Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Þjóðarsátt
og skattheimta
Um þessar mundir er eitt ár
liðið frá því aðilar vinnu-
markaðarins undirrituðu heild-
arkjarasamninga þá, sem nefnd-
ir hafa verið þjóðarsátt. Það var
í febrúarbyijun 1990. Megintil-
gangur samninganna var að ná
verðbólgunni hratt niður, treysta
undirstöður atvinnuveganna og
tryggja kaupmátt launa. Þessi
samningagerð er einhver merk-
asta tilraun, sem gerð hefur ver-
ið hér á landi, til að koma bönd-
lim á verðbólguna, sem þjakað
hefur íslenzkt atvinnulíf allt frá
því Framsóknarflokkur og Al-
þýðubandalag settust að völdum
sumarið 1971.
Nú að ári liðnu er það ljóst,
að megintilgangur launþega-
hreyfingarinnar og vinnuveit-
enda með samningunum hefur
náðst. Það eru merk tíðindi og
ánægjuleg. Verðbólgan hefur
síðustu mánuði verið á bilinu
7-8% — sú minnsta um langt
árabil. Staða atvinnuveganna er
mun traustari en fyrir ári. Kaup-
máttur hefur haldizt í stórum
dráttum, þótt heldur hafi hallað
á launafólk að undanförnu. Þessi
mikli árangur hefur tekizt fyrst
og fremst vegna þess, að laun-
þegar hafa tekið á sig miklar
fórnir fyrir efnahagslegan
ávinning þjóðarbúsins. Launþeg-
ar geta með réttu farið fram á
það að njóta þess ávinnings þeg-
ar nýir samningar verða gerðir
er þjóðarsáttin rennur út í sept-
ember næstkomandi.
En það eru blikur á lofti. Verð-
bólgan er aftur á uppleið og
framundan eru kosningar til Al-
þingis. Reynslan sýnir, að stjórn-
völd slaka á klónni þegar þau
þurfa að koma sér í mjúkinn hjá
kjósendum og ráðast þá gjarnan
í framkvæmdir og hvers kyns
útgjöld og það með auknum lán-
tökum.
Það, sem ógnar þó mest
aframhaldandi árangri þjóðar-
sáttarinnar á næstu mánuðum,
i er ótrúleg skattagleði ríkis-
,stjórnarinnar og sveitarfélag-
-anna. Að undanförnu hafa dunið
yfir gífurlegar hækkanir á
hverskyns sköttum og gjöldum,
auk verulegra hækkana á þjón-
ustu opinberra aðila. í kjölfarið
hafa svo komið einkafyrirtæki,
.sem vilja fá hækkanir á þjónustu
,sinni líka, og þessa dagana ber
þar langhæst fyrirhugaðar
hækkanir tryggingarfélaganna.
Fasteignamat hækkaði að
jafnaði um 12% 1. desember sl.
en það hefur í för með sér um
12% hækkun fasteignagjald-
anna. Þó er vitað, að sums stað-
W HækMnih 'éhn' Iftéifi. Til
að bæta gráu ofan á svart hafa
flest stærri sveitarfélög, að höf-
uðborginni undanskilinni, tekið
upp svonefnt sorpeyðingargjald,
sem innheimt er með fasteigna-
gjöldunum. Sorpeyðingargjaldið
er 5 þúsund til 5.500 krónur.
Að viðbættu sorpeyðingargjald-
inu er ekki óalgengt, að fast-
eignagjöldin hækki um og yfir
40% frá því sem var í fyrra.
Þetta er svo mikil hækkun, að
hún hirðir örugglega hjá mörg-
um launþegum þá 6% hækkun
launa sem fékkst á síðasta ári.
