Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991
t
Eiginmaður minn,
PÉTUR J. JÓHANNSSON,
lést á heimili sínu 4. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Sæmundsdóttir.
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN H. GÍSLADÓTTIR,
Bústaðavegi 67,
lést á Borgarspítalanum 4. febrúar.
Stefán Sigurdórsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
- SÉRA YNGVI ÞÓRIR ÁRNASON
frá Prestbakka,
Reynigrund 39,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum mánudaginn 4. febrúar.
Jóhanna Helgadóttir,
börn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERLA JÓNSDÓTTIR,
Smáraflöt 37,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 4. febrúar.
Þorvaldur Ó. Karlsson,
Karl Þorvaldsson, Elín Inga Garðarsdóttir,
Ólöf Þorvaldsdóttir, Unnar Órn Stefánsson,
Þorvaldur Ó. Karlsson,
Valgerður R. Karsldóttir,
Heiðrún R. Unnarsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Bíldudal,
Háengi 4,
Selfossi,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans aðfaranótt 5. febrúar.
Kristján Ásgeirsson,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Rfkharður Kristjánsson,
Björk Kristjánsdóttir,
Víðir Kristjánsson,
Sigurleifur Kristjánsson,
Guðmundur Þ. Asgeirsson,
ída Sveinsdóttir,
Diðrik Ólafsson,
Aðalbjörg Helgadóttir,
Þórunn Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Sunnubraut18,
Keflavik,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. febrúar
kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd eða Minn-
ingarsjóð Landspítalans.
Þorbergur Friðriksson,
Jón Páll Þorbergsson, Sigurbjörg Lárusdóttir,
Friðrik Þorbergsson, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir,
Þórunn M. Þorbergsdóttir, Jón Halldórsson,
Þorbergur Friðriksson
og barnabörn.
t
HELGI KR. GUÐMUNDSSON,
Holtsgötu 16,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
7. febrúar kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á að láta Sólvang njóta þess.
Margrét Helgadóttir,
Sveinbjörg Helgadóttir,
Helga Helgadóttir,
Unnur Helgadóttir,
Helga Jóhanna Helgadóttir,
Ásbjörn Helgason,
Gyða Jóhannsdóttir,
börn og barnabörn.
Kristmundur H. Jónsson,
Hartmann Jónsson,
Árni Konráðsson,
Haukur Sigtryggsson,
Örlygur Pétursson,
Anna Runólfsdóttir,
Ólafía S. Guðna-
dóttir - Minning
Fædd 10. ágúst 1901
Ðáin 8. janúar 1991
Hinn 8. janúar sl. lést á Elliheim-
ilinu Grund Ólafía Sólveig Guðna-
dóttir á 90. aldursári.
Ólafía fæddist að Hólkoti á
Hvalsnesi og var ein sex barna hjón-
anna Guðna Jónssonar, ættaðs úr
Landeyjum, og Sigurbjargar Jóns-
dóttur, æftaðrar úr Vestur-Húna-
vatnssýslu. Þegar Ólafía var aðeins
fárra ára, fiuttist hún með foreld-
rum sínum til Keflavíkur, en þar
taldi hún sig til lögheimilis allt þar
til hún giftist árið 1937 og hóf
búskap í Siglufirði. Það ár giftist
Ólafía Einari Jóhannssyni múrara-
meistara, sem var umsvifamikill í
byggingariðnaði á Norðurlandi í
Reykjavík og víðar um land, allt til
æviloka í ársbyijun árið 1960.
Einar Jóhannsson var fæddur 17.
febrúar 1896, sonur hjónanna Jó-
hanns Friðfinnssonar bónda á
Strjúgsá í Eyjafirði og konu hans,
Helgu Jónsdóttur.
Þau Ólafía og Einar eignuðust
einn son, Einar múrara, fæddan
árið 1935, sem býr nú í Reykjavík.
A þessu árabili naut Ólafía þess
að veita húsfreyjustörfum sínum
útrás. Myndarskapur hennar í þeim
efnum fór ekki framhjá neinum,
sem kynntist heimilisháttum þar á
bæ.
