Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 20

Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 20
20 MORGUKBLADIÐ MIÐVIKÚDAGUR 6. Í’EIIRÚAR 1991 Hver var fyrirmynd- in að Mónu Lísu? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Mbrgunblaðsins. MENN hefur leng'i langað til að Gioconda. Þessi mynd er sú vita, hvort Leonardo da Vinci hafði fyrirmynd að Mónu Lísu. Tveir listfræðingar telja sig nú geta svarað spurningunni. Hið leyndardómsfulla og tor- ræða bros Mónu Lísu hefur ögrað aðdáendum þessarar myndar í- Lo- uvre-safninu í París lengi. Vasari, sem stundum er nefndur fyrsti list- asöguhöfundur sögunnar, segir í bók sinni, Listamannaævir, sem kom út á fimmta áratug sextándu aldarinnar og er eitt helsta heimild- arrit um listamenn ítölsku endur- reisnarinnar, að fyrirmynd Mónu Lísu hafi verið Lísa,. eiginkona Francesco del Gioconda, kaup- manns í Flórens. En þetta var ta- lið byggt á hreinum getgátum. Listfræðingarnir, Janice Shell og Grazioso Sironi, uppgötvuðu nýlega í skjalasafni í Mflanóerfða- skrá eins samstarfsmanna Leonar- dos da Vincis, sem nefndur var Salai, en hét fullu nafni Gian Giacomo Caprotti di Oveno. Hann lést árið 1524, fáeinum árum á eftir da Vinci. Systur hans tvær voru erfingjar hans, en gátu ekki komið sér saman um, hvernig skipta bæri arfinum. Ágreiningur- inn varð að dómsmáli og í dóms- skjölunum er listi yfir eigur Salais. Ein myndin í eigu hans er nefnd La honda, sem er stytting á La sem nú er nefnd Móna Lísa. Af þessu vilja listfræðingarnir draga þá ályktun, að myndin Móna Lísa sé af Lísu Gioconda, einni af fegurð- ardísum Flórens á tíma da Vincis, að því er segir í sunnudagsblaðinu The Observer nýlega. Þessi uppgötvun þýðir, að mynd- in var máluð um aldamótin 1500, sem er u.þ.b. áratug fyrr en talið hefur verið. Það virðist því, að Móna Lísa hafi ekki bara verið til í „huga hans, þessa vitskerta manns“, eins og segir í kvæði Kristjáns skálds frá Djúpalæk. Vinafundir Reuter Margaret Thatcher fyrrum forsætisráðherra Bretlands dvelst nú í einkaerindum í Kaliforníu í Bandaríkjun- um. Notaði hún m.a. tækifærið til að heilsa upp á gamlan vin, Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Urðu það miklir fagnaðarfundir. Myndin var tekin við bókasafn í Los Angeles sem kennt er við Reagan. Barátta Rússa gegn Sovétstjórninni: Hóta aðgerðum verði höml- ur á útvarpi ekki aflagðar Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. Auðæfi Bretadrottn- ingar auk- ast um 25% Lundúnum. The Daily Telegraph. Einkaauðæfi Elísabetar Breta- drottningar jukust um fjórðung í fyrra samkvæmt könnun breska tímaritsins Harpers and Queen. LEIÐTOGAR Rússlands með Borís Jeltsín forseta í broddi fylkingar mótmæltu í fyrradag banni sovéskra yfirvalda við því að rússneska útvarpið noti vin- sælar rásir. Rússneska útvarpið hefur skýrt frá atburðunum í Eystrasaltsríkjunum með allt öðrum hætti en sovésku ríkisfjöl- miðlarnir og m.a. lýst því er her- menn drápu 13 óvopnaða borg- ara í Vilnius fyrir skömmu. ðsamkvæmur sjálfum sér, fær um að afbaka allt milli himins og jarð- ar,“ sagði Golík í sjónvarpsviðtali. Jeltsín hefur gagnrýnt Gorbatsjov harðlega fyrir tilskipun hans um að sovéski herinn skuli aðstoða við löggæslu í stærstu borgum Sov- étríkjanna og var Golík falið að samhæfa störf hersins og lögregl- unnar. Ólíklegt er að þessi ágrein- ingur verði leystur með málamiðlun, ef marka má ummæli Golíks. Svo virðist sem sovésk stjórnvöld hafi hafið herferð í sovéskum fjöl- miðlum til að rægja og grafa undan Jeltsín, sem er hættulegasti and- stæðingur Gorbatsjovs. Pravda, málgagn sovéska kommúnista- flokksins, minntist til að mynda 60 ára afmælis Jeltsíns á sunnudag með því að saka hann um svik við rússnesku þjóðina. Þá hefur öryggislögreglan KGB sakað stjórn. Rússlands um aðild að íjármálahneyksli. KGB byggir ásakanir sínar á skjölum, sem tekin voru af breskum fjármálamanni á flugvellinum í Moskvu í janúar, og segir þau sanna að rússneska stjórnin hafi gert ólöglegan samn- ing við breskt fyrirtæki. Aðstoðar- forsætisráðherra