Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 12

Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991 Lögmaöur Sigurður Sigurjónsson, hri. Sími 681060 Einbýli - raðhús Norðurbær - Hafnarf. Glæsil. 335 fm einbhús á tveimur hæðum. Mögul. aö nýta sem 2ja íb. hús. Falleg, lóð. Parket. Vönduð eign. Ákv. sala. Hagst. lán áhv. Dalhús - í smíðum Stórglæsil. endaraðhús á tveimur hæðum ásamt 30 fm bílsk. alls 192 fm. Afh. fullb. að utan, fokh. að inn- an. Falleg og vel skipul. hús. Arki- tekt: Kjartan Sveinsson. Bæjargil - Gbæ Vorum að fá í einkasölu fallegt ein- bhús 200 fm á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Áhv. Hagst. verð frá veðd. ca 3,6 millj. Gert er ráð f. 5 svefnherb. Ákv. sala. 5-6 herb. Njörvasund V. 7,4 m. Vorum að fá í einkasölu 4ra-5 herb. íb. 106 fm nettó á 2. hæð í tvíb. Bílskréttur. Fráb. staðsetn. Ákv. sala. Skuldlaus eign. Hentar vel fyrir húsbréf. Rauðhamrar V. 8,8 m. Mjög rúmg. 4ra-5 herb. íb. á jarðhæð m/sérinng. íb. er ekki fullb. en ibhæf. Áhv. lán frá húsnstj. 4,6 millj. Keilugrandi V. 8,9 m. Stórglæsil. 4ra herb. íb. á 3. hæð. Tvennar svalir -norður, -suður. Fallegar innr. Fráb. útsýni. Stæði í bílskýli. Parket. Ákv. sala. Eign í sérflokki. Ásholt - Mosbæ Mjög falleg 130 fm 4ra herb. íb. á jarðhæð í tvíbhúsi ásamt bílsk. Fráb. útsýni. Falleg, ræktuð lóð. Fallegar innr. Sérherb. m/heitum potti. Ákv. sala. Dalsel V. 8,7 m. Vorum að fá I einkasölu fallega 4ra herb. endaib. á 1. hæð. 104 fm. ásamt einstakl. ib. í kj. 29 fm. Tvö stæði i bilgeymslu. Parket. Þvottah. innaf eldh. Falleg eign. Hrafnhólar Vorum að fá i sölu glæsil. 3ja herb. íb. á 5. hæð í lyftuh. Glæsil. útsýni. Fallegar innr. Góð sameígn. Ákv. sala. Vallarás V. 5,9 m. Rúmg. íb. á 2. hæð í lyftuh. Fallegar innr. Hagst. lán frá veðdeild ca 1700 þús. áhv. Ákv. sala. Lokastígur V. 5,8 m. Góð 3ja-4ra herb. ib. á 1. hæð i steinh. Mögul. á 3 svefnherb. Er í dag 2 saml. stofur og 2 góð svefnh. Hrísmóar Vorum að fá i einkasölu glæsil. 3ja herb. íb. 97,7 fm nettó á 2. hæð í 3ja hæða blokk. Stór stofa. 2 svefnh., eldh., þvottah. Stórar svalir. Áhv. lán frá húsnstj. ca 1800 þús. Æsufell V. 5,5 m. Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 87,5 fm íb. nettó á 2. hæð. Suð- ursv. Ákv. sala. Digranesv. V. 5.9 m. Vorum að fá í einkasölu glæsil. 3ja herb. íb. á jarðh. í fjórbýli. Sérinng. Þvottah. i íb. Topp eign. Ákv. sala. Öll þjón. í næsta nágr. . 2ja herb. Hávegur - parh. - bilsk. Fallegt 2ja-3ja herb. parhús ásamt 30 fm bílsk. m/gryfju. Húsið er allt nýstandsett. Hagst. lán áhv. Laus fljótl. Ákv. sala. Asparfell V. 4,2 m. Vorum að fá í sölu fallega 2ja herb. íb. á 4. hæð 48,3 fm nt. í lyftubl. Þvottah. á hæðinni. Hraunbær V. 4,5 m. Vorum að fá í einkasölu mjög fallega 2ja herb. íb. á jarðh. Suðurgarður. Ib. er í mjög góðu ástandi. Ákv. sala. Frostafold V. 4.950 þ. Vorum að fá i einkasölu mjög fallega einstaklib. á jarðhæð 47,9 fm nt. Áhv. hagst. lán frá veðd. ca 3,0 millj. Alfræðiorðabók íslensk Ritst.jórar orðabókarinnar, Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðar- dóttir, ásamt Orlygi Hálfdanarsyni útgefanda. Bókmenntir Sigurjón Björnsson Fyrir allmörgum árum fékk opin- ber bókmenntastofnun það verkefni að setja saman alfræðiorðabók. Það hefpr eflaust þótt þjóðþrifaverk og nauðsynlegt til styrktar menning- unni! Ráðinn var maður eða menn til að stýra verkinu og hópur sér- fræðinga tilkvaddur. En þegar verk- ið vat'jkorrtið eitthvað áleiðis sýndist þeim ýísu trtönnum áð hér væri ver- ið að réisa fér hurðarás um öxl: slíkt stórvitjki yrði ofviða fátæku ríkis- valdi. 