Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991
41
GLIMA
Eyjaskeg’gjar gefa bikar
Asíðasta mánuði síðasta árs voru
glímumenn á ferð á Kana
ríeyjum í boði ferðamálaráðs eyj-
anna. Fór þar meðal annars fram
landskeppni í fangbrögðum á milli
íslands og Kanaríeyja. 5.000 áhorf-
endur fylgdust glaðbeittir með sigri
sólbrúnna spánveija. Svo ánægðir
voru heimamenn með keppni þessa,
að ferðamálaráðið og fangbragða-
samband eyjanna færðu íslenskum
stjórnvöldum nýverið glæsilegan
bikar að gjöf til að minnast þessar-
ar fyrstu landskeppni landanna.
Forráðamenn_ Glímasambands Is-
lands, Jón M. ívarsson ritari, Hjálm-
ur Sigurðsson gjaldkeri og Jóhann-
es Jónasson varastjórnarmaður
gengu nýlega á fund íþróttamála-
ráðherra lands vors, Svavars Gests-
sonar og afhentu honum bikarinn.
HEILSULEYSI
Einkasonur
Remicks fellur
fyrir heróini
Einkasonur leikkonunnar Lee
Remick, Mathew, hefur fall
ið á ný fyrir heróíni og aðstand-
endur fjölskyldunnar óttast að
sálarangistin hleypi upp krabba-
meini leikkonunnar sem hefur
verið í rénun síðan að hún gekkst
undir uppskurð snemma á síðasta
ári. Remick greindist með krabba-
mein í lungum og nýrum árið
1989, én hún hefur verið á bata-
vegi. Þykir ferill hennar vera svip-
aður og hjá náinni vinkonu henn-
ar, Jill Ireland, en áralöng glíma
hennar við krabbamein var á enda
er hún lést aðeins hálfu ári eftir
að sonur hennar Jason McAllum
lést vegna ofneyslu lyfja. Remick
viðurkennir að hún hafi látið hug-
fallast er Ireland lést.
Mathew er annað tveggja
barna Remicks, dóttirin Kate er
gift kvikmyndaleikstjóranum
William Gowans. Haft er eftir
Remick að hún hafi ævinlega tek-
ið eiturlyfjaneyslu Mathews afar
nærri sér og reynt af öllum mætti
Lee Remick
að standa við hlið hans er hann
hefur farið í meðferð.„Ég verð að
gera slíkt hið sama nú þótt heils-
unni hafi hrakað,“ segir Remick,
sem hefur verið í þrotlausri
líkamsrækt síðustu mánuði í þeirri
viðleitni að ná fullri heilsu. Hún
segir að Mathew hljóti að sjá að
sér og reyna enn á ný að hætta
lyfjaátinu og þá verði hún að vera
styrka stoðin hans.
„DANCE WITH WOLVES##
(ÚLFADANSARAR)
Stórkostleg mynd, leikstýrð og framleidd af Kevin Costner, auk
þess sem hann fer með aðalhlutverkið
Sjáiö þáttinn um gerð myndarinnar á Stöð 2 í kvöld
j
j
I
<
Llttle Ain't Enough
Hann er mættur aftur með skothelda rokkplötu I
farteskinu. Viltu gera þér greiða og kynna þér
málið -eins og skot.
Neck and Neck
Hetja með hetju... hér slá þeir á létta strengi
félagarnir og útkoman er betri en orð fá lýst. Ljúfir
tónar -frábær spilamennska.
Rhythm Of The Saints
Plata sem ötvlrætt er slgurvegari i vali á plötu
ársins -hvemig sem á það er litið. Býst þú við þvi
að það sé að ástæðulausu.
Þar sem músíkin fæst!
Soundtrack
Sjónvarpsþættirnir um aidur, menntun og fyrri
morð ibúa smábæjarins tvídranga hafa vakið
heimsathygli -ekki síst fyrir frábæra tónlist.
Hljóð er sögu rfkara.
AUSTURSTRÆTI 22 ® 28319, RAUÐARÁRSTÍGUR 16 ® 11620 • GLÆSIBÆR ® 33528 • LAUGAVEGUR 24
® 18670 ■ STRANDGATA 37 ® 53762 ■ ÁLFABAKKI 14 MJÓDD ® 74848 • LAUGAVEGUR 91 ® 29290
Grænt númer: 996620
Bf*I
ni’ý
i