Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991
-----t----I---:------I____I___________:__
Stj órnmálasam-
band við Litháen
eftir ArnaM.
Mathiesen
Hlutlausu ríkin
í byijun síðari heimsstyijaldar-
innar voru í Norður- og Vestur-Evr-
ópu 11 fullvalda ríki sem lýst höfðu
yfir hlutleysi. ísland var eitt þeirra.
I lok stríðsins hafði verið gerð inn-
rás í níu þessara ríkja og þau- her-
numin. Þijú þeirra hafa enn þann
dag í dag ekki endurheimt fullveldi
sitt. Það skipti greinilega öllu máli
um gang mála á hveijum stað hvaða
ríki það var sem hernámsliðinu
stjórnaði. Síðar skipti það ekki
minna máli frá hvaða löndum her-
sveitirnar voru sem löndin frelsuðu.
Eystrasaltsríkin
Það þarf ekki að segja frekar frá
því hvaða þijú ríki hér er um að
ræða, svo mjög sem sjálfstæðisbar-
átta þeirra hefur verið í fréttum
undanfarna mánuði og þá sérstak-
lega síðustu vikurnar. Við íslend-
ingar viljum styðja við bak þessara
þjóða eins vel og frekast er kostur.
Við gerum okkur vel grein fyrir því
hver staða okkar hefði getað verið
ef í stað hemáms Breta hefði kom-
ið hernám Þjóðveija og „frelsun“
Sovétmanna.
Samstaða íslendinga
Það er mjög ánægjulegt að hér
á landi ríkir mikil og órofin sam-
staða um stuðning við Eystrasalts-
ríkin. Jafnvel þeir menn sem stýra
nú flokki Einars Olgeirssonar og
Brynjólfs Bjarnasonar, en þeir
vörðu og studdu innlimun Eystra-
saltsríkjanna í Sovétríkin þegar
griðasáttmáli Hitlers og Stalíns var
gerður, virðast nú standa með lýð-
ræðissinnum í þessu máli. Það er
vonandi til merkis um það að okkur
sem þjóð hafi skilað eitthvað áfram
á vandrataðri braut til aukins og
betra siðferðis.
Alþingi og utanríkisráherra
Einörð afstaða Alþingis er lofs-
verð og hefur verið utanríkisráð-
herra gott veganesti í för hans til
Eystrasaltsríkjanna. Afstaða ut-
anríkisráðherra hefur verið í sam-
ræmi við afstöðu Alþingis og verður
væntanlega málstað Eystrasalts-
ríkjanna til framdráttar. Þar ber
aðeins einn skugga á, er utanríkis-
ráðherra gerði í útvarpi og sjón-
varpi, ef til vill í fljótfærni, lítið úr
tillögum sjálfstæðismanna undir
forystu Þorsteins Pálssonar for-
manns Sjálfstæðisflokksins um að
tekið yrði upp formlegt stjórnmála-
samband við Litháen. Þetta var
ekki ný tillaga og alls ekki gerð til
þess að draga að sér athygli eða
til pólitísks framdráttar. Hún bar
hinsvegar vott um að Þorsteinn
Pálsson hefur lagt sig fram um að
kynna sér málstað Eystrasaltsríkj-
anna og meðal annars heimsótti
hann þau síðastliðið sumar. Þetta
yar enda staðfest þegar Landsberg-
is forseti Litháens óskaði eftir því
við utanríkisráðherra að ísland tæki
upp stjórnmálasamband við land
hans og studdi þeim rökum að það
væri sjálfstæðisbaráttu Litháens til
framdráttar.
Vonbrigði Vesturlanda
Þróunin í AusturrEvrópu í átt til
aukinna mannréttinda og frelsis
hefur verið afar ánægjuleg. Þessi
þróun hefur einkum verið þökkuð
einum manni, núverandi forseta
Sovétríkjanna, Míkhaíl Gorbatsjov,
sem veitt voru friðarverðlaun Nób-
els á síðastliðnu ári fyrir- þátt hans
í þessari þróun. Vonbrigði þeirra
sem treystu Gorbatsjov eru því mjög
mikil með hvernig hann hefur hald-
ið á málum í Eystrasaltsríkjunum.
Það er ljóst að Vesturlönd geta
ekki byggt utanríkisstefnu sína á
því að treysta skuli Gorbatsjov til
að koma á lýðræði og auka mann-
réttindi og frelsi í Sovétríkjunum.
Það hefur hann sýnt og sannað
með því að sæta lagi, eins og fyrir-
rennari hans, þegar hann veit að
atkvæðamestu ríki Vesturlanda
heyja erfitt stríð í umboði Samein-
uðu þjóðanna til þess að frelsa
Kúveit.
