Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 33

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 33
' leei flAUíiain .9 fluoAtiuxivaiM QieAjavnioflOM MOROUNBLAÐIÐ -MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 - Teiknitölvur — tölvutæknifélag? eftír Rúnar Hauksson Teiknitölva, hvað er nú það? Er ekki nóg komið af tölvum, eru tölvurnar farnar að teikna líka? Svarið við þessu er nei. Tölvurnar eru ekki farnar að teikna, en menn nota tölvurnar, sem verkfæri til að koma teikningum á framfæri. Tölv- urnar gera ekkert af sjálfsdáðum eins og stundum er talað um, ennþá þarf menn til að stjórna þeim og sjá til þess að eitthvað gagnlegt komi úr þeim. Teiknitölvurnar hafa lengi verið í þróun og lítið notaðar af íslenskum arkitektum. Að mínu áliti eru þær fyrst núna að verða nothæfar sem alvöru verkfæri fyrir okkur arki- tekta og aðra, sem vinna við teik- ingar. Tölvurnar með sínum teikni- forritum frá hinum ýmsu framleið- endum voru of seinvirkar og erfiðar í notkun til þess að þær slægju í gegn. Öll vinnsla og umstang í kringum tölvumar hefur verið of tímafrek. í raun hafa þær ekki spar- að þann tíma eða mannskap, sem ætlast var til af þeim. Þær hafa oft gengið með hjálp tölvuáhuga- manna. Þeir hafa eytt í þær ómæld- um frítíma, sem hvergi hefur komið fram. Þróun teiknitölvunnar Ég er þó þeirrar skoðunar í dag, að hraðinn í þróun teiknitölvunnar á næstu árum gæti orðið hliðstæður við þróun ritvinnslutölvunnar. Fyrir nokkrum árum voru til fá- einar ritvinnslutölvur í landinu, sem fáeinir sérvitringar og tölvuáhuga- menn notuðu. í dag sjást varla rit- vélar. Nánast öll fyrirtæki ritvinna í tölvur. Þeir sem ritvinna í tölvur í dag vilja ails ekki vera án þeirra og hverfa aftur til gamla tímans. Námstefna um málefni aldraðra NÁMSNEFND þjónustuhús- næðis í Seljahlíð og öldrunar- þjónustudeild Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar efna um þessar mundir til óvenju- legrar námstefnu í heila viku, en námstefna af þessu tagi er nýmæli hér á landi. Yfirskrift námstefnunnar er: Þjálfum hug og hönd og verður hún opin fyrir íbúa Seljahlíðar og starfsfólk heimilisins, en meðal- aldur íbúa í Seljahlíð er um 84 ár. Þess má geta að meðal fjölbreyttr- ar starfsemi í Seljahlíð hefur heim- ilið gefið út eigið blað, „Visku- brunninn“, á undanfömum árum þar sem aldraðir íbúar hafa lagt til mest af efni í blaðið. Á námstefnunni verður fjöl- breytt fræðsla alla daga, frá 4. febrúar til 8. febrúar, og verður hún í ýmsu formi, með fyrirlestr- um og myndböndum, sýningu og fræðslu um hjálpartæki, léttri leik- fimi á hverjum degi, en einnig er gert ráð fyrir góðum tíma á hvetj- um degi til fyrirspurna og um- ræðu. Forstöðumaður í Seljahlíð er María Gísladóttir, hjúkrunarfræð- ingur, en aðrir í undirbúnings- nefnd hafa verið Rannveig Kára- dóttir, forstöðumaður í félags- og tómstundastarfi í Seljahlíð, Guð- rún Björg Guðmundsdóttir, hjúk- runardeildarstjóri, og Þórir S. Guðbergsson, fræðslufulltrúi öld- runarþjónustudeildar. (Úr fréttatilkynningu) Þessi vinnuaðferð sparar sannan- lega tíma og erfiði og hefur virki- lega unnið sér tilverurétt. Miðað við framansagt held ég, að við sem erum að vinna við hönnun og teikn- ingar eigum að spyija okkur sjálf: Hvernig verður framtíðin eftir nokkur ár? Verður þá komin teikni- tölva inn á borð til allra, nema e.t.v. nokkurra sérvitringa, sem ríghalda í gamla tímann? Ég sagði í upphafi, að teiknitölv- urnar hefðu ekki verið nógu þægi- legar í meðförum a.m.k. ekki fyrir arkitekta. Núna eru þær orðnar raunverulegur valkostur fyrir okkur og aðra, sem stunda teiknivinnu. Þetta geta menn séð, ef þeir líta í kringum sig. Teiknistofur eru unn- vörpum að tölvuvæðast einmitt núna. Ég sé ekki betur en farin sé af stað skriða, sem ekki stoppi á næstunni. Kemur þar ýmislegt til t.d.: 1. Teiknitölvurnar eru raunveru- lega nothæf hjálpartæki á teiknistofum. 