Það mætti halda, að hvorki
ríki né sveitarfélög teldu sig
hafa neinn hag af þjóðarsátt-
inni. Þessir aðilar, sem eru ekk-
ert annað en þjónustustofnanir
borgaranna, virðast halda
rekstri sínum óbreyttum, eða
jafnvel þenja hann út, án tillits
til afkomu launþega og fyrir-
tækja. Það virðist sem algjör
sjálfvirkni ráði í útgjaldaþensl-
unni. Hvorki ríki né sveitarfélög
telja sig þurfa að hagræða í
rekstrinum eða skera niður út-
gjöld með sama hætti og heimili
og fyrirtæki hafa orðið að gera
í samdrættinum í efnahagslífinu
síðustu misseri. Þau senda bara
nýja og hærri reikninga til að
borga útþensluna.
Mesta hættan við efnahags-
legan stöðugleika er gífurlegur
halli á ríkissjóði, sem talinn er
nema yfir 30 milljörðum króna
á valdatíma núverandi ríkis-
stjórnar, árin 1988-1991. Þessi
mikli halli hefur orðið þrátt fyrir
nær 16 milljarða króna skatta-
hækkanir á ári. Hallinn er fjár-
magnaður með innlendum og
erlendum lántökum. Fjármagns-
þörf ríkisins þrýstir upp vöxtum
í landinu og er verðbólguhvetj-
andi. Að undanförnu hafa bank-
arnir hækkað vexti i takt við
hækkandi verðbólgu.
Eina raunhæfa leiðin til að
minnka þensluna í efnahagskerf-
inu er niðurskurður útgjalda
ríkis og sveitarfélaga, greiða nið-
ur lánin, sem halda þjóðinni í
skuldafjötrum. Ekki eru horfur
á því, að neinn hagvöxtur verði
í ár, m.a. vegna þess að loðnu-
vertíðin hefur brugðist. Aðilar
vinnumarkaðarins eru þegar
byijaðir á viðræðum um end-
urnýjun þjóðarsáttarinnar næsta
haust. Það er ljóst, að efna-
hagslífið leyfir ekki kjarabætur
án hagvaxtar. Raunhæfasta
leiðin til kjarabóta er niðurskurð-
ur á útgjöldum hins opinbera —
að ríki og sveitarfélög skili laun-
þegum og atvinnulífinu hluta af
því mikla fjármagni, sem þau
hafa sogað II sfn. ’
FARVIÐRI GENGUR YFIR LANDIÐ
ímjigunumuiu/ nax
Eyjólfur Andrésson í eldhússtörfum. Framundan eru önnur og erfiðari störf því eins og sjá má
vinstra megin á myndinni þarf að smíða nýtt þak á húsið.
Eyjólfur Andrésson í Síðumúla:
Horfði á hluta þaks-
ins sviptast af húsinu
EYJÓLFUR Andrésson bóndi í Síðumúla í Hvítársíðu í Borgar-
firði stóð í stofu sinni um kl. 14 sl. sunnudag þegar fárviðrið
gekk yfir landið og horfði á hluta þaksins sviptast af í heilu lagi
í einni hviðunni. Þakið lenti á ranghverfunni í hlíð í um 40 metra
fjarlægð frá húsinu.
„Ég ætla ekkert að lýsa því
hvað það var rosalegt að standa
hérna og sjá þetta fara. Ég lá í
sófanum í stofunni en leið illa
þar, reis á fætur og gekk út úr
stofunni. Örskömmu síðar sviptist
þakið af á einni örskotsstund og
var horfið. Þetta gerðist eins og
auga væri deplað,“ sagði Eyjólfur.
Eyjólfur er fæddur og uppalinn
í Borgarfirði og kvaðst aldrei á
sinni tíð hafa lent í slíku fárviðri.
Hann var einn heima þegar at-
burðurinn gerðist, kona hans og
sonur voru stödd á Suðurnesjum.
Honum tókst að mestu að bjarga
innanstokksmunum í nyrðri enda
íbúðarhússins en rúður og gler-
munir brotnuðu méiinu smærra á
stofugólfinu. „Það er mest um
vert að mér tókst að bjarga bók-
unum mínum og fyrsta bókin sem
ég bar í skjól var Aifræðibókin,"
sagði Eyjólfur.
