Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 44
44 . ...... .......................................MOKGÍllléLÁÍÍIÐ -MlHVÍktlDÁóílR FEÖRúkE 19Í)Í
/-, Mi/er ý>an-taél kjúklingaborgaf&úú "
nota í neina fjárfestingu.
Frá æskuárunum hefur
það verið draumur minn
að ganga niður Laugaveg-
inn og dreifa hundraðköll-
um.
HÖGNI HREKKVÍSI
Átak gegn harðstjóra
Til Velvakanda.
Annan ágúst síðastliðinn hófust
átök við Persaflóa með innrás íraka
í Kúveit. Hálfu ári síðar hófst gagn-
sókn bandamanna í þeim tilgangi
að frelsa íbúa Kúveit undan ofbeld-
issveitum Saddams Hussein. Víða
um lönd fara nú fram mótmæli
gegn þessum ófriði. Þess er krafist
að bandamenn leggi niður vopn.
Fyrir 11 árum hóf einræðissegg-
urinn Saddam Hussein stríð á hend-
ur írönum. Sú styrjöld entist í 8
ár og kostaði nær eina milljón ungra
manna lífið. Ekki munum við eftir
víðtækum mótmælum á Vestur-
löndum gegn því meiningarlausa
stríði, ekki heldur á íslandi. Þegar
Saddam Hussein hrinti öðru sinni
af stað styijöld við Persaflóa með
árás á Kúveit risu menn ekki upp
með andköfum til að mótmæia
nema þá helst Kúveitar dreifðir um
heiminn. Nú þegar ljóst er að stór-
veldisdraumur Iraksforseta verður
ekki að veruleika, láta ýmsir til sín
heyra, að vísu ekki til að mótmæla
yfirgangi Saddams Hussein heldur
til að fordæma varnarstríð banda-
manna sem Bandaríkjamenn bera
hitann og þungann af. Örnólfi
Thorlacius er einnig mikið niðri fyr-
ir og skrifar í Morgunblaðið 15.
janúar sl. undir fyrirsögninni'
„Fyrsta fórnarlamb stríðsins". Þar
koma fram þeir hleypidómar í garð
bandaríkja Norður-Ameríku sem
mig grunar að liggi að baki mót-
mælum margra gegn viðbrögðum
bandamanna við Persaflóann. Af
mörgu er að taka í skrifum Örnólfs
en þau byggja að miklu leyti á rit-
stjórnargrein í New Scientist.
Margt vekur þar furðu. T.d. það
að gera ásetning Bandaríkjanna
vegna baráttunnar fyrir Kúveit
ótrúverðugan með þeim saman-
burði, að þeir hafi ekki dregist inn
í átök síðari heimsstyijaldarinnar
fyrr en Japanir réðust á Pearl
Harbour. Þetta er óhæft til saman-
burðar og kemur málinu ekki við
en gerir allan málflutning Örnólfs
ótrúverðugan. Ekki lætur Örnólfur
hér við sitja um „dálæti" sitt á
bandarísku þjóðinni' og upplýsir
hann lesendur Morgunblaðsins um
það, að Bandaríkjamenn gangi öðr-
um þjóðum framar í kapphlaupinu
um efnisgæðin. Málstaðnum reynir
Örnólfur að bjarga með hjúp vin-
sældarmála sem almenningur
gleypir án umhugsunar og gerist í
því allvísindalegur. Örnólfur hefur
líkt og við hin áhyggjur af hugsan-
legum umhverfisáhrifum stríðsins
og er auðvitað vorkunn. Eins og
komið hefur á daginn vílar Saddam
Hussein ekki fyrir sér að olíumenga
haf og strendur Persaflóa og mun
áhrifanna gæta um mörg ár. Hvert
mannsbarn veit, að honum er trú-
andi til að beita eitur- og sýklahern-
aði. Hann hefur ekki áhyggjur af
mannslífum hugsjónamaðurinn sá.
Við skiljum hvers vegna fjöldi þjóða
vill koma þessum kaldlynda leiðtoga
og stríðsvél hans fyrir kattarnef.
Ekki er ráð nema í tíma sé tek-
ið, segir máltækið. Fróðlegt er að
skoða aðdraganda síðari heims-
styijaldar þegar hinir nytsömu sak-
leysingjar greiddu götu árásarafl-
anna. Ef lýðræðisþjóðirnar hefðu
þá staðið fastari fyrir má ætla að
stöðva hefði mátt Hitlersgengið
áður en kom til stórátaka og
ómældra hörmunga. Sagan kennir
að fantar á borð við Saddam Huss-
ein skilja ekkert nema stálin stinn.
Að friðmælast við slíka kalla er
vonlaust og fá Örnólfur og félagar
hans engu um þokað. Nær væri og
verðugra að standa gegn einræðis-
og harðstjórnarvitfirringum þessa
heims og halda þeim að minnsta
kosti innan landamæra ríkja
„sinna“.
Um þessar mundir stendur enn
ein einstæðisstjarnan fyrir ófriði á
hendur grönnum sínum. Gorbachev,
hinn rússneski, er lítt hrifinn af til-
raunum Eystrasaltsþjóðanna sem
vilja endurheimta sjálfstæði sitt,
sem þær voru rændar með her-
valdi. Rússinn hefur kosið, líkt og
vinir hans í Peking, að láta skrið-
drekabeltin tala. Gorbachev fékk
friðarverðlaun hjá sérlega nytsöm-
um sakleysingjum í Ósló. Kannski
samtökin hans Örnólfs, „Átak gegn
stríði", finni samt eitthvað athuga-
vert við framferði Sovétleiðtogans
nú þegar hann stendur í vélbyssu-
hernaði gegn vopnlausum nágrönn-
' um sínum. Þrátt fyrir einlægan
ásetning ofangreindra samtaka
munu þau ékki ná tilætluðum
árangri nema þau fari nær rótum
vandans og af meiri sanngirni.