2. Verð á teiknitölvum með til- heyrandi teiknivélum o.fl. hef- ur í raun lækkað miðað við afköst og gæði. 3. Margföldunaráhrif. Hönnun- arvinna í dag er hópvinna. Hönnuðir í hópum, sem eru komnir með teiknitölvur þrýsta á þá, sem ekki hafa gripina að drífa í því að tölvu- væðast svo þeir verði gjald- gengir. Þegar þeir eru komnir með teiknitölvur þrýsta þeir svo á aðra hönnuði í öðrum hópum. 4. íslendingar elska tæknilega hluti sbr. farsímaæðið, gífur- lega öra útbreiðslu mynd- senditækja og áðurnefnda rit- vinnsluútbreiðslu svo fátt eitt sé nefnt. 5. Opinberar stofnanir bæði hjá ríki og borg eru að teikni- tölvuvæðast, sbr. t.d. upp- byggingu landupplýsinga- kerfis Reykjavíkurborgar, tölvubanka Skipulags ríkisins, áhugi slökkviliðs á að fá í slökkvibíla tölvur, sem geta flett upp á teikningum af húsum á leið á slökkvistað. Tölvuvædd framtíð Mín skoðun er sú, að hvort sem okkur líkar betur eða verr þá erum við að fljóta inn í tölvuvædda framtíð. Éftir nokkur ár verður kannski farið að krefjast þess að byggingarnefndarteikningum verði skilað á tölvudiskum í stað hefð- bundinna ljósrita í dag. Þá verður auðvitað búið að koma teikningum allra eldri húsa á tölvutækt form. Þó ekki væri nema til að uppfylla óskir slökkviliðs, sbr. lið 5 hér á undan. Ljósrit af teikningum verða þá að sjálfsögðu ekki að þvælast á milli húsa með sendlum, heldur ganga teikningar beina leið úr einni tölvu í aðra eftir ljósleiðarakerfi Pósts og síma. Meðan hús eru í hönnun senda hönnuðir hver öðrum teikningar úr einni tölvu í aðra. Verktakar sem bjóða í að byggja húsin verða auðvitað líka að hafa tölvur til að taka á móti útboðs- teikningum, sem verða eingöngu gefnar út á diSklingaformi. Þegar kemur að byggingu hússins verður verktakinn að sjálfsögðu að hafa tölvu á byggingarstað til að taka á móti nýjum vinnuteikningum frá hönnuðum og upplýsingum frá sínum aðalstöðvum. Við skulum reikna með, að þar verði líka tölvu- prentarar, sem prenta út endanleg- ar vinnuteikningar fyrir iðnaðar- mennina að fara eftir. Það gæti orðið erfitt að bera tölvur með sér upp á vinnupalla! Ég hef hér verið að reyna að skyggnast inn í framtíðina eins og oft er gert í kringum áramót. Ykk- ur finnst þessi lýsing kannski æði óraunveruleg. Ég minni á, að oft hefur þróunin hlaupið fram úr villt- ustu draumum manna. Reyndar má segja, að framtíðin er að ein- hveiju leyti þegar komin til okkar. Kannski er ekki öllum ljóst, að nú þegar eru teikningar fluttar á milli húsa í Reykjavík og milli landa eft- ir símakerfinu. Á mínum vinnustað, sem er teiknistofa Húsameistara ríkisins, höfumyið haft teiknitölvur í nokkur ár. í einu verkefnanna höfum við sent samstarfsaðilum á 6 verkfræðistofum tölvudisklinga. Ég verð þó að taka það fram hér, að disklingarnir eru ekki ennþá sendir eftir símakerfinu. Við bíðum eftir því, að það verði ódýrara. Tæknin er heldur ekki komin það langt að disklingarnir dugi ein- göngu. Við sendum líka hefðbundin ljósrit. Þegar í dag notfæra margir verktakar sér það, að geta fengið hluta útboðsgagna á tölvutæku formi, þ.e. aðallega magnskrár unn- ar í ritvinnslu og töflureikni. Teiknitölvan í notkun í dag Af hvetju hefur húsameistara- embættið verið á undan mörgum öðrum í teiknitölvunotkun? Fyrir því má nefna nokkrar ástæður. Ein ástæðan er sú, að við höfum talið að á okkur liggi viss kvöð brautryðj- andans m.t.t. stærðar stofunnar og umfangs og stærðar verkefna. Við Rúnar Hauksson „Af hverju sameinumst við ekki sem höfum áhuga á þessum málum í félagsskap, þar sem við getum farið yfir þessi mál og reynt að komast að sameigin- legri niðurstöðu?