Rússlands, sem skrifaði undir samninginn, segir að hann hafi verið löglegur, Gorbatsjov hafi vitað um hann og KGB fari með rangt mál. Eignir drottningarinnar eru nú metnar á 6,6 milljarða punda, rúm- lega 700 milljarða ÍSK, og er hún enn langauðugasta kona heims. Eignir krúnunnar eru hér ekki tald- ar með. Tímaritið segir að verðmæti eigna drottningar hafi aukist um fjórðung vegna heppilegra fjárfest- inga, einkum í skartgripum og kappreiðahestum, sem hafa hækk- að mjög í verði. Konurnar sem koma næstar drottningu eru Johanna Quandt, sem erfði þýsku BMW-bíla- verksmiðjurnar (2,6 milljarðar punda), og Imelda Marcos, ekkja forseta Filippseyja (1,5 milljarðar punda). „Verði ekki fljótlega gert sam- komulag um að Rússland fái í sínar hendur eina af aðalrásum útvarps- ins og sjónvarpsrás mun rússneska stjórnin grípa til sérstakra ráðstaf- ana til að vernda rétt sinn og skyldu til að veita borgurunum upplýsing- ar,“ sagði í yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda. I frétt sovésku TASS- fréttastofunnar kom fram að ekki var nánar útskýrt hvaða ráðstafan- ir væri átt við. Fjandskapur Sovétstjórnarinnar og Jeltsíns gerist æ harðvítugri og einn af helstu aðstoðarmönnum Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta, Júrí Golík, lýsti Jeltsín sem lygara á sunnudag. „Hann er lygari og Réttað í máli Winnie Mandela Jóhannesarborg. Reuter. DÓMARI í máli Winnie Mandela, eigiftkonu blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela, úrskurðaði í gær að krafa ákærðu um að málinu yrði vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum skyldi ekki tekin til greina. Hins vegar var sækjanda gert að breyta ákæruskjalinu lítil- lega til þess að ákærðu megi vera betur ljóst í hverju ákæran felst. Var réttarhaldinu því frestað til næstkomandi mánudags. Réttarhöldin hófust í Jóhannes- arborg á mánudag. Lögmenn Winnie kröfðust þess að málinu yrði vísað frá vegna ónógra sönnunargagna. Ríkissaksóknari mótmælti því og vísaði dómari svo kröfu ákærðu frá. Winnie Mandela er ákærð ásamt fjórum öðrum fyrir aðild að ráni og illri meðferð á nokkrum ungum drengjum sem tóku þátt í bar- áttunni gegn aðskjlnaðarstefn- unni, apartheid. Fjórmenningarn- ir, sem eru úr hópi svonefndra líf- varða Winnie Mandela, eru horfn- ir. Einn drengjánna, sem haldið var í gísiingu á heimili Mandela, fannst síðar látinn í skurði. Leið- togi lífvarðanna var dæmdur til dauða fyrir þátt sinn í morðinu sem framið var fyrir tveim árum. Taiið er að réttarhöldin geti staðið í mánuð. Pakistan og Afganistan; ir stjórn ýmissa skæruliðahópa er beqast gegn sljórn Naji- bullah. Jóhannes Páll II páfi hefur hvatt til þess að send verði hjálpargögn til hörmungasvæð- anna. Talsmaður afgönsku stjórnar- innar sagði að meira en 600 hús hefðu eyðilagst í skjálftanum, sem mældist 6,8 á Richters-kvarða, en erfitt væri að meta tjónið ásvæðum skæruliðanna. Allartöluryrðu fyrst um sinn getgátur. Upptökin voru um 200 km' norðvestur af pakis- tönsku borginni Peshawar í Hindu Kush-fjöllum. Mesta tjónið varð í afganska héraðinu Badakshan og landamærahéruðum Pakistans. Um 550 manns voru flutt á sjúkrahús í Pakistan og voru marg- ir illa slasaðir eftir að hús höfðu hrunið. Hjálparsveitir reyndu enn að komast til skjálftasvæðanna er síðast fréttist en samgöngur eru mjög erfiðar í fjallahéruðunum og óvenju mikil snjóalög hamla för. I Afganistan eru það aftur á móti úrhellisrigning og flóð sem valda vandræðum í suðurhluta landsins og einu norðurhéraðanna. Ná- grannalandið Iran er einnig þjakað af flóðum og hafa 30.000 manns misst heimili sín af þessum völdum. Moskvu, Kabúl, Kitawar, Páfagarði. Reuter. JARÐSKJÁLFTI í afskekktum tjóni, að sögn embættismanna fjallahéruðum Pakistans og Afg- ríkjanna. Afgönsk stjórnvöld anistans sl. föstudag er talinn telja að um þúsund hafi farist í hafa orðið 1.200 manns að fjör- héruðum sem eru að mestu und- Rcuter Winnie Mandela kemur til dómshússins í Jóhannesarborg í gær. Ottast að 1200 hafi farist í öflugum jarðskjálfta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.