Vandinn nú er ekki gagnsókn band-
amanna heldur alræðisvöld og geð-
heilsa harðstjórans í Bagdad.
Ólafur E. Als
Þessir hringdu . .
Aukin samkeppni til góðs
Ökumaður hringdi:
„Loksins örlar á því að sam-
keppni sé á milli olíufélagana en
af einhveijum ástæðum er sú
samkeppni bundin við 95 oktana
bensín. Aukið fijálsræði í þessum
viðskiptum kæmu bíleigendum
örugglega til góða og myndi
stuðla að lægra bensínverði. Það
er fagnaðarefni að loks hefur ver-
ið rofið skarð í þennan verðmúr."
Högni
Ómerktur svartur högni er í
óskilum á Víðimel 27. Upplýsing-
ar í síma 18566.
Læða
Þriggja mánaða gömul svört
læða tapaðist frá Norðurbrún 52
sl. fimmtudag. Vinsamlegast
hringið í síma 31121 eða vinn-
usíma 29540 ef hún hefur ein-
hvers staðar komið fram.
Kápa
Bleik kápa var tekin á Púlsinum
sl. föstudag og er viðkomandi vin-
samlegást beðinn að skila henni
þangað aftur.
Úr
Lítið úr á hring fannst fyrir
skömmu. Upplýsingar í síma
26537.
Kettlingur
Fresskettling bráðvantar heim-
ili. Upplýsingar í síma 92-11493.
Víkverji skrifar
Norðmenn veltu þvi fyrir sér
vegna viðbragða almennings
við fráfalli Ólafs konungs fimmta,
hvort siðvenjur í sambandi við and-
lát væru að breytast í landi þeirra.
Fyrir íslending var að minnsta kosti
harla sérkennilegt að koma að höll-
inni í Ósló fáeinum dögum áður en
konungur var borinn til grafar og
sjá það, sem þar bar fyrir augu.
Á hallarhlaðinu voru snjóruðn-
ingar og í þá hafði fólk lagt kerti,
fána, blóm, myndir, hluti og ritaðar
kveðjur eða þakkir til hins ástsæla
þjóðhöfðingja. Minnti þetta
V'íkveija helst á minningarlundi
sem hann sá um látnar þjóðhetjur
i Prag. Norskir félags- og sálfræð-
ingar sögðu að slík sorgarviðbrögð
væru algert nýnæmi í Noregi og
vissu ekki, hvernig þeir ættu að
skýra þau. Minntu þeir á, að í kaþ-
ólskum löndum væri siður að
kveikja á kertum til minningar um
látna. Gætu þetta verið áhrif það-
an. Ef til vill hafa Norðmenn aðeins
smitast af því sem þeir hafa séð í
sjónvarpi frá minningarathöfnum í
Mið- og Austur-Evrópu, þar sem
fólk lætur tilfinningar sínar í ljós
með þessum hætti.
Hvað sem öllum slíkum skýring-
um líður hlaut það að snerta hvern
mann djúpt að sjá hve mikla al-
menna samúð Norðmenn létu í ljós
á þessari sorgarstundu.
XXX
A
Aþessu ferðalagi, þar sem
Víkveiji _gat skotist að kon-
ungshöllinni í Ósló á millj flugferða,
varð hann ekki var við jafn miklar
öryggisráðstafanir á flugvöllum og
hann vænti miðað við lýsingar. Hitt
var áberandi, hve miklu færri far-
þegar voru á flugvöllum en venju-
lega. Var haft á orði, að nú væru
þeir aðeins að ferðast sem þyrftu
þess nauðsynlega eða hefðu ákveðið
ferðir sínar áður en menn tóku að
beijast við Persaflóa.
Leiðin lá meðal annars í höfuð-
stöðvar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) í Brussel og til Evrópuher-
stjórnar NATO í borginni Mons
fyrir sunnan Brussel. A hvorugum
staðnum var öryggisgæsla óeðlilega
ströng. Raunar vakti það umræður
áður en ferðin var farin, hvort ték-
ið væri á móti heimsóknum hópa á
þessa staði við aðstæður eins og
þær sem nú ríkja. Slíkar vangavelt-
ur þóttu þó með öllu ástæðulausar
og á það var bent, að ekki mætti
láta Saddam Hussein komast upp
með að setja menn í ferðabann.
XXX
IBelgíu snerust stjórnmálaum-
ræður um Persaflóastríðið og
hinn sérkennilega atburð, að veg-
farandi hringdi í lögregluna og
sagðist hafa séð alkunnan palest-
ínskan hryðjuverkamann á gangi á
helsta torgi Brusselborgar. Kom
síðan í ljós, að hann var þar í boði
utanríkisráðuneytisins. Mark Eysk-
ens utanríkisráðherra stóð af sér
þingumræður um málið, fyrstu !ot-
una að minnsta kosti. Var meðal
annars skýrt frá því,' að alkunna
væri að ráðherrann læsi ekki gaum-
gæfilega embættisskjöl sem hann
fengi og hefði því ekki vitað um
heimsókn skæruliðans. Hefði ekki
einhver hér kosið að grlpa til minn-
isleysisins?