit ekki hvernig mér verður bætt tjónið,“ sagði Páll. „Ég byggði jörðina upp sjálfur en hún er núna ríki- sjörð. Ég missti hana en Steingrímur J. Sigfússon sá til þess að ég fékk að sitja hana áfram. Það var eitt af fyrstu verkum hans í embætti og mér hefur aldreijiótt vænna um nokk- urn hlut. Ég fæddist á næstu jörð, en hef búið hér síðan 1940. Hvergi annars staðar vil ég vera, ég ætla ekki að gefast upp þó ég hafi orðið fyrir þessu áfalli. Ég hef aldrei viljað vera upp á aðra kominn,“ sagði Páll Mar- vinsson bóndi, sem varð fyrir mestum skaða í Skagafirði. losnuðu og loftnet brotnuðu niður en hægt var að festa þetta svo ekkert verulegt tjón hlaust af. Björgunarsveitin var kölluð út um morguninn og var til staðar til að fyrirbyggja tjón og gera við það sem hefur þurft. - Fréttaritari Gaulverjabæjar-Vill- ingaholtshreppur: Skemmdir á flestum bæjum Gaulverjabæ. TJON varð á flestum bæjum af völdum óveðursins í neðanverðum Flóa. Menn unnu á mánudag og þriðjudag að lagfæringum en víðast vantaði bárujárn og var einkuin unnið við að stöðva leka þar sem fokið liafði af íbúðarhús- um og fjósum. Urhelli og stöðugt hvassviðri hamlaði einnig viðgerð- um. 1 Gaulveijabæjar- og Villinga- holtshreppum varð skaði á nær öll- um bæjum. Nokkur fjárhús fuku ofan af skepnum með hlöðu og öllu saman. Sumir náðu að bjarga eldri húsum með því að leggja sjálfan sig í hættu við að negla fyrir, stífa og laska hurðir, veggi, sperrur og þök. Björgunarsveitarmenn frá Stokkseyri óku einnig á milli bæja og aðstoðuðu bændur er veðurham- ur var mestur. Heyvagnar og hey- vinnuvélar fuku sums staðar sem 'skæðadrífa um tún. Þök og stokkar fuku af nokkrum votheysturnum sem voru flestir í notkun. Á sumum bæjum var rafmagns- laust í tvo sólarhringa og víða var orðið kalt í húsum enda nær lát- laust hvassviðri. Rafmagnsstaurar hallast víða mjög og ljóst er að þeir hefðu mun fleiri farið hefði verið frost í jörðu, þá hefðu þeir frekar hrokkið og brotnað. Skemmdir á tijágróðri urðu víða enn verri vegna þíðu. - Valdimar G. Grjóthriin í Gilsfirði Miðhúsum, Reykhólasveit. MIKLIR vatnavextir og grjót- hrun var í Gilsfirði í gær. Ekki var við neitt ráðið og hættu vega- gerðarmenn störfum undir kvöld í gær. Óráðlagt er talið að aka fyrir Gilsfjörð á meðan vatnsveðrið geng- ur yfir. Vegagerðarmenn hefja störf árdegis í dag við að hreinsa veginn. Sveinn - ------------------------ -|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.