Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991
37
Vilberg Sigmjóns-
son - Kveðjuorð
Hugur minn hvarflar aftur til
ársins 1965 er ég heyri um lát Vil-
bergs Siguijónssonar.
Vor er í nánd og ég stödd erlend-
is á leið heim til sumardvalar í leit
að atvinnu. Þá lék það lán við mig
að mér býðst starf hjá Vilberg og
Þorsteini og hófust kynni okkar þar
með. Reyndar vissi ég fyrir hver
maðurinn var í sjón, þar sem ég
stelpan hafði á sumrin unnið ýmis
störf og þ. á m. í blómaverslun.
Ávallt á laugardögum er ég var að
tygja mig heim úr vinnu kom þessi
dökki, teinrétti maður og vildi blóm.
Og þótt ég vildi sem fyrst losna var
alls ekki hægt annað en afgreiða
Vilberg. Þó ætlun mín í upphafi
hafi verið að starfa aðeins sumar-
langt í fyrirtæki Vilbergs og Þor-
steins urðu árin áður en lauk 6.
Ég minnist Villa sem afar
trausts, raungóðs og skemmtilegs
manns. Hann var afbragðs hús-
bóndi, annar sá besti sem ég hef
haft, en hinn var Þorsteinn, félagi
hans. í raun er mér ómögulegt að
minnast Villa án þess að Steini sé
þar líka.
Öll þau ár sem ég var samvistum
við Villa og Steina rann samstarf
okkar eins og af sjálfu sér og aldr-
ei heyrði ég styggðaryrði fara á
milli þeirra félaga þótt ólíkir væru.
Þeir höfðu þann hátt á að skipta
með sér verkum, sem virtist henta
báðum vel.
Fyrir mér lá svo að flytjast með
fjölskyldu mína út á land og þá
nutum við hjónin þess, að fá elstu
dóttur Villa, hana Möllu okkar, sem
barnapíu og var hún hjá okkur í 3
sumur. Þannig hélst samband okkar
þótt vegalengdin yrði lengri á milli
okkar og aldrei fannst mér ég kom-
in til Reykjavíkur nema byija á að
fara á Laugaveginn og heilsa upp
á Villa og Steina.
Eftir að Villi veiljtist og seldi
fyrirtæki sitt urðu samfundir okkar
þvi miður færri og nú er hann all-
ur. Hugur minn reikar og margt
frá samverustundum, bæði í leik
og starfi, rifjast upp, enda 6 ára
samvinna yfrinn tími til góðra
kynna.
Villi kenndi mér margt og ætíð
hávaðalaust en þó þannig að eftir
var farið og mun ég ætíð minnast
hans sem góðs vinar og húsbónda.
Ég votta fjölskyldu hans samúð
okkar hjóna í vissu um að minning
góðs manns mun lifa.
Hrabba
Á hljóðri stund minninganna þeg-
ar einn af mínum bestu kunningj-
um, Vilberg Siguijónsson, er fallinn
frá koma bjartar myndir frá liðnum
dögum fram í hugann. Skildinga-
neshólarnir og Skerjafjörðurinn í
litríkum bjarma vorsólarinnar. Þar
átti Vilberg heitinn sín bernsku- og
uppvaxtarár og sú birta ásamt fast-
mótuðu og skilningsríku huglífi
fylgdi honum fram til síðasta dags.
Ég sé ekki ástæðu til þess að ræða
um einkamál hans eða dagleg störf.
Hann var sérstakur áhugamaður
um hljómflutningstæki ýmiskonar
og hafði verslun í mörg ár ásamt
öðrum kunningja sínum, lengst af
á Laugavegi. ÉfEir það var hann
smátímabil á Njálsgötunni. Það er
af mörgu að taka og margs að
minnast en jarðlífið er skammvinnt
og engu verður þar um breytt en
það jákvæða í fari einstaklings veit-
ir ætíð von og styrk þeim sem ekki
eru á réttri leið. Það falla oft lofs-
yrði á persónur þó að sýndar-
mennska og lítilsvirðing móti þeirra
huglíf en þann ókost átti Vilberg
heitinn ekki til. Að e;ndingu votta
ég eftirlifandi skyldfólki hans og
þá sérstaklega tveimur bræðrum
hans hluttekningu mína. Blessuð
sé minning Vilbergs Siguijónsson-
ar.
Þorgeir Kr. Magnússon
Sunnudaginn 27. janúar lést vin-
ur minn og samstarfsfélagi, Vilberg
Siguijónsson. Kynni okkar Vilbergs
hófust fyrir rúmum 40 árum er við
hófum störf í útvarpsvirkjun hjá
Ríkisútvarpinu. í þessu starfi urð-
um við fljótlega samrýndir og rædd-
um um að við þyi'ftum að gera eitt-
hvað sjálfir, sem var síður en svo
sjálfgefið á þessum árum. En með
því að hafa ofurhuga eins og Vil-
berg með sér var ekki annað hægt
en heíjast handa og árið 1955 stofn-
uðum við fyrirtækið Radíóstofu Vil-
bergs og Þorsteins, sem við rákum
saman óslitið til ársins 1985.