Árni M. Mathiesen
„ Við getum því vakið
athygli annarra og
sterkari ríkja á ástand-
inu í Eystrasaltsríkjun-
um, tekið málið upp á
vettvangi alþjóðastofn-
ana og þrýst á um að-
gerðir.“
Hvert stefnir
Þróunin í átt til lýðræðis í
Austur-Evrópu, frekar en annars-
staðar, er ekki auðveld. Hún mun
ekki verða fyrir tilstilli eins manns
eða fárra manna. Hún mun einung-
is eiga sér stað þegar fólkið sjálft
er tilbúið til þess að taka málin í
sínar hendur. Það hefur gerst í
Eystrasaltsríkjunum og því er nauð-
synlegt að Sovétvaldið komist ekki
upp með að beija það niður. Því
ef það gerist getur það tafið þróun
lýðræðis um mörg ár og jafnvel
stefnt í voða þeim framgangi sem
orðinn er í Póllandi, Tékkóslóvakíu
og Ungveijalandi.
Hvað getum við gert?
Það er vitað að efnahagsvandi
Sovétríkjanna er gífurlegur og að
ástæða þess að Gorbatsjov hefur
gefið eftir í Austur-Evrópu er hrein-
lega að það var Sovétríkjunum um
megn að halda þeim undir járnhæl
sínum. Ef Sovétríkin í einhverri
mynd eiga að lifa af þær hræringar
sem þar eiga sér stað verður efna-
hagsástandið að batna. Það gerist
ekki nema með vestrænni aðstoð
og efnahagslegum umbótum í átt
til markaðskerfis. Þessa aðstoð á
ekki að veita nema mannréttindi
og frelsi íbúanna verði aukið og að
þjóðir eins og Eystrasaltsríkin fái
sjálfræði og sjálfstæði ef þær óska
þess. Við íslendingar vegum lítið á
þessum vettvangi. En grundvöllur
efnahagsaðstoðar er að samskipti
Sovétríkjanna við Vesturlönd og
alþjóðastofnanir séu eðlileg. Við
getum því vakið athygli annarra
og sterkari ríkja á ástandinu í
Eystrasaltsríkjunum, tekið málið
upp á vettvangi alþjóðastofnana og
þrýst á um aðgerðir af hálfu al-
þjóðastofnana eða einstakra ríkja
og tekið þátt í þeim.
Strj órnmálasamband
Þetta mál má ekki gleymast
vegna frelsunar Kúveits. Þetta mál
er af sama toga spunnið og skiptir
smáríki eins og okkur mestu máli
eins og dæmin frá síðari heimsstyij-
öldinni sanna. Þessu máli þarf að
sinna. Það sem við getum sjálf gert
er að taka upp stjórnmálasamband
við Litháen og önnur Eystrasaltsríki
þegar þau óska þess. Þannig árétt-
um við viðurkenningu okkar á sjálf-
stæði þessara þjóða. Við skulum
muna að þetta getum við gert án
samstarfs við aðra vegna þess sjálf-
stæðis sem við njótum í dag.
Verður björgun mannslífa
háð happdrættistekjum?
eftir Guðmund
Hallvarðsson
Dómsmálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um sjóðshappdrætti til stuðnings
flugbjörgunarmálum og skák.
Happdrættið byggist á því að þátt-
takendúr greiða tiltekna fjárhæð
eða margfeldi hennar í sérstakan
sjóð sem safnað er upp um tiltekinn
tíma, en um vinninga skal síðan
dregið með tilviljunarkenndum
hætti undir eftirliti.
Ágóða af happdrættinu á síðan
að skipta í tvo hluta þannig að 40%
renna til Landssambands Flug-
björgunarsveita og Skáksambands
íslands. Hinn hlutann, 60%, skal
leggja í sérstakan Þyrlu- og björg-
unarsjóð sem veija skal til kaupa
á björgunarþyrlu og/eða öðrum
björgunartækjum fyrir Land-
helgisgæslu Isiands. Vinningar í
happdrætti dómsmálaráðher-
rans eru ríkisskuldabréf fjár-
málaráðherra.
Á hvaða vegi er
ríkisstjórnin stödd?
í athugasemdum við lagafrum-
varpið kemur m.a. fram að fólki
verði gefinn kostur á að gerast
áskrifendur að happdrættinu og
iáta draga ákveðna upphæð á mán-
uði út af greiðslukortareikningi
sínum til greiðslu áskriftargjalds.
Þá segir ennfremur: „Þátttak-
endur slá margar flugur í einu
höggi. Þeir styðja við bakið á sam-
böndunum tveimur, styðja og flýta
fyrir kaupum á björgunarþyrlu
og eiga möguleika á að fá góðan
vinning í formi ríkisskuldabréfa.
