Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 18

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 18
18 MOKGUNlÍLAÐID MIÐVIKUDAGUR 6. FBBRÚAIt 19!)t FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ S' Húsin í Einiberginu voru eins og eyland. Þetta er Einiberg 23. Stífla brast í Hafnarfirði: Hús umflotín vatní í Setbergslandi Vatnsflaumurinn var mikill eins og sjá má þegar jeppabifreið rennir sér í „stöðuvatnið“. MÖRG hús í Setbergslandi í Hafnarfirði voru umflotin vatni í gær eftir að stífla við Urriða- kotsvatn, norðaustur af Hafnar- firði, gaf sig og lækir sem úr því renna í gegnum Setbergsl- andið, flæddu yfir bakka sína. Vatnið náði mönnum í mið læri þar sem það var mest. Vatnsflaumurinn var mestur við Einiberg og Furuberg og þar var eins og sum húsin væru hreinlega á floti. Lítið flæddi inn í íbúðarhús en við Einiberg 23, þar sem Sigur- geir Marteinsson býr ásamt fjöl- skyldu sinni, flæddi talsvert inn í hús og einnig inn f bílskúrinn. „Sonur minn fór í vinnuna klukk- an fimm í morgun og þá var ekk- ert vatn í götunni. Konan mín hringdi síðan í mig skömmu fyrir átta, en ég var að vinna suður í Straumsvík, og sagði að allt væri á floti. Þegar ég kom heim þurfti ég að vaða vatnið upp á mið læri Sigurgeir Marteinsson ræðir hér við nágranna sinn og bæjar- starfsmenn um ástandið í Eini- bergi. til að komast að húsinu," sagði Sigurgeir og bætti því við að flest- ir hefðu komist til vinnu um morg- uninn en börn hans hefðu ekki far- ið í skólann í gær. Hann sagði að mæðgumar hefðu staðið í vatnsaustri í stofunni, en hún er talsvert lægri en aðrir hlut- ar hússins. í bílskúmum geymir Sigurgeir búslóð og hann sagðist eiga eftir að athuga hvort miklar skemmdir hefðu orðið þar. Hann taldi að einhveijar skemmdir hefðu orðið í íbúðinni en vonaði að þær væm ekki miklar. Það var ófögur sjón sem blasti við mönnum í Engibergi og Fum- bergi. Göturnar hreinlega á floti og vatnið hefur trúlega verið um hálfur metri að dýpt. Flest húsin standa hærra en gatan og náði vatnið því ekki að flæða inn í mörg hús. Taka varð rafmagnið af hverf- inu í gærmorgun vegna þess að hætta var á að vatn kæmist í tengibox sem em við götuna. Mörg húsanna vora eins og þau stæðu á eyjum því vatn flóði allt um kring. Leikvöllur fyrir börn, sem þama er, var á kafi í vatni og því engin börn að leik þar í gær. I mestu vindhviðunum var tölvert öldurót á vatninu í Set- bergslandinu enda hafði lækurinn, sem jafnan er fremur vatnslítill, breytt sléttlendinu í stöðuvatn. Vatnselgurinn í Setbergslandi er kominn úr Urriðakotsvatni, sem er fyrir ofan Setbergslandið. Þar brast stífla og kom um fimm metra breitt skarð í hana. Talsvert stórt lón hafði myndast í gærmorgun og úr því fossuðu lækir niður í Set- bergslandið. Vindur stóð á stífluna og hefur hann hjálpað til við að ijúfa gat á hana. Bæjarstarfsmenn unnu að því í gær að gera við stífluna en áttu erfitt um vik vegna þess hversu blautur jarðvegurinn var og erfitt að koma við vinnuvél- um. Síðdegis hafði þeim tékist að loka skarðinu. Vinnuvélar áttu erfitt með að athafna sig við Urriðakotsvatn. Stíflan sem gaf sig er til hægri á myndinni en allt vatnið sem er fyrir framan hana er lón sem myndaðist þegar hún brast. Ríkissljórnin: Viðgerðir gangi fyrir og dregið úr framkvæmdum ÞAU gögn sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra bað um í fyrradag vegna tjóns af völdum óveðursins á sunnudag voru kynnt í ríkisstjórninni í gær. „Það kom ekki fram neitt heildarmat í þess- ari skýrslu á því hversu mikið tjónið er, því það vantar enn ýmsar upplýsingar frá tryggingafélögunum, Bjargráðasjóði og fleirum, en það hefur verið áætlað að tjónið geti numið allt að þremur millj- örðum króna,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Steingrímur sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar á fundinum í gær, enda hefði mark- miðið einkum verið það að safna saman öllum tiltækum upplýsingum um þann skaða sem af hefði hlot- ist, og því starfí væri enn ekki lok- ið. „Það er alls ekki á döfinni að hækka skatta vegna þessa áfalls, um það hefur ekkert verið rætt. Það verður. áreiðanlega að ákveða ýmsar aðgerðir til þess að mæta áföllum á ólíkum sviðum. Það er nú þegar alveg ljóst að einhver út- gjöld falla á ríkissjóð vegna óveð- ursins, til dæmis