Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 Morgunblaðið/KGA Hulda Jakobsdóttír, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi, og Högna Sigurðardóttir, arkitekt. Undirbúningur að byggingu sundlaugar- innar hófst í bæjarstjóratíð Huldu og fól hún Högnu Sigurðardótt- ur hönnun byggingarinnar. Morgunblaðið/KGA Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, flutti ávarp við vígsluathöfn sundlaugarinnar á laugardaginn. Landsins stærsta snnd- laug vígð í Kópavogi Mikil áhersla er lögð á öryggismál og til að tryggja sem best eftirlit er laugarbotninn upplýstur neðan vatns með 27 sterkum ljóskösturum NÝ og glæsileg sundlaug var vígð í Kópavogi á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Sundlaugin er 50 x 25 metrar að stærð og er stærsta sundlaug landsins. Grunnflatarmál áfangans sem tekin var í notkun á laugardag er tæplega 3.000 fermetrar, sundlaug, kjall- ari og tengibyggingar. Morgunblaðið/KGA Ólafur Eiríksson sundmaður úr röðum fatlaðra, sem var á föstu- dag útnefndur íþróttamaður Kópavogs 1990, stakk sér fyrstur til sunds í nýju sundlauginni. Nýja sundlaugin er við hlið gömlu sundlaugarinnar á Rútstúni. Gamla sundlaugin hefurþjónað Kópavogs- búum í aldarfjórðung. Kristinn Kristinsson, formaður bygginga- nefndar, sagði m.a. í ræðu sinni. „Það kom snemma upp umræða um sundlaugarbyggingu í Kópa- vogi eftir að hér var stofnaður kaupstaður árið 1955. Þau heiðurs- hjón Hulda Jakobsdóttir og Finn- bogi Rútur Valdimarsson, fyrstu bæjarstjórar Kópavogs, gáfu land undir sundlaugina og það mun hafa verið að þeirra ósk, að Högna Sigurðardóttir, arkitekt, var ráðin til að teikna sundlaugármannvirk- ið.“ Hafist var handa við byggingu nýju laugarinnar 1986 og er hún tíu sinnum stærri en sú gamla. Laugarkerið mun vera það stærsta í landinu, 25 X 50 m, ásamt litlu hliðarkeri, samtals 1.268 fermetr- ar. Laugin telst því vera fullkomin keppnislaug að stærðinni til með 10 keppnisbrautum. Tæknibúnaður laugarinnar er að fullkomnustu gerð og er rekstur laugar að mestu sjálfvirkur og tölvustýrður. í lauginni er forhitað ferskt vatn með klór og sýrublönd- un og möguleika á saltblöndun, auk þess sem fullkomið_ hreinsikerfi er á laugarvatninu. Áætlaður orku- kostnaður heits vatns á ársgrund- velli er um 6 milljónir króna. Að sögn Kristins Kristinssonar, formanns bygginganefndar, er mikil áhersla lögð á öryggismál og til að tryggja sem best eftirlit er laugarbotninn upplýstur neðan- vatns með 27 sterkum ljósköstur- um. Þá eru stöðugt í gangi 6 myndavélar sem ná að mynda allan botninn, en myndimar birtast á skjám hjá eftirlitsmanni innandyra. Öryggi sundlaugargesta í svo stórri laug verður ekki betur tryggt með öðrum hætti. Áætlaður kostnaður við sund- laugarmannvirkið, sem nú er tekið í notkun, er um 286 milljónir króna á uppreiknuðu verði. Mannvirkið er þó ekki alveg fullbyggt. Það á eftir að byggja 614 fm búnings- klefahús og ennfremur byggja yfir gömlu laugina og aðstöðu við hana, hús upp á 820 fm að grunnfleti, heita potta og fleira og er áætlaður að sá kostnaður getið orðið um 180 milljónir króna. Einnig á eftir að innrétta aðstöðu fyrir gufu- og heilsurækt í kjallara nýju sundlaug- arbyggingarinnar. Eins og áður segir er Högna Sigurðardóttir arkitekt þessa mannvirkis. Öll verkfræðileg hönn- un er unnin af Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf. Magnús og Ágúst húsasmíðameistarar sáu um uppbyggingu og allt tréverk. Ragn- ar Hansen múrarameistari annað- ist múrverk og flísalagnir. Guð- björn Ævarsson pípulagninga- meistari sá um allar lagnir hússins og tengingu laugar. Rafgeisli sá um raflagnir og málarameistari var Jón Ingi Ragnarsson. Forstöðu- maður sundlaugarinnar er Ingi- mundur Ingimundarson. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, flutti ávarp og sagði það mikið ánægjuefni að Kópavogsbúar gætu tekið í notkun nýtt s'ameiginglegt mannvirki. „Sérstaklega er þar um ánægjuleg- an viðburð að ræða þegar sundlaug er annars vegar. Fyrir 1960 hafði verið mikið rætt um að byggja sundlaug hér í Kópavogi. En eng- inn tekið af skarið. Það var ekki fyrr en áræðin og framsýn kona tók af skarið 1962, en þá var graf- ið fyrir gömlu lauginni. Þetta var Hulda Jakobsdóttir, þáverandi bæj- arstjóri, og er það sérstakt ánægju- efni að hún er meðal okkar hér í dag,“ sagði Gunnar. Margir gestir tóku til máls við vígsluathöfnina. í máli Ólafs G. Einarssonar, sem hafði orð fyrir þingmönnum Reykjaneskjördæmis, kom fram að aðeins 15.000 krónur hafi runnið úr sameiginlegum sjóði landsmanna til þessa mannvirkis. „Mér sýnist nú þegar þetta mann- virki er vígt að kominn sé tími til að ijárveitingavaldið taki sig nú saman og standi við gerða samn- inga eða geri nýjan," sagði Ólafur í ræðu sinni. Áður en laugin var formlega opnuð eftir vígsluna blessaði séra Kristján Þorvarðarson mannvirkið. Fyrstur stakk sér til sunds Ólafur Eiríksson sundmaður úr röðum fatlaðra, sem var á föstudag út- nefndur íþróttamaður Kópavogs 1990. Að lokinni hátíðardagskrá var boðið upp á veitingar í nýju sundlaugarbyggingunni. I VICTRON varaaflgjafinn tryggir að þú tapir ekki mikilvægum gögnum úr tölvunni þinni við rafmagnstruflanir. Við algjört raf- & magnsleysi veitir VICTRON varaaflgjafinn svigrúm til að gera viðeigandi ráðstafanir áður en skaðinn er skeður. M AÐVORUN!! Rafmagnstruflanir geta valdið gagnatapi úr tölvum! Við eigum VICIRUN varaaflgjatana a lager í stærðum frá 400 VA til 2000 VA og getum útvegað með skömmum fyrirvara aðrar stærðir upp í 45 KW. Fullkomin viðhalds- og varahlutaþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Umboðsmenn um land allt. gTÆKIMIVAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.