Morgunblaðið - 28.02.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
25
Framan við þinghúsið í Tallinn hafa þessi virkisveggir verið reistir.
Götuvígi hafa verið reist í Tallinn, höfuðborg Eistlands, til að hindra
beitingu sovésks hervalds.
min
jnnnm
verkfæri í höndum þessarar sam-
steypu. Ein aðferðin er að koma
af stað kviksögum. Jarovoj, for-
stjóri stærsta fyrirtækisins í Eist-
landi, sagði til dæmis einu sinni:
„Ef við vinnum ekki sigur núna,
verðum við að pakka saman og
fara.“
— Hver er hlutur Gorbatsjovs
forseta í þessum málum?
— Mér finnst Gorbatsjov vera
orðinn leppur í höndum hersins. Ég
man eftir því að fyrir u.þ.b. mánuði
hrópuðu hershöfðingjar á fundi
Æðsta ráðs Sovétríkjanna, að nú
yrði forsetinn að bjarga sér án hers-
ins. Eftir það sagði Gorbatsjov í
hverri ræðu, að við yrðum að styðja
hetjuherinn okkar. Eftir það talaði
hann nákvæmlega eins og hershöfð-
ingi sjálfur. Honum hafði greinilega
verið hótað öllu illu.
- Er hugsanlegt að atburðirnir
íLitháen endurtaki sig í Eistlandi?
— Ég ætla ekki að gagnrýna
stjórnvöld í Litháen. Lýðræði okkar
er ungt. Það eru því miður fáir, sem
hafa stjórnmálareynslu. Ég held,
að við í Eistlandi höfum meira at-
hafnafrelsi en Litháar. Málin eru
rædd. Við höfum náð samkomulagi
við herinn. Það breytir engu um
það, að við teljum hann vera her-
námslið. Og yfirmenn heraflans
sem eru í Eistlandi, hafa lýst því
yfir, að þeir munu ekki beita sér
gegn eistnesku þjóðinni. Fyrir
skömmu var fundur með sendiherr-
um frá ýmsum löndum þ. á m.
Svíþjóð og fulltrúi Gorbatsjovs
sagði að herinn mundi aldrei aftur
skipta sér af breytingum í Eystra-
saltslöndunum. Fyrir tveinrur vik-
um var tekin ákvörðun að fiytja
herafla til Eistlands líka. Forsætis-
ráðherra okkar talaði þá við Gor-
batsjov og sannfærði hann um að
það borgaði sig ekki að gera það á
þessum tíma. Ég endurtek, að við-
ræður fara fram. Mér finnst afstaða
Litháa of róttæk. Tilraunir til við-
ræðna hófust ekki fyrr en allt var
komið í bál og brand. Það réttlætir
þó ekki framferði Sovétmanna.
— Þegar ég var að koma frá
íslandi var ég vöruð við ástandinu
í Eistiandi.
— Ég man hvernig ástandið var
fyrir tveimur árum. Þá urðu
árekstrar meðal almennings: Þú,
Rússi! — Þú andskotans Eistlend-
ingur! Að undanförnu hefur þetta
gjörsamlega horfið, af því að fólkið
gerir sér grein fyrir, að jafnvel
árekstrar manna á meðal geta skap-
að hættuástand. Þetta skilja bæði
Eistlendingar og Rússar. Kerfið vill
beina þróuninni á aðrar brautir. Við
viljum ekki gefa kerfinu neina
átyllu til að flytja hingað herlið.
Ég held, að hefði ekki komið til
íhlutun að utan, hefðum við leyst
okkar vandamál fyrir löngu. Ég
held að í sjálfstæðu Eistlandi verði
búsettur stór hluti rússneskumæl-
andi manna. Það er óhjákvæmilegt.
Klofningurinn byggist ekki á mis-
munandi þjóðerni, heldur á mismun-
andi pólitískum skoðunum. Lýðræð-
issinnar annars vegar og íhaldssam-
ir hins vegar. Meðal Eistlendinga
eiga íhaldsmenn engin ítök. Það eru
miklu fleiri eldheitir rauðliðar í
Finnlandi, en í Eistlandi. Ástæðan
er sú að eftir að Eistland var innlim-
að í Rússland, voru fáir Eistlending-
ar í nomenaklatúrunni. (Valdastétt
kommúnistaflokksins.) Þetta var
mest fólk, sem kom frá Rússlandi,
en bar eistnesk nöfn. Það var ekki
fyrr en árið 1988 að ósvikinn Eist-
lendingur var kosinn forseti. í Lit-
háen var þetta öðruvísi. Það voru
alltaf innfæddir litháískir kommún-
istar við völd (sem er í sjálfu sér
kannski gott frá sjónarmiði menn-
ingar og þjóðernis). Og þegar gömlu
kerfiskarlarnir misstu völdin í Eist-
landi, gat enginn komið í þeirra
stað. Fyrir skömmu varð klofningur
í kommúnistaflokknum í Eistlandi,
og í flokksbrotinu sem styður
Kommúnistaflokk Sovétríkjanna
eru aðeins tíu Eistlendingar.
