Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRUAR 1991
WKEPPNIN
ÍSLENSKI HANÐBOLTINN
20. UMFERÐ
Föstudagur 08.02.
KR - Valur
Kl. 20:00
Laugardalshöll
Föstudagur 08.02.
ÍBV - FH
Kl. 20:00
Vestmannaeyjar
Laugardagur 09.02.
Víkingur - Stjarnan
Kl. 16:30
Laugardalshöll
Laugardagur 09.02.
ÍR - Fram
Kl. 16:30
Seljaskóli
Laugardagur 09.02.
Grótta - Selfoss
Kl. 16:30
Seltjarnarnes
Laugardagur 09.02.
Haukar - KA
Kl. 16:30
Strandgata, Hafnarfirði
VÁTRYGGIISGAFÉLAG ÍSL4NDS HF
x
HANDKNATTLEIKUR
Viggó slapp við
þriggja leikia bann
Viggó Sigurðsson, þjálfari
Hauka, var úrskurðaður í
eins leiks bann af aganefnd HSÍ
í gær vegna fimm refsistiga. í
fyrstu var reiknað með að hann
yrði úrskurðaur í þriggja leikja
bann vegna tíu refsistiga, en þar
sem skrifleg skýrsla frá dómurum
sem dæmdu leik Fram og Hauka
barst ekki til aganefndar eins og
reglur segja fyrir, var málið dæmt
fyrnt.
Viggó mun ekki stórna leik
Hauka gegn KA í 1. deildarkeppn-
inni um næstu helgi.
Tveir leikmenn voru dæmdir í
tímabundið leikbann, eða í fimmt-
án daga bann. Það eru þeir Magn-
ús Magnússon, UBK og Sigurður
Stefánsson, HK, sem létu hnefana
taia í leik Kópavogsliðanna á dög-
unum.
Bikarkeppnin — 8-liða úrslit:
Það verður ekki
spilað brids!
- segirJakob Sigurðsson, fyrirliði bikarmeistara
Vals, um leikinn gegn FH í kvöld
Þrír leikir eru á dagskrá bikar-
keppni karla í kvöld, í 8-liða
úrslitum. KA og Víkingur mætast
á Akureyri kl. 20.30, tvö af efstu
liðum 1. deildar, FH og Valur —
núverandi íslands- og bikarmeistar-
ar — í Hafnarfirði á sama tíma, og
ÍR og Haukar hefja leik í Seljaskó-
lanum kl. 20.
„Það skiptir engu máli hvað gerst
hefur á undan bikarleikjum eða
hvað gerist á eftir — í bikarnum
veltur allt á einum leik,“ sagði Jak-
ob Sigurðsson, fyrirliði Valsmanna,
í gær og vísaði til gengis liðanna í
deildinni. Gengi FH-inga hefur ver-
ið nokkuð skrykkjótt en Valsmenn
eru á sigurbraut; urðu fyrstir til að
leggja Víkinga að velli á dögunum.
FH tapaði hins vegar fyrir Gróttu
á heimavelli sínum í síðasta leik.
„Gróttumenn gáfu okkur ærlegt
kjaftshögg — og þau hafa oft reynst
mönnum vel,“ sagði Guðjón Árna-
son, fyrirliði FH. Guðjón, sem lék
300. leik sinn fyrir FH gegn Hauk-
um á dögunum og hélt upp á 28.
afmælisdaginn í gær, lofaði bar-
áttuleik í Firðinum og Jakob tók
undir það: „Hér verður ekki spilað
brids annað kvöld!" sagði hann og
undirstrikaði að vel yrði tekið á.
Valsmenn hafa enn ekki sigrað
í nýja íþróttahúsinu í Kaplakrika —
Jakob Sigurðsson.
í tveimur tilraunum — frekar en
FH-ingar að Hlíðarenda. Valsmenn
eru handhafar bikarsins og unnu
keppnina einnig 1988. FH hefur
hins vegar ekki orðið bikarmeistari
síðan 1977.
