Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991
FYRIR BQTNI
PERSAFLOA
íranir reiðubúnir að miðla málum í styrjöldinni;
Frönsk stjómvöld fagna
hugmynd forseta Irans
Sovéskur sendimaður á fund íranskra ráðamanna
París, Moskvu. Reuter.
FRÖNSK stjórnvöld fögnuðu í
gær yfirlýsingum Irana þess efn-
is að þeir væru reiðubúnir að
íraskar flugvélar og eld-
flaugar sagðar vera í Súdan
Washington, Nikosíu. Reuter.
ÍRAKAR fluttu orrustuþotur og
eldflaugar til Súdans áður en
stríðið fyrir botni Persaflóa hófst,
að því er bandariska sjónvarpið
ABC skýrði frá í fyrrakvöld. Haft
var eftir súdönskum herforingj-
um og stjórnarerindrekum í Súd-
an og Evrópu að meira en tuttugu
Danmörk:
Stríðsleikföng
vinsælli en fyrr
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaösins.
FORELDRAR leikskólabarna í
Kolding á Jótlandi hafa fengið
bréf frá forstöðumanni leikskól-
anna þar sem þess er farið á leit
að börnin hafi ekki með sér
stríðsleikföng í skólann.
Eftir að stríð hófst í Persaflóa
hafa hvers kyns stríðsleikir farið í
vöxt meðal barnanna og leikskól-
amir hafa yfirfyllst af „vopnum"
sem börnin hafa haft með sér að
heiman. Mörg barnanna verða óró-
leg af völdum þessara stríðsleikja
og þess vegna hefur forstöðumaður
leikskólanna skrifað foreldrunum
og farið fram á að skólarnir verði
vopnlaust svæði.
íraskar orrustuþotur hefðu verið
faldar á tveimur herflugvöllum í
Súdan og hægt væri að beita þeim
í árásum á hernaðarlega mikil-
væg skotmörk í Egyptalandi eða
Saudi-Arabíu. Súdönsk stjórnvöld
vísuðu þessu á bug í gær og stjórn
Egyptalands kvaðst engar upplýs-
ingar hafa um slíka flutninga.
ABC sagði að eldflaugum, sem
hefðu verið fluttar með íröskum
tankskipum fyrir árslok í fyrra,
hefðu verið komið fyrir í bæjunum
Arous og Erkowit í Súdan. Banda-
ríska leyniþjónustan hefði upplýsing-
ar um flugvéla- og eldflaugaflutn-
inga til Súdans en bandarísk stjórn-
völd vildu ekki tjá sig um hvort
hætta væri á árás á Egyptaland og
Saudi-Arabíu þaðan.
Fyrrum yfirmaður herafla Súd-
ans, Fathi Ahmed Ali, sagði í við-
tali við sjónvarpið að líklega yrðu
eldflaugarnar notaðar síðar í
stríðinu. Súdanskur herforingi sagði
að írakar hefðu flutt eldflaugamar
til hafnarborgarinnar Port of Sudan
og dreift þeim á staði á strandlengj-
unni við Rauða haf.
Hætta er talin á að eldflaugunum
verði skotið á Aswan-stífluna, helstu
orkuver Egypta, eða olíulindir í
Saudi-Arabíu. Súdanir, sem hafa
efnt til mótmæla gegn loftárásum
fjölþjóðahersins á Irak, hafa hvatt
til árása á stífluna, að sögn ABC.
Talsmenn Ijölþjóðahersins segja
að um 110 íröskum flugvélum hafi
verið flogið til írans frá því loftárás-
irnar á Irak og Kúveit hófust 17.
janúar. Þar af var tíu flogið þangað
í gær, að sögn stjómvalda í íran.
miðla málum í Persaflóastyijöld-
inni. Talsmaður franska utanrík-
isráðuneytisins tók fram að þar
á bæ vildu menn hins vegar fá
nánari upplýsingar um hugmynd-
ir írana, sem Ali Akbar Rafsanj-
ani forseti kynnti á mánudag.