'Niðurstaðan varð því sú að einungis vpru gefnar út fáeinar litlar bækur um einstaka efnisflokka. Ágætár bækur að vísu sem hafa komið að góðum notum. Síðan líða mörg ár. Þá er það að bókaútgefandinn Örlygur Hálfdan- arson tekur sig til að eigin frum- kvæði og styrkjalaust og fer að efna til alfræðiorðabókar. Er nú ekki að sökum að spyrja. Að fáum árum liðn- um er ritið komið út. Þriggja binda verk, hátt í tvö þúsund blaðsíður, barmafullt af fróðleik og prýtt hinum fegúrstu myndum, kortum, töflum og ýmsu öðru sem auga og huga gleður. Tveir ritstjórar stýrðu verk- inu, Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir. Liðlega eitt hundrað sérfræðingar lögðu sitt af mörkum, fyrir utan fjölda annarra, handrita- og prófarkalesara. Heyrst hefur að verkið hafi kostað um 200 milljónir króna. Nú hefði mátt ætla að fögnuður haft orðið í herbúðum ísraels, þ.e. hjá ritdómurum, þegar þeir fengu þetta stórverk í hendur síðla á um- íiðnu hausti. Var það ekki fagnaðar- efni að fá eitthvað matarmikið að rita um eftir allt sjálfsævisagna- þruglið, leirburðinn og annað létt- meti sem mönnum berst jafnan í fang á þeim tíma? En óekkí! Að vísu varð ekki undan því vikist að fara lofsamlegum orðum um þetta verk. En aðfinnslurnar voru þó meiri. Af hverju var þessi Islendingur en ekki hinn í bókinni? Af hvetju var svo mikið danskt _efni? Af hveiju þetta, en ekki hitt? Eg verð að viðurkenna að ég varð dálítið undrandi þegar ég áttaði mig á að menn töldu sig þess umkomna að rita um verk af þessari stærð og gerð eftir einungis fárra daga uppflettingar. Hvernig líta þeir á hlutverk sitt og á þá ábyrgð sem þeim er falin? En við nánari athugun sá ég þó að þetta er ákaflega íslenskt fyrirbæri. Ef eitthvað er sérstaklega vel gert þarf að finna á því löst og draga úr verð- leikunum. Sé hins vegar um miðl- ungsverk að ræða eða enn lakara er séð í gegnum ftngur og kostirnir jafnvel ýktir. Þetta er hin undarlega jafnaðarmennska sem hér tíðkast. Fyrir svo utan þá óskemmtilegu ár- áttu að reyna að líta út fyrir að vera gáfaðir á kostnað annarra og með ómerkilegum sparðatíningi.' Alfræðiorðabókin íslenska er að uppsetningu og stofni sniðin eftir Alfræðiorðabók Gyldendals (Gylden- dals 2-bindis leksikon, 1973). Sú bók kom upphaflega út í tveimur bind- um, en síðan (1988) í einu bindi (Fakta). Þetta síðarnefnda rit var á tölvutæku formi og var samningur gerður við Gyldendal um notkun þess og fijálsar hendur gefnar um aðlögun og breytingar fyrir íslenska lesendur. Eg hygg að það haft verið ★ Pitney Bowes Frimerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. •Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 /624699 rétt ráðíð að notfæra sér með þess- um hætti erlenda alfræðibók. Senni- lega hefði orðið óviðráðanlegt að ætla sér að frumsemja hana að öllu. Segir mér hugur um að það hafí einmitt verið á því skeri sem Alfræði- orðabók Menningarsjóðs strandaði. En þá er það vitaskuld álitamál hvaða alfræðiorðabók átti að velja sem fyrirmynd: danska, sænska, þýska, franska, enska eða ameríska? Ég er að sjálfsögðu ekki dómbær á gæði erlendra alfræðiorðabóka. Hver þeirra er miðuð við tiltekið menningarsvæði og þá sem eiga sér mál bókarinnar að móðurmáli. Gyld- endals-alfræðiorðabókin er löngu viðurkennd sem gott og vandað rit og rnenningarlegur skyldleiki Dana og Islendinga ætti að gera það aug- ljóst að réttast hafi verið að styðjast við danska bók. A.m.k. hygg ég að gagnrýnin hefði síst orðið minni ef einhver önnur bók hefði verið valin sem fyrirmynd. Þá er að víkja að því hvernig hin danska bók hefur breyst í meðförum hinna íslensku ritstjóra og sérfræð- inga. Um það efni hef ég vitaskuld orðið að leita til ritstjóranna um ýmsar upplýsingar. Gyldendals