Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991
15
Um varamannssæti á framboðslista
eftirJón Steinar
Gunnlaugsson
Það fólk, sem skipaði kjörnefnd
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
vegna alþingiskosninganna í vor,
hefur að undanförnu mátt sitja
undir ágjöfum fyrir dómgreindar-
skort, ódrengskap og jafnvel illfýsi.
Tilefnið er hið undarlega mál varð-
andi setu Guðmundar H. Garðars-
sonar á framboðslistanum. Hefur
verið fjallað um þetta í flölmiðlum,
m.a. af Guðmundi sjálfum.
Af þessu tilefni er nauðsynlegt
að ég sem formaður kjörnefndar-
innar geri grein fyrir örfáum aðalat-
riðum málsins.
1. G.H.G. varð í 12. sæti í próf-
kjörinu, án þess að hljóta bindandi
kosningu. Þeir sem urðu í l.-ll.
sæti hlutu allir bindandi kosningu.
Með bindandi kosningu er átt við,
að kjörnefnd sé skylt skv. flokks-
regluih að gera tiilögu um viðkom-
andi frambjóðanda í það sæti sem
hann hefur hlotið. Þó að G.H.G.
hafi ekki hlotið slíka kosningu sam-
þykkti nefndin í desember sl. að
bjóða honum 12. sætið í tillögu
nefndarinnar. Ég skýrði fyrir Guð-
mundi að nefndin teldi feng í að fá
hann í þetta sæti á listanum. í sam-
tali okkar. kom fram, að hann hefði
hugleitt, að e.t.v. væri betra að
hann skipaði eitt af neðstu sætun-
um, svonefndum heiðurssætum.
Tók hann fram að hann sæktist
ekki eftir því að skipa sæti sem
veitti honum möguleika til að kom-
Frú Inge Bruun við útskorna
skápinn frá 1653.
Þjóðminja-
safnið eignast
þriggja alda
gamlan skáp
ÞJÓÐMINJASAFN íslands hefur
eignast íslenskan útskorinn skáp
frá 1653, sem verið hefur í Dan-
mörku í nær hundrað ár. Daniel
Bruun höfuðsmaður eignaðist
skápinn er hann var hér við rann-
sóknir á menningarminjum og
lifnaðarháttum íslendinga á ár-
unum 1896-1909 og hefur skáp-
urinn verið í eigu ættarinnar síð-
an.
Skápurinn er mikil gersemi með
fangamarki og ártalinu 1653. Hon-
um svipar mjög til annars skáps í
eigu safnsins, sá er frá Tjörn á
Vatnsnesi og er sýnt að þar hefur
sami útskurðarmeistarinn verið að
verki.
Daniel Bruun skrifaði bók um
rannsóknir sínar á íslandi,
„Fortidsminder og Nutidhjem paa
Island", og kom það verk út í ís-
lenskri þýðingu árið 1987 á vegum
Bókaútgáfu Arnar og Öriygs, mikið
rit í tveimur bindum, er hlaut nafn-
ið íslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Af
því tilefni var efnt til sýningar í
Bogasal Þjóðminjasafnsins á mynd-
um og handritum Daniels Bruuns.
Tengdadóttir Daniels Bruun, frú
Inge Bruun í Óðinsvéum, gaf skáp-
inn til Islands í viðurkenningarskyni
við hina íslensku útgáfu á riti hans
og kom skápurinn til landsins í
byijun þessa árs.
ast öðru Jivoru inn á þing sem vara-
maður. Ég lagði að honum að taka
12. sætið, enda stæði samþykkt og
vilji kjörnefndar til þess. Að loknum
umhugsunarfresti samþykkti Guð-
mundtir það.
2. I kjörnefndinni þurfti að taka
mál til nýrrar meðferðar, eftir að
fyrir lá um miðjan janúar að Birgir
Isleifui' Gunnarsson færi út úr
fjórða sæti tillögunnar. Vilji kjör-
nefndar til að G.H.G. yrði á listan-
um var alveg óbreytt. Hins vegar
sá ekki nokkur maður, að honumn
yrði það kappsmál að færast upp í
11. sætið, þar sem það sæti yrði
aldrei þingsæti (sem Guðmundur
sæktist eftir) heldur nær örugglega
virkt varamannssæti (sem Guð-
mundur vildi ekki).
Rök lágu hins vegar til þess að
nýi maðurintt, Guðmundur Magnús-
son, sem búið var að ákveða að
yrði á listanum, skipaði þetta sæti.
