Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 45

Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991 45 Dálítið um kristna trú Til Velvakanda. Ég fyrir mitt leyti trúi að Guð hafi skapað heiminn og allt sem í honum er á sex dögum. Ég fyrir mitt leyti trúi á Jesúm Krist og því að hann sé sonur Guðs, að hann hafi dáið og risið upp á þriðja degi og sitji nú til hægri handar föðurnum í ríki hans, himnaríki. Ég fyrir mitt leyti trúi að Mannssonurinn komi á ný til jarðarinnar, eins og ritningin segir: „Þá mun tákn Mannssonarins birtast á himni og allar kynkvíslir jarðarinnar hefja upp kveinstafi. Og menn munu sjá Mannssoninn koma á skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð. (Matt. 24, 30). Og ég fyrir mitt leyti trúi að Guð muni dæma hvert og eitt okkar eftir breytni okkar á jörðinni á hinum efsta degi. Svo mælir Kristur: „En ég segi yður. Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi. Því af orðum þínum muntu sýknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða.“ (Matt. 12, 36.) ^ Hins vegar veit ég að ekki eru allir sammála þessu. Jafnvel tala menn um að í raun sé það lukka vesturveldanna að hafa lagt trúar- brögðin til hliðar og tekið í þess stað upp grjótharða efnishyggju. í fram- haldi af því hlýtur maður að spyrja: Er þá allt í lukkunnar velstandi í þessum ríkjum úr því að þau hafa varpað „oki“ trúarbragðanna af sér? Eru allir menn glaðir þar? Allir án- ægðir með hlutskipi sitt í lífinu? Hafa íbúar þessara ríkja nóg að bíta og brenna? Er auðæfunum þá loks réttlátlega skipt milli manna. Svona gæti ég endalaust haldið áfram. En svarið við þessu spumingaflóði er samt aðeins eitt. Og það er: Nei. Við manni blasir nefnilega önnur og dekkri mynd. Og þá væri ekki úr vegi að byrja á t.d. eiturlyfjavanda- málinu. Aðra nútímaplágu nefni ég einnig, hjónaskilnaðina og börnin sem hrekjast oft bjargvana milli for- eldra. Og hvað um framhjáhöld, sektarkenndina og samviskubitið er þeim fylgir. Hvað um morðin, sjálfs- vígin, stressið og sókn manna eftir innantómri auðlegð? Og hvað segir fólk um þann sannleika að þegnarn- ir geti ekki lengur gengið óhultir lengur á strætum stórborganna er skyggja tekur? Staðreyndin er einfaldlega sú að það sem ég hef rakið eru fylgifiskar nútímasamfélaga. Hvort sem mönn- um er það ljúft eða leitt að heyra. Kristur segir: „Ætlið ekki að ég sé kominn til að færa frið á jörðu. Nei, segi ég yður, heldur sundur- þykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þijá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tendadóttir við tengdamóður.“ (Lúk. 12,51) Eru þessi orð nema rétt og sönn? Svo dirfast menn að tala um krist- indóminn sem eitthvað óhreint, illt. Eitthvað sem standi gegn allri fram- þróun í löndunum. Hefti menn. Eitt- hvað sem beri að setja í glatkistuna. Þvílík vanþekking á orði Guðs og þeim dásemdum er hann býður öllum mönnum. En trú á Jesúm Krist er einmitt það sem blessuðu fólkinu vanhagar um, fyrir þá sök að þvi er ómögulégt að fóta sig á lífsleið- inni án stuðnings Drottins. Lítið þessu til stuðnings á veröldina eins og hún blasir við í dag. En hvað er kristin trú? Hvers vegna ber mönnum að trúa á Jesúm? Af hvetju ekki á einhvern annan Guð? Sökum þess að trú A Jesúm Krist snýst um það eitt hvort þú lif- ir eða deyrð, í orðanna fyllstu merk- ingu. Hann einn megnar að veita líf. „Sannlega, sannlega segi ég yð- ur. Sá sem Varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 8,51). Að vísu deyr þessi líkami, sem' SMIÐIR - HÚSBYGGJEIMDUR Nýtt frá Húsasmiðjunni - ofnþurrkað milliveggjaefni Ofnþurrkað milliveggjaefni, (12-14% raki) í stærðunum 35x70 mm og 45x95 mm. Fagmenn okkar leiðbeina um efnisval og gefa góð róð varðandi uppsetningu. SÚÐARVOGI 3-5 SÍMI 687700 • FAX 679366 þú horfir stundum á í speglinum og ert ýmist að grenna, fita, mála eða þjálfa í hverskyns tækjum. og tólum til að halda unglegum og hrukku- lausum sem lengst, og þar fram eft- ir götunum. Að sönnu verður holdið aftur að mold. Það er sálin sem rís upp. Kristur segir: „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dóms.“ (Jóh. 5,28). Að endingu langar mig að koma inn á dálítið annað efni sem tengist þó ofanrituðu. Menn vita að ísraelar hafa hetjað á Palestínumenn nú um hríð. Oft hafa gyðingarnir verið sak- aðir um að beita araba miklu harð- ræði, sem að mörgu leyti er rétt. Einnig vita menn að Guð útvaldi þessa þjóð sérstaklega og gerði við hana óijúfanlegan samning. Þær raddir hafa samt heyrst, mest þó frá hinum ýmsu sértrúarsöfnuðum, t.d. Vottum Jehóva, að Drottinn hafi snúið baki við sínu fólki. En hvað segir Biblían um þessa staðhæfingu mannanna? Lítum nánar á það. „Ég spyr nú. Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Pjarri fer því. Sjálfur er ég (Páll postuli) ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns. Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram. Eða vitið þér ekki, hvað Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvemig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur ísra- el: „Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín.“ En hvaða svar fær hann frá Guði? „Sjálfum mér hef ég eftir skilið sjö þúsundir manna, sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal.“ (Nafn á kan- verskum frjósemisguði.) (Róm. 11,1-4.) Þarf frekari vitnanna við? Ég held ekki. Konráð Friðfinnsson Vinnupallar fyrirliggiandi strax Sparið fé og tíma. Mjög fljót uppsetning. Mjög góð reynsla hér ó landi. Leitið upplýsinga! Paílar hf. vinnupallar - stigar - vélar - verkfæri Dalvegi 16, símar 641020 - 42322, Kópavogi. Ht'WLEn PAOAÞD PRENTARAR SEM AÐRIR LIKJA EFTIR HEWLE t t PAt'KABQ Hágæða ritvinnsluprentari Hljóðlaus Gæðaletur Mikið rekstraröryggi Mjög nettur Tilbúinn fyrir Windows 3 Hewlett Packard hágæðaprentarar EINSTAKT TILBOÐ Hewlett Packard DeskJet 500 - kr. 63.000, með VSK Góö greiðslukjör 58.590 stgr. m/VSK eða t.d. munXlán 25% útborgun og 4.427,- á mánuði í 12 mánuði. Gerftu verösamanburð. M ÖRTÖLVUTÆKNI M TÖLVUKAUP HF ■ SKEIFUNNI 17 • SlMI: 68 72 20 HÓSNÚ AUGLÝSINGASTOFA i- 'S!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.