Eftir lát eiginmanns síns í janúar
árið 1960 bjó Ólafía ávallt ein að
undanteknum allmörgum árum,
sem sonarsonur hennar, Smári, sem
nú býr á Raufarhöfn, var til heimil-
is hjá henni. Þegar aldur færðist
yfir og kraftur þvarr flutti Ólafía
til einkabarnsins, Einars, og eigin-
konu hans, Bjargar Þórðardóttur,
og dvaldist þar í nokkur ár, þar
naut hún samvista nöfnu sinnar,
sem var henni til mikillar ánægju,
þar til hún fór á Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund fyrir 3 árum og lést
þar eins og fyrr segir 8. janúar sl.
Skömmu eftir að Ólafía gifti sig
og hóf búskap á Siglufirði, lést fað-
ir hennar, Guðni, þá verkstjóri hjá
Keflavíkurhreppi.
Móðir hennar, Sigurbjörg, brá
búi og fluttist til Ólafíu og dvaldist
hjá henni til æviloka 1961, en hún
varð 88 ára gömul. Með þeim
mæðgum var nánast sérstakt kær-
leiks- og ástúðarsamband, sem ent-
ist meðan báðar lifðu.
Við lát Ólafíu er löngu dagsverki
íslenskrar alþýðukonu lokið svo sem
fæðingarár og aldur hennar ber
méð sér. Lifði Ólafía umbrota- og
framfaratíma í kjörum þjóðarinnar
og bar fyrri tíma oft fyrir í viðræð-
um hennar við kunningja og vini.
Ekki var þá laust við að henni
fyndist á stundum samtíðarfólkið
vanmeta bættan hag og lifnaðar-
hætti flestra en að mikið skorti á
nýtni og sparnað.
Hæfileikar Ólafíu til hannyrða
virtust meðfæddir og þær mæðgur
áttu það sameiginlegt, að sjá svo
til, að allar flíkur væru fullnýttar
og ómældan tíma og vökur munu
þær hafa átt saman við þessa iðju
sína í annarra þágu.
Þessir eiginleikar, nýtni og spar-
semi, mega aldrei gleymast, voru
nánast hennar einkunnarorð og
sannarlega eftir þeim faiáð í öllum
daglegum störfum.
Engrar skólagöngu naut Ólafía
umfram hina takmörkuðu skyldu-
námsgöngu þeirra tíma. Áður en
hún gifti sig vann hún á heimaslóð-
um í fiski og eftir að hún varð ekkja
vann hún að mestu fyrir sér við
ræstingastörf.
Hver sem störfin voiu skyldi
sama alúðin og einlægnin í þau
lögð, enda bar viðskilnaðurinn að
loknu verki því glöggt vitni.
Sérstakt líkamlegt þrek var
Ólafíu gefið og naut hún þess langt
fram til síðasta hluta ævinnar að
taka sér langar gönguferðir. Jafn-
vel nánustu ættmenn voru stundum
farnir að óttast um hana, þegar hún
birtist með bros á brá, alsæl eftir
hressilega_ göngu.
Nú er Ólafía hinsvegar lögð upp
i þá ferð, sem ekki verður snúið til
baka úr, enda óttast nú enginn um
hana í þeirri ferð. Hún var trúuð
kona og hafði þar sínar fastmótuðu
skoðanir.
Síðast ræddum við Ólafía saman
á jóladag og aðeins í það eina skipti
á minni ævi heyrði ég hana tala
um þreytu og að hún vildi „fá að
fara“ eins og hún orðaði það.
Tveimur vikum síðar varð henni að
ósk sinni. ferðbúin var Ólafía og
hafði gengið frá öllu, svo sem minn-
ispunktum um ætt sina og uppruna
ásamt þeim sálmum, er sungnir
skyldu við útför hennar.
Þegar maður lítur inn til sjúkl-
ings, þá spyr maður gjarnan hvern-
ig líðanin sé. „Mér líður prýðilega,
hér er dekrað við mann í einu og
öllu og væri skömm að því, ef mað-
ur væri að kvarta,“ voru svör
Ólafíu, hvert sinn sem hún var
spurð. Þetta er góður vitnisburður.
um hjúkrunar- og starfsfólk Elli-
heimilisins Grundar, og innilegu
þakklæti til þess alls er hér með
komið á framfæri f.h. Ólafíu móður-
systur minnar.