“ höfum þar af leiðandi tekið þátt í þróun þess að_ teiknitölvan slíti barnsskónum á íslandi. Þessi braut- ryðjandastarfsemi hefur sannfært okkur um kosti teiknitölvunnar, ef hún er notuð af skynsemi. Þar af leiðandi hefur embætti húsameist- ara fjárfest í teiknitölvubúnaði. Við teljum að með því verðum við ein- faldlega hæfari til að vinna þau verk, sem okkur er og mun verða falið að vinna. Hér vil ég samt nota tækifærið til að koma að varnaðarorðum. Ég beini þeim t.d. til kollega minna arkitektanna og annarra. Rjúkið ekki til að kaupa teiknitölvu bara til þess að eiga teiknitöUtu. Þið verð- ið að reyna að meta þörfina fyrir teiknitölvuna á ykkar vinnustað. Hef ég hag af að kaupa teiknitölvu í dag? Kannski dugar gamla teikni- borðið í nokkra mánuði í viðbót? Ég vil líka enn og aftur undir- strika, að teiknitölva er verkfæri, ekkert galdratól, sem leysir alla hluti. Þeir eru til, sem hafa algjör- lega pakkað saman gamla teikni- borðinu og nota eingöngu tölvu við sína vinnu. Ég nota teikniborðið áfram, ásamt teiknitölvunni. Ég lít á að markmiðið sé að skapa arki- tektúr og allt sem stuðli að því sé til góðs. Ég hef meiri áhuga á arki- tektúr en að steypa mér niðutyí endalausar „tölvupælingár", af því að það er svo gaman að dunda við tölvuna. Því vil ég beina eftirfar- andi til töjvuframleiðenda: Þið verð- ið að vinna áfram að því að gera teiknitölvurnar þægilegri í um- gengni, þannig að venjulegir hönn- uðir þurfi ekki að sökkva sér niður í tölvufræði til að geta notað tölv- una sem verkfæri. Félagsskapur um teiknitölvuuotkun? Það vantar einhvern félagsskap til að ræða öll þessi samskiptamál um teiknitölvur. Hér á landi eru t.d. ekki til, að því er ég best veit, hliðstæð félög við hin ensku „user- groups" þ.e. notendafélög teiknit- ölvueigenda frá einstökum fyrir- tækjum, sem selja teiknitölvur. Okkur vantar félagsskap, sem getur rætt við tölvuseljendur, tölvu- framleiðendur og aðra og haft áhrif á þróunina í þeim málum. Ég hef í minni vinnu orðið var við þörf á samræmdum vinnubrögðum í teikn- itölvusamskiptum hönnuða. Menn eru hver í sínu horni að vinna að samskiptastöðlum og því um líku. Af hveiju sameinumst við ekki sem höfum áhuga á þessum málum í félagsskap, þar sem við getum far- ið yfir þessi mál og reynt að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu? Áhugamenn um teiknitölyur sameinumst um að stofna Tölvu- tæknifélag íslands! Stofnfundur verður haldinn 8. febrúar á Hótel Loftleiðum. Höfundur er deildararkitekt hjá húsameistara ríkisins. Hefur unnið með undirbúningshópi að stofnun Tölvuteeknifélags Islands. ABB ASEA BROWN BOVERI RAFVERKTAKAR - RAFVIRKJAR Eigum fyrirliggjandi greinitöflur og töflu- efni fró ABB STOTZ KONT&KT • « I wc tin i« , , "w.ll I é 4&M ^ t «- f STOTZ Vatnaoðrðum 10, 124 Reykiavík, símar G85854/685B55. y sókn til betri samkeppnisstöðu SAMRÁÐSFUNDUR Efnt verður til samráðsfundar málmiðnaðarfyrirtækja þriðjudaginn 12. febrúar á Hótel Holiday Inn. Fundurinn hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 17.30. Umræðuefni: 1. STEFNUMÖRKUN í MÁLMIÐNAÐAR- FYRIRTÆKJUM. « Gerð grein fyrir markmiði starfs, sem unnið hefur verið á þessu sviði undanfarið, árangri, kostum og göllum og því, hvernig önnur fyrirtæki geta nýtt sér stefnumótun til þess að treysta stöðu sína í harðn- andi samkeppni. 2. VIÐAMESTU VERKEFNI FRAMUNDAN í GREININNI. Greint frá kröfum, sem þessi verkefni útheimta hvað varðar framleiðni, gæðaeftirlit, samstarf o.s.frv. ef íslenskum málmiðnaði á að takast að nýta sér þau til aukinnar framleiðslu og meiri hagnaðar. 3. AÐGERÐIR, SEM UNNIÐ VERÐUR AÐ NÆSTU MÁNUÐI. Fjallað um aðgerðir í málmiðnaðarfyrirtækjum á sviði framleiðni, gæðamála og vöruþróunar, sem miða að því að treysta samkeppnisstöðu þeirra og auka möguleika á að nýta tækifærin, sem framundan eru. Umræðan mun að verulegu leyti taka mið af væntanleg- um verkefnum við framleiðslu véla og tækja fyrir veiðar og vinnslu svo og framleiðsluverkefna, tengdum upp- byggingu stóriðju. Þeir, sem hug hafa á að sækja fundinn tilkynni þátttöku til Félags málmiðnaðarfyrirtækja (sími 91-62T755) fyrir 8. febrúar. Verkefnisstjórn Málms '92. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.