Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991
9
Reiövegir á
höfuóborgar-
svæöinu
Fræóslufundur verður haldinn í félagsheimili Fáks
fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30.
Framsögumenn verða: Ingi U. Magnússon,
Jón Leví Tryggvason,
Rögnvaldur Jónsson,
Ingvi Þór Loftsson.
Félagsmenn hafi meðferðis félagsskírteini.
Aðgangseyrir kr. 200 fyrir utanfélagsmenn.
Fræðslunefndin.
r Guömundur G. Þórarínsson alþingismaöur 1 viötali viö DV:
Eg er ákveðinn í að
»jóða fram lista í vor
^fj^frams^gnnennviga tS Steingrim á móti Guðmundi - siá bls. 2 ng hakstftn
Stóru orðin urðuð!
Guðmundur G. Þórarinsson, alþingis-
maður, hafði stór orð um meint undir-
heimavinnubrögð við framkvæmd próf-
kjörs framsóknarmanna í Reykjavík, full-
vissaði stuðningsmenn sína um að hann
myndi bjóða fram á eigin vegum í höfuð-
borginni á komandi vori og lét að því
liggja að framboð á landsvísu væri alls
ekki útilokað. En oft verður lítið úr því
högginu sem hátt er reitt. Og nú hefur
þingmaðurinn urðað öll sín stóru orð og
áform.
Fals, svik og
vélabrögð
Það gerði hávaðarok,
feikmnikið pólitískt fár-
viðri, á framsóknarheim-
ilinu í Reykjavík, þegar
Guðmundur G. Þórarins-
son, þingmaður flokks-
ins, lá í valnum í meintu
prófkjöri í höfuðborg-
iimi. Guðmundur steig
mikinn striðsdans, þótt
sár væri, og fjölmiðlar
voru barmafullir — dag
eftir dag — af stóryrðum
hans og Fimis Ingólfsson- ■
ar, hvors í annars garð.
„Þetta er hvorki skoð-
anakönnun né prófkjör,"
sagði þingmaðuriim.
„Þetta er marklaust gabb
og fyrst og fremst skipu-
lögð aðför að mér sem
staðið hefur lengi yfir.“
Eitt dagblaðið hefur
efir Guðmmidi í forystu-
grein:
„Guðmundur segir að
skoðanakönnunin hafi
verið marklaust gabb,
líkir aðferðum við leik-
reglur bófaforingja og
fullyrðir raunar að þátt-
takendur hafi alls ekki
verið fiokksfólk, heldur
einkavinir Finns. Verður
ekki önnur ályktun dreg-
in af viðbrögðum Guð-
mundar en hér hafi verið
fals og svik i tafli og
hann verið felldur með
vélabrögðum.“
Lýsing þingmannsins á
vinnulagi fénda hans í
F ramsóknarflokknum
var með því ljótara sem
sést hefrn- um áþekk efni
— og kallar framsókn-
armaddaman þó ekki allt
ömmu sína þegar heimil-
isófriður er amiars veg-
ar.
Hátt reitt
tilhöggs
Guðmundur G. Þórar-
insson blés af miklum
móð í herlúðra við upp-
haf hins nýja árs, hafði
uppi heitstrengingar um
sérframboð fylgismanna
sinna í höfuðborginni og
lét að því liggja að fram-
boð á landsvísu væri alls
ekki útilokað.
Hann sagði m.a. í
blaðaviðtali:
„Þú mátt hafa það eft-
ir mér að ég hefi tekið
þá ákvörðun að bjóða
fram lista við alþingis-
kosningamar í vor. Eg
hef sótt um það til full-
trúaráðs framsóknarfé-
laganna í Reykjavík að
fá að nota listabókstafina
BB ... Fari svo að ég fái
ekki að nota BB þá myndi
það ekki breyta þeirri
ákvörðun minni að bjóða
fram undir einhverjum
öðrum listabókstaf."
Og það var meira blóð
í kúnni. Þegar hann er
spurður, hvort framboð
af hans hálfu á landsvísu
komi til greina, er svarið
þetta:
„Það er rétt að á mig
er þrýst með þetta. Eg
hef hins vegar enga af-
stöðu tekið til þessa máls.
