Morgunblaðið - 06.02.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991
35
Ólína hljóp á sig
eftir Sigurjón
Pétursson
í Alþýðublaðinu í dag er birt
grein á forsíðu sem ber yfirskriftina
„Siguijón hljóp til hægri“. Þar er
borgarfulltrúi Olína Þoi-varðardóttir
að beija sér á bijóst sem verndari
hinna verst settu í þjóðfélaginu og
skammar mig fyrir að taka ekki
þátt í þessari baráttu sinni.
Einhveijum hefði kannski þótt
eðlilegt að þessum ásökunum væri
svarað í sama blaði og þær birtast,
en ég kýs heldur að láta þær koma
fyrir almenningssjónir heldur en
birta þær í Alþýðublaðinu.
Forsaga málsins er sú að borgar-
fulltrúi „Nýs vettvangs" Ólína Þor-
varðardóttir flutti tillögu í borgar-
stjórn um stórfellda hækkun á þeim
tekjumörkum, sem elli- og örorku-
lífeyrisþegum eru sett til að geta
fengið afslátt eða niðurfellingu
fasteignaskatta.
Um langan tíma hafa elli- og
örorkulífeyrisþegar í Reykjavík not-
ið niðurfellingar eða afsláttar af
fasteignasköttum, ef þeir eru tekju-
litlir. Aður var miðað við tekju- og
eignalitla aðila en fljótlega varð á
því skilningur að t.d. ekkja sem sat
í stórri og dýrri íbúð var ekki hót
betur sett til að greiða sinn fast-
eignaskatt en aðrir ef tekjur voru
litlar.
Það varð því samdóma álit borg-
arstjórnar að líta eingöngu til tekna,
en taka ekki tillit til íbúðar, sem
væri til eigin nota.
Lægstu tekjumörkin, þar sem
allur fasteignaskattur er felldur nið-
ur, er miðaður við að viðkomandi
hafi eingöngu bætur almanna-
trygginga með þeim uppbótum sem
lög heimila.
Efstu mörkin hafa síðan verið
miðuð við dagvinnulaun lágtekju-
stétta t.d. Iðju-, Sóknar- og verka-
kvenna- og verkamannataxta.
í lögum er engin heimild til að
veita þessu lágtekjufólki ívilnun frá
fasteignaskatti þótt tekjur þess séu
undir þeim mörkum sem að ofan
er getið.
Eg hef ekki áhuga á að læra það
„réttlæti" Ólínu Þorvarðardóttur,
að hjón með nær tvær milljónir í
árstekjur eigi að fá afslátt af fast-
eignasköttum, ef þau hafa náð 67
ára aldri, á meðan fullir skattar eru
lagðir lögum samkvæmt, á 66 ára
gömul hjón og yngri, einstæðar
mæður jafnt og fólk sem skuldar
yfir haus vegna öflunar húsnæðis,
þótt tekjur þeirra séu jafnvel helm-
ingi lægri. Hvergi er heimild í lögum
til að létta þeim fasteignaskatta.
Svo afstaða mín í borgarráði sé
öllum alveg ljós þá læt ég hér fylgja
bókun þá, sem ég gerði þar:
„Tillögur Nýs vettvangs um
breytingar á tekjumörkum örorku-
og ellilífeyrisþega til lækkunar eða
niðurfellingar fasteignagjalda eru
ákaflega óeðlilegar.
Þær gera m.a. ráð fyrir því að
einstaklingar með allt að 110.000
kr. tekjur á mánuði og hjón með
allt að 165.000 kr. tekjur á mánuði
fái afslátt af fasteignagjöldum.
Tillaga sem þessi myndi leiða af
sér verulegt misrétti, þar sem flest-
ir launþegar landsins verða að kom-
ast af með umtalsvert lægri tekjur
en þetta, án þess að nokkrar heim-
ildir séu í lögum, til lækkunar eða
niðurfellingar fasteignagjalda
þeirra. —-
Ekki er hins vegar óeðlilegt að
bæta við nýju þrepi er miði við 30%
lækkun fyrir þá einstaklinga sem
Sigurjón Pétursson
„í lögum er engin heim-
ild til að veita þessu
lágtekjufólki ívilnun
frá fasteignaskatti þótt
tekjur þess séu undir
þeim mörkum sem að
ofan er getið.“
hafa tekjur-við eða undir skattleys-
ismörkum og samsvarandi fyrir
hjón.“
Ólínu Þorvarðardóttur ætla ég
að gefa eitt heilræði að lokum.
Aður en þú úthellir réttlæti þínu
næst, skalt þú kynna þér kjör al-
þýðu manna í þessari borg þannig
að þú losnir undan því að sagt
verði: Vont er þitt ranglæti, verra
er þitt réttlæti.
Höfundur er borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins í Reykjavík.
Á mörkum
lands og sjávar
eftirKarl
Gunnarsson
Fjaran er útivistarsvæði sem nýt-
ur vaxandi vinsælda hjá almenn-
ingi. Hún er einnig kjörinn vett-
vangur fyrir skóla við sjávarsíðuna
til kennslu í líffræði og umhverfis-
fræði. Hingað til hefur hins vegar
vantað aðgengilegt fræðslurit um
lífheim fjörunnat' til notkunar við
kennslu og einnig rit sem áhuga-
samur almenningur getur sótt fróð-
leik í.
