Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 23

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 23
MORGUNBLABIÐ 'MIÐVIKUDAGUR'6.' FEBRUAR 1991 28 Sprengjur finnast við eldsneytistanka í Bandaríkjunum: Rannsakað hvort stuðnings- menn Iraka hafi verið að verki Washington. Reuter. The Daily Telegraph. BANDARÍSKA lögreglan kannar nú hvort hryðjuverkamenn sem fylgja írökum að máli hafi komið sprengjum fyrir við eldsneytis- tanka í borginni Norfolk í Virginíuríki en þar er að finna stærstu flotastöð Bandaríkjamanna. Sex sprengjur fundust við tank- ana og tókst að gera þær óvirkar áður en þær sprungu. Að sögn bandarísku alríkislögreglunnar FBI voru þær fagmannlega úr garði gerðar. Hafði þeim verið komið fyrir við tvo risastóra met- anól-tanka í iðnaðarhverfi við höfnina í Norfolk. Tankarnir eru 11 kílómetra frá flotastöðinni í Norfolk en þar eiga heimahöfn mörg herskip sem þátt taka í aðgerðum fjölþjóðahersins á Persaflóasvæðinu. Um borð í þeim eru um 35.000 sjóliðar. í gær höfðu hvorki einstakling- ar né samtök lýst ábyrgð á sprengjunum á hendur sér en að sögn talsmanns FBI er atvikið lit- Brciiiwy1o | ciiciu w jardsprengjusvseda írakar hafa girf sig af meb jarösprengjusvæðum, en í gegnum þau þurfa bandamenn ab komast þegar landhernabur hefst. Herverkfræðingar bandamanna hafa ýmis róð meb það, en hér eru tvö þeirra sýnd. „Fljúgandi öskutunnu" er skotiö frú sérstökum vagni verkfræöisveítanna, en tunnan er í raun öflug sprengihleösla, sem rýf- ur gat á gaddavírsgirð- ingar, skriödreka- varnir og annaö, er fyrir veröur. Írösk skriðdrekajarðsprengja með 600 g TNT-hleðslu sprengir i sundur hljól og belti skriðdreka þó svo að búkinn eða áhöfnina saki ekki. ið mjög alvarlegum augum og beinist rannsóknin einkum að því hvort að verki hafi verið aðilar sem vilja hefna aðgerða bandamanna gegn írökum. Saddam Hussein íraksforseti hefur heitið „heilögu stríði“ gegn bandarískum hagsmunum um heim allan vegna stríðsins. Talsmenn FBI sögðu í gær að einkum væri óttast að palestínskir hryðjuverkahópar myndu hlýða kalli Saddams og reyna gera Bandaríkjamönnum skráveifu heima fýrir. í gær sendi útvarpið í Bagdad, höfuðborg íraks, út skringileg boð og var m.a. talið að þar hefðu verið á ferðinni fyrirmæli til hryðjuverkahópa. „Nú er dagurinn ykkar, það er engin annar,“ sagði í einum skila- boðunum. „Þetta er úrslitastund- in...þetta er dagur ykkar allra...framkvæmið áætlun síðasta fundar,“ sagði í öðrum. Vopnaður vörður við B-52-þotu á flugvellinum í Fairford. Reuter B-52-þotur hefja árásir frá breskum flugvöllum BANDARÍSKAR sprengjuþotur af gerðinni B-52 lentu í gær á herflugvellinum í Fairford I vest- urhiuta Englands og fara þær þaðan í árásarferðir til Iraks. Missouri grandar loft- vamabyssum í Kúveit Riyadh. Reuter. BANDARÍSKA orrustuskipið. Missouri hélt uppi skotárás á loft- varnabyssur íraka í Kúveit ann- an daginn í röð í gær og er talið að þær hafi verið eyðilagðar, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. „Það hefur verið þaggað niður í byssunum sem bendir til þess að skotárásin hafi borið árangur," sagði talsmaðurinn. I skotárásinni var sex fallbyssum Missouri beitt en þær eru með 40 sentimetra hlaupvídd hver. í gær var fullyrt að a.m.k. tvær loftvarna- byssur íraka hefðu eyðilagst í árá- sinni. Undanfarna daga hefði verið skotið af þeim í átt að Saudi- Arabíu en skotmark verið óljóst. A mánudag var skotið af byssum Missouri á byrgi sem írakar hafa reist í Kúveit en skipið er statt á norðanverðum Persaflóa og geta fallbyssur þess skotið 1,2 tonna kúlum allt að 38 kílómetra vega- lengd. Missouri kom við sögu í seinna stríðinu og það var um borð í því a Tókýóflóa sem Japanir undirrit- uðu uppgjafarsamninga. Bresk stjórnvöld tilkynntu í síðustu viku að þau hefðu heimilað Bandaríkjamönnum að nota flug- völlinn til að gera loftárásir á írak með hefðbundnum sprengjum. Ekki er vitað hversu margar þot- urnar verða. Síðast fóru banda- rískar herþotur í á'rásarferðir frá Bretlandi árið 1986 er F-lll þotur Bandaríkjamanna gerðu loftárásir á Líbýu. Ekkert hefur verið látið uppi opinberlega um hernaðarlegt hlut- verk sprengjuflugvélanna. Líklegt er talið að þær fljúgi yfir Frakkland og Miðjarðarhaf áleiðis til íraks. Reyndar hefur franska ríkisstjórnin gefið út yfirlýsingu um að leyfi fyrir flugvélarnar að fljúga í franskri lofthelgi sé bundið því skil- yrði að þær beri ekki kjarnorku- vopn. Franska dagblaðið Le Figaro gagnrýnir þessa afstöðu harðlega og segir að ríkisstjórnin noti hvert tækifæri til að trufla samstöðuna sem skapast hafi gegn írökum. Einnig hafi yfirlýsingin takmarkað gildi því aldrei sé látið uppi hvort kjarnorkuvopn séu um borð í flug- vélunum. Gorbatsjov segir atkvæða- greiðslu í Litháen ólöglega MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétrílqanna, gaf út þá tilskip- un í gær að atkvæðagreiðsia í Litháen í vikunni um sjálfstæði væri ólögleg. Ekki er ljóst hvort forsetinn ætlar að stöðva fram- kvæmd hennar. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, segir tilskipun Gorbatsjovs óþolandi afskipti af innanríkis- málum Litháens. Atkvæðagreiðslan í Litháen fer fram 9. febrúar næstkomandi en utankjörstaðakosning er þegar haf- in. Ramunas Bogdanas, aðstoðar- maður Landsbergis, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær vona að erlendir eftirlitsmenn tiyggðu að atkvæðagreiðslan færi fram þrátt fyrir andstöðu sovéskra stjórnvalda. Meðal annars mun sendinefnd Norðurlandaráðs fylgj- ast með kosningunum. í henni eru Anker Jörgensen, fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur, Jan P. Syse, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, og Karin Söder, fyrrver- andi utanríkisráðherra Svíþjóðar. Lesendabréf í The New York Times: * Islendingar lofaðir fyrir afstöðuna til Litháens BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti á mánudag lesendabréf um samskipti íslands og Litháens. Bréfritari, sem er fyrrum fréttaritari útvarpsins í Vilnius í Bandaríkjunum, fer lof- samlegum orðum um afstöðu íslendinga. Þar kemur reyndar fram sá misskilningur að íslenska ríkisstjórnin hafi tekið ákvörðun um að stofna til stjórnmálasambands við Litháen. í fyrirsögn á bréfinu segir að ísland geri Vesturlöndum skömm til í málefnum Eystra- saltsríkjanna. Bréfíð ritar blaðamaður að nafni John Budris og er hann fyrrum fréttaritari útvarpsins í Vilnius. Rekur hann nýlega heimsókn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra til Litháens og segir að þar hafi hann kynnst því hvernig alþjóðlegt sinnuleysi hafi bitnað á íbúum Eystrasaltsríkjanna. Ríki heims hafi litið á vanda þeirra sem sovéskt innanríkismál. Honum hafi orðið ljóst að í stað þess að friðmæl- ast við Míkhaíl Gorbatsjov þegar hann sendi sovéska skriðdreka inn í Vilnius eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa fyrir tæpu ári og beitti lands- menn efnahagsþvingunum hefðu ríki heims öllu fremur átt að taka höndum saman og grípa til ráðstaf- ana. íslenska stjórnin vilji nú af sinni hálfu bæta fyrir þessi mistök. Bréfritari gagnrýnir afstöðu Vesturlanda annarra en íslands til málefna Eystrasaltsríkjanna og segir það fasta reglu að það sem menn vonist til að ná fram með friðkaupum fari ætíð á verri veg. Vesturlönd felli nú krókódílstár vegna ofbeldisaðgerða sovéska hersins í Eystrasaltsríkjunum og sé sú framkoma móðgun við hugrakka íbúa þeirra. Islendingar séu enn sem komið er þeir einu sem tekið liafi ofan fyrir þeim. í atkvæðagreiðslunni í Litháen er spurt hvort fólk sé sammála fyrstu grein stjórnarskrárinnar um að Litháen sé sjálfstætt lýðveldi með lýðræðisstjórnarformi. í sov- éskri þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram á að fara 17. mars næstkom- andi, verður spurt hvort fólk sé hlynnt því að búa í sovéska ríkja- sambandinu sem byggist á nýjum sambandssáttmála. Að sögn Audr- ius Azubalis, blaðafulltrúa litháíska þingsins, er óljóst hvað gerist ef meiriluti svarar neitandi. Ekki sé ljóst að það verði túlkað svo að við- komandi lýðveldi vilji segja sig úr Sovétríkjunum. Meðal annars þess vegna sé sú atkvæðagreiðsla óá- sættanleg fyrir Litháa og þeir ætli ekki frekar en Eistlendingar og Lettar að taka þátt í henni. Bogdanas var spurður álits á því að íslenska ríkisstjórnin vildi bíða með stjórnmálasamband við Lithá- en uns samningur milli Litháens og Rússlands hefði verið gerður. „Það er erfitt fyrir mig að svara fyrir íslensku ríkisstjórnina. Það verður að spyrja Jón Baldvin [Hannibalsson utanríkisráðherra] að þessu. En samningurinn milli Litháens og Rússlands er tilbúinn til undirritunar." Bogdanas lagði á það áherslu að það væri undir Is- lendingum komið að taka ákvörðun í þessu efni. „Fólk bíður eftir því að íslendingar stígi þetta Skref:“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.