Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 06.02.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991 25 Margar fyrirspurn- ir til Bjargráðasjóðs Sjóðurinn fjárvana SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur beint þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar að Bjargráðasjóði verði tryggt ríkisframlag til að hann geti greitt fjárhagsaðstoð vegna tjóna af völdum óveðursins síðastlið- inn sunnudag. Erindið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun án þess að ákvörðun væri tekin. Þegar hafa margir spurst fyrir um bætur hjá Bjargráðasjóði en sjóðurinn er ekki í stakk búinn til að sinna hlutverki sínu að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að sögn Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bjarg- ráðasjóðs, skiptist sjóðurinn í tvær deildar, almenna deild og búnaðar- deild. Hlutverk almennu deildarinn- ar er að veita einstaklingum, stofn- unum og sveitarfélögum fjárhags- aðstoð til að bæta tjón af völdum náttúruhamfara, að því tilskyldu að ekki sé hægt að tryggja sig gegn tjóninu. Hlutverk búnaðardeildarinnar er að veita einstaklingum og sveitarfé- lögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar tjón vegna búfjárdauða af völdum sjúkdóma og slysa. Einn- ig til fóðurkaupa af völdum gras- brests, uppskerubrest og afurða- tjón. Ekki er skilyrði fyrir bóta- greiðslum úr búnaðardeild að ekki sé hægt að tryggja sig gegn tjóni. Þórður sagði að þegar hefði verið töluvert haft samband við sjóðinn vegna hugsanlegra bótagreiðslna vegna óveðursins á sunnudag. Eitt- hvað af skepnum hefði drepist en mestu tjónin sem hann taldi að gætu komið til kasta Bjargráða- sjóðs væri tjón á ræktun og afurða- tjón hjá garðyrkjubændum. í erindi Sambands. íslenskra sveitarfélaga til ríkisstjórnarinnar kemur fram að fjárhagsstaða Bjargráðasjóðs er mjög veik, meðal 'annars vegna þess að engin almenn ríkisframlög hafi komið í sjóðinn frá árinu 1984, og langt frá því að sjóðurinn geti sinnt hlutverki sínu. Þórður sagði að ef Bjargráðasjóður fengi fyrirgreiðslu ríkisins til að bæta tjón vegna óveðursins yrði að setja úthiutunarreglur. Skilyrði væri að menn hefðu greitt búnaðar- málasjóðsgjald en það rennur að hluta til sjóðsins. Hann taldi frá- leitt að greiddar yrðu bætur til þeirra sem fengju tjón sitt bætt hjá tryggingafélögum þó viðkomandi greiddu jafnframt í Bjargráðasjóð. Bjargráðasjóður hefur greitt helm- ing tjóns sem menn hafa orðið fyr- ir og bjóst Þórður við að það yrði gert nú ef til þess fengist fjármagn. Gamalt tré fallið við Laugaveg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gróðurskemmdir hjá Reykjavíkurborg: 400-500 gömul tré eyðilögðust EKKI er að fullu búið að gera úttekt á þeim gróðurskemmdum sem urðu í görðum Reykjavíkurborgar í óveðrinu á sunnudaginn, en að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra er ljóst að 400-500 stór tré eru fallin eða þarf að feíla. Tjónið varð einna mest í elstu görðum borgarinnar, til dæmis í Hljómskálagarðinum þar sem miklar skemmdir urðu, og einnig á Miklatúni. Jóhann sagði að þau tré sem mun fleiri tré hefðu skaðast eða verst hefðu farið væru gamlir skekkst, og nokkur hundruð ung reyniviðir og greni, en einnig tré hefðu fallið, en auðvelt ætti nokkuð af öspum. Hann sagði að að vera að laga þau. Þá hefði mikið af skjólgrindum fokið og gler hefur brotnað í gróðurhúsum og reitum. „Það eru þó nánast engin af því sem kalla mætti gömlu sparitrén sem við höfum misst úr borgargörðunum. Þetta er þó ekki nema brot af því sem farið hefur í einkagörðum, en við höfum engar tölur yfir það.