Happdrættið gæti, ef vel tekst
til, aflað verulegra fjármuna til
þessa, auk þess sem það myndi
auka möguleika á að aðrar fjár-
mögnunarleiðir yrðu farnar jafn-
framt.“
í grein Ragnars Ingimarssonar
forstjóra Happdrættis Háskóla ís-
lands sem birtist í Mbl. 5. janúar
sl. kemur fram að nettó hagnaður
happdrættisins 1989, þ.é. flokka-
happdrætti og skafmiðar, nam
242,5 milljónum króna. Háskóla-
happdrættið er langstærsta flokka-
happdrættið hér á landi. En fyrir
margra hluta sakir er mjög erfitt
að spá um tekjur af „lotteríi“ dóms-
málaráðherrans. Gefum okkur þó
að ca. V. upphæðar háskólahapp-
dættisins yrðu nettó tekjur þessa
Guðmundur Halivarðsson
„Það er krafa sjómanna
til ráðherra þessarar
ríkisstjórnar að þeir
gangi nú ems og
,,menn“ til verks og
geri samning um kaup
á fullkominni björgun-
arþyrlu strax.“
happdrættis, um 80 milljónir kr. á
ári sem skiptist 40/60% þ.e. 48
milljónir á ári í þyrlu- og björg-
unarsjóð. Fullkomin ný björgunar-
þyrla eins og sú sem fyrir er í eigu
Landhelgisgæslunnar kostar um
550 milljónir króna og ef eingöngu
yrði stuðst við framlag þessa happ-
drættis má ætla að fjármögnunin
tæki II ár.
Annað björgunartæki fyrir I.and,-
helgisgæsluna er nú mjög brýnt að
fá, en það er nýtt skip fyrir varð-
skipið Oðin sem smíðaður var 1959
og því orðið 32 ára gamalt skip.
Þegar þess er gætt að landhelgi
íslendinga er nú 758.000 km2, ijöldi
íslenskra þilfarsskipa á sjó við
landið um 1.000, svo og þeirri að-
gát sem við þurfum að viðhafa
gagnvart erlendum veiðiskipum og
hverskonar öryggisgæslu á hafinu,
er okkur nauðsyn á að eiga og reka
a.m.k. þijú fullkomin og hraðgeng
varðskip. Nýtt varðskip kostar c.a.
650 milljónir króna, fjármögnun
með ofangreindum hætti tæki 13
ár. Ef þessi leið er sú eina sem
ríkisvaldið telur sér færa eru
tekjur happdrættisins vegna
fyrrnefndra tveggja mála ráð-
stafað í 24 ár.
Með fullri virðingu fyrir Skák-
sambandi íslands er mér gjörsam-
lega ómögulegt að skilja samhengi
á milli flugbjörgunarsveita og Land-
helgisgæslunnar annars vegar og
Skáksambandsins hins vegar, hvað
þá heldur samruna í happdrættis-
málum með ívafi dómsmála- og
ijármálaráðherra.
Hvers vegna ekki allar hinar
björgunarsveitirnar? Hvað með
Slysavarnafélagið og Hjálparsveit
skáta? Og hvað með Rauða kross
Islands og aðra aðila sem reka sjú-
krabílana út um allt land? Allir
þessir aðilar reka sína starfsemi að
meginhluta til með frjálsum fram-
lögum.
Mál er að linni
Það hefur komið fram að þyrla
Landhelgisgæslunnar hefur bjargað
74 mannslífum á sl. 6 árum og
farið í 500 útköll. 6.300 sjómenn
hafa slasast á þessu tímabili en sem
betur fer hefur þyrlan ekki þurft
að sækja þá marga til hafs. Engu
að síður má almennt segja að fólk
til sjávar og sveita geri sér fulla
grein fyrir mikilvægi þyrlunnar sem
öryggistæki.
Orðhengilsháttur og leikaraskap-
ur ráðherrans varðandi þetta brýna
hagsmunamál er með slíkum ólík-
indum að engu tali tekur. Líklega
dettur þeim næst í hug að efna til
hlutaveltu til Ijármögnunar þyrlu-
kaupa. Það er krafa sjómanna til
ráðherra þessarar ríkisstjórnar að
þeir gangi nú eins og „menn“ til
verks og geri samning um kaup á
fullkominni björgunarþyrlu strax
og hugi nú alvarlega að uppbygg-
ingu og endurnýjun tækjakosts
Landhelgisgæslunnar án þoku-
kenndfa hugleiðinga í von um happ-
drættisvinning.
Höfunihir er formaður
Sjómnnnafélags Reykjavikur.
i i:rv.rj:i ■
UH KRAFTUR OG TÆKHI
petterI TIL SJÓS OC LANDS
LISTER PETTER díselvélarnar eru hannaöar og framleiddar til aö mæta
mismunandi kröfum um kraft og tæknilega uppbyggingu. Þú getur treyst á aö
LISTER PETTER skilar hlutverki sínu hvort sem er til sjós eða lands.
Taktu ekki áhættu
- veldu LISTER PETTER.
VELASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122