Talsmaðurinn, Daniel Bernard,
sagði á fundi með fréttamönnum í
París að stjórnvöld teldu það sérlega
jákvæða þróun að Rafsanjani hefði
boðist til að freista þess að miðla
málum í styrjöldinni. Hann minnti
á að Rafsanjani hefði tekið fram-
að skilyrði fyrir slíkum friðarumleit-
unum væri að írakar kölluðu heim
innrásarliðið frá Kúveit. Hann kvað
frönsk stjórnvöld ekki vita til þess
að íranir hefðu lagt fram heil-
steypta friðaráætlun og neitaði að
tjá sig um viðræður sendimanns
Reuter
Fantatök í eyðimörkinni
Þjálfari í bardagalist án vopna sýnir breskum hermönnum í eyðimörk
Saudi-Arabíu hvernig hægt er að bijóta mótþróa á bak aftur. Nemendur
hans eru í liði er nefnist Coldstream Guards og eiga þeir að gæta fanga
sem teknir verða í bardögum á landi þegar sókn bandamanna hefst.
frönsku ríkisstjórnarinnar og íran-
skra ráðamanna í Teheran í síðustu
viku. Aðstoðarutanríkisráðherra
Frakklands, Thierry de Beauce,
sagði í sjónvarpsviðtali í gær að
allar tilraunir til að koma á friði
fyrir botni Persaflóa væru í senn
allrar athygli verðar og af hinu
góða. Frönsku ríkisstjórninni væri á
hinn bóginn ekki kunnugt um ein-
staka þætti tillagna íraka og vildu
gjarnan fá um þær nánari upplýs-
ingar.
Að undanfömu hafa fjölmargir
erlendir sendimenn lagt leið sína til
Teheran, höfuðborgar írans, þ. á
m. fulltrúar stjórnvalda í Jemen,
Alsír, Frakklandi og útlagastjómar-
innar í Kúveit. í gær hélt aðstoðar-
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
Alexander Belonogov, til írans til
viðræðna við ráðamenn þar. Vítalíj
Tsjúrkín, talsmaður sovéska ut-
anríkisráðuneytisins, sagði af því
tilefni að sovésk stjórnvöld væru
tilbúin til að eiga viðræður við full-
trúa íraka. Slíkar viðræður hefðu á
hinn bóginn ekki verið á dagskránni
er Belonogov hélt til írans en það
kynni að breytast. Talsmaðurinn
kvað Belonogov ekki hafa nýjar frið-
artillögur fram að færa en sagði för
hans lið í tilraunum Sovétstjómar-
innar til að koma á friði í þessum
heimshluta.
Tsjúrkín sagði afstöðu Sovét-
stjórnarinnar í Persaflóastyijöldinni
óbreytta; írakar yrðu að flytja innr-
ásarliðið frá Kúveit án nokkurra
skilyrða. Aðspurður kvaðst hann
kannast við að áhyggjur manna í
Sovétríkjunum af því að írak yrði
lagt í auðn héldi styijöldin áfram
og að hernaðaraðgerðir banda-
manna fæm út fyrir ákvæði álykt-
ana Sameinuðu þjóðanna. Sovét-
menn vonuðust eftir því að eiga vin-
samleg samskipti við íraka þegar
einangrun landsins á alþjóða vett-
vangi heyrði sögunni til.
Hernjenn í Litháen eru byrjaðir að framfylgja tilskipun Míkhaíls
Gorbatsjovs um að þeir aðstoði við löggæslu. Samkvæmt fréttum frá
Vilnius neita lögreglumenn hins vegar að vinna með hermönnunum.
Búist við að Saljút-
stöð hrapi í Karíbahafíð
íslendingar hafa ákveðið aðgerð-
ir til stuðnings sjálfstæðisbaráttu
Eistlands, Lettlands og Litháens
- sagði Gunnar Pálsson sendiherra
á fundi embættismannanefndar RÖSE
Embættismannanefnd aðildarríkja Ráðstefnu um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) kom saman til fundar í Vínarborg
dagana 28. til 29. januar. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda á fundinum
var Dr. Gunnar Pálsson sendiherra og skýrði hann fulltrúum aðild-
arríkjanna m.a. frá því að ríkisstjórn íslands hefði ákveðið fjölda
aðgerða til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna
þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens.