“ Rafmagn komið á flesta bæi: Tjón orkufyrirtækjamia skiptir tugnm milljóna TEKIST hefur að koma rafmagni til flestra notenda. í gær var unnið að að viðgerðum á línum Landsvirkjunar frá virkjunum til Faxaflóa- svæðisins. Dregið liefur verið úr afhendingu rafmagns til álversins og áburðarverksmiðjunnar. Tjón orkufyrirtækjanna nemur tugum milljóna kr., til dæmis er tjón RARIK metið á 20 milljónir kr. Mikið selt af jámi og hálf millj- ón nagla VÍRNET hf. í Borgarnesi er einn stærsti framleiðandi þakjárns á íslandi og þar hefur verið mikið að gera í kjölfar óveðursins sem geisað hefur. Fyrirtækið hélt uppá 35 ára afmæli í gær en að sögn Björns Hermannssonar, verk- smiðjustjóra, hefur ekki gefist tími fyrir afmælisveislu. „Það hef- ur verið mikið að gera hjá okkur síðan seinnipartinn á sunnudaginn og lítill tími fyrir tertuna." Hann sagði að þegar hefði verið tekið við pöntunum á 35 þúsund fer- metrum af þakjárni og von væri á meira: „Við áttum töluverðan lager en það hefur gengið á hann. Við erum þó vel birgir og það er unnið sleitulaust í verksmiðjunni. Auk þess hefur verið mikið að gera í nagla- deildinni og við höfum selt um 400 kassa af þaksaumi, rúmlega hálfa milljón nagla,“ sagði Björn. Garðahéðinn framleiðir einnig þakjárn í miklu magni og þar hefur verið mikið_ að gera eftir helgina. Hreinn Árnason, verslunarstjóri i timbursölu BYKO, sagði að mikil sala hefði verið í þakjárni. „Það hef- ur selst mikið en þó held ég að meira hafi fokið 1973 og 1981. En það er ekki gott að dæma um það því veðr- ið hefur ekki enn gengið niður og menn halda að sér höndum á með- an,“ sagði Hreinn. Hann sagði að BYKO hefði átt nokkuð magn á lag- er og pantað um 6 þúsund fermetra til viðbótar. „Það gengur á það en við stöndum þó þokkalega. Hjá okkur er einnig töluvert af pöntunum sem í gær unnu starfsmenn Lands- virkjunar að viðgerðum á Búrfells- línu eitt og Brennimelslínu en stálmöstur í þessum iínum brotnuðu í óveðrinu þannig að eftir var aðeins ein lína frá Þjórsár- og Tungnár- svæðinu til Faxaflóasvæðisins. Guð- mundur Helgason rekstrarstjóri Landsvirkjunar bjóst í gærdag við að það tækist að koma Brenni- melslínu í lag fyrir nóttina og. að viðgerð á Búrfellslínu lyki síðdegis í dag. í gær hafði ekki unnist tími til að leita bilunar á vesturlínu, úr Geiradal að Mjólkárvirkjun, sem bil- aði í óveðrinu. Landsvirkjun hefur tekið að mestu fyrir afhendingu afgangsorku til ál- vers ÍSALs í Straumsvík á daginn, þegar álagið er mest og Áburðar- verksmiðjan í Gufunesi fær aðeins um þriðjung af þeirri orku sem verk- smiðjan þarf. Þá hafa verið keyrðar díselvélar á Keflavíkurflugvelli og víðar og flestir almennir notendur hafa fengið nægilegt rafmagn. Rafmagnstruflanir á Suðurnesjum Staur í aðalaðveituiínunni frá Hafnarfirði til Suðurnesja brann á Fitjum í Njarðvík snemma í gær- morgun. Vandræði voru með raf- magnið á orkuveitusvæðinu fram eftir degi en þá tókst að gera við línuna. Þurfti að grípa til rafmagns- skömmtunar í smámum stíl en raf- magnsframleiðslan í Svartsengi og keyrsla díslestöðvar á Keflavíkur- flugvelli dugði að mestu, að sögn Alberts Albertssonar hjá Hitaveitu Suðurnesja. Á Vestfjörðum eru keyrðar dísel- stöðvar á mörgum þéttbýlisstöðum og dugar það ásamt rafmagni frá Mjólkárvirkjun að mestu til að anna rafmagnsþörf svæðisins. I gær var verið að tengja.sveitabæi í Önundar- d- flfíi áém verið höfðu rafmagnslausir frá því á sunnudag. Að sögn Kristj- áns Haraldssonar orkubússtjóra hjá Orkubúi Vestfjarða brotnuðu 25-30 staurar á veitusvæðinu. Mesta tjónið varð á línunni frá ísafirði til Bolung- arvíkur, þar sem 16 staurar brotn- uðu og frá ísafirði til Súðavíkur en þar brotnuðu 8 staurar og 5 lögðust niður. Kristján sagði að miklar við- gerðir væru framundan. 