Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 29

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 29
MORGUNBLAÐH) MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 29 Flugmenn Flugfélags Norðurlands, farþegar í fyrsta áætlunarflugi félagsins milli Húsavíkur og Reykjavíkur og starfsmenn á flug- vellinum í Aðaldal, f.v.: Anfinn Heinesen, Sigurður Aðalsteinsson, Ármann Sigurðsson, Friðrik Adolfsson, Jón Karlsson, Sigurður Karlsson, Björn Hólmgeirsson, Einar Njálsson og Sigurbjörg Bjarnadóttir. Flugfélag Norðurlands: Fyrstu viðbrögð lofa góðu - segir Sigurður Aðalsteinsson, en áætlunarflug FN á milli Húsavíkur og Reykjavíkur hófst á laugardag FLUGFÉLAG Norðurlands flaug fyrsta áætlunarflug sitt á leið- inni frá Húsavík til Reykjavíkur á laugardag. Ný þota félags- ins, sem er af gerðinni Fairchild Metro III og nota á til áætlun- arflugsins, er þó ekki komin til landsins, en er væntanleg í næstu viku. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norð- urlands sagði að fyrsta áætlun- arferðin hefði tekist vel, tveir farþegar voru í vélinni suður, en fjórtán komu til baka. Þá var töluvert bókað í ferðirnar á sunnudaginn, en vegna veðurs var ekki unnt að fljúga þá. Að lokinni fyrstu ferðinni var boðið upp á veitingar í flugstöðinni. „Þetta hefur farið vel af stað, fyrstu viðbrögð eru góð og mér sýnist fólk bóka sig hjá okkur í töluverðum mæli,“ sagði Sigurð- ur. FN var úthlutað leyfi til að flytja 20% af áætlaðri flutninga- þörf á umræddri leið og verða farnar þijár ferðir í viku. Á miðvikudögum er farið frá Húsavík kl. 8.40 og frá Reykjavík til Húsavíkur kl. 10. Á laugardögum og sunnudögum er flogið frá Húsavík kl. 12.50 og frá Reykjavík kl. 14.15. Ferð- in tekur um 50 mínútur í Metro þotu félagins. Afhending vélar- innar hefur tafist nokkuð af ýmsum orsökum, en Sigurður bjóst fastlega við að ekki yrði um frekari tafir að ræða, þannig að vélin yrði afhent félaginu í næstu viku. Flugmenn og flug- virkjar sem vinna munu á vélinni hófu í gærkvöldi bóklegt nám- skeið sem stendur í viku. Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri FN afhenti öllum far- þegum rós við komuna til Húsavíkur. Mývatnssveit: Klæðning losnaði af veginum að Kísiliðjunni Björk, Mývatnssveit. MIKILL veðurofsi gekk yfir Mý- vatnssveit síðasta sunnudag. Vatnsrokið á Mývatni, þar sem það er íslaust, var með því mesta sem sést hefur. Þá var mikið sandmistur í lofti sunnan af há- lendinu sem bendir til að þar sé snjólítið. Sem betur fer varð hér lítið tjón, þó fóru tvær þakplötur að losna á barnaskólanum á Skútustöðum, en tókst að festa þær og afstýra þar með frekara foki. Einnig losnaði klæðning á parti af veginum að Kísiliðjunni. Eitthvað munu rúður hafa brotnað í gróðurhúsum. Raf- magnslaust varð hér í tvo klukku- tíma um hádegið. Kristján Eyjafjarðarsveit: Stór trakt- or fauk út í skurð Ytri-Tjörnum. EINS OG víðast hvar annars staðar á landinu gerði hér suð- austan aftakaveður á sunnudags- morgun. Hvergi er mér þó kunn- ugt um að stórtjón hafi orðið hér í sveit. Sem dæmi um veðrið má nefna að 25 ára gamalt og 8 metra hátt tré rifnaði upp með rótum á bænum Ytra-Laugalandi á Staðarbyggð. Víða fuku heyvagnar og brotnuðu, þakplötur sviptust af, þó ekki í miklum mæli, enda flest hús traust- lega byggð hér um slóðir. Þá fauk traktor hér á bæ, sem er eitt og hálft tonn að þyngd. Hann fauk þijá til fjóra metra og hafnaði ofan í skurði. - Benjamín Skýrsla Brunamálastofnunar um brunann að Krossanesi 1989: Byggingaryfirvöld, eldvarna- eftirlit og stjómendur gagnrýnd BYGGINGARYFIRVÖLD á Akureyri, eldvarnareftirlit slökkviliþs bæjarins og stjórnenduur Krossanessverksmiðju eru harðlega gagn- rýnd í skýrslu sem Brunamálastofnun hefur gefið út um brunann í Síldarverksmiðjunni í Krossanesi á gamlársdag 1989, þar sem varð tjón sem metið var á um 352 milljónir króna. Meðal annars eru stjórn- endur verksmiðjunnar sagðir hafa sýnt vítavert gáleysi með því að gera