Sviðsetningin var sú sama i Eist-
landi, Lettlandi og Litháen, en sýn-
ingin fór út um þúfur. Én samt
held ég ekki, að það hafí verið
meiningin að skjóta fólkið.
— Af hveiju gerðist þetta?
— Ég held, að það hafi verið
hugsunarlaus vanaviðbrögð her-
manna, sem áttu sökina. Þeim var
skipað að hertaka sjónvarpsturninn
hvað sem það kostaði. Fólkið þusti
þangað til þess að veija turninn.
Enginn trúði, að skotvopnum yrði
beitt. Hættulegastir eru þeir Lithá-
ar, sem styðja Kommúnistaflokk
Sovétríkjanna, enda geta þeir ekki
hugsað sér að vera í stjórnarand-
stöðu, þeir þola ekki annað en að
vera við völd. Ég þekki menn, sem
hafa verið í valdastöðum. Þeir geta
ekki breyst. Þeir grípa til óyndisúr-
ræða. Til dæmis kommúnistar í
Eistlandi sem viðurkenna ekki þjóð-
fána Eistlands. Þegar þeim var hins
vegar skipað að halda fund 15. jan-
úar fyrir framan Æðsta ráð lýðveld-
isins báru þeir okkar flagg, eins og
þeir væru fulltrúar Eistlands. Þess-
ir fundir voru hluti af sviðssetn-
ingu. Fyrsti fundur var í Litháen
13. janúar. Kommúnistamir draga
ekki dul á, að hér var um samræmd-
ar aðferðir að ræða.
— Hverjar voru kröfur kommún-
istanna?
— Að leysa upp þjóðþingin og
hverfa aftur til gamla kerfisins. Ég
endurtek einu sinni enn: þetta er
ekki hægt. Við höfum kynnst svo
mikilli kúgun, að þeim tekst það
ekki nema þeir kannski skjóti
tíunda hvern mann.
— Hvað um efnahagsörðug-
leika?
— Ég er alveg sammála því, að
það eru miklir efnahagsörðugleikar
í Eistlandi. Þeir eru til í öllum Sov-
étríkjunum. Miðað við hin lýðveldin
lifum við í himnaríki. Já, það hafa
orðið verðhækkanir, en ég er
ánægður. Áður var fullt af fólki,
sem stundaði búðarferðir eins og
veiðiskap og allt hvarf í einum
grænum hvelli. Núna er hægt að
versla á eðlilegan hátt.
— Er það satt, að ekki sé hægt
að kaupa mat hér ef muður er ekki
skrásettur í Eistlandi?
— Allir íbúar í Eistlandi eiga
kort, sem staðfesta það. Þetta er
nauðsynlegt því að annars kæmu
-Tierskarar af fólki frá öðrum hlutum
Sovétríkjanna, mundu kaupa allt,
fara með það heim og selja það á
uppsprengdu verði. En það þýðir
ekki, að aðkomumaður geti ékki
keypt mat til eigin þarfa.
— Er barátta fyrir sjálfstæði í
Eistlandi skipulögð einhvern veg-
inn?
— Auðvitað. Það eru til margir
flokkar, en samstaða þeirra í sjálf-
stæðismálum er augljós. Ýmislegt
í Eystrasaltslöndunum er arfur frá
Stalínstímabilinu. Hefði þessi kúg-
un haldið áfram í tíu ár, hefðu
Eystrasaltsþjóðirnar liðið undir lok,
orðið hluti af Sovétþjóðinni. í byijun
níunda áratugarins var svo komið
að Eistlendihgar áttu að tala saman
á rússnesku.
Að lokum þetta: Upp er runnin
úrslitastund. Vandamál Eystra-
saltsríkjanna verða leyst, en spurn-
ingin er, hvort það verður með frið-
samlegum hætti eða blóðugum
átökum. Það er óhugsandi, að þjóð-
ir Eystrasaltslanda geti sætt sig við
að búa við fyrra kerfi. Við erum
hrædd við heimsveldishugsunar-
háttinn, ekki bara í kommúnista-
flokknum, heldur einnig meðal
venjulegs fólks. Þeim þætti það slys
ef eitthvert lýðveldi segði sig úr
lögum við Sovétsambandið. Eins og
hermaður nokkur komst að orði um
Litháen, Lettland og Eistland:
„Þetta eru landvinningar okkar og
það er skylda okkar við feður okkar
að missa þá ekki.“ Eða svo að vitn-
að sé í Lysénko, formann Verk-
fallsráðsins í Eistlandi: „Það skiptir
ekki máli hvort Sovétvaldið er gott
eða vont, það er okkar vald.“
En Heldi og Avo eiga standandi
heimboð frá vinum í Svíþjóð — það
er vissara.