I bikarkeppninni er leikið til
þrautar, þannig að framlengt verð-
ur ef með þarf.
■ Leik Þórs og ÍBV, í 8-liða úrslit-
um keppninnar, sem átti að vera á
Akureyri, var frestað vegna veðurs.
Ekki er ljóst hvenær hann fer fram.
Kristján og Sig-
urður ekki með
gegn Ungverjum
SIGURÐUR Sveinsson og
Kristján Arason, vinsrihandar-
skyttur í handknattleik, leika
ekki með landsliðinu gegn Ung-
verjum í næstu viku. Þjálfarar
félaga þeirra á Spáni vilja ekki
sleppa þeim lausum, enda mik-
ið um að vera hjá liðunum -
sem leika bæði í úrslitakeppn-
inni á Spáni og í Evrópukeppn-
inni á næstu dögum.
Eg var tilbúinn að koma heim,
en þjálfari minn taldi að álagið
væri það mikið hjá Atletico Madrid,
svo að tveir landsleikir bættust ekki
ofan á það,“ sagði Sigurður Sveins-
son í gærkvöldi.
Atletico Madrid leikur gegn Teka
á laugardaginn, Alicante á miðviku-
daginn kemur, síðan koma tveir
Evrópuleikir og einn deildarleikur
til viðbótar á næstu tveimur vikum.
í kvöld HANDKNATTLEIKUR:
Bikarkcppni karla: Akureyri KA-Víkingur ...kl. 20:30
Kaplakriki KH - Valur ...kl. 20:30
Seljaskóli ÍR - Haukar ...kl. 20:00
Bikarkeppni kvenna: Höllin KR - Valur ...kl. 18:30
1. deild kvenna: Höllin Fram - Víkingur ...kl. 20:00
2. deild karla: Njarðvík UMFN - HK ...kl. 20:00
2. deild kvenna: Seliaskóli ÍK-ÍBK ...kl. 20:00
KORFUKNATTLEIKUR:
Úrvalsdeild: Stykkish. Snæfell - UMFT... ...kl. 20:00
Guðjón Arnason.
foém
FÓLK
M BRYAN Robson verður fyrir-
liði enska landsliðsins, sem leikur
gegn Kamerún á Wembley í kvöld.
Einn nýliði leikur með liðinu, en það
er lan Wright, miðheiji Crystal
Palace.
■ DAVID Seaman, markvörður
Arsenal, tekur stöðu Chris Wo-
ods, en annars er enska liðið skip-
að þessum leikmönnum: David
Seaman, Lee Dixon, Stuart Pe-
arce, Trevor Steven, Des Walker,
Mark Wright, Bryan Robson,
Paul Gascoigne, Ian Wright,
Gary Lineker og John Barnes.
H LEIKENN Kamerún komu til
London í gær og tók kuldaboli á
móti þeim. Nú er kalt í London og
hefur ekki verið eins kalt þar í fe-
brúar í mörg ár. Veðurfarið hentar
iila leikmönnunum frá Afríku.
■ FIMM þjóðir bættust í gær í
hóp þeirra þjóða sem sækja um að
halda HM 1998. Það eru Brasilía,
Chile, Indland, Portúgal og Sviss,
en áður höfðrEngland, Frakkland
og Marokkó sent inn umsóknir.
■ STEFAN Edberg, tenniskappi
frá Svíþjóð, sagði að ferð hans á
diskótek í Júgóslavíu fyrir leik
Júgóslava og Svía í Davis Cup
hafi ekki orðið til þess að hann tap-
aði, 0:3, og að Svíar töpuðu. „Ferð
á diskótek er góð aðferð til að slaka
á,“ sagði Edberg.
H EKKI er hægt að segja að
Jonas Svensson hafi slakað á -
hann tognaði á hálsi í heimsókninni
á diskótekið og gat ekki leikið með
gegn Júgóslövum.