litlar ráðstafanir varðandi brunavarnir í verksmiðjunni og láta fyrirskipaðar brunavarnir mæta afgangi. Sérstaklega hafi verið víta- vert að starfrækja verksmiðjuna í heilt ár, klædda að innan með eld- fimurn tjörupappa; að hafa ekki fullkomna brunahólfun milli kyndi- klefa, þar sem eldurinn kom upp í gömlum, úr sér gengnum, olíukatli og annarra hluta verksmiðjubyggingarinnar. Á blaðamannafundi þar sem niðurstöður skýrslunnar voru kynntar sagði Bergsteinn Gizurar- son, brunamálastjóri, að það kerfi sem hérlendis hefur verið komið upp til eldvarnar- og byggingareftirlits virki ekki og brýn nauðsyn sé að gera lagabreytingar er auðveldi yfirvöldum brunamála að fylgja eftir kröfum sínum um bættar brunavarnir. „í aðalatriðum voru orsakir þessa ráðstafanir sem hefðu komið í veg bruna þær sömu og í [Gúmmívinnu- fyrir að eldur næði að breuðast út stofunni við Réttarháls í Reykjavík] • í byggingunni þó íkveikja yrði. nær tólf mánuðum fyrr. Fyrirbyggj- íkveikjan, eins og að Réttarhálsi, andi brunavarnir brugðust eða þær varð fyrir sinnuleysi og óvarkárni gagnvart hættu á eldsvoða," segir í niðurstöðum skýrslunnar. Þá segir að frágangur verksmiðju- byggingarinnar að innan hafi verið meginorsök brunans, það að verk- smiðjan hafi verið í fullum rekstri án þess að gengið væri frá útveggj- um og þaki að innanverðu. Dregið hafði verið að einangra og klæða bygginguna að innanverðu eins og samþykktar teikningar gerðu ráð fyrir. Þegar bruninn varð hafði verk- smiðjan verið rekin í heilt ár klædd að innan með eldfimum tjörupappa. Öllum, sem hugsuðu um brunavarn- ir verksmiðjunnar, hljóti að hafa verið ljóst að í tjörupappanum hafi falist mikil eldhætta og ýmsar tilvilj- anir gætu orðið til þess að í honum kviknaði. Einnig hafi verið ljóst að verksmiðjubyggingin hafi verið eitt brunahólf og eldur myndi eiga greiða leið um hana alla. „Andvaraleysi forráðamanna verksmiðjunnar bauð því upp á að þar yrði eldsvoði," seg- ir í niðurstöðum brunamálastjóra. Þá segir að íkveikjunni hafi valdið 20-30 ára gamall olíuketill, sem hafi verið í útbyggingu frá gamla verksmiðjuhúsinu en eftir að verk- smiðjubyggingin hafi verið reist hafi hann verið kominn inn í sjálfa verk- smiðjuna. Ketilinn hafi verið úr sér genginn og ekki með réttan öryggis- búnað og ekki skilinn frá öðrum hlut- um verksmiðjunnar með brunahólf- um. Eftirlit með katlinum hafi verið takmarkað og ekki í höndum sér- staks starfsmanns með sérþekkingu, svo sem vélstjóra. Þá segir að eftirliti byggingarfull- trúa Akureyrar með byggingunni, hönnun og framkvæmdum hafi verið mjög ábótavant, einkum þegar tékið sé tillit til þess að um var að ræða mikla framkvæmd á vegum stórs atvinnufyrirtækis í eigu Akureyrar- bæjar. Fram kemur í skýrslunni að teikningum hafi margsinnis verið breytt án þess að leitað hafi verið samþykkis byggingaryfirvalda bæj- arins. Brunamálastjóri telur að eftirliti slökkviliðsstjóra og eldvarnaeftirlits Akureyrar hafí verið mjög ábóta- vant. Þótt um nýbyggingu hafi verið að ræða hafi frá upphafi verið í henni verksmiðja í fullum rekstri. Því hafí borið að hafa fullt eldvarna- eftirlit með henni. Þó erfitt hefði verið fyrir slökkviliðsstjóra að stöðva rekstur verksmiðjunnar nema geng- ið yrði frá brunavörnum þá hefði verið full ástæða til að reyna það. Því miður hafí aldrei verið gerð full- komin brunavarnaúttekt á verk- smiðjunni eftir að verksmiðjubygg- ingin hafði verð reist og áður en hún var tekin í notkun. Hins vegar er í skýrslunni sagt að slökkvistarf hafi verið vel og skipulega unnið og hefði slökkvistarf getað komið í veg fyrir mikið tjón ef boð hefðu borist fyrr. Þá segir brunamálastjóri að gagn- rýna megi að eigendur og trygginga- félög hafi lítið sem ekkert gert til að bjarga verðmætum úr verksmiðj- unni eftir brunann. Forða hefði mátt miklum verðmætum frá skemmdum vegna tæringar af völdum efna sem myndast við bruna, einkum saltsýru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.