Polfoto
ils-Aslak Valkeapaa hengir fána Sama-
nds upp á sviðinu í ráðhúsi Kaupmanna-
ifnar. • >
Þinff Norðurlandaráðs:
íslenska sendinefndin mótmælir
bréflega breytingnm á starfsháttum
Kaupmaimahöfn. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaosim,.
ÍSLENSKA sendinefndin á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn
mótmælti því í gær bréflega að íslendingar fá nú engan formann í
nefndum Norðurlandaráðs. Ólafur G. Einarsson, formaður íslensku
sendinefndai-innar, tilkynnti einnig að hann og fleiri af íslensku fulltrú-
unum myndu greiða atkvæði á móti tillögu norrænu ráðherranefndar-
innar um að fjölgað verði í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, þar sem
það geti komið niður á íslendingnm.
Undanfarin ár hefur mikið verið
um það rætt á vettvangi Norðurland-
aráðs hvernig hægt sé að breyta
starfsháttum ráðsins. í árslok 1989
var sett á laggirnar starfháttanefnd
undir forsæti Bjarnes Mörk Eidem
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
Noregs, til að gera tillögur um breyt-
ingar. Nefndin skilaði af sér rúmlega
270 síðna skýrslu, þar sem meðal
annars er lagt til að ráðinu verði
auðveldað að fjalla um alþjóðamál,
að stofnuð verði ráðherranefnd ut-
anríkisráðherra Norðurlandanna og
að Norðurlandaráðsþingum verði
hugsanlega fjölgað í tvö á ári. For-
sætisnefndin á að öðlast aukið vægi
í starfi Norðurlandaráðs og stjórn-
málaflokkarnir að hafa meira að
segja í starfi ráðsins, samkvæmt til-
lögum nefndarinnar. Til marks um
það síðamefnda, eru það nú flokka-
hóparnir, sem skipta formennsku í
nefndum á milli sín, án þess að taka
tillit til hagsmuna landanna. Það er
ástæðan fyrir því að íslendingar
fengu engan nefndarformann að
þessu sinni.
Tillaga ráðherranefndarinnar, sem
Ólafur G. Einarsson andmælti, gerir
ráð fyrir að nokkrum af þeim breyt-
ingum, sem starfsháttanefndin lagði
til, verði hrundið í framkvæmd með
breytingum á Helsinkisamningum
um norrænt samstarf. Ein af mikil-
vægustu breytingunum er að sam-
setningu forsætisnefndarinnar verði
breytt. Núna sitja í henni tíu þing-
menn, tveir frá hveiju landi, og eru
Páll Pétursson og Ólafur G. Einars-
son fulltrúar íslands.
Lagt er til að Norðurlandaráð
ákveði sjálft hversu margir verði í
forsætisnefndinni hveiju sinni. Með-
limir hennar verði að minnsta kosti
tíu, tveir frá hveiju landi. Ráðið geti
síðan kosið fleiri í nefndina til þess
að tryggja öllum flokkahópum full-
trúa í henni. Þetta telja íslendingar
að gæti leitt til þess að jafnvægið
milli landa í nefndinni raskaðist og
gengið yrði framhjá íslensku sendi-
nefndinni við val -á aukafulltrúum.
Ólafur G. Einarsson sagði í ræðu
sinni að íslenska sendinefndin hefði
áður lýst sig samþykka tillögu ráð-
herranefndarinnar, en í ljósi þess,
sem nú hefði gerst varðandi for-
mennsku í nefndum, myndi hann
greiða atkvæði á móti tillögunni, og
það myndu fleiri í íslensku sendi-
nefndinni gera.
í bréfí íslensku sendinefndarinnar,
sem sent var Anker Jörgensen, for-
seta Norðurlandaráðs, segir meðal
annars: „Samstarfið í Norðurlandar-
áði er samstarf þjóðþinga fimm sjálf-
stæðra ríkja. Það byggir á gagn-
kvæmri virðingu milli sendinefnd-
anna.“ Þar segir jafnframt að ef
ætlunin sé að íslendingar verði áfram
án nefndarformanns, séu það álvar-
legar fréttir fyrir ísland, sem hingað
til hafi litið á þátttöku sína í norr-
ænu samstarfi sem einn af hornstein-
um íslenskrar utanríkisstefnu.