París. Reuter.
BÚIST er við því að sovéska
geimstöðin Saljút sjöundi hrapi
til jarðar í dag og sagði franskur
geimvísmdamaður í gær að hún
myndi koma niður í Karíbahafið.
' Jean-Jacques Velasco, forsíöðu-
maður stofnunar sem fylgist með
gervitunglum og geimrusli á braut
um jörðu, sagði að stofnunin hefði
'reiknað út að geimstöðin kæmi inn
í guMivglfið,ppiL klu^.aAÍö.AO.jið
íslenskum tíma í dag.
Sovéskir geimvísindamenn höfðu
áður reiknað út að geimstöðin
myndi hrapa til jarðar á tímabilinu
frá klukkan 17 í dag til kl. 21 ann-
að kvöld. Þeir hafa jafnframt sagt
að stöðin ætti að brenna að miklu
leyti upp er hún kæmi inn í gufu-
hvolfið en þó mætti búast við að
allt að tvö tonn af leifum hennar
alla leið til jarðar.
Gunnar Pálsson sagði í yfirlýs-
ingu sinni að fulltrúum aðildarríkj-
anna hefði orðið tíðrætt um vald-
beitingu sovéska hersins í Litháen
og Lettlandi. Flestir teldu atburð-
ina þar í fullkomnu ósamræmi vð
grundvallarskuldbindingar þeirra
ríkja sem aðild ættu að RÖSE og
algjörlega á skjön við niðurstöðui
Parísarfundarins síðasta haust.
Sýnt væri að nefndin gæti ekki
haldið áfram störfum og látið sem
ekkert hefði í skorist.
Harmað að ekki var kallaður
saman sérstakur fundur
„Ríkisstjórn íslands er einnig
þeirrar skoðunar, að aðgerðir so-
vésks herliðs gegn ríkisstjórnum,
kjörnum í fijálsum kosningum og
íbúum Eystrasaltsríkjanna
tveggja, sem hér um ræðir, ættu
að hafa bein áhrif á störf okkar á
Ráðstefnunni um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu,“ sagði Gunnar
Pálsson og kvað íslensku ríkis-
stjómina harma að tillaga Aust-
urríkis þess efnis að kallaður yrði
saman sérstakur fundur til að
ræða ástandið í Eystrasaltsríkjun-
um hefði ekki náð fram að ganga.
Sagðist Gunnar ennfremur taka
undir það sjónarmið fulltrúa Norð-
manna að kysu aðildarríkin að líta
á ágreininginn um Eystrasaltsrík-
in sem innanríkismál Sovétstjórn-
arinnar, tækju menn um leið þá
áhættu að RÖSE gegndi ekki því
hlutverki sem ráðstefnunni væri
ætlað.
Gunnar Pálsson sagði ísland
eitt þeirra mörgu ríkja sem aldrei
hefði dregið til baka viðurkenn-
ingu sína á fullveldi og sjálfstæði
Eystrasaltsríkjanna. „I samræmi
við það hefur Island hvatt til samn-
inga um ágreininginn um Eystra-
saltsríkin á grundvelli algers jafn-
réttis allra aðila. íslenska ríkis-
stjórnin hefur ennfremur tekið
ákvörðun um fjölda aðgerða til
stuðnings sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna í kjölfar heim-
sóknar utanríkisráðherra til
Eystrasaltsríkjanna 18. til 21. jan-
úar sl,“ sagði Gunnar og bætti við
að á meðal þeirra aðgerða væri
ákvörðun um að kanna möguleika
á formlegu stjórnmálasambandi
ríkjanna tveggja.
Ekki ætlað að spilla ástandinu
í Sovétríkjunum
„Ég vil taka það skýrt fram,
að þeirri aðgerð er ekki ætlað að
spilla ástandinu innan Sovétríkj-
anna,“ sagði hann. Líta bæri á
hana sem endumýjaða staðfest-
ingu þeirar stefnu íslendinga að
viðurkenna ekki innlimun Eystra-
saltsríkjanna með valdi í Sovétrík-
in fyrir 50 árum.