Morgunblaðið - 06.02.1991, Blaðsíða 21
MOffGUNBLAÐlÐ M1DVIKUDAGUR.6. ,FffBRÚAR; Jffil,,
Grænland:
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
KONRAD Steenholdt, formaður
grænlenska Atassut-flokksins,
segir að flokkurinn styðji nú
eindregið að Grænland gangi á
ný í Evrópubandalagið. Eftir að
Grænlendingar fengu heima-
stjórn frá Dönum 1979 ákváðu
þeir að yfirgefa EB. Steenholdt
lagði áherslu á að bera yrði
málið undir þjóðaratkvæði áður
en af aðild yrði.
Atassut er annar tveggja helstu
flokka í Grænlandi og hefur veitt
Atassut-flokkur- ■
inn vill EB-aðild
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Með hjart-
að hægra
megin
STÚLKA í Sri Lanka, hin
16 ára gamla Pugalini Sug-
anabalayogan, er með hjart-
að hægra megin en ekki
vinstra megin eins og annað
fólk. Þetta kom í ljós fyrir
tveim árum þegar læknir
skoðaði hana vegna þess að
hún var með hitasótt.
Læknar vilja nú að stúlkan
verði send til Kanada þar sem
hún verður skorin upp. Stúlkan
hefur ávallt fengið svimaköst
eða blánað í framan þegar hún
grætur. Foreldrar hennar höfðu
ekki hugmynd um að dóttirin
væri með þennan sjaldgæfa
fæðingargalla.
ríkísstjórn Siumut-flokksins stuðn-
ing á þingi en þingkosningar verða
á árinu.
Helstu leiðtogar Atassut eru ný-
komnir heim eftir viku dvöl í aðal-
stöðvum EB í Brussel og hjá þingi
bandalagsins í Strassborg. Mark-
miðið var að kanna hvaða mögu-
leika Grænland hefði á að ganga í
bandalagið og segjast leiðtogarnir
bjartsýnir á að svo geti farið. Rök-
semdirnar eru þær að sjávarútvegur
landsmanna muni standa mun betur
að vígi innan bandalagsins en utan.
Traustur markaður verði fyrir af-
urðirnar og Grænlendingar muni fá
fjárstuðning við að bæta og þróa
sjávarútveginn.
„Það eru náttúrufræðingar frá
mörgum löndum sem ákveða hvað
við megum fiska mikið núna og svo
mun einnig verða ef við göngum í
EB,“ segir Steenholdt. „Þegar EB
ákveður kvóta mun bandalagið taka
tillit til hagsmuna þjóðarinnar og
sögulegra staðreynda. Þess vegna ,
munu Portúgalir, Spánveijar eða
Þjóðverjar ekki veiða á miðunum
okkar nema við bjóðum þeim sjálf
hingað.“
UtTT SÍMANÚNAER
^Jglýsngadeild^
STORLEIKUR
ATTA LIÐA URSLIT BIKARKEPPNI HSI
FH
VALUR
I KAPLAKRIKA
MIÐVIKUDAGINN 6. FEBRÚAR KL. 20.30.
§ SAMVINNUBANKIÍSLANDS
Hafnarfir6i
Líú
Bæjarhrauni 8
EIMSKIP
Hafnarfirði
Sparasjóöur
Hafnarfijarðar
ÍBESTAI
Nýbýlavegi 1 8
Hjólbaröaviögeröin
BG
Drangahrauni 1
VEGNA OVEDURSINS
Víd hjá BYKO viljum koma til móts við þá,
sem urðu ffyrir tjóni vegna óveðursins,
með sérstökum kjörum á byggingaefni.
Vinsamlega hafið samband við okkur og
fáið nánari upplýsingar.
MJÓDDIN
BYKO