Ekki verður svo lokið við þessi
fátæklegu og síðbúnu kveðjuorð um
„Lóu frænku“ að ekki verði með
þakklæti minnst allra þeirra verka
hennar stórra og smárra, sem hún
lét ættfólki sínu í té við útréttingar
á smáu sem stóru héðan úr höfuð-
borginni.
Ofá voru þau sporin, sem hún
átti til að hjálpa og aðstoða, meðal
ættmanna sinna, þegar þess gerðist
þörf.
í þessum hjálpar og aðstoðar-
störfum nutu mannkostir Ólafíu sín
vel og meðan eiginmanns hennar,
Einars Jóhannssonar, naut við, voru
þau hjón samhent í þessum efnum
sem öðrum.
Fyrir alla þessa velvild og hlýhug
er nú af alhug þakkað í einlægri
von um að þessir mannkostir verði
réttilega metnir við hinn hinsta
dómstól.
Atvikin höguðu því svo til, að
þeim er þetta ritar, gafst ekki kost-
ur á að vera við jarðarför Ólafíu
vegna fjarveru af landinu og eru
nánustu ættingjar beðnir velvirð-
ingar á því, hve þessi kveðjuorð eru
síðbúin.
Útför Ólafíu var gerð frá Foss-
vogskirkju þann 16. janúar sl.
Eggert G. Þorsteinsson
Kristín Ingvars-
dóttir - Minning
Fædd 25. júní 1922
Dáin 16. janúar 1991
Að kvöldi 16. janúar barst mér
sú sorgarfrétt að Kristín væri látin.
Það kom mér ekki sérlega á óvart,
þar sem ég hafði litið til hennar
fyrr um kvöldið og vissi,að á öllu
gat verið von. Sjúkralega hennar
var ekki löng, en hátt hafði verið
reitt til höggs og höggið var þungt.
Mig langar með nokkrum orðum
að kveðja Kristínu og þakka henni
ómetanlegan stuðning allan þann
tíma sem við þekktumst.
Það var fyrir liðugum níu árum
að leiðir okkar lágu saman. Ótal
minningar leita á hugann, en hæst
ber þó sú góðvild og hjartahlýja sem
hún sýndi mér og sonum mínum í
gegnum tíðina. Heimilið í Drápuhlíð
stóð okkur opið hvenær sem var
og allt sem var hennar var okkar
ef við þurftum. Kristín tók á móti
sonarsonum sínum með opnu hjarta
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN EMIL JÓNSSON
járniðnaðarmaður,
Ásgarði 139,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7. febrúar
kl. 13.30.
Margrét Hallgrímsdóttir,
Hans Jón Björnsson,
Emil Sæmar Björnsson,
María Ingunn Björnsdóttir,
Björn Elías Björnsson,
Sveinn Lúðvík Björnsson,
Jón Hafberg Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
mm
Lykke Björnsson,
Alda Snæbjörnsdóttir,
Frans Jensen,
Margrét Pétursdóttir,
Valgerður Helga Björnsdóttir,
9 •* # WM *'*'* • s
og gætti þeirra frá barnæsku, ailt
til þess er hún lagðist veik. Heimili
hennar og Óla afa var það athvarf
sem þeir gátu alltaf leitað til og
amma í Drápuhlíð var alltaf til stáð-
ar og tilbúin að leiðbeina og hugga
þegar þurfti. Það var mér því
óblandin gleði að geta rétt Kristínu
hjálparhönd síðustu árin með snún-
ingum og viðvikum.
Eftir að Ólafur maður hennar
lést fyrir ári varð samband okkar
enn nánara. Síðustu árin lifði
Kristín fyrir barnabörnin sín og til-
vera hennar snerist um velferð
þeirra og hamingju. Þeir Ásgeir
Bjarni og Kristófer Guðni minnast
ömmu sinnar með þökk fyrir allt
og ég kveð hana með djúpum sökn-
uði.
Ásdís Kolbeins