Nýlega kom út hjá bókaútgáf-
unni Bjöllunni bók um íslenskar
fjörur eftir Agnar Ingólfsson. Bók-
inni er ætiað að vera „alþýðlegt
fræðslurit um íslenskar fjörur og
lífríki þeirra“ eins og segir í for-
mála. Bókin á hins vegar ekki að
vera greiningarrit enda bendir höf-
undur á annað rit um íslenskar
fjórulífverur sem gegnir því hlut-
verki.
Bókin er í stóru broti og er til
he'nnar vandað í öllum frágangi. í
bryjun bókarinnar er fjallað um
umhverfisaðstædður í fjörunni, líf-
ríki fjörunnar og helstu fjörugerðir
sem finna má hér við land. Næst
er fjallað um einstakar fjörulífverur
og lífveruhópa. Sá hluti bókarinnar
er stærstur og fjallar um nokkrar
valdar tegundir sem eru áberandi í
fjörum eða eru áhugaverðar af öðr-
um ástæðum að mati höfundar.
Bókin endar síðan á stuttum köflum
um gildi fjörunnar og verndun,
fjörunytjár og fjöruskoðun.
Við lestur bókarinnar dylst eng-
um að höfundur hefur víðtæka
þekkingu á fjörum landsins. Text-
inn er afar fróðlegur og skýrt fram
settur. Skemmtilegum fróðleik um
hegðun og æxlun lífveranna er
blandað saman við upplýsingar um
viðbrögð þeirra við óblíðum nátt-
úruöflum. Beinar tilvitnanir í eldri
heimildir lífga upp á textann og
sýna okkur hve fjaran hefur verið
samtvinnuð lifnaðarháttum fólks
fyrr á tímum. Agnar er nákvæmur
í frásögn, upplýsingar eru í sam-
ræmi við það sem best er vitað og
slegnir eru varnaglar þar sem rann-
sóknir skortir til að styðja fullyrð-
ingar. Hvergi er sagt meira en efni
standa til. Það er ljóst að miklar
rannsóknir liggja að baki mörgum
þeim upplýsingum sem fram koma
í bókinni. Þar er um að ræða rann-
sóknir sem Agnar hefur sjálfur
stundað og eins rannsóknir sem
nemar við Háskóla íslands hafa
unnið undir hans leiðsögn.
Rúmlega 80 myndir prýða bókina
og hefur Agnar tekið þær allar
sjálfur. Flestar myndirnar sýna vel
náttúrulegar aðstæður í fjörum og
margar þeirra eru gullfallegar. Það
hefði hins vegar verið til bóta að
mínu mati að hafa einnig teiknaðar
skýringarmyndir, t.d. til að sýna
hvernig sandmaðkurinn liggur
grafinn í leirunni eða hvernig hrúð-
urkarlinn mokar fæðunni upp í sig
með fótunum. í heild gefa þó mynd-
irnar góða hugmynd um fjölbreyti-
leikann í íslenskum fjörum.
Bókin „íslenskar fjörur“ nær því.
HÝTT simanúnaer
AUGLV SING ADEllG^^
6BHI1I
Skrifstofutækni
Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði.
Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis
eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á
vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis:
Bókfærsla
Tölvubókhald
Ritvinnsla
Tollskýrslugerð
Verslunarreikningur
Verðið miðast við skuldabróf til tveggja ára. ^
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opið til kl. 22
Agnar Ingólfsson
markmiði sínu að vera alþýðlegt
fræðslurit. Hún á tvímælalaust
heima í öllum skólum landsins og
allir áhugasamir fjörulallar ættu að
eiga eintak af þessari bók til að
fletta áður en farið er í fjöru. Það
mun auka ánægju af fjöruferðum
og auka virðingu fyrir því einstaka
lífríki sem hefst við á mörkum lands
og sjávar.
Höfundur er sjávarlíffræðingur
hjá Ilafraniisóknastofnun.
Vínarstemning
Austurrísku dagamir okkar bafa sannarlega fengiö góðar
undirtektir og við böldum sama striki nœstu Jlmmludags-
og sunnudagskvöld. Tónlistin setur punktinn yfir i-ið, létt
Vinarlög og ósvikin stemning með Jjölda drvals
hljóðfœraleikara. Þér býðst þríréttuð veislumdltíð oð bœtti
Austurrikismanna d aðeinsl550 krónur.
A morgun fimmtudag:
Söngkonan Jóhanna G. Linnet ásamt Jónasi Þóri,
auk afbragðs tónlistarmanna ór Hafnarfirði.
Veröugt tilefni atta daga
Munið bvunndagstilboðin okkar - þriréttaður kvöldverður
mdnudaga - miðvikudaga d aðeins 790 krónur.
Glœsilegur sérréttaseðiU og sérstök tilboð um belgar.
Ljúf píanótónlist og notaleg stemning.
Sérbœfum okkuy j litlum bópum.
Strandgata 55 • Hafnarf j ö r6ur *s: 651213
PC
byrjendanámskeió
Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir þá,
sem eru að byrja að fást við tölvur.
VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sína til
þátttöku í öllum námskeiðum Tölvuskóla
Reykjavíkur.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590