Þrátt fyrir skemmdirnar á hús-
inu, sem reist var fyrir sextán
árum, hefur hann sofið þar í her-
bergi í nyrðri endanum innan um
búslóðina. Hann hefur full not af
eldhúsinu þó einstaka rokhviður
berist þangað inn frá stofunni.
Eyjólfur kvaðst ekki geta metið
tjónið í krónum og sagði að það
væri í verkahring starfsmanna
tryggingafélagsins, en hann bjóst
við að fá tjónið að fullu bætt.
Efni til viðgerða var komið á stað-
inn og beið Eyjólfur og sonur
hans, Andrés, þess að veðrið gengi
niður svo hægt yrði að hefjast
handa við endurbætur.
Straumlaust í 7 tíma í álverinu:
Litlu munaði að allt
storknaði í kerunum
Framleiðslutap
100tonn
VERULEGT tjón varð í álverinu
í Straumsvík í kjölfar óveðursins
á sunnudag en þá varð straum-
laust í álverinu í næstum sjö
klukkustundir. Rúmlega 100
tonna framleiðsla tapaðist og
varmajafnvægi í kerum beggja
kerskálanna fór úr skorðum og
tekur að minnsta kosti mánuð
að koma þeim í viðunandi horf,
samkvæmt upplýsingum frá
ISAL. Nú þegar hefur eitt ker
verið stöðvað tímabundið í kjöl-
far straumleysins og fleiri eru í
hættu. Ekki mátti tæpara standa
í álverinu því rafmagnsleysi í
einhvern tíma til viðbótar hefði
kostað sljórtjón á 240 af 320
kerum ÍSALs, samkvæmt upplýs-
ingum fyrirtækisins. Allt hefði
storknað í kerunum.
Varaaflstöð Landsvirkjunar ann-
ar ekki nema um sjötta hluta af
rafmagnsþörf kerskálanna á fullu
afli og dugar það engan veginn til-
að bjarga málunum í svona löngu
straumleysi, segir í frétt, frá ÍSAL.
Straumlaust varð " a'ftúr "f 'ívær
klukkustundir aðfaranótt mánu-
dags vegna viðgerða á tengivirki á
Geithálsi. Enn er um straumskerð-
ingu til ísal að ræða. Landsvirkjun
hefur tekið fyrir afhendingu af-
gangsorku á mestu álagstímum,
einkum á daginn, en afgangsorka
er reyndar tiltölulega lítill hluti raf-
orkunotkunar álversins samkvæmt
upplýsingum Guðmundar Helga-
sonar rekstrarstjóra Landsvirkjun-
ar.
Auk þessa urðu fokskemmdir í
álverinu í fárviðrinu á sunnudag,
plötur í klæðningu kerskálanna
brotnuðu og fuku af og við það
mynduðust allstór göt. Stórar hurð-
ir fuku upp og skekktust.
Áburðarverksmiðjan;
Framleiðsla stöðvaðist
ENGIN framleiðsla var í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi á sunnu-
dag og mánudag vegna skömmtunar Landsvirkjunar á rafmagni til
verksmiðjunnar. Rafmagnstruflanir hófust reyndar á laugardags-
morgun. Hákon Björnsson framkvæmdastjóri verksmiðjunnar segir
að þetta þýði fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið, en við því sé ekkert
að segja þar sem Landsvirkjun hafi heimild til að skammta rafmagn-
ið samkvæmt samningum.
Áburðarverksmiðjan þarf 18
megavött til fullrar framleiðslu en
hefur fengið rúm 6 frá því um
helgi. Dugar það rétt til ljósa og
viðhalds og hefur framleiðsla því
legið niðri, þar til í gær að fram-
leiðsla hófst í einni verksmiðju af
'fimm' Venjulégá* érú frámleidd 28-
tonn af ammoníaki á dag í Áburðar-
verksmiðjunni og er framleiðslutap-
ið því verulegt. Verksmiðjan getur
flutt inn ammoníak í staðinn en
Hákon sagði að ekki væri víst að
til þess þyrfti að koma ef rafmagn-
ið kemst á í dag eða næstu daga
-- -’éihk1 ög’fal&ð’ fiöfur verið úm.