Villi eins og við vinir hans nefnd-
um hann var einstakur drengskap-
armaður. Öll þau ár sem við unnum
saman sem samstarfsmenn og'ekki
síður sem vinir eru mér ofarlega í
huga núna. Það er svo margs að
minnast, svo sem samvinnunnar,
veiðiferðanna og ferðalaganna svo
um eitthvað sé talað. Að hafa verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að taka
þátt í þessu öllu með honum var
sérstakt og fyrir það vil ég þakka
vini mínum á þessari sorgarstundu.
Við Villa verður ekki skilið nema
minnst sé á Álftá, sem við ásamt
nokkrum góðum vinum leigðum í
ijölda ára. Á bakkanum við Álftá
byggði Villi sitt sérstaka veiðihús,
sem átti að verða sumarbústaður
hans, þar sem hægt væri að njóta
friðar og kyrrðar í ró og næði á
þeim stað sem hann undi sér best.
Nafnið veiðihús nota ég því einka-
sumarbústaður varð þetta aldrei.
Allir vinir hans höfðu takmarkalaus
afnot af húsinu, hvort sem þeir
voruvið veiðar eða bara til að slappa
af. Á Bakkanum eins og það er
kallað, eiga þeir sem þar dvöldu
sínar sérstöku minningar, sem aldr-
ei fyrnast. Ég held ég tali fyrir alla
sem þar dvöldust þegar ég segi að
um eitt voru allir sammála: „Hér
er gott að vera.“
Villi átti í lífi sínu miklar sorgar-
stundir þegar eiginkona hans, Sól-
veig Eggertsdóttir, dó eftir erfið
t
Eiginmaður minn og faðir,
GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON
vélstjóri,
Skipholti 45,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. febrúar
kl. 10.30.
Margrét Dagbjartsdóttir,
Einar Guðlaugsson.
t
Þökkum samúðar- og vinarhug vegna andláts,
KRISTÍNAR ÁSTGEIRSDÓTTUR
frá Litlabæ,
Vestmannaeyjum,
veikindi. Börnin voru fimm á ýms-
um aldri. Villi tók dauða hennar
mjög nærri sér en eins og sagt er
„tíminn læknar öll sár“. Síðar varð
hann þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast eftirlifandi eiginkonu sinni.
Sigríði Gunnlaugsdóttur, og eins
og hann sagði, að það væri mikil
lukka að kynnast hamingjunni
tvisvar.
Vinur minn og samstarfsmaður
er allur og skilur eftir sig tómarúm
í huga mínum. Konu hans og börn-
um votta ég mína innilegustu sam-
úð og veit að Guð geymir góða vini
fram að endurfundum.
Þorsteinn Þorvaldsson
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJARNA MARINÓS ÓLAFSSONAR
frá Skálakoti.
Katrín M. Magnúsdóttir,
Magnús Bjarnason, Ásgerður Ásgeirsdóttir,
Viðar Bjarnason, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir,
Rúna Bjarnadóttir, Gísli Norðdahl,
Ólafur L. Bjarnason, Birna Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÖRGEN F. F. HANSEN"
verslunarmaður,
Álakvísl 3,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 7. febrúar
kl. 13.30.
Helga E. Hansen,
Jörmundur Ingi Hansen,
Eiríkur Hansen,
Helga Hansen,
Skúli Hansen,
Ingibjörg Dóra Hansen,
Ragnheiður Regína Hansen,
barnabörn og barnabarnabarn.
Þórunn Jóhannsdóttir,
Davið Guðmundsson,
Sigríður Stefánsdóttir,
Gunnar Börkur Jónasson,
Veðurhlíf á vinnupallana
LATT'EKKI
REGNID OG ROKID
BERJA ÞIG AÐ ÓÞÖRFU!
Svissneska Tegunet
veðurhlífin bætir aðstöðu á
vinnupöllum og tryggir þér
fleiri nothæfa vinnudaga.
Tegunet veðurhlffin er fislétt en grimmsterk og
auðveld I uppsetningu. Hún tekur u.þ.b. 70% af
öllum vindi, hleypir litlu sem engu í gegn af
úrkomu, heldur inni dýrmætum hita og veitir
kærkomið skjól á vinnupöllunum.
Tegunet veðurhllfin skapar þannig um leið
stóraukin þægindi fyrir alla byggingariðnaðarmenn
og fjölgar verulega þeim dögum sem hægt er að
vinna viðkvæma útivinnu, s.s. einangrun utan frá,
sprunguviðgerðir, málningarvinnu, múrhúðun o.fl.
Tegunet veðurhlífin kemur einnig í veg fyrir að
hvers konar smáhlutir falli fram af vinnupöllum.
Tjón og slysahætta minnkar þannig til muna.
Verðið er einstaklega hagstætt -
og getur skilað sér margfaldlega til baka með fleiri
vinnudögum, auknum þægindum og um leið
frekari afköstum.
Hringið í síma 641020 - 42322 og fáið allar nánari upplýsingar.
VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI i
I DALVEGI16, FÍFUHVAMMI, KÓPAVOGI, SÍMAR 641020 - 42322 P
Pallar hf
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
4