20 milljóna tjón RARIK Rafmagnsveitum ríkisins hafði í Fulltrúar bæjarstjórnar Hvera- gerðis héldu fund með garðyrkju- bændum í bænum í fyrrakvöld. Þar var rætt um mat á skemindum, viðgerðir og hreinsun. Ingibjörg Sigmundsdóttir forseti bæjarstjórn- ár sagði að bæjaræknifræðingurinn væri að taka sama upplýsingar um tjónið og bjóst hún við að mat hans iægi fyrir í dag. Garðyrkjubændur gær tekist að koma rafmagni á flesta bæi. í gærdag voru þó nokkrir bæir í Austur-Eyjafjallahreppi og á Rang- árvöllum enn án rafmagns en Kristj- án taldi að rafmagn kæmist þar á fyrir kvöldið. 123 staurar í háspennulínum RARIK brotnuðu í óveðrinu á sunnu- dag, flestir vegna þess að þakjárn eða annað fauk á þá en vindkviður feyktu öðrum um koll. Sem dæmi um það síðarnefnda nefndi Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri að þijár tvöfaldar stæður í sérstaklega öflugri háspennulínu á milli Stykkis- hólms og Grundarfjarðar hefðu brotnað í rokinu. Þar á meðal var ein sérstaklega styrkt hornstæða. 55 staurar fóru á Suðurlandi, 12 í væru að vinna að viðgerðum hver hjá sér og myndu síðan hjálpa þeim sem orðið hefðu fyrir mesta tjón- inu. Starfsmenn bæjarins og hjálp- arsveitarmenn hreinsa bæinn. Ingibjörg sagði að á fundinum hefði sérstaklega' verið farið yfir það hvort einhveijar gróðurhúsa- gerðir hefðu farið verr en aðrar og hvort einhveijir staðir í bænum Kjós, 30 á Vesturlandi og 26 á Norð- urlandi vestra. Kristján Jónsson sagði að ekki væri búið að gera upp tjónið en sam- kvæmt mjög lauslegu mati er tjónið áætlað 20 milljónir kr. Kostnaður við bráðabirgðaviðgerðir á há- spennulínum RARIK eftir ísingar- veðrið í janúar hefur nú verið gerður upp og er hann 135 milijónir kr. Eftir er að leggja í kostnað við var- anlegar viðgerðir og er sá kostnaður áætlaður, yfir 100 milljónir kr. til viðbótar, að sögn Kristjáns. RARIK hefur óskað eftir því að ríkissjóður bæti stofnuninni tjónið þar sem ríkið liefur sjálft tekið að sér tryggingar sem RARIK áður keypti hjá trygg- ingafélögunum. væru hættulegri en aðrir í svona roki. Hún sagði að tjón væri mjög mismunandi, sumir hefðu orðið fyr- ir litlu tjóni en aðrir mjög miklu. Ingibjörg sagði að sumir garðyrkju- bændur væru með tryggingar gegn svona tjóni en ekki allir. í Borgarfirði varð tjón hjá að minnsta kosti 12 garðyrkjubændum af 14 sem eru með ræktun í gróður- húsum, að sögn Bjarna Helgasonar. Talið er að 3.300 rúður hafi brotn- að og yfir 21 þúsund plöntur drep- ist. Sumir eru með tryggingar. Á vegum Sambands garðyrkju- bænda var í gær verið að safna upplýsingum um tjón garðyrkju- bænda til að leggja fyrir Bjargráða- sjóð. Bjarni sagði að garðyrkju- bændur greiddu í þennan sjóð og gerðu kröfu um að fá bætur úr honum þegar þeir yrðu fyrir skakkaföllum sem þessum. eftir á' áð 'áöelqa," .ðagðWHcéhOL rT n Tjón garðyrkjubænda 50-60 milljónir króna Greiðum í Bjargráðasjóð og krefjumst bóta, segir formaður garðyrkjubænda TJÓN garðyrkjubænda í óveðrinu er áætlað að minnsta kosti 50-60 milljónir kr., að sögn Bjarna Helgasonar á Laugalandi, formanns Sambands garðyrkjubænda. Rúður brotnuðu í gróðurhúsum í flestum garðyrkjustöðvum á óveðurssvæðinu og víða drápust plöntur í húsun- um. Fyrirsjáanlegt er að uppskeru seinkar víða og að uppskera verð- ur með minna inóti í vor. Búast má við að hluti tómatuppskerunnar seinki um 2 mánuði og hluti gúrkuuppskerunnar um 5-6 vikur. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hve stór hluti garðyrkjubænda er með fok- og ræktunartryggingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.