útgjöld vegna langbylgjusendis. Bjargráðasjóður verður að fá aukið fjármagn," sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagði að reynt yrði að hafa í lok vikunnar heilsteypta mynd af öllu því tjóni sem orðið hefði og þá hvað ríkisstjórnin teldi að gera þyrfti á hveiju einstöku sviði. Hvert ráðuneyti fyrir sig starfaði nú að slíkri upplýsingaöfl- un. „Svo verður sumstaðar að draga úr framkvæmdum. Eflaust verður Vegagerðin að láta ganga fyrir að gera við þá vegi sem skemmdust og í skólunum verður að ráðast í viðgerðir, til dæmis á þökum og gluggum. Við teljum að í svona til- felli sé ekkert óeðlilegt að þjóðar- búið dragi eitthvað úr öðmm fram- kvæmdum til þess að nauðsynlegar viðgerðir geti gengið fyrir,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra. Tjón RARIK nemur um 300 milljónum ÁÆTLAÐ er að tjón Rafmagnsveitna ríkisins í þeim áhlaupum sem komið hafa á landinu á árinu, nemi um 300 milljónum króna. Rafmagn- sveitumar era ekki tryggðar fyrir svona tjóni. Landsvirlgun hefur ekki enn metið það tjón sem hún hefur orðið fyrir það sem af er ári. ekki verið metið nákvæmlega en Jón taldi það ekki vera undir 20 milljón- um króna. „Tjón á einum mánuði er um 250-300 milljónir króna og mér virð- ist augljóst að ekki er hægtað leggja þetta á notendur Rafmagnsveitna ríkisins eina og sér. Almannavaldið verður að taka á þessu máli og þess vegna hef ég lagt fram í ríkisstjórn- inni greinargerð um þetta mál,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann vildi benda á að RARIK væri ekki tryggt gegn svona tjónum vegna reglna sem settar vom árið 1974 þar sem ríkisfyrirtækjum er uppálagt að taka mannvirki úr tryggingu. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði að tjónið sem RARIK hefði orðið fyrir í upphafí árs væri gífur- lega mikið. Fyrst hefðu brotnað um 525 staurar, 420 þverslár og línur hefðu slitnað á 250 stöðum auk þess sem stórfellt tjón hefði orðið að öðru leyti á línukerfí Rafmagnsveitnanna á Norðuríandi. Þetta tjón sagðist Jón telja að kosti um 250 milljónir að bæta og þegar hefði verið eytt um 130 milljónum í bráðabirgðaviðgerð- ir. I fárviðrinu sem geisaði um helg- ina brotnuðu sennilega um 130 staurar, aðallega á Suðurlandi en einnig í Kjós og á Vesturlandi og Norðurlandi vestra. Tjónið sem Raf- magnsveitumar urðu fyrir hefur Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð: Bráðabirgðaviðgerð kostar 5-15 milljónir TALIÐ er að það muni kosta um fimm til fimmtán milljónir að gera við langbylgjustöð Ríkisút- varpsins á Vatnsendahæð til bráðabirgða. Akveðið hefur verið að byggja nýja langbylgjustöð á næstu árum. Svavar Gestsson menntamálaráð- herra lagði í gær fyrir ríkisstjómina hugmyndir um hvað gera þurfí til að koma langbylgjusendinum I samt lag. Undirbúa þarf kostnaðaráætlun vegna byggingar nýrrar langbylgju- stöðvar. Fara þarf yfír forsendur lánsfjárlaga fyrir árið 1991, en þar er gert ráð fyrir því að fella niður fastan tekjustofn sem Ríkisútvarpið hafði til 1986, og sjá til þess að þessar tekjur gangi aftur til Ríkisút- varpsins í stað ríkissjóðs. Einnig er áætlað að grípa til ákveðinna bráða- birgðaráðstafana á Vatnsendahæð á meðan beðið er eftir að endanleg úrlausn fáist, en það er talið taka nokkur ár. Svavar sagði að ekki hefði verið kannað hvort hagkvæmara væri að leigja rás í gervihnetti og útvarpa þannig á langbylgju. „Ég held að þjóðir sem eru mjög gervihnatta- væddar séu allar með langbylgju- möstur af þessu tagi þannig að ég hygg að það verði ekki hjá því kom- ist að reisa nýja langbylgjustöð," sagði menntamálaráðherra. „Býður hætfr- unni heim“ - segir starfsmaður „Skyldunnar“ HRUN langbylgjustöðvarinnar hefur skapað erfiðleika enda ná örbylgjusendingar útvarpsins ýFM) ekki út á miðin. Að sögn Áraa Sigurbjömssonar, starfs- manns Tilkynningaskyldunnar, er ástándið slæmt, þótt sjómenn geti nálgast veðurfregnir með öðrum hætti. Erfitt væri að lýsa eftir bátum sem ekki gefa upplýsingar til Tilkynningaskyldunnar. „Ástandið er ekki alvarlegt núna enda meirihluti flotans í landi,“ sagði Árni. Hann sagði að ástandið gæti orðið alvarlegt ef skyndilega gerði óveður. „Þetta býður hættunni heim og það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að koma upp langbylgjustöð,“ sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.