Hann hefði áreiðanlega gott af því
að fá tækifæri til að koma inn á
þingið, sýna sig, kynna sér starfs-
hætti og fá þjálfun. Meirihluti kjör-
nefndar tók því ákvörðun um að
bjóða honum það sæti. Var það gert.
3. Ég fullyrði, að það vakti ekki
Jón Steinar Gunnlaugsson
fyrir nokkrum kjörnefndarmanni að
lítillækka Guðmund H. Garðarsson
með þessu. Þegar ég hafði samband
við hann vegna þessara ákvarðana
átti ég von á að hann myndi fús-
lega samþykkja að taka það sæti,
sem áður hafði verið um talað fyrst
„Og þrátt fyrir þessa
furðulegu uppákomu í
kringum það sem ekk-
ert er, tel ég að við
sjálfstæðismenn stillum
nú upp í Reykjavík
sterkasta framboðslista
til Alþingis um langan
tíma.“
kjörnefndin teldi það heppilegan
kost. Út frá afstöðu þeirri, sem
hann sjálfur hafði látið uppi, virtist
það henta honum betur að taka 12.
sætið en hið 11. Því miður kaus
hann að taka þessu allt öðru vísi.
Hann kaus að túlka þetta sem árás
á sig, einhvers konar óvirðignu sem
til væri orðin vegna samsæris
óvandaðra manna. Hafnaði hann
sætinu alfarið og neitaði einnig að
taka eitt af neðstu sætunum, sem
hann segist áður hafa viljað. Það
var hans val að bregðast svona við
þessu. Þar með var það hann, sem
ákvað, að láta þetta mál fara að
snúast um algeran hégóma. Það
hefði fráleitt orðið honum til minnk-
unar að taka erindi mínu eins og
ég bjóst við, að'hann myndi gera.
Jafnvel hefði virðing hans aukist í
hugum einhverra við það.
Með viðbrögðum sínum skapaði
G.H.G. sér samúð manna, sem
keyptu þá hugmynd hans, að verið
væri að bijóta rétt á honum. Maður
sem flestir vorkenna vegna slæmra
prófkjörsúrslita á mjög auðvelt með
að „virkja“ samúðina með því að
telja fólki trú um að nú séu vondir
menn _að láta „kné fylgja kviði“.
4. Ég hef ekkert við það að at-
huga, þó að við afgreiðslu á tillögu
kjörnefndar hafi verið gerð sú
breyting á henrti sem raun ber vitni,
þótt vissulega sé eftirsjá að Joni
Ásbergssyni af listanum. Satt1 að
segja held ég að breytingin hafi
verið nauðsynleg vegna þeirra við-
bragða sem G.H.G. hafði sýnt og
þeirrar samúðar sem hann hafði
aflað sér. Og þrátt fyrir þessa
furðulegu uppákomu í kringum það
sem ekkert er, tel ég að við sjálf-
stæðismenn stillum nú upp í
Reykjavík sterkasta framboðslista
til Alþingis um langan tíma.
Höfundur varformaður
kjörnefndar Fulltrúaráðs
Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík.
Þú færð það sem þig vantar
•h
>;
s
ðnaðarmenn hafa
ekki alltaf tök ó að koma
í verslun okkar. Þegar
svo hóttar veitum við faglega
ráðgjöf og þjónustu símleiðis og
póstfaxþjónustan kemur einnig að
góðum notum.
Þú getur til dæmis sent ráðgjöfum
okkar teikningar með póstfaxi.
Þeir aðstoða þig við að velja efni,
reikna út efnisþörf og gera
verðtilboð þér að kostnaðarlausu.
^ieð einu símtali geturðu pantað
vörur úr timbursölunni og öllum
deildum verslunarinnar. Slík
þjónusta getur sparað þér fé og
fyrirhöfn enda færa æ fleiri sér
hana í nyt.
utarfsfólk
okkar er þrautreynt
og býr yfir mikilli vöru-
þekkingu. Óskir þínar
og þarfir sitja í fyrirrúmi
hvort sem þú kemur
til okkar, hringir
eða nýtir þér
póstfaxið.
HUSA
SMIOJAN
SKÚTUVOG116 SÍMI 6877 00
PÓSTFAXNÚMER (TELEFAX)
VERSLUNIN 91-67 87 10
TIMBURSALAN 91-68 89 08
Þú spyrð -við svörum. • Þú pantar -við sendum.
XI
3