Fakta er 1.328 bls. en Álfræðibókin íslenska er 1.824 bls. Sama brot, leturstærð og upp- setning er á báðum bókum. íslenska bókin er þannig rúmum þriðjungi lengri. Þetta segir raunar ekki nema hluta sögunnar. I dönsku bókinni er fjallað um 241 efnisflokk, en í þeirri ísleirsku bætast við alíslenskir efnis- flokkar.um bókmenntir, landafræði og sagnfræði. Alls urðu efnisflokkar íslenska ritsins 245. Allir eru þessir þættir talsvert fyrirferðarmiklir. Einkum er ástæða til að benda á íslensku landafræðina, sem að mínu viti er gerð góð skil bæði í máli, myndum og koi'tum, t.a.m. góðum sérkortum af öllum sýslum landsins. Enda. hefur útjgáfan sérhæft .sig í umfjöllun um Island eins og flestir hljóta að vita. íslenskri jarðfræði eru og gerð mjög góð skil í ritinu. Is- lenskt efni er um þjóðháttafræði, stjórnmálafræði, náttúrufræði, skólamál, sjávarútveg, landbúnað, íþróttir, stofnanir og félög, svo að eitthvað sé nefnt. Þá er og þess að geta að í mjög mörgum tilvikum hefur greinum undir uppsláttarorðum sem tekin voru úr Fakta verið breytt og þær lengdar og raunar stundum endur- samdar af íslenskum sérfræðingum. Nefna má að íslenskra þýðinga á verkum erlendra höfunda er jafnan getið. Uppflettiorð ritsins eru um 35.000. Ljósmyndir, teikningar, kort og töflur eru 4.500. Verulegur hluti myndanna eru íslenskar, menn, stað- ir, landslag. Er þarna fjöldi gullfal- legra og ágætlega gerðra mynda. í dönsku bókinni var sérstök upp- sláttargrein um 2.211 danska menn, en í íslenska ritinu eru íslendingarn- ir 1.346. Miðað við stærð þjóðanna verður þetta að teljast gott hlutfall fyrir Islendinga. Sé litið á innbyi'ðis skiptingu voru um 70% Dananna í ýmsum listgreinum þar með töldum bókmenntum og bókmenntafræði. Þessi talar lækkar í 57% í 'íslenska ritinu. Er rétt að minna á þetta þar sem sú gagnrýni hefur komið fram að listgreinum sé gert of hátt undir höfði á kostnað annars. Hlutfallið snýst svo við þegar kemur að þjóðar- sögu viðkomandi lands. Danir: 17%. íslendingar 34,4%. Menn í vísindum, fræðum, skólamenn, athafnamenn o.fl. eru 8,6% hjá Islendingum en 13% hjá Dönum. Ég hygg að þegar allrar sanngirni sé gætt hljóti þessi hlutfallamismunur að teljast eðlileg- ur og sist óhagstæður fyrir íslend- inga. Vitaskuld ber að minnast þess að alfræðiorðabók er ekki „bíógrafískt leksíkon". Aðrar bækur eru tiltækar um það efni á íslandi og á þeim er enginn hörgull. Auk þess er miklu fleiri manna getið í bókinni en þeirra sem fá sérstakar uppsláttargreinar. Forstöðumanna stofnana og félaga- samtaka er jafnan getið í uppsláttar- grein um viðkomandi stofnun eða samtök. Nýmæli í íslenska ritinu er hin sérstaka orðabók sem þar er að finna. Neðst á blaðsíðu, utan les- máls, eru skráð £rlend orð (dönsk, ensk) sem oft er slengt fram óþýdd- um í tali og rituðu máli og íslenskar þýðingar gerðar. Orðin koma á þeirri opnu sem erlendu orðin myndu koma í stafrófsröð. Um 2.000 orð af þessu tagi er að finna í bókinni. Þetta var vissulega mikið þarfaverk sem á eftir að koma mörgum að gagni. Eins og áður getur eru í ritinu 245 efnisflokkar. Það spannar því flest svið mannlegrar þekkingar. Gera menn sér grein fyrir því hversu óhemjumikið verk hefur verið að koma yfir á íslensku öllum þeim aragrúa hugtaka sem þessum mikla þekkingarforða fylgir og hvílíkt hag- ræði er í því fólgið að hafa þau hér í einu riti í réttu og fræðilegu sam- hengi? Það fer ekkert á milli mála að íslenska alfræðiorðabókin er íslenskt rit. Hún ber að sjálfsögðu nokkurn keim af þeirri dönsku, en ég fæ ekki séð að það sé ti! neins baga. Auðsjáanlega hefur verið lögð mikil alúð við að gera ritið eins íslenskt °g gagnlegt