Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MÍÐVÍKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991 félk f fréttum Hand- lyftívagnar fyrirliggjondi Leltið upplýsinga UMBOÐS- OG HBLDVERSLUNIN BlLDSHÖFÐA 16SIMI672444 TELEFAX672S80 Ruud Gullit og Cristina Pensa. Hluti hópreiðarinnar á aldarafmæli fjöldamorða... mannrSindi Indjánar halda upp á aldarafmæli fjöldamorða * Ahverjum vetri fara hundruð norður amerískra indjána nokkurs konar pílagrímsför, 200 kílómetra leið eftir snævi þöktum sléttum Suður Dakota. Það gera þeir til að heiðra minningu þeirra indjána sem féllu í blóðbaðinu sem kennt hefur verið við „Wounded Knee“. Hermenn úr sjöundu her- deild Norðurríkjahersins skutu þá hundruð saklausra indjána til bana. Að þessu sinni hafði hópreiðin sér- staka þýðingu, því það voru hundr- að ár liðin frá atburðunum sem um ræðir. Fjöldamorðin við Wounded Knee eru nú orðin tákn misréttis indjána í Norður Ameríku alla tíð, frá fyrstu dögum hvítra manna í vesturheimi og til þessa dags. Áður en hvítir menn komu til vest- urheims voru að því að talið er 12 milljón indjánar í Norður Ameríku og tilheyrðu þeir 30 flokkum. Nú eru aðeins hálf önnur milljón indj- ána eftir og fimmtungur þeirra býr við sára fátækt og neyð á svokölluð- um verndarsvæðum. Til skamms tíma hafa betri tímar ekki verið í sjónmáli fyrir það fólk. I seinni tíð hefur indjánum hins vegar vaxið nokkuð fiskur um hrygg og það er meira eftir þeim tekið. Þeir segjast hafa það fyrir satt, að bandarísk stjórnvöld hafi í gegn um tíðina brotið gegn 370 samningum sem gerðir hafa verið við indjána. Barátta rauða kyn- stofnsins færist smám saman í auk- ana og flestir eru á því að þar sé ekki farið fram á annað en jafn- rétti og sjálfsögð mannréttindi. BRUÐKAUP Gullit í það heilaga Hollenska knattspyrnustór- stjarnan Ruud Gullit gekk að eiga kærustu sína Cristinu Pensa fyrir skömmu og kom brúðkaupið í kjölfarið á harðvítugu skilnaðar- máli Gullits og Yvonne sem eiga saman tvö börn. Deilt var um for- ræðið svo og upphæð meðlags. Krafðist Yvonne 1,7 milljón punda staðgreiðslu en fékk eigi. Gullit bauð á móti að greiða 9.000 sterl- ingspund á mánuði hveijum og var gengið að því eftir talsvert japl jaml og fuður. Gullit og Cristina, sem er ítölsk og menntaskólakennari að atvinnu, giftu sig í kyrrþey í New York og buðu engum. Hjónaband Gullits með Yvonne fór út um þúfur er hann undirritaði samning við ítalska stórliðið AC Mílanó. Lék Gullit áður með PSV.EIndhoven og var Yvonne ekki fús að flytja um set. Yvonne eignar sér vel þekkta hártísku Gul- lits, segist hafa hvatt hann til þess arna á sínum tíma og þrátt fyrir knattsnilldina væri maðurinn ekki nándar nærri jafn þekktur ef ekki kæmi til þessi eftirtektarverða hártíska. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði Sylvia drottning tapar stjórnvelinum. MYNDATAKA * Ostýrilát prinsessa Mönnum þótti það tiltökumál fyrir skömmu að er hirðljós myndarinn sænski var beðinn að taka nýja opinbera mynd af kon- ungsfjölskyldunni, setti hin átta ára gamla prinsessa Madeline á sig snúð og skrækti í síbylju, „ég vil ekki, ég vil ekki“. Að svo búnu sleit hún sig lausa frá Sylviu drottningu og hljóp út í horn. Sinnti hún ekki fortölum móður sinnar um að koma til myndatök- unnar og gaf sig ekki fyrr en kamburinn á Karli Gústaf kóngi reis og hann jós yfir dóttur sína skömmum, háði og spotti fyrir að haga sér eins og smákrakki í votta viðurvist. Fylgdi kóngur því eftir með því að taka í öxl dóttur sinnar og draga hana með sér til mynda- töku. Bráði af prinsessunni litlu og Svíar fengu sína konunglegu fjölskyldumynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.