Ég bíð eftir afgreiðslu
fulltrúaráðsins þann 15.
janúar með frekari
ákvarðanir."
Það fór ekki milli mála
að þingmanninum vár
heitt í hamsi. Hann sýnd-
ist staðráðinn í því gráta
ekki orðimi hlut, heldur
safna liði og rétta siim
pólitíska hlut með eftír-
minnilegum hættí. Hann
notaði stór orð um stór
áform. En oft verður lítið
úr því högginu sem hátt
er reitt, segir máltækið.
Nú er komið
koppalogn
Þegar höfð er í huga
harðorð lýsing þing-
manns Framsóknar-
flokksins á vimiulagi
fénda hans við fram-
kvæmd skoðanakönnun-
ar á vegum flokksins í
Reykjavík, sem og heit-
strengingar um sérfram-
boð í höfuðborginni,
kemur á óvart, hve
snögglega vindurinn fór
úr honum. Þar sem áður
var hávaðarok er nú
komið koppalogn, hvað
sem veldur.
Reiði þingmaðuriim,
sem beit í skjaldarrendur
upp úr áramótunum, er
nú orðinn ljúfur sem
lamb og talar mjúklega
um allt og alla. Sáttfýsin
fer honum vel og breiðir
sig eins og græn torfa
yfir fyrri stóryrði og
ásakanir.
Hér skulu engar likur
leiddar að því, hvað hafi
breytzt. Þingmanninum
er að sjálfsögðu fijálst
að skipta um skoðun og
breyta pólitískum áfonn-
um sínum eins og hugur
hans stendur til.
Hugmyndin um BB-
framboð er lögð til hlið-
ar. Máske er sú niður-
staðan sætari, í huga
hans, að liðið, sem lék
hann svo grátt, hljótí
verðuga útreið, án mót-
framboðs? Máske liafa
deiluaðilar einfaldlega
sætzt á eitthvað, sem
báðir geta við unað? í það
verður ekki ráðið í
augnablikinu.
En hvað stendur svo
eftir í hugum áhorfenda
þegar tjaklið er fallið?
Það er hvorki mikið né
merkilegt. Stundum við-
hafa stjórnmálameim
sterk tilþrif á leiksviði
þjóðmálanna, fara mik-
inn í fjölmiðlum, tvirnia
saman stóryrði uni
meinta mótstöðumenn —
en detta síðan ofan í tal-
andaim á sjálfum sér, ef
nota má þá líkingu. Það
skrítnasta i þessu öllu
saman er ef til vill það,
hvemig hægt er gera
úlfalda úr mýflugu, þ.e.
Framsóknarfiokkiim í
Reykjavík að fréttaefni.
::
Þú getur greitt
spariskírteini
ríkissjóðs
8 í áskriít með
greiðslukorti
||
Áskriftar- og þjónustusímar:
91-62 60 40 og 91-69 96 00
ÞJONUSTUMIÐSTÓÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
lT)
si
Þjónustumlðstöð ríklsverðbréfa, Hverfisgötu 6, 2. hæð. Síml 91-62 60 40
VÍB Á AKUREYRI
Oj>ið hús
laugardaginn 9. febrúar
*•
Laugardaginn 9. febrúar nk. .verður opið hús hjá VÍB,
Verðbréfamarkaði Islandsbanka hf., í útibúi Islandsbanka
að Skipagötu 14 á Akureyri til að kynna hvernig við
aðstoðum fólk við að leggja fyrir og ávaxta sparifé sitt. Einn-
ig verða flutt fróðleg erindi um skipulagningu einstakl-
ingsfjármála og val á verðbréfum. Verðbréfaviðskipti þurfa
ekki að vera flókin eða torskilin og nú gefst Norðlending-
um tækifæri til að koma og kynna sér málin í rólegheit-
unum. Verið velkomin í VÍB.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 91 - 68 15 30. Telefax 91 - 68 15 26. Símsvari 91 - 68 16 25.
Afgreíösla Skipagötu 14, 600 Akureyri. Sími 96-1 20 00. Telefax 96-2 40 87.