Islendingum og kostur var á. Enginn getur gert sér grein fyrir mikilvægi og gagnsemi þessa rits að neinu gagni nema hann hafi not- að það nokkra hríð, flett fram og aftur, notfært sér millitilvísanir og margt ánnað sem þessa bók prýðir. Menn verða því að hafa hana uppi við og nota hana að staðaldri og venjast henni. Þetta gildir auðvitað um allar uppsláttarbækur. Hvað útlit og alla hönnun varðar er þetta ritverk hið glæsilegasta og hefur bersýnilega verið mjög til þess vandað í alla staði. Sjálfsagt eru þar einhveijar villur og missmíði að finna. Oðruvísi getur það naumast verið. Jafnvel í hinu mikla og marg- útgefna verki Encyclopedia Bri- tannica finnast villur. Sem ritverk er það eins og allir ættu að geta gert sér grein fyrir nýmæli í íslenskri bókaútgáfu og merkur menningarviðburður. Ber vissulega að þakka þetta einstaka og stórhuga framtak Örlygs Hálf- danarsonar og hið samviskusama og metnaðarfulla starf ritstjóranna. Þetta rit þyrfti að vera til á sem flestum heimilum og einkum er það ómissandi í höndum skólafólks. Af eðlilegum ástæðum er það dýrt og væri því full ástæða til að mennta- málaráðuneytið legði fram myndar- lega fját'hæð svo að hægt væri að lækka verðið svo að um munaði. z. Ingibjörg Guðjónsdóttir _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Tónlistarskóli Garðabæjar stóð fyrir tónleikum Ingibjargar Guð- jónsdóttur og David Knowles í Kirkjuhvoli, tónleikasal Garðbæ- inga, sl. laugardag. Á efnisskránni voru söngverk eftir Mozart, Grieg, Chausson, Poulenc, Gounod, Obradors, Puccini og Walton. Efnisskráin var að mörgu leyti óvenjuleg. Tónleikarnir hófust á Vado ma dove eftir Mozart og þar eftir komu fjögur lög eftir Grieg, við Ijóð eftir Björnsterne Björns- son, Det förste möde, God morgen, Jeg giver mit digt og Takk for dit rád sem Ingibjörg söng mjög fal- lega. Tvö lög eftir Chaussons, Les Papillons og La Colibri, svo og Les Chemins de l’amour eftir Poulenc voru einnig vel flutt og þá ekki síður Gimsteinaarían úr óperunni um Faust eftir Gounond en þar mátti heyra að Ingibjörg ætti að eiga sér stóra framtíð sem óperu- söngkona. Eftir hlé söng Ingibjörg fjóra „Klassíska spánska söngva" eftir Obradors og voru tveir þeirra, Del cabello más sutil og Chiquitita la novia sérstaklega vel sungnir. Tveir söngvar eftir Puccini voru fallega fiuttir en seinna lagið, Noi leggeremo (Svo í Groves), samdi Puccini 1882, þá nemandi við tón- listarskólann í Milano, þar sem aðalkennarar hans voru Bazzini og Ponchielli. Fyrra lagið, ETuccel- ino, er samið 1899 um líkt leyti og hann var að semja „Tosku“. Tónleikunum lauk með fjórum söngvum eftir Walton við ljóð eftir Edith Sitwell og eru tvö Iaganna, Through Gilded Trelises og Old Sir Faulk, úr því fræga verki Facade (1922), að því er undirrit- aður veit best. Þessi og það þriðja, Daphne, voru mjög vel flutt. Undir- leikarinn, David Knowles, lék- af öryggi og átti víða mjög fallegt samspil við söng Ingibjargar. Ingibjörg Guðjónsdóttir er þegar orðin vel kunnandi söngkona og þó varlega skuli ævinlega spáð fyrir ungu fólki, er freistandi að spá Ingibjörgu glæsilegri framtíð. Rödd hennar er bæði falleg og mikil, auk þess sem hún hefur sterka tilfinningu fyrir leikrænni Ingibjörg Guðjónsdóttir og tónrænni túlkun, án þess þó að ofgera,. þar um og síðast en ekki síst hefur hún aflað sér góðr- ar tónlistarmenntunar og þjálfunar undir handleiðslu frábærra kenn- ara. Hún er nú að hefja starfsdag sinn sem söngvari og það má sann- arlega vænta mikils af þessari ungu og efnilegu söngkonu ef tíminn og „Fortuna" slá henni taktinn af sömu rausn og hingað til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.