Morgunblaðið - 28.02.1991, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991
KÖRFUBOLTI || KÖRFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Hreiðar
með 300
leiki
Hreiðar Hreiðarsson, fyrirliði
Úrvalsdeildarliðs og bikar-
meistara Njarðvíkur, hefur náð því
marki að leika 300 leiki fyrir félag
sitt. Um síðustu helgi þegar
Njarðvíkingar léku gegn Þór frá
Akureyri var Hreiðar háðraður af
þessu tilefni.
Hreiðar er 25 ára og hefur leikið
með öllum flokkum UMFN. Hann
lék fyrsta meistaraflokksleik sinn
16 ára. Tveir aðrir liðsmenn UMFN
hafa leikið meira en 300 leiki, ísak
Tómasson og Teitur Örlygsson.
Guðmundur með 200
Annar Suðurnesjamaður Guð-
mundur Bragason, landsliðsmaður
frá Grindavík, náði einnig merkum
áfanga á dögunum er hann lék
200. leik sinn fyrir meistaraflokk
UMFG. Og blómaleikurinn var eft-
irminnilegur — sigurleikurinn gegn
Njarðvíkingum í bikarkeppninni,
þar sem Guðmundur gerði einmitt
sigurkörfu liðs síns á lokasekúnd-
aeunni.
Thomas
adstodar
Torfa
KR-ingarnir Páll, Guðni og Axel aftur í landsliðið
Jón Kr. Gíslason, ÍBK
Falur Harðarson, ÍBK
Sigurður Ingimundarson, ÍBK
Albert Óskarsson, ÍBK
Guðni Guðnason, KR
Páll Kolbeinsson, KR
Axel Nikulásson, KR
Pétur Guðmundsson, UMFT
Valur Ingimundarson, UMFT
Teitur Örlygsson, UMFN
Friðrik Ragnarsson, UMFN
Jón Arnar Ingvarsson, Haukum
Pálmar Sigurðsson, Haukum
Guðmundur Bragason, UMFG
Rúnar Árnason, UMFG
Magnús Matthíasson, Val
Guðjðn Skúlason, Auburn Montg.
Glenn Thomas, þjálfara Hauka
í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik, hefur verið ráðinn aðstoðar-
þjálfari íslenska landsliðsins í körfu-
knattleik. Hann kemur til með að
aðstoða Torfa Magnússon við þjálf-
un karla- og kvennalandsliðs ís-
lands.
Torfi hefur valið 17 manna hóp
fyrir Evrópukeppni landsliða sem
fram fer hér á landi í bytjun maí.
Þrír leikmenn koma að nýju inní
liðið: KR-ingarnir Páll Kolbeinsson,
Axel Nikulásson og Guðni Guðna-
son en ívar Ásgrímsson getur ekki
kost>á sér í liðið.
Eftirtaldir leikmenn eru í lands-
liðshópnum:
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Hreiðar Hreiðarsson á að baki
300 leiki með UMFN.
FELAGSLIF
Herrakvöld Stjörnunnar
Herrakvöld Stjörnunnar verður
haldið að Garðaholti föstudaginn 1.
mars og hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Ræðumaður kvöldsins verður Þor-
steinn Pálsson, formaður Sjáifstæðis-
flokksins. Menn eru beðnir að tilkynna
komu sína í síðasta lagi í dag, fimmtu-
daginn 28. febrúar, í síma 651940.
(Úr fréttatilkynningu)
Guðni Guðnason á ný í landsliðshópinn.
Morgunblaöið/Einar Falur
SUND / MEISTARAMOTIÐ
Falla met
í Eyjum?
„VIÐ munum gera allt til að
mótið verði hið glæsilegasta,
en þetta er annað árið í röð
sem við höldum íslandsmeist-
aramótið í sundi,“ sagði Helga
T ryggvadóttir úr Sunddeild
ÍBV. Sundmenn vonast eftir að
met eiga eftir að falla og þá
sérstaklega íkarlaboðsunds-
greinunum.
Karla§veit Sundfélags Suður-
nesja er mjög öflug eftir að
bræðurnir Magnús Márs og Arnars
Freys Ólafssonar gengu til liðs við
SFS. Met í þremur greinum eru í
hættu - fjórum sinnum 100 og 200
m skriðsundi og fjórum sinnum 100
m fjórsundi.
Keppendur frá fjórtán félögum
keppa í Eyjum og verður nær allt
besta sundfólk landsins í sviðsljós-
inu. Eðvarð Þór Eðvarðsson er kom-
inn í mjög góða æfingu og má
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Lakers sigraði í Detroit
Meistarar Detroit Piston hefurtapað sjö af síðustu 11 leikjum sínum
Ingibjörg Arnardóttir.
reikna með að hann sýni gamla
takta. Félagi hans Magnús Már er
einnig sterkur um þessar mundir.
Ingibjörg Arnardóttir, lang-
sundskona úr Ægi, hefur sýnt mikl-
ar framfarið og er til alls líkleg og
fyrir stuttu bætti hún met Þórunnar
Guðmundsdóttur í 1500 m skrið-
sundi á dögunum er hún synti á
17:23,34 mín., en gamla metið var
18:22,00, sett í Danmörku 1985.
Helga Sigurðardóttir, skrið-
sundskona úr Vestra, sem hefur
æft með Ragnheiði Runólfsdóttur í
Alabama, er einnig í góðri æfingu.
Mótið verður sett á morgun kl.
17. Lokahófið verður á sunnudags-
kvöld. Þá verða veitt verðlaun og
valið verður besta sundfólkið sam-
Aðalleikur síðustu helgar í
NBA-deildinni var viðureign
meistara Detroit og Los Angeles
Lakers í bílaborginni. Meistararnir
hafa átt í erfiðleik-
um undanfarið, eftir
að Isiah Thómas
meiddist og töpuðu
fyrir Lakers eftir
Staðan var 90:90
éftir venjulegan leiktíma í hörku-
spennu, en í framlengingunni náði
lið Lakers völdum og vann 102:96.
Sem fyrr voru James Worthy (29
stig) og Earvin „Magic“ Johnson
(31 stig) yfirburðamenn hjá Lakers.
Detroit hefur tapað sjö af síðustu
11 leikjum. Þar af þremur af síðustu
St’X heimaleikjum síðan Isiah
Frá
Gunnari
Vatgeirssyni
íBandaríkjunum
_Jjramlengingu.
meiddist, en var taplaust heima
áður. Detroit tapaði enn í fyrrinótt,
í Cleveland.
Lið Lakers er á ferðalagi og leik-
ur við lið úr austurdeildinni. Þetta
er síðasta útireið liðsins þar á tíma-
bilinu, og ef það stendur sig vel
gæti Lakers náð Portland sem náð
hefur bestum árangri í vesturdeild.
Það skiptir miklu máli þegar í úr-
slitakeppnina kemur, er efsta liði
er umbunað með fleiri leikjum á
heimavelli. Lakers hefur aðeins tap-
að þremur leikjum meira en Port-
land. Portland tapaði mjög óvænt
á sunnudag, heima gegn San An-
tonio, 88:95. Ekki nóg með það.
Liðin mættust öðru sinni á tveimur
dögumj San Antonio í fyrrinótt og
aftur tapaði Portland, að þessu sinni
eftir framlengingu. Liðið hefur unn-
ið 44 sigra og tapað 12 leikjum.
Lakers er með 41 sigur og 14 töp.
Lið Utah er með 35 sigra og 17
töp. Þetta eru þrjú bestu liðin í
vesturdeild.
í austurdeild hefur Boston verið
með bestan árangur og Chicago
þann næst besta. En dæmið snérist
við í fyrrinótt er Chicago vann inn-
byrðisviðureign liðanna. Chicago
hefur nú unnið 41 leik og tapað
14. Boston er aftur á móti með 40
sigra og 15 töp. Lið Boston þarf
samt ekki að örvænta þó það hafi
dottið úr fyrsta sætinu. Kevin
McHale hefur ekki spilað í síðustu
leikjum liðsins vegna meiðsla, en
liðið hefur þó spilað mjög vel án
hans. Vann m.a. fjóra af fimm úti-
leikjum í röð á vesturströndinni í
síðustu viku.
Detroit er með þriðja besta ár-
angurinn í austurdeildinni, 37-19.
Chicago og Boston berjast um að
standa uppi sem besta lið deildar-
innar, en Detroit á í erfiðleikum án
Isiah Thomas.
Að lokum má geta þess að lið
New York er með 13 sigra og 14
töp á útivelli, en hefur hins vegar
unnið 12 en tapað 17 af 39 heima-
leikjum. Liðið gæti því orðið hið í
deildinni til að ná betri árangri úti
en heima í 14 ár.
kvæmd alþjóðlegri stigatöflu. Þá
verður efnilegasta sundfólkið valið,
en það verða þjálfarar liðanna sem
mæta til leiks sem velja það.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin í fyrrinótt:
Cleveland - Detroit Pistons..106:103
Milwaukee Bucks - Miami Heat.119:106
New Jersey Nets - Indiana Pacers ...129:104
New York Knicks - Washington...112:109
(eftir framlengingu)
Houston Rockets - Denver Nuggets.129: 99
Minnesota - Dallas Mavericks...100: 94
Chicago Bulls - BosLon Celtics.129: 99
San Antonio Spurs - Portland...102:101
(eftir framlengingu)
Seattle - Los Angeles Clippers